Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 Smáauglýsingar Bækur Á hjara veraldar eftir Guðlaug Gíslason Þetta er nú ein af 4 bókunum hans Guðlaugs. Skjaldabjarnarvík norður við Geirólfsgnúp, útvörður Árneshrepps, er sögusviðið. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhaldið. Smurbók frá upphafi. Skoðaður 2020 án athuga- semda. Sjálfskiptur og með dráttar- krók. Fallegur bíll með góða aksturs- eiginleika og þægileg leðursæti. Upp. í síma 893 7719 og 698 7563 Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Bókaveisla 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaportinu Allt á að seljast Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Skólavegur 27, Vestmannaeyjar, fnr. 218-4594, þingl. eig. Ása Jenný Kristínardóttir og Haraldur Ari Karlsson, gerðarbeiðandi Trygginga- miðstöðin hf., miðvikudaginn 31. júlí nk. kl. 14:30. Vallargata 12, Vestmannaeyjar, fnr. 218-4935, þingl. eig. Stór Smiður ehf., gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, miðvikudaginn 31. júlí nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 23. júlí 2019 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Opið hús kl. 13-15. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkom- nir. s: 535 2700. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- boðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Kosning stendur yfir á nafni á nýju æfingartækin. Komdu og taktu þátt, þitt atkvæði skiptir máli. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Föstudaghópurinn hittist kl. 10. Boccia í setustofu 2. hæðar kl. 10. Vöfflukaffi kl. 14.30. Hádegismatur frá kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg. Garðabæ Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 20 Félagsvist. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, bingó kl. 13.30, síðegiskaffi kl. 14.30. Uppl. í s. 411 2760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, spilað í króknum kl.13. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Elskulegur ömmudrengur er horfinn á braut, ungur maður í blóma lífsins sem fór allt of fljótt. Til Sumarlands í fjarska ertu farinn vinur minn, á bjartri sumarnóttu slokknar andardráttur þinn og eftir sitja ástvinir sem elskuðu þig heitt, sorgmæddir og máttvana og geta engu breytt. Þú kynntist snemma sorginni er pabbi þinn féll frá, varst jú bara sex ára og skildir ekki þá hvað lífið getur stundum verið ósanngjarnt og grimmt, á einu andartaki verður dagsljósið svo dimmt. En tíminn mildað missinn fékk og æskan yndisleg, mamma þín svo sterk og traust þig leiddi þennan veg með Palla stóra bróður skópuð ljúfar minningar, amma og afi varðveitt hafa allar stundirnar. Þó gatan hafi ekki alltaf verið bein og breið, alls kyns ljón á veginum sem teymdu þig af leið, lífsreynslan og átökin sem kröfðust alls af þér, leiddu þig á endanum á býsna góðan stað. Minningarnar hrannast upp í þreyttum huga mér, minningar um stundirnar sem áttum við með þér, minningar um góðan dreng sem var mér afar kær, minningin um Bragann minn mun lifa hrein og tær. Á sunnudögum birtist þú með blómvönd handa mér og bjórdós fyrir afa þinn þú alltaf tókst með þér, faðmlagið svo yndislega þétt og kærleiksríkt, tryggð við okkur gömlu hjónin engu öðru líkt. Minning þín er ljós í lífi okkar hér og nú, að lifir þú á nýjum stað er okkar von og trú, með tregablöndnum söknuði og kær- leika og ást, ég kveð þig elsku Bragi minn, við seinna munum sjást. Takk fyrir að vera þú. Afi send- ir ljós og kærleik. Þín amma, Pálhildur S. Guðmundsdóttir. Magnús Bragi Magnússon ✝ Magnús