Morgunblaðið - 23.07.2019, Page 33
LUDOGORETS
Teodor Borisov
borisov89@gmail.com
Síðasta áratuginn hefur lið Ludo-
gorets verið andlit búlgarskrar
knattspyrnu. Eftir að liðið vann sér
sæti í A-deildinni í fyrsta skipti hef-
ur það unnið meistaratitilinn átta ár
í röð og á góða möguleika á að slá
met CSKA sem varð níu sinnum
meistari á árunum 1954 til 1962.
Um leið hafa „Ernirnir“ tvisvar
komist í riðlakeppni Meistaradeildar
Evrópu og þrisvar í riðlakeppni Evr-
ópudeildar UEFA og eiga að baki
minnisstæða leiki gegn liðum eins og
Real Madrid, Arsenal, Liverpool,
PSG, Lazio, AC Milan, Rauðu
stjörnunni, Partizan, Hoffenheim,
Istanbul Basaksehir o.fl.
Ludogorets er gott dæmi um vel
heppnað viðskiptamódel. Félagið á
nýtískulegu íþróttamiðstöðina „Arn-
arhreiðrið“, leitar markvisst að leik-
mönnum í Suður-Ameríku og er með
trausta fjármálastjórn.
Erfiðir tólf mánuðir
Síðustu tólf mánuðir hafa þó verið
erfiðasti kaflinn í seinni tíma sögu
félagsins. Ludogorets hefur tvisvar
verið slegið út í undankeppni Meist-
aradeildarinnar af ungverskum
meisturum (MOL Vidi í fyrra og
Ferencváros í sumar) og tryggði sér
ekki meistaratitilinn fyrr en í síðustu
umferðinni í vor. Svo tæpt hefur það
ekki staðið frá árinu 2013.
Ludogorets hóf þetta sigurtímabil
með Paulo Autuori sem þjálfara en
hann er einn virtasti brasilíski þjálf-
arinn á þessari öld og vann heims-
meistarakeppni félagsliða 2005 með
Sao Paulo. Antoni Zdravkov, fyrr-
verandi þjálfari 21-árs landsliðs
Búlgaríu, og Stoycho Stoev komu
næstir. Sá síðarnefndi þjálfaði liðið
þegar það komst í 16-liða úrslit Evr-
ópudeildarinnar árið 2014.
Nú er staðan erfiðari fyrir lið
Ludogorets og aðalástæðan er leik-
mannahópurinn í dag. Flestir lykil-
menn liðsins eru orðnir of gamlir og
hafa ekki lengur sama metnað og áð-
ur fyrir því að ná langt á þessu sviði.
Rúmenski miðvörðurinn Cosmin
Moti, sem fór í markið og varði tvær
vítaspyrnur í sögulegum umspilsleik
fyrir Meistaradeildina gegn Steaua
og fékk nafn sitt á eina af stúkunum
á leikvangi Ludogorets, er 34 ára
gamall og spilar ekki gegn Val í
Reykjavík þar sem hann fékk rauða
spjaldið gegn Ferencváros. Hann og
hinn miðvörðurinn, Georgi Terziev,
eru of hægir og það hentar öllum lið-
um sem eru með fljótan framherja
að spila gegn þeim.
Í útistöðum við þjálfarann
Fyrirliðinn Svetoslav Dyakov (35
ára) og hinn brasilíski landsliðs-
maður Búlgaríu, Marcelinho (34),
mega muna fífil sinn fegri og það er
áhætta að vera lengur með þá í byrj-
unarliðinu. Marcelinho hefur átt í
útistöðum við Stoycho Stoev þjálfara
og hefur ítrekað lýst yfir óánægju
með að vera tekinn af velli, þannig
að ég býst ekki við því að hann spili
gegn Val.
Anciet Abel frá Madagaskar og
Claudiu Keseru frá Rúmeníu spila
vel fyrir sín landslið, Anciet sló í
gegn með liði Madagaskar í Afr-
íkukeppninni í sumar, en óvíst er
hvort þeir séu í leikformi núna.
Eins og sést á þessu er of mikið af
gömlum leikmönnum með takmark-
aðan metnað í liði Ludogorets og það
vantar ferska leikmenn. Úr akadem-
íu Ludogorets koma ekki nægilega
góðir leikmenn fyrir aðallið félags-
ins. Aðstaðan er fyrir hendi en það
vantar gæðin og þess vegna hefur
félagið tekið upp nýja stefnu í leik-
mannakaupum.
Í sumar hefur Ludogorets keypt
nýja leikmenn með góðar ferilskrár
fyrir 3,15 milljónir evra. Sem stend-
ur er vinstri kantmaðurinn Mavis
Tchibota bestur af nýju mönnunum
og allir reikna með miklu af Jorg-
inho sem lék mjög vel með CSKA
Sofia á síðasta tímabili.
