Morgunblaðið - 26.07.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 26.07.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 UPPLIFÐU SUMARIÐ Í HLÍÐARFJALLI! Skemmtilegar gönguleiðir www.hlidarfjall.is Sérfræðingur í hótelrekstri sem ræddi við Morgunblaðið í trausti nafnleyndar sagði áætlanir hafa miðað við rúmlega 2,5 milljónir er- lendra ferðamanna í ár og svo enn fleiri á næsta ári. Þessar áætlanir hafi verið hafðar til viðmiðunar við fjárfestingar í hótelum áður en hrikta tók í stoðum WOW air. Taldi hann að tvö ár gætu liðið þar til erlendir ferðamenn yrðu orðnir fleiri en í fyrra en þeir voru þá ríflega 2,3 milljónir. Gæti munað um hálfri milljón Munurinn á þessum áætlunum og fjöldanum í ár gæti orðið um hálf milljón ferðamanna, sé miðað við rúmlega 2 milljónir ferðamanna í ár. Arion banki birti í september sl. spá um fjölgun ferðamanna. Hafði þá verið mikil umræða um vanda WOW air um sumarið. Samkvæmt henni myndi erlendum gestum um Keflavíkurflugvöll fjölga um 1,4% í ár, um 2,4% árið 2020 og um 2,7% árið 2021. Tóku greinendur bank- ans fram að gert væri ráð fyrir „mjög lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum“. Kynntar voru nokkr- ar sviðsmyndir en sú „svartsýna“ gerði ráð fyrir færri en 2 milljónum erlendra ferðamanna í ár. Virðist svartsýna spáin nú líklegust. Búinn að ná jafnvægi 2020-21 Sérfræðingur á fjármálamarkaði benti á að almennt hefðu grein- endur gert ráð fyrir 3-5% fjölgun ferðamanna á ári frá og með árinu 2017, einu mesta vaxtarári sög- unnar í íslenskri ferðaþjónustu. „Við erum ekki að fara að sjá samdrátt í fjölda flugsæta mörg ár í röð. Ef nýtt flugfélag kemur á markaðinn gætum við aftur séð háa prósentuaukningu á næsta ári,“ sagði sérfræðingurinn sem taldi mögulegt að á næsta ári mundi nýtt félag hafa bætt upp 60% af töp- uðum flugsætum. Yrðu um 2,5 milljónir í ár Morgunblaðið/Eggert  Fjárfestingar tóku mið af spám um fjölgun ferðamanna Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir um 300 þúsund færri brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í ár en í fyrra. Þá miðað við að sami samdráttur verði á síðari hluta ársins og þeim fyrri. Brottfarirnar hafa verið notaðar sem mælikvarði á fjölda erlendra ferðamanna. Eru þá undanskildir er- lendir ferðamenn sem lenda í Kefla- vík en koma ekki inn í landið. Samkvæmt tölum Isavia fóru 3,47 milljónir farþega um Keflavíkurflug- völl á fyrri hluta ársins, borið saman við 4,36 milljónir í fyrra. Það er fækkun um 887 þúsund farþega milli ára – 20,3% fækkun – sem samsvar- ar tæplega fimm þúsund á dag. Fall WOW meginskýringin Það mildar höggið á ferðaþjón- ustuna að flestir þeirra eru tengi- farþegar sem koma ekki inn í landið. Fækkun farþega skýrist fyrst og fremst af gjaldþroti flugfélagsins WOW air hinn 28. mars sl. Hafði flugfélagið þá fækkað vélum og sagt upp hundruðum starfsmanna í hag- ræðingarskyni í desember. Isavia gerði farþegaspá í nóvem- ber 2017. Samkvæmt henni færu 10,38 milljónir farþega um Kefla- víkurflugvöll árið 2018. Spáin var endurskoðuð í maí 2018 og þá gert ráð fyrir 10,07 milljónum farþega. Raunin er hins vegar að 9,8 milljónir farþega fóru um flugvöllinn. Verði fækkun flugfarþega á vell- inum í ár jafn mikil og á fyrri hluta ársins, eða 20,3%, munu rúmar 7,8 milljónir farþega fara um völlinn, eða um tveimur milljónum færri en í fyrra. Þrátt fyrir þann samdrátt yrði árið 2019 það þriðja stærsta í sög- unni, næst á eftir 2017 og 2018. Isavia birti í júní uppfærða farþegaspá fyrir 2019. Þar er gert ráð fyrir 7,3 milljónum ferðamanna í ár. Þá spáði Isavia 1.927 þúsund er- lendum farþegum í ár, sem yrði fækkun um um 388 þúsund milli ára. Það er meiri samdráttur en áætlað er í þessari samantekt. 