BragiMagnússon fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1975. Hann lést á heimili sínu 12. júlí 2019. Foreldrar hans eru Erla Lóa Jóns- dóttir, f. 29. júni 1952, og Magnús Kr. Indriðason, f. 1. október 1948, d. 27. maí 1981. Systkini hans eru Anna Björk, Páll Ingi og Jónas Atli. Útför Magnúsar Braga fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 26. júlí 2019, klukkan 13. Hann Bragi vin- ur/frændi/uppeldis- bróðir minn hefur yfirgefið okkur allt- of snemma. Ég man nú ekki hvenær við hittumst fyrst, ætli það sé ekki bara nokkrum dögum eftir að hann fæddist, það eru bara tveir og hálfur mánuður á milli okk- ar í aldri og bjuggu foreldrar okkar í sama stigagangi þegar við komum í heiminn. Við vorum allt- af nánir, hittumst mikið í gegnum árin. Við höfum brallað ýmislegt yfir ævina saman og höfðum ýmsar áætlanir um að gera margt saman, sem verður ekki úr héðan í frá því miður. En það er skrítið að hugsa til þess að geta ekki tekið upp símann og hringt í hann og mælt okkur mót. Vertu sæll, elsku vinur, og hvíldu í friði. Ég á ávallt eftir að sakna þín. Öllum þeim sem elskuðu og þótti vænt um hann Braga okkar, votta ég samúð mína. Að lokum vil ég birta kvæði sem Björn Þorsteinsson, mágur feðra okkar, birti í minningar- grein um Magnús, föður Magn- úsar Braga, eftir Tómas Guð- mundsson. Megi svo allir góðir vættir fylgja honum yfir landa- mærin: Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – Axel Friðgeirsson. Elskuleg móðursystir mín Margrét Hannesdóttir, eða Magga eins og hún var ætíð köll- uð, lést 6. júlí, 97 ára gömul. Hún hafði þá verið ekkja í 23 ár. Við þessi tímamót langar mig að minnast Möggu og eiginmanns hennar Baldurs sem var kallaður Balli. Hvert tækifæri var notað til að heimsækja stóran frændgarð í Keflavík og þá mátti ekki gleyma Möggu og Balla. Þau hjónin voru ætíð mjög samhent og bjuggu sér fallegt heimili, lengst af á Sunnubraut 17 í Keflavík. Heimilið var glæsilegt og búið fínum húsgögnum sem Balli hafði smíðað af miklu list- fengi. Ungur missti ég föður minn vart orðinn tíu ára gamall seint á sjötta áratugnum, en í þá daga voru börn tekin úr aðstæðum, hvorki var um áfallahjálp né önn- ur úrræði að ræða til að með- höndla sorgina. Þá bauð Magga systur sinni að hafa mig um tíma. Það var gott að vera hjá Möggu, Balla og fjölskyldu á þessum tíma. Balli hafði ótrúlega náttúru- gáfu, hann var dverghagur á allt. Ónýtt píanó sem komst í hendurn- ar á honum varð eins og nýtt, og var ekki bara falleg mubla heldur nýttist frumburði þeirra Þóri á tónlistarbraut hans. Balli var þús- undþjalasmiður. Hann var með verkstæði þar sem hann gerði upp bifreiðar og urðu þær eins og nýj- ar eftir meðhöndlun hans. Skorið var af netum heima í bíl- skúr þegar hann gerði út m/b Hilmi. Verkaskipting hjónanna var hefðbundin og Magga frænka var heimavinnandi í fullu starfi enda var fjölskyldan stór og mikið um gestakomur. Amma bjó hjá þeim Margrét Hannesdóttir og Baldur Júlíusson ✝ Margrét Guð-rún Sigríður Hannesdóttir fædd- ist 27. desember 1921. Hún lést 6. júlí 2019. Útför Margrétar fór fram 12. júlí 2019. Baldur Júlíusson fæddist 15. sept- ember 1919. Hann lést 2. nóvember 1996. Útför hans fór fram 8. nóvember 1996. um langt skeið og því fylgdu enn fleiri gestakomur en ella. Magga og Balli voru í eðli sínu gestrisin og höfðu endalaust pláss fyrir alla. Heimilinu var stjórnað af miklum myndarskap. Magga var ekki bara áberandi falleg kona, hún hafði virðulegt yfirbragð og var vönd að virðingu sinni. Heim- ilisstörfin voru fleiri í þá daga og aðrar kröfur gerðar til