Leikstíllinn er breyttur
Eftir að liðið var slegið út í fyrstu
umferð Meistaradeildarinnar er
markmið þess að komast í riðla-
keppni Evrópudeildarinnar. Ludo-
gorets er með nægilega sterkt lið til
að ná þangað en í mínum augum er
þetta ekki lengur „gamla Ludo-
gorets“ með leikmenn sem mættu
óhræddir til leiks á Santiago Berna-
béu, Olimpico eða Parc des Princes.
Ludogorets leikur 4-2-3-1 á
þessu tímabili eins og áður en leik-
stíllinn er samt breyttur. Fyrir síð-
asta tímabil byggðist leikur liðsins
á því að halda boltanum en síðasta
vetur voru þeir orðnir of fyrirsjáan-
legir fyrir andstæðinga sína og þess
vegna munu þeir freista þess að
beita skyndisóknum í stærstu leikj-
unum.
Helsta vandamál Ludogorets er
að liðið lendir yfirleitt í vandræðum
gegn líkamlega sterkum andstæð-
ingum. Ég er viss um að leikmenn
Ludogorets munu ekki vanmeta lið
Vals en ef Valsmenn geta staðið af
sér þá kafla í leikjunum þar sem
Ludogorets er með yfirhöndina
eiga þeir möguleika á góðum úrslit-
um.
Fyrri leikur Vals og Ludogo-
rets fer fram á Hlíðarenda á
fimmtudagskvöld. Sigurliðið í
tveimur leikjum mætir FC Köben-
havn frá Danmörku eða The New
Saints frá Wales í 3. umferð.
Teodor Borisov er íþrótta-
fréttamaður hjá búlgarska íþrótta-
dagblaðinu Meridian Match.
Ernirnir hafa misst flugið
Ludogorets Razgrad sem mætir Val á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið
hefur verið andlit búlgarskrar knattspyrnu í áratug en nú eru blikur á lofti
Ljósmynd/Ludogorets.com
Ludogorets Byrjunarlið búlgörsku meistaranna sem töpuðu óvænt fyrir
Ferencváros frá Ungverjalandi á heimavelli, 2:3, í fyrstu umferðinni.
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Það fór allt á hliðina í hand-
boltasamfélaginu á dögunum
þegar þeir Haukur Þrastarson
og Teitur Örn Einarsson gáfu
ekki kost á sér í U21 árs lands-
liðið sem nú tekur þátt í loka-
móti HM á Spáni. Haukur og
Teitur hefðu báðir styrkt liðið
gríðarlega, á því leikur enginn
vafi, en að sama skapi fannst
mér viðbrögðin vera algjörlega
út úr kortinu.
Haukur er 18 ára gamall og
gjaldgengur í U19 ára landsliðið.
Gæinn hefur borið uppi þetta
Selfosslið, ásamt Elvari Erni,
undanfarin ár, og hann var lyk-
ilmaður í bæði vörn og sókn í
vetur þegar liðið varð Íslands-
meistari. Þá hefur hann einnig
verið að spila og æfa með A-
landsliðinu og því óhætt að
segja að það sé búið að vera
ágætis álag á barninu.
Teitur gaf það út að félagslið
hans Kristianstad hefði ekki
samþykkt að hann færi í verk-
efnið. Gott og vel, það er þá
bara þannig. Mér finnst aðallega
hart vegið að Hauki í um-
ræðunni því Teitur sýndi svo
sem ekki mikið með landsliðinu
á síðustu leiktíð. Þá er meiðsla-
saga í fjölskyldunni hjá Hauki og
algjör óþarfi að vera að taka ein-
hverja áhættu með einn efnileg-
asta handboltaleikmann heims.
Þá heyrir það nánast til al-
gjörra undantekninga að leik-
menn annarra landsliða á
mótinu hafi spilað A-landsleik á
árinu eins og bent hefur verið á.
Ef leikmaður segist þurfa hvíld,
þá þarf hann á hvíld að halda,
því það leikur sér enginn að því
að missa af landsliðsverkefni.
Of mikið af hæfileikaríkasta
íþróttafólki Íslendinga hafa orð-
ið álagi að bráð og það er í raun
nóg að fylgjast með Guðmundi
Benediktssyni ganga til þess að
átta sig á alvarleika málsins.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
HANDBOLTI
HM U21 karla
Leikið á Spáni:
A-riðill:
Japan – Bandaríkin .............................. 21:20
Serbía – Túnis....................................... 23:29
Slóvenía – Spánn .................................. 22:21
Lokastaðan: Slóvenía 10, Spánn 8, Túnis
6 Serbía 4, Japan 2, Bandaríkin 0.
B-riðill:
Suður-Kórea – Ástralía........................ 38:20
Svíþjóð – Nígería.................................. 41:25
Frakkland – Egyptaland ..................... 32:37
Lokastaðan: Egyptaland 10, Svíþjóð 8,
Frakkland 6, Suður-Kórea 4, Nígería 2,
Ástralía 0.
