Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 10

Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Druslugangan fer fram á morgun og stóðu því druslur í ströngu við að undirbúa göng- una á Loft hosteli í gærkvöldi. Gangan hefst á morgun við Hallgríms- kirkju klukkan 14.00 og endar á Austurvelli, þar sem ávörp og tónlistaratriði verða flutt almenningi. Á Loft hosteli voru skilti útbúin og varn- ingur til sölu, auk þess sem Sigrún Braga- dóttir hannyrðapönkari var með vinnustofu í hannyrðapönki. „Hannyrðapönk er lausleg þýðing á enska orðinu „craftivism“. Hannyrðapönk er ekki nýtt af nálinni. „Hannyrðapönk er það þegar handverk er notað sem hreyfiafl, aktívismi, til að knýja fram breytingar í heiminum, til að stuðla að betri heimi,“ sagði Sigrún. Hún segir að skiltagerð sé ákveðið hannyrðapönk þar sem verið er að vekja fólk til umhugsunar. Gangan fer nú fram í Reykjavík níunda ár- ið í röð, en hún fór fyrst fram hér á landi hinn 23. júlí árið 2011. Fyrsta druslugangan var farin örstuttu áður, í Toronto í Kanada. Aðdragandi mótmælanna voru ummæli lög- reglumanns nokkurs þar í landi sem lagði til að konur forðuðust að klæða sig eins og „druslur“. Druslugangan hefur það að markmiði að sýna þolendum kynferðisofbeldis samstöðu auk þess að boða lok nauðgunarmenningar. Morgunblaðið/Hari Undirbúningur Skilti fyrir gönguna voru útbúin á Loft hosteli í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Undirbúningur Druslugöngunnar í fullum gangi Bókin Drungi eftir Ragnar Jónasson er tilnefnd sem besta glæpasaga árs- ins í Bretlandi en verðlaunin verða veitt í haust. Þetta kemur fram í til- kynningu frá útgefandanum Bjarti og Veröld. Útgáfuhluti Amazon-samsteyp- unnar og Capital Crime glæpa- sagnahátíðin í London standa að verðlaununum, en alls eru fimm glæpasögur tilnefndar. Hinar eru Cruel Acts eftir Jane Casey, The Sentence is Death eftir Anthony Horowitz, Metropolis eftir Philipp Kerr sem lést í fyrra og In the House of Lies eftir Ian Rankin en bók hans hefur setið vikum saman á metsölu- lista Sunday Times. Bók Ragnars er sú eina af þeim sem tilnefndar eru sem er þýdd. Þess má geta að bók Ragnars, Snjóblinda, er á lista Blackwell’s bókabúðakeðjunnar bresku yfir hundrað bestu glæpasögur sem komið hafa út. Tilnefndur fyrir Drunga  Í hópi bestu glæpa- sagna Bretlands Á tímabilinu janúar til júní í ár skoð- aði Vinnueftirlitið 123 krana en skoð- aði 171 krana á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur á vef Vinnueft- irlitsins. Ef fyrri helmingur ársins gefur vísbendingu um framhaldið mun svokölluð kranavísitala Vinnu- eftirlitsins því líklega vera nokkuð lægri í lok árs en hún var í fyrra. Byggist kranavísitalan á skoðunum byggingarkrana og hefur þótt ágætis mælikvarði á umfang framkvæmda hér á landi. Í byrjun desember var sagt frá því að kranavísitalan stæði jöfn tölunni frá því 2007, 364, en á endanum tók 2018 fram úr hinu fræga fram- kvæmdaári og endaði í 385 krönum skoðuðum. Hausttalningin verði áhugaverð Bæði á vorin og haustin fram- kvæma Samtök iðnaðarins talningu á íbúðum í byggingu og segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, að vor- talningin í ár hafi leitt í ljós að enn væri vöxtur í geiranum en farið væri að hægjast á vextinum og lítils háttar fækkun mátti þá greina í fjölda íbúða á fyrstu stigum í talningunni síðasta haust. Segir hann að áhugavert verði að sjá hvað komi fram í hausttalning- unni í ár, þá sér í lagi vegna þeirra breytinga sem hafa verið í efnahags- lífinu undanfarna mánuði. „Síðast hafði íbúðum í byggingu fjölgað nokkuð frá því síðastliðið haust, en það er auðvitað orðið svolít- ið gömul talning í ljósi þess hvað mik- ið hefur gerst í efnahagslífinu undan- farna mánuði. Það verður bara að bíða niðurstaðna úr hausttalningunni og sjá hvort við greinum einhvern við- snúning í íbúðabyggingunum. Það voru ákveðnar vísbendingar í talning- unni í vor eins og að íbúðum á fyrstu stigum var að fækka aðeins, en það var ekki kominn neinn samdráttur í apríl þegar á heildina var litið,“ segir Ingólfur og segir að SI framkvæmi ekki aðrar talningar á milli vor- og hausttalninga. „Það verður spennandi að sjá þessar tölur í haust, sér í lagi vegna þess sem er að gerast í efna- hagslífinu,“ segir hann. Nefnir hann sem dæmi samdrátt í ferðaþjónustu, og segir: „Það hefur þá áhrif á íbúða- markaðinn með ýmsum hætti. Má þar nefna að íbúðir hafa verið notaðar sem gistirými fyrir erlenda ferða- menn. Þá hefur krónan gefið aðeins eftir frá því að hún var hæst sem eyk- ur þá byggingarkostnað. teitur- @mbl.is Kranavísitalan líklega lægri í ár  Hægist á vexti í nýbyggingum íbúða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.