Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 22
30 ára Agnes er fædd
í Reykjavík og uppalin
í Grundarfirði. Þar býr
hún nú. Agnes er í
fæðingarorlofi sem
stendur en er þroska-
þjálfi á leikskólanum
Sólvöllum. Agnes er
menntaður þroskaþjálfi frá Háskóla Ís-
lands frá árinu 2016.
Börn: Sæbjörn Logi Tómasson, f. 2015,
og óskírðir tvíburar sem hljóta nöfn í dag.
Eiginmaður: Tómas Logi Hallgrímsson
flutningabílstjóri, f. 1986 í Stykkishólmi.
Þau eiga 5 ára brúðkaupsafmæli í dag.
Foreldrar: Hjónin Kristbjörn Rafnsson
sjómaður, f. 1959, og Guðrún Pálsdóttir
húsmóðir, f. 1963, d. 2015. Þau bjuggu í
Grundarfirði.
Agnes Ýr Bergmannía
Kristbjörnsdóttir
Svæðisráði um málefni fatlaðra á
Suðurlandi, og hefur setið í ráðgef-
andi nefndum á vegum ráðuneytis og
landlæknis. Helga sat í stjórn heil-
brigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins,
var í miðstjórn flokksins og var vara-
þingmaður í Suðurkjördæmi 2003-
2007. Helga hefur um árabil verið
varamaður í vísindasiðanefnd og hún
situr í stjórn Háskólafélags Suður-
lands og hefur verið ritari frá stofn-
un þess félags sem hefur það að
markmiði að „auka búsetugæði og
styrkja efnahag á Suðurlandi með
uppbyggingu þekkingarsamfélags“.
Um helstu áhugamál segir Helga
að til að starfa í áratugi í heilbrigð-
isþjónustu í einmenningshéraði,
stöðugt með bakvaktasímann í vas-
anum, þurfi mikinn áhuga á þeim
viðfangsefnum sem sinna þarf. Eins
og sjá má á ferlinum beinist áhugi
Helgu að samfélagsmálum í víðum
skilningi.
Flestir dagar ársins hefjast á
sundspretti og hún hefur mikið yndi
af göngum og útiveru. Eitt af mörgu
góðu sem Sigurgeir hefur fært henni
er að hennar sögn áhugi á skógrækt,
yndisstundir við þá iðju eru „magn-
aðar“. „Samhent stækkandi fjöl-
meðal annars gegnt formennsku í fé-
lags- og barnaverndarnefnd, setið í
atvinnumálanefnd, byggingarnefnd
dvalar-og hjúkrunarheimilis, Hér-
aðsnefnd V-Skaftafellssýslu og Al-
mannavarnanefnd Mýrdalshrepps.
Hún var í hreppsnefnd Mýrdals-
hrepps á árunum 1994-2002, vara-
oddviti fyrra kjörtímabilið og oddviti
það síðara. Helga sat um árabil í
stjórn Fjölbrautaskóla Suðurlands,
H
elga Þorbergsdóttir er
fædd 26. júlí 1959 á
Landspítalanum.
Hún flaug vikugömul
með Birni Pálssyni
flugstjóra á Katalínuflugbáti til Ísa-
fjarðar og síðan um Óshlíð heim til
Bolungarvíkur. Ólst þar upp við opið
haf, í faðmi vestfirskra fjalla og stór-
fjölskyldu, þar til fjölskyldan flutti í
Kópavog þegar Helga var á þrett-
ánda ári. Bernskuárin fyrir vestan
einkenndust af frjálsræði, athafna-
semi og gleði. Bolungarvík var sjáv-
arþorp með öflugt atvinnulíf sem
byggði á útgerