Morgunblaðið - 23.07.2019, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir ökuskírteinið,
passann, ferilskrána o.fl.
Góð passamynd
skiptir máli
Engar tímapantanir
Skjót
og hröð
þjónusta
Ofurhetjumyndin Avengers: End-
game í leikstjórn Anthony og Joe
Russo, sem frumsýnd var í apríl á
þessu ári, varð um helgina sölu-
hæsta kvikmynd sögunnar. Fyrir í
toppsætinu var kvikmyndin Avatar
í leikstjórn James Cameron sem
frumsýnd var 2009. Í frétt á vef
BBC kemur fram að heildarmiða-
sölutekjur Avatar á heimsvísu hafi
verið 2,787 milljarðar bandaríkja-
dala, meðan talan fyrir Avengers:
Endgame er 2,790 milljarðar dala. Í
þriðja sæti listans er Titanic frá
1997 með 2,187 milljarða. Næstu
myndir á topp-tíu listanum eru Star
Wars: The Force Awakens (2015)
með 2,068 milljarða, Avengers:
Infinity War (2018) með 2,048 millj-
arða, Jurassic World (2015) með
1,671 milljarð, Marvel’s The Aven-
gers (2012) með 1,518 milljarða, Fu-
rious 7 (2015) með 1,516, Avengers:
Age of Ultron (2015) með 1,405
milljarða og Black Panther (2018)
með 1,346.
Disney keypti Marvel Studios
2009 og bætti nýverið Fox við sig,
sem á réttin á Avatar. Það þýðir að
Disney-veldið á sjö af tíu söluhæstu
myndum sögunnar. Avengers: End-
game er fjórða myndin í hinni
geysivinsælu Avengers-seríu. Hún
er jafnframt 22. myndin úr smiðju
Marvel Studios um ofurhetjur Mar-
vel-veldisins, en fyrst í flokknum
var Iron Man sem frumsýnd var
2008. Flestar myndirnar eiga það
sameiginlegt að svokallaðir Infinity
Stones eða Óendanleikasteinar
gegna lykilhlutverki í framvind-
unni.
Hugsi Robert Downey Jr. í hlutverki sínu
sem Iron Man í Avengers: Endgame.
Avengers slær miðasölumet Avatar
Átta listamenn hafa óskað eftir því
að stjórnendur Whitney-listasafns-
ins í New York fjarlægi verk þeirra
af yfirstandandi tvíæringi safnsins.
Ástæðuna segja þeir viðbragðsleysi
stjórnenda safnsins eftir að kallað
var eftir því að Warren B. Kanders
segði sig úr stjórn safnsins, en
Kanders á fyrirtækið Safariland
sem selur hernaðargögn til átaka-
svæða, þar á meðal táragas sem
notað hefur verið á landamærum
Bandaríkjanna og Mexíkós.
Í frétt The New York Times
kemur fram að tímaritið Artforum
hafi á föstudag birt bréf frá Korak-
rit Arunanondchai, Meriem Benn-
ani, Nicole Eisenman og Nicholas
Galanin til stjórnenda safnsins þar
sem fram kemur að þau hafi reiðst
þegar þau hafi fyrst heyrt af
tengslum safnsins við fyrirtækið
Safariland, en öll verið á lokametr-
unum við vinnu verka sinna og því
ákveðið að taka þátt í opnum tvíær-
ingsins.
„Viðbragðsleysi safnsins á sama
tíma og þrýstingur eykst frá lista-
fólki og baráttufólki þýðir að það er
orðið óverjandi fyrir okkur að taka
þátt í sýningunni,“ skrifa fjórmenn-
ingarnir. Á laugardag tilkynntu
Eddie Arroyo, Agustina Woodgate,
Christine Sun Kim og Forensic
Architecture að þau vildu heldur
ekki lengur taka þátt í sýningunni
samvisku sinnar vegna. Alls tóku 75
listamenn þátt í tvíæringnum í ár,
sem stendur til 22. september. Sam-
kvæmt frétt The New York Times
neitar Kanders að tjá sig um málið.
Í yfirlýsingu sem Adam D. Wein-
berg, safnstjóri Whitney-listasafns-
ins, sendi frá sér segir að safnið
virði skoðun listafólksins og tján-
ingarfrelsi. „Þótt ákvörðun þeirra
hryggi okkur virðum við hana auð-
vitað að fullu.“
Hætt Nicole Eisenman hefur óskað eftir því að verkið Procession verði ekki lengur til
sýnis á tvíæringi Whitney 2019. Sjö aðrir listamenn hafa einnig dregið sig úr sýningunni.
Draga sig úr sýningu í mótmælaskyni
Morgunblaðið/Einar Falur
Á annað hundrað manns mættu á tón-
leika Jónasar Sigurðssonar í Fjarðar-
borg á Borgarfirði eystra á sunnudag.
Um var að ræða fyrstu tónleikana í fjög-
urra kvölda tónleikaröð sem lýkur ann-
að kvöld. Ein plata tónlistarmannsins er
flutt með hljómsveit á hverju kvöldi, en
sveitina skipa Ómar Guðjónsson, Arnar
Þór Gíslason, Guðni Finnsson og Tómas
Jónsson. „Það vakti mikla lukku þegar
Jónas óskaði eftir óskalögum frá fylgj-
endum sínum á Facebook rétt fyrir tón-
leika og tillögur streymdu inn meðan á
tónleikum stóð. Í lok tónleikanna voru
svo nokkur þeirra spiluð ásamt óskalög-
um sem komu frá tónleikagestum úr
sal,“ segir í tilkynningu frá skipuleggj-
endum. „Það er einhver göldrótt stemn-
ing sem myndast á tónleikum hér á
Borgarfirði eystra og virkilega ánægju-
legt að sjá hversu margir ætla að vera
með okkur hérna öll kvöldin,“ sagði Jón-
as eftir tónleikana.
Aukalögin valin á Facebook
Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Helgason
Innlifun Jónas Sig. ásamt félögum sínum á sviðinu í Fjarðarborg.
Natalie Portman tekur við hlutverki
Þórs í væntanlegri Marvel-mynd
sem nefnist Thor: Love and Thund-
er eða Þór: Ást og þruma. Þetta var
tilkynnt á kynningarfundi sem Mar-
vel stóð fyrir á teiknimynda-
hátíðinni Comic-Con International í
San Diego um helgina. Sem fyrr fer
Chris Hemsworth með hlutverk
þrumuguðsins og Tessa Thompson
leikur valkyrjuna. Leikstjórn verð-
ur í höndum Taika Waititi sem
einnig leikstýrði Þór: Ragnarökum
sem frumsýnd var 2017.
Á fundinum útskýrði Waititi að
myndin, sem er sú fjórða um Þór,
byggðist á teiknimyndabók frá 2014
eftir Jason Aaron þar sem Þór
missir máttinn og Jane Foster (sem
Portman lék í fyrstu myndinni um
Þór frá 2011) yfirtekur máttinn og
töfra Mjölnis. Ekki fengust frekari
upplýsingar um söguþráðinn, en
Waititi upplýsti þó að Jane Foster
fengi nafnið Máttuga Þór í mynd-
inni, sem verður frumsýnd í nóv-
ember 2021. Ekki kom á fundinum
fram hvort Tom Hiddleston, sem
farið hefur með hlutverk Loka í
fyrri myndunum, yrði með í þeirri
næstu. Nýverið var upplýst að
Hiddleston myndi leika titilhlut-
verkið í nýrri sjónvarpsþáttaröð úr
smiðju Marvel sem nefnist Loki.
Á fundinum kynnti Kevin Feige,
yfirmaður Marvel Studios, nokkurn
fjölda nýrra Marvel-kvikmynda sem
eru í vinnslu, við mikinn fögnuð við-
staddra. Þannig kom fram að í
vinnslu er ný mynd um Blade
vampírubana. Mahershala Ali tekur
þar við hlutverkinu af Wesley Snip-
es.
Kynnt var til sögunnar kvik-
myndin The Eternals eða Eilífing-
arnir þar sem Angelina Jolie og
Salma Hayek eru í aðalhlutverkum.
„Við höfum lesið handritið og vitum
hvaða verkefni bíður okkar. Við er-
um okkur meðvituð um að við þurf-
um að leggja afar hart að okkur
ykkar vegna,“ sagði Jolie við aðdá-
endur í salnum. Eilífingar eru mátt-
ugar verur sem líkjast manneskjum
en búa yfir sérstökum mætti.
Myndin verður frumsýnd í nóv-
ember 2020.
Upplýst var að Marvel ynni nú að
sinni fyrstu ofurhetjumynd þar sem
Bandaríkjamaður af asískum upp-
runa verður í aðalhlutverki. Kan-
adíski leikarinn Simu Liu mun fara
með hlutverk kungfú-meistarans
Shang-Chi, sem fyrst birtist í
teiknimyndasögu fyrir um hálfri
öld. Myndin verður frumsýnd í
febrúar 2021.
Natasha Romanoff í túlkun Scar-
lett Johansson snýr aftur í nýrri
kvikmynd um Svörtu ekkjuna. „Ég
fæ að túlka fleiri fleti á Natöshu og
hlakka til að sýna aðdáendum gall-
ana hennar,“ sagði Johansson, en
tökur hafa nú staðið í 30 daga. Með-
al annarra mynda sem kynntar voru
á fundinum er framhaldið á ævin-
týrum Doctor Strange. „Við náðum
ekki að minnast á framhaldsmynd-
irnar Black Panther 2, Guardian of
the Galaxies 3, Captain Marvel 2 og
Fantastic 4,“ sagði Feige og tók
fram að einnig stæði til að gera
framhaldsmynd um svonefnda Mut-
ants eða hina stökkbreyttu.
Hamar Natalie Portman og Tessa Thompson. Persóna Portman
mun í væntanlegri mynd taka yfir mátt hamars þrumuguðsins.
Tekur við mætti Þórs
Forstjóri Marvel Studios kynnti tíu væntanlegar ofur-
hetjukvikmyndir á teiknimyndahátíðinni í San Diego
AFP
Gleði Rachel Weisz og Scarlett Johansson leyndu ekki gleði sinni. Weisz
leikur í nýrri mynd um Eilífinga og Johansson snýr aftur sem Svarta ekkjan.
Traust Angelina Jolie tilkynnti aðdáendum að
hún myndi leggja hart að sér sem Eilífingur.