C-riðill:
Barein – Kósóvó................................... 29:29
Halldór J. Sigfússon þjálfar Barein.
Portúgal – Króatía................................ 30:32
Ungverjaland – Brasilía....................... 25:31
Lokastaðan: Króatía 10, Brasilía 8,
Portúgal 6, Ungverjaland 4, Barein 1, Kó-
sóvó 1.
D-riðill:
Noregur – Argentína ........................... 31:21
Danmörk – Síle ..................................... 48:24
Þýskaland – Ísland............................... 26:17
Lokastaðan: Danmörk 8, Þýskaland 8,
Noregur 6, Ísland 6, Síle 2, Argentína 0.
16-liða úrslit á morgun:
Egyptaland – Serbía
Noregur – Brasilía
Frakkland – Spánn
Danmörk – Ungverjaland
Slóvenía – Suður-Kórea
Portúgal – Þýskaland
Túnis – Svíþjóð
Króatía – Ísland
Átta liða úrslitin verða leikin á fimmtu-
dag, undanúrslit á laugardag og leikir um
sæti eitt til átta fara fram á sunnudag. Lið-
in sem falla út í 16-liða úrslitum hafa þá lok-
ið keppni.
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar
U17 ára karla í Bakú:
Frakkland – Ísland............................... 31:37
Arsenal hefur komist að sam-
komulagi við Real Madríd um að fá
Dani Ceballos að láni út komandi
tímabil. Ceballos hefur leikið 56 leiki
með Real Madríd og sex leiki fyrir
landslið Spánverja.
Í Ceballos er honum ætlað að fylla
í það skarð sem Aaron Ramsey skilur
eftir sig en hann gekk í raðir Juven-
tus. Ceballos varð Evrópumeistari
með U21 árs landsliði Spánverja í
sumar. Arsenal er einnig að ganga
frá kaupum á hinum 18 ára gamla
William Saliba frá Saint-Etienne í
Frakklandi. johanningi@mbl.is
Lánaður frá Real
Madrid til Arsenal
AFP
Meistari Dani Ceballos með sig-
urlaunin á EM U21 árs liða.
Þrír grískir bræður, Giannis, Than-
asis og Kostas Antetokounmpo,
munu að líkindum allir leika í NBA-
deildinni í körfuknattleik næsta vet-
ur. Giannis er stjarna í deildinni eftir
frammistöðu sína með Milwaukee á
undanförnum árum. Bræður hans
hafa nú báðir skipt um lið. Thanasis,
sem er landsliðsmaður og hefur ver-
ið hjá stórliðinu Panathinaikos,
verður samherji Giannis hjá Milwau-
kee. Þá hefur LA Lakers tryggt sér
krafta Kostas, þess yngsta, en hann
kom lítillega við sögu hjá Dallas síð-
asta vetur.
Þrír grískir bræð-
ur í NBA-deildinni
AFP
Stjarna Giannis Antetokounmpo
fór á kostum í NBA síðasta vetur.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta
skipað leikmönnum 21 árs og yngri
hafnaði í fjórða sæti D-riðils á HM
á Spáni. Ísland þurfti að sætta sig
við 26:17-tap fyrir Þýskalandi í
lokaleik sínum í riðlinum í gær.
Þýskaland var með 14:8-forskot í
hálfleik og bætti jafnt og þétt við
það í seinni hálfleik og vann örugg-
an sigur. Darri Aronsson skoraði
fjögur mörk fyrir íslenska liðið og
Elliði Snær Viðarsson gerði þrjú
mörk. Andri Sigmarsson Scheving
varði 14 skot í markinu.
Ísland hafði betur gegn Argent-
ínu, Síle og Danmörku í riðlinum,
en tapaði fyrir Noregi og Þýska-
landi. Danmörk hafnaði í efsta sæti
riðilsins með átta stig, eins og
Þýskaland sem var í öðru sæti.
Noregur og Ísland komu þar á eft-
ir með sex stig.
Króatía vann alla fimm leiki sína
í C-riðli og gulltryggði sér efsta
sætið með 32:30-sigri á Portúgal í
gær.
Leikur Íslands og Króatíu fer
fram á morgun kl. 19 að íslenskum
tíma eða kl. 21 að staðartíma. Besti
árangur Króatíu á mótinu er fjórða
sæti en Ísland á best þriðja sætið
frá því í Egyptalandi 1993.
Ljósmynd/IHF
Þrjú Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir íslenska liðið
Tap fyrir Þýskalandi
Ísland mætir Króatíu í 16-liða úrslitum