húsfreyj- unnar en í dag. Mikið af fatnaði var heimasaumað, matur og kaffi með reglulegu millibili og hús- freyjan sífellt til staðar til að taka á móti fólki með umhyggju og veitingum. Nýtísku heimilistæki voru þó til á heimilinu eins og sjálfvirk þvottavél og þurrkari sem ekki var algengt á heimilum á þessum tíma. Frænka mín og jafnaldra, Maja, kenndi mér þá list að vaska upp. Ekki mátti nú kasta til hönd- unum við það, heldur voru ákveðnar reglur, allt var skolað fyrst og síðan áhöldin tekin í réttri röð. Oft var líf og fjör þegar Balli eða Magga voru að segja sögur eftir kvöldmatinn og fóru á kostum. Ósjaldan kom þá galsi í krakkana, en auk Þóris og Maju áttu þau Júlíus, Baldur og Ómar. Ógleymanlegt var þegar Þórir var í fantastuði og fór í gervi, bræddi kertavax á undirskál og bjó til góm og tennur og fór með leik- þátt. Mér er minnisstætt þegar hann kom með málaða portrett- mynd af mér. Þetta var vel gerð mynd og ég hélt þá að hann yrði listmálari. Umfram allt leið mér vel allan tímann og góður andi ríkti á heim- ilinu. Við sem nutum samvista þeirra hjóna eigum margar fagrar minn- ingar sem við geymum í hjörtum okkar. Blessuð sé minning Möggu og Balla. Hannes H. Elsku Atli. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn svo snemma frá okkur, það er svo erfitt að skilja og ennþá erfiðara að koma hugsunum og tilfinningum á blað. Þrátt fyrir að sambandið hafi verið mismikið okkar á milli í gegnum tíðina varstu samt sem áður svo stór hluti af okkar tilveru. Frá því að vera litlir krakkar að alast upp á Suðureyri í öllum þeim ævin- týrum sem því fylgja – í túttu- byssustríðum, dorgandi á höfn- inni, í útileikjum og fótbolta – í að verða stjúpsystkini þegar foreldrar okkar tóku saman, giftu sig og eignuðust svo Atli Örn Snorrason ✝ Atli ÖrnSnorrason fæddist 15. nóv- ember 1985. Hann lést 6. júlí 2019. Atli Örn var jarðsung- inn 20. júlí 2019. Sturlu. Að alast upp saman í skól- anum, tónlistar- skólanum og íþróttum, vera djammfélagar á menntaskólaárun- um, deila ýmsum áhugamálum og seinna í að styrkja fjölskylduböndin í afmælum og fjöl- skylduboðum með börnin okkar. Alltaf varst þú svo skemmtilegur og spenn- andi stóri bróðir en samt sem áður alltaf jafn tillitssamur þótt þú hafir fengið lítinn frið fyrir okkur yngri stjúpsystr- unum fyrstu árin. Það var líka svo gaman að sjá hvað þið bræðurnir og pabbi áttuð mikla samleið í tónlistinni, sem var eitt af helstu áhugamálum ykk- ar allra. Í minningunni ertu ennþá svo skýr, sem íþrótta-Atli með fótboltann límdan við fæturna, seinna sem Atli rokk með síða hárið í leðurjakka með gítarinn þinn, og ennfremur sem þol- inmóður og umburðarlyndur pabbi með yndislegu fjölskyld- unni þinni. Þegar við hugsum til þín munum við helst eftir þér sem glaðlyndum, umburðarlyndum og lífsglöðum, alltaf með bros á vör og hláturinn þinn svo ljós- lifandi – eiginlega þitt helsta einkenni ásamt síða hárinu. Veikindin tóku sinn toll af þér og náðu fljótt yfirhöndinni, en það situr svo eftir samtal sem við áttum fyrir ári þar sem þú talaðir um hvað það væri skrítið að óháð því hvort þú myndir sigra meinið myndirðu mögulega aldrei aftur geta spil- að fótbolta eða á gítarinn, þau tvö áhugamál sem þú elskaðir mest að sinna. Það högg vó svo þungt og þetta var og er svo erfitt að skilja. Missirinn er mikill og við söknum þín en vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Takk fyrir samfylgdina, við munum halda minningu þinni á lofti. Þínar stjúpsystur og litli bróðir, Adda, Hulda, Kristey (Eyja) og Sturla. Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.