Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 34
Í SMÁRANUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Breiðablik og Grindavík þurfa að
bíða lengur eftir næsta sigri í Pepsi
Max-deild karla í knattspyrnu en
liðin gerðu markalaust jafntefli á
Kópavogsvellinum í gærkvöldi í 13.
umferð deildarinnar.
Síðasti sigur Blika í deildinni kom
22. júní en liðinu hefur ekki tekist
að vinna síðustu þrjá leiki sína á Ís-
landsmótinu. Fara þarf mun lengra
aftur til að finna sigur hjá Grindvík-
ingum í deildinni. Þeir unnu síðast
gegn Fylki í 5. umferð hinn 20. maí.
Grindvíkingar hafa hins vegar ekki
tapað nema þremur leikjum en
jafntefli eru orðin átta talsins.
KR er í toppsæti deildarinnar
með 30 stig en Breiðablik er með 23
stig. KR lék gegn Stjörnunni á
sunnudag og gerði jafntefli. Blikar
vissu því í gær að sigur gegn
Grindavík þýddi að liðið minnkaði
forskot KR niður í fimm stig.
Blikar voru mun meira með bolt-
ann í fyrri hálfleik og sóttu nokkuð.
Þeir voru þó ekki nægilega beittir
til að opna vörn Grindvíkinga að
ráði en Grindvíkingar hafa verið
sérlega seigir að verja mark sitt í
sumar. Þegar ekki gekk að ná for-
ystunni í leiknum mátti greina pirr-
ing hjá leikmönnum Breiðabliks. Ef
til vill er það einnig uppsafnað þar
sem liðið tapaði leikjunum tveimur
þar á undan gegn KR og HK.
Stangarskot Mikkelsen
Segja má að markvörðurinn
Vladan Djogatovic hafi bjargað stigi
fyrir Grindavík þegar hann varði
meistaralega frá Thomas Mikkelsen
á 35. mínútu. Höskuldur Gunn-
laugsson renndi fyrir markið. Mikk-
elsen sneri baki í markið en var
fljótur að snúa sér og skjóta í
hægra hornið frá sér séð. Djogato-
vic brást hratt við og varði boltann í
stöngina. Mikkelsen skoraði hins
vegar í síðari hálfleik en markið var
dæmt af vegna rangstöðu.
Grindvíkingar gefa ekki mörg
færi á sér en strax á 8. mínútu
skapaðist óvænt dauðafæri fyrir
Kolbein Þórðarson. Miðvörðurinn
Josip Zeba var þá með boltann í
vörninni en missti jafnvægið og
datt. Kolbeinn fékk boltann því á
silfurfati og komst einn gegn mark-
verði en Elíasi Tamburini tókst að
renna sér fyrir hann og bjarga mál-
unum á síðustu stundu. Frábær
varnarleikur. Þ.e.a.s hjá Elíasi en
ekki Zeba.
Þegar upp var staðið voru Grind-
víkingar ánægðir með stigið enda
var af þeim dregið undir lok leiks-
ins. Blikar settu kraft í sinn leik
síðasta korterið og fengu fjöldann
allan af hornspyrnum en Grindvík-
ingar náðu að verjast þeim.
Grindvíkingar eru þó meðvitaðir
um að snúið gæti reynst að halda
sæti sínu í deildinni ef liðið nær
yfirleitt í eitt stig en ekki þrjú.
Áttunda jafn-
teflið hjá
Grindavík
Breiðablik sjö stigum á eftir KR eftir
jafntefli gegn Grindavík í Smáranum
Morgunblaðið/Hari
Tækling Gunnar Þor-
steinsson, fyrirliði
Grindavíkur, tæklar
Guðjón Pétur Lýðsson
úr Breiðabliki í gær.
Í KÓRNUM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
HK vann sinn þriðja deildarleik í röð
þegar liðið fékk FH í heimsókn í 13.
umferð úrvalsdeildar karla í knatt-
spyrnu í Kópavogi í gærkvöldi en
leiknum lauk með þægilegum sigri
HK, 2:0.
Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik
en það fyrra skoraði Emil Atlason af
stuttu færi úr markteignum með
skalla eftir frábæran undirbúning
Harðar Árnasonar og Mána Aust-
manns Hilmarssonar. Atli Arnarson
skoraði annað markið úr vítaspyrnu
sem Valgeir Valgeirsson fiskaði undir
lok fyrri hálfleiks. Valgeir niðurlægði
nokkra leikmenn FH í aðdraganda
marksins er hann labbaði framhjá
hverjum Hafnfirðingnum á fætur
öðrum áður en Guðmann Þórisson
tók hann niður í teignum og víta-
spyrna réttilega dæmd.
Strax frá fyrstu mínútu í gær var
ljóst að HK-ingar myndu ekki tapa.
Liðið var afar skipulagt og varnar-
leikur liðsins var upp á 10,5. HK-
ingar vörðust í 4-4-2 leikkerfinu djúpt
inni á eigin vallarhelmingi og Hafn-
firðingar áttu engin svör. Sókn-
arleikur liðsins var svo vel útfærður
en þrátt fyrir að HK hafi varist vel á
eigin vallarhelmingi gat liðið einnig
haldið vel í boltann þegar á reyndi og
fyrsta markið kom einmitt eftir gott
spil frá aftasta varnarmanni.
Frammistaða Hafnfirðinga var
hreinasta hörmung í leiknum. Davíð
Þór Viðarsson var á hælunum og gat
varla tekið á móti bolta allan leikinn.
Björn Daníel Sverrisson komst ekki
úr fyrsta gírnum og í hvert skipti sem
hann fékk boltann í álitlegum sókn-
um FH-inga hægði hann á spilinu og
sendi boltann til baka. Halldór Orri
Björnsson hitti varla samherja allan
leikinn og úrræðaleysi liðsins var al-
gjört. Það var hreinlega eins og leik-
menn liðsins nenntu ekki að spila
leikinn, svo slakir voru þeir.
Seiglan í HK-ingum hefur komið
mörgum á óvart en staðreyndin er sú
að liðið þekkir sína styrkleika. Ef
maður ber saman fyrri leik liðanna í
Hafnarfirði er alveg ljóst að Brynjar
Björn Gunnarsson hefur gert hálf-
gert kraftaverk með Kópavogsliðið. Í
Hafnarfirðinum hljóta menn að hafa
áhyggjur. Hópurinn hjá FH í gær
var eins þunnskipaður og þeir ger-
ast. Þegar þú ert 2:0-undir og þarft
mark þá eru Brynjar Ásgeir Guð-
mundsson og Kristinn Steindórsson
ekki beint mennirnir sem þú vilt
setja inn á.
HK lét FH-inga líta illa út
Þriðji deildarsigur HK-inga í röð Vandræði Hafnfirðinga halda áfram
Morgunblaðið/Hari
Skalli Emil Atlason skallar frá marki HK. Hann skoraði fyrra mark liðsins í 2:0-sigri á FH í Kórnum.
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Pepsi Max-deild karla
HK – FH ................................................... 2:0
Breiðablik – Grindavík............................. 0:0
Staðan:
KR 13 9 3 1 25:13 30
Breiðablik 13 7 2 4 23:15 23
ÍA 13 6 4 3 19:14 22
Stjarnan 13 5 5 3 21:18 20
Fylkir 13 5 4 4 22:21 19
FH 13 5 4 4 18:20 19
Valur 13 5 2 6 23:20 17
HK 13 5 2 6 17:16 17
Grindavík 13 2 8 3 8:10 14
Víkingur R. 13 2 7 4 18:21 13
KA 13 4 1 8 18:22 13
ÍBV 13 1 2 10 10:32 5
Svíþjóð
Hammarby – Elfsborg ............................ 5:2
Aron Jóhannsson kom inn á sem vara-
maður á 73. mínútu hjá Hammarby.
Staðan:
Malmö 17 10 6 1 29:12 36
AIK 17 10 4 3 22:11 34
Djurgården 16 9 5 2 26:12 32
Häcken 16 9 3 4 24:12 30
Gautaborg 16 8 5 3 24:14 29
Hammarby 16 8 4 4 34:24 28
Norrköping 17 7 6 4 26:19 27
Östersund 16 4 7 5 16:23 19
Sirius 16 5 3 8 19:24 18
Elfsborg 16 4 6 6 20:28 18
Örebro 16 5 2 9 20:26 17
Helsingborg 16 4 5 7 15:22 17
Kalmar 16 2 7 7 11:19 13
Sundsvall 17 2 5 10 18:26 11
Eskilstuna 16 2 5 9 13:26 11
Falkenberg 16 2 5 9 14:33 11
Eskilstuna – Linköping........................... 2:0
Anna Rakel Pétursdóttir var allan tím-
ann á varamannabekk Linköping.
Staðan: Gautaborg 18, Rosengård 17,
Örebro 16, Kristianstad 14, Linköping 14,
Vittsjö 14, Piteå 14, Djurgården 9, Eskils-
tuna 8, Växjö 5, Limhamn Bunkeflo 4,
Kungsbacka 1.
Pólland
Wisla Plock – Górnik Zabrze ................. 1:1
Adam Örn Arnarson var ekki í leik-
mannahópi Górnik.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Keflavík................ 18
Würth-völlur: Fylkir – Þór/KA................ 18
Víkingsv.: HK/Víkingur – Stjarnan.... 19.15
Origo-völlur: Valur – KR ..................... 19.15
Kópavogsv.: Breiðablik – Selfoss........ 19.15
Í KVÖLD!
1:0 Emil Atlason 31.
2:0 Atli Arnarson 45. (víti)
I Gul spjöldBjörn Berg Bryde (HK). Hall-
dór Orri Björnsson, Cédric D’Ulivo,
Pétur Viðarsson (FH)
Dómari: Þorvaldur Árnason, 6.
Áhorfendur: 870.
MM
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
HK – FH 2:0
M
Hörður Árnason (HK)
Birkir Valur Jónsson (HK)
Máni Austmann (HK)
Emil Atlason (HK)
Atli Arnarson (HK)
Björn Berg Bryde (HK)
Valgeir Valgeirsson (HK)
Steven Lennon (FH)
Brandur Olsen (FH)
I Gul spjöldHöskuldur Gunnlaugsson
(Breiðabliki). Vladimir Tufegdzic,
Marinó Axel Helgason, Vladan Djo-
gatovic, Diego Diz (Grindavík)
I Rauð spjöldEngin.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson, 6.
Áhorfendur: 1.128.
BREIÐABLIK – GRINDAVÍK 0:0
MM
Enginn
M
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson
(Breiðabliki)
Thomas Mikkelsen (Breiðabliki)
Vladan Djogatovic (Grindavík)
Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Elías Tamburini (Grindavík)
Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)