Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 40

Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 40
Kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram á Kex Hos- teli í kvöld kl. 20.30. Með Sigurði leika Kjartan Valdemarsson á pí- anó, Valdimar Olgeirsson á kontra- bassa og Einar Scheving á tromm- ur. Þeir flytja vel valda djass- standarda frá ýmsum tímum, m.a. lög eftir John Coltrane og Thelon- ious Monk. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Sigurðar Flosasonar á Kex ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 204. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Nýliðarnir í HK í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu halda áfram að koma á óvart í sumar. Í gær lagði HK lið FH að velli 2:0 í Kópavogi. Í sama bæjarfélagi mættust einnig Breiðablik og Grindavík en þar varð markalaust jafntefli. Blikar misstu þar af tækifæri til að minnka for- skot KR niður í fimm stig á toppi deildarinnar. »34 HK hafði betur gegn FH í Kópavoginum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Tilfinningin er mjög góð að vera loksins búinn að skora aftur í deild- arleik. Það var orðið ansi langt síð- an ég skoraði og það gerðist síðast á EM í Frakklandi þannig að það var ákveðinn léttir að ná að koma þessu til hliðar og nú er bara að byggja ofan á þetta og halda áfram á sömu braut,“ segir knatt- spyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórs- son, framherji AIK í sænsku úrvalsdeild- inni, meðal annars í sam- tali við Morg- unblaðið í dag. »32 Ákveðinn léttir að koma þessu til hliðar Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Nóg er um að vera á skíðasvæðunum í sumar, þó að fáa hefði grunað það. Skíðalyftur eru nýttar til fjallahjól- reiða á sumrin og hefur það verið gert í 10 ár að sögn Magne Kvam hjóla- brautahönnuðar, sem hannaði hjóla- brautirnar í Skálafelli. Hann segir íþróttina, sem eitt sinn var álitin jað- arsport, hafa vaxið í vinsældum. „Fyrir þremur árum varð mikil aukning á fjallahjólreiðum á Íslandi. Ég hef hjólað mikið erlendis og skíða- svæðin í Ölpunum hafa mörg hver meira upp úr starfseminni á sumrin en á veturna. Þessi íþrótt er þannig að hún er ekki lengur bara fyrir klikkaða „extreme sportista“,“ sagði hann. Hann bætir við að ákveðið hafi ver- ið að smíða nýja hjólabraut í Skála- felli þetta árið. Hún er byrjenda- vænni og seinfarnari en þær brautir sem eru nú þegar en skemmtileg og krefjandi að hans sögn. „Maður hefur séð fólk rúlla hérna niður með börnin sín og allir sáttir,“ segir Magne en opið er jafnan í Skálafelli á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum frá kl. 18-21. Aðsókn í skíðalyftur hefur ekki verið verri í Hlíðarfjalli í sumar en í vetur. Þar er opið fimmtudaga til sunnudaga og aðstaðan nýtt til fjalla- hjólreiða, útsýnisferða og gönguferða. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður Hlíðarfjalls á Akureyri, segir að skíðalyfturnar þar hafi upp- haflega verið opnar gangandi vegfar- endum en síðan hafi fjallahjólreið- arnar rutt sér til rúms í fjallinu: „Við erum með lyftuna í gangi og síðan koma bara Pétur og Palli með sín reiðhjól, fara fjórar fimm ferðir og síðan heim. Síðan kemur fjölskyldan úr Kópavoginum, fer upp með lyft- unni og niður aftur. Síðan koma Ak- ureyringar með lyftunni og labba hærra og fara síðan niður. Þetta er öll flóran,“ segir hann. Hlíðarfjall opnaði stólalyftuna Fjarkann annað sumarið í röð í byrj- un júlí. Opið er á fimmtudögum frá kl. 17-21, á föstudögum kl. 14-18, á laug- ardögum 10-18 og 10-16 á sunnudög- um. Viðtökur sumarið 2018 fóru fram úr björtustu vonum að sögn umsjón- armanna Hlíðarfjalls og er búist við góðu sumri í ár. Morgunblaðið/Hari Skálafell Fjallahjólreiðakappi á fleygiferð niður af Skálafelli, eftir að hafa tekið lyftuna upp. Fjallahjólaæði gerir vart við sig á sumrin  Skíðalyftur í Skálafelli og Hlíðarfjalli nýttar til hjólreiða Ljósmynd/Hlíðarfjall Hlíðarfjall Fjarkinn er opinn í sumar, annað árið í röð. ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.