Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 2

Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Hitabylgjan sem nú gengur yfir Vest- ur-Evrópu mun ná til Íslands með óbeinum hætti að sögn Einars Svein- björnssonar, veðurfræðings á Veður- vaktinni. „Fyrri spár gerðu ráð fyrir að heita loftið stefndi til norðvesturs og inn í Ísafjörð en nú er því spáð að það stefni frekar á Grænland og angi af því nái hér inn á Norðurland,“ segir Einar og bætir því við að spá veður- vefsins Bliku geri ráð fyrir 21 stigs hita í Mývatnssveit og 20 stigum á sunnudaginn á Akureyri. Bylgjan mun einnig valda strekkingi um helgina á Suður- og Suðvesturlandi. Einar segir óvenjulegt að hita- bylgja sem þessi nái til Íslands en bylgjan sem gekk yfir fyrr í sumar hafði lítil sem engin áhrif hérlendis. „Það er dálítið sérstakt að sjá svona hlýtt loft streyma hérna fyrir norðan. Yfirleitt er það þannig að það kemur hlýtt loft sunnan úr höfum og það nær ekki í land. Þetta er óvenju- legt í alla staði, kannski ekki að loft fari þessa slóð en að það sé svona hlýtt.“ Hitabylgjan mun væntanlega valda frekari bráðnun Grænlandsjök- uls. „Svo fer þetta nær Grænlandi og veldur væntanlega mikilli bráðnun á jöklinum þar í einhverja daga,“ segir Einar. Hitamet hafa víða fallið á megin- landi Evrópu í þessari viku. Einar segir að líklegt sé að hitamet falli í dag í borginni Björgvin í Vestur- Noregi. Hitabylgjan yljar norðan- verðu Íslandi um helgina Morgunblaðið/Ómar Sól Sundlaugin á Akureyri er vænlegur áfangastaður um helgina.  Óvenjulegt að hún nái alla leið Listafólk Skapandi sumarstörf í Kópavogi sýndu uppskeruna af erfiði sínu á veglegri lokahátíð í Molanum, ungmennahúsi, í gær. Að þessu sinni var uppskeran afar fjölbreytt en unnið var að 17 ólíkum verkefnum í sumar. Meðal annars mátti sjá brúður taka völdin, gam- alt heimildarmyndaform endurvakið, tónlistar- gjörninga, myndlistarsýningar og margt fleira sem upprennandi listafólk skapaði. Morgunblaðið/Hari Fjölbreytt menningaruppskera í Molanum Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er heldur heitt hérna núna,“ sagði Ágúst Ásgeirsson blaðamaður í gærkvöld. Hann býr í Rennes á Bretagneskaga í Frakklandi. Franska veðurstofan tilkynnti í gær- kvöld að hitabylgjan sem gengið hef- ur yfir muni réna á laugardag. Þá er spáð 21-23 stiga hita en í gær fór hit- inn í 42,6 stig í París sem er nýtt met. Í Lille, nyrst í Frakklandi, fór hitinn yfir 41 stig. Þá féll hitamet í Þýska- landi þegar mældist 41,5 stiga hiti og einnig í Hollandi í 40,7 stiga hita. Hitabylgjan náði til Stóra-Bretlands þar sem nýtt júlíhitamet var sett þar sem hitinn mældist 38,1 stig. Ágúst stundar mikið hjólreiðar. Hann hafði ekki stigið á hjólið síðan á sunnudag. „Ég þori ekki út að hjóla eins og þetta er núna. Maður heldur sig bara innandyra og tek- ur það rólega. Það eru fáir á ferli úti við. Það eru sumarfrí og skól- arnir lokaðir. Börnin eru ann- aðhvort heima eða lokuð inni í sumarbúðum!“ Ágúst sagði að þegar hann vakn- aði um sjöleytið í gærmorgun hefði verið kominn 25 stiga hiti. Hitinn steig og var kominn í 33 stig um há- degið. Áfram hlýnaði og náði hitinn 39 stigum í Rennes eftir því sem Ágúst komst næst. Íbúðarhús þar sem hann býr eru almennt ekki loft- kæld, en fólk notar viftur og laus kælitæki sem blása köldum vatnsúða út í loftið til kælingar. Hitabylgjan og afleiðingar hennar voru efst á baugi í öllum fréttatímum í Frakklandi í gær. Ekki höfðu orðið mörg dauðsföll ólíkt því sem gerðist í ágúst 2003 þegar talið var að rekja mætti ótímabær andlát 13-15 þús- und manns til hitabylgju sem þá geisaði. Margir sem þá létust voru aldraðir eða með undirliggjandi sjúkdóma og dóu af ofþornun og öðr- um orsökum. Ágúst sagði að þá hefði fólk verið illa búið undir ofurhitann en því væri öðruvísi farið núna. „Strax í sumarbyrjun voru búðirn- ar orðnar fullar af viftum og ýmsum kælitækjum. Nóg er líka til af vatni. Þetta er ekki vandamál eins og það var,“ sagði Ágúst. „Það hafa verið miklar viðvaranir og lýst yfir allt að rauðu hættustigi vegna hitans.“ Hitabylgjan hefur m.a. valdið því að járnbrautarlestir verða að slá verulega af hraðanum vegna áhrifa hitans á teinana. Starfsmenn margra fyrirtækja hafa fengið að fara heim úr vinnunni fyrr á daginn en ella svo að þeir þurfi ekki að þjást í hita- svækjunni inni í borgunum. „Heldur heitt“ og fáir á ferli Ágúst Ásgeirsson AFP París Fólk kældi sig í Trocadero-gosbrunnunum í París í gær. Þá var slegið nýtt hitamet þegar hitabylgjan lagðist yfir höfuðborg Frakklands.  Mörg hitamet féllu á meginlandi Evrópu í gær  Íslendingur hélt sig innandyra og tók það rólega Töluverður halla- rekstur er á Landspítalanum á yfirstandandi ári samkvæmt heimildum mbl.is. Umfang hallans fæst þó ekki staðfest, umfram það að hann sé „umtals- verður“ og að unnið sé að leiðum til þess að mæta hallanum í samstarfi við heilbrigð- isráðuneytið. Hallarekstur spítalans var 1,4 milljarðar króna á síðasta ári eða um 2% miðað við tekjur, sem voru 70,8 milljarðar árið 2018 „Hallinn er umtalsverður og eitt- hvað umfram spár, en við erum að vinna að tillögum og útfærslu þeirra út af hallarekstri með heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Guð- laug Rakel Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri flæðisviðs og stað- gengill forstjóra Landspítalans, í samtali við mbl.is í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist ekki geta upplýst um um- fang hallareksturs spítalans en sagðist vita til þess að samskipti væru milli ráðuneytisins og spít- alans. Þá vísar hún til almennra vinnureglna ráðuneytisins. Töluverður hallarekstur á Landspítala Spítali Halli er á rekstrinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.