12,4% fækkun milli ára Fyrstu sex mánuði ársins voru tæplega 900 þúsund brottfarir er- lendra ferðamanna frá Keflavíkur- flugvelli, borið saman við 1,027 millj- ónir sömu mánuði í fyrra. Það eru tæplega 128 þúsund færi brottfarir en fyrri hluta árs í fyrra. Sú fækkun samsvarar 12,4% sam- drætti. Yfirfært á heildarfjölda brottfara erlendra ferðamanna í fyrra verða rúmlega 287 þúsund færri brottfarir í ár en í fyrra. Ber þá að hafa í huga að WOW air starfaði nær allan fyrsta fjórðung ársins. Á móti kemur aukið framboð annarra flugfélaga og áform um ný flugfélög. Útlit fyrir 300 þúsund færri ferðamenn í ár  Miðað við fækkun flugfarþega í Keflavík á fyrri hluta árs 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 4 3 2 1 0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Farþegaspá Isavia fyrir 2019 1.990.000 færri farþegar árið 2019 en í fyrra m.v. 20,3% samdrátt frá 2018 290.000 færri brott- farir miðað við 12,4% samdrátt Heildarfjöldi farþega 2010-2018 og spá fyrir 2018 og 2019 Fjöldi farþega á Kefl avíkurfl ugvelli Brottfarir frá Kefl avíkurfl ugvelli Milljónir farþega Milljónir farþega Heimild: Isavia 2,07 2,47 2,76 3,21 3,87 4,86 6,82 8,76 9,80 Spá Isavia frá nóv. 2017: 10,38 Spá Isavia frá maí 2018: 10,07 2015 2016 2017 2018 2019 2018 2019 2015 2016 2017 2018 2019 Á fyrri hluta árs 2015-2019 Janúar til júní 2018 og 2019, milljónir Allt árið 2015- 2018 og áætlun fyrir 2019 m.v. 12,4% samdrátt frá 2018 2,01 2,70 3,77 4,36 3,47 1,26 1,77 2,20 2,32 2,03 12,4% samdráttur frá 2018 eða 130.000 færri brottfarir 20,3% samdráttur frá 2018Breyting 2015-2019: +72,7% 2017-2019: -8,0% Spá Isavia frá jan. 2019: 8,95 Spá Isavia frá júní 2019: 7,24 1,03 0,90 7,81 Miðað við 20,3% sam- drátt frá 2018 Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Dregið hefur úr umferð um flugvöllinn á fyrri hluta ársins. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Að öllum líkindum mun ekki nást í haust að fylla skarðið sem WOW Air skildi eftir sig á flugmarkaði hér- lendis þegar flugfélagið fór í þrot fyrr á árinu, að sögn Guðna Sigurðs- sonar, upplýsingafulltrúa Isavia. „WOW Air flutti um það bil 35% farþega um Keflavíkurflugvöll og var næststærsti viðskiptavinur okk- ar á vellinum. Það er því ljóst að gjaldþrot WOW hefur haft áhrif á reksturinn og skarð myndast á markaðnum, sérstaklega hvað varð- ar Ameríkuflug þar sem framboð hefur minnkað töluvert,“ segir Guðni. Air Baltic flýgur allt árið Einhver flugfélög hafa þó bætt við sig flugferðum en flugfélagið Air Baltic tilkynnti nýverið að það myndi nú fljúga allt árið til Keflavík- ur. Áður hefur félagið einungis flog- ið yfir sumarið. Air Baltic býður upp á flugferðir til Riga, höfuðborgar Lettlands. Guðni segir það jákvæðar fréttir þótt þær breytingar séu ekki stórvægilegar. „Fleiri flugfélög þjónusta evrópska áfangastaði og þau hafa sum hver aukið flugið. Það hefur þó ekki verið það mikið að við höfum séð ástæðu til að breyta farþegaspá Isavia sem við birtum uppfærða í byrjun júní,“ segir Guðni. Í umræddri farþegaspá kom fram að Isavia telji að erlendum farþeg- um til Íslands muni fækka um 388 þúsund milli ára. „Fluggeirinn er þannig geiri að hann er skipulagður nokkuð langt fram í tímann og því tekur tíma fyrir flugfélög að bregðast við ef skarð myndast í markaðnum. Við höfum þegar séð að nokkur flugfélög hafa aukið framboð sitt og höfum vænt- ingar um að það muni halda áfram,“ segir Guðni. Óvissa um MAX fram á haust Spurður hvort Isavia vinni mark- visst að því að fylla skarð WOW segir Guðni: „Við erum alltaf í miklum samskiptum við okkar við- skiptavini og mögulega nýja við- skiptavini. Á þeim vettvangi höfum við kynnt Keflavíkurflugvöll og Ís- land sem áfangastað með mjög góð- um árangri undanfarin ár og höldum því starfi áfram nú sem fyrr.“ Hvað óvissu vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotna Icelandair varðar segir Guðni að hún muni lík- lega ná inn í veturinn. Morgunblaðið/Hari WOW Vél ALC sem Isavia og ALC deildu lengi um en er nú flogin úr landi. Tímafrekt að bregðast við skarði WOW Air  Aukið framboð félaga nægir ekki Draga saman og þenja út » Delta Airlines mun ekki fljúga til Íslands í vetur en flug- félagið hefur boðið upp á áætlunarferðir til Íslands frá árinu 2011. » EasyJet hefur fækkað ferðum sínum til Keflavíkur. » Flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2City- Breaks hafa ákveðið að rúm- lega tvöfalda ferðaáætlun sína til Íslands næsta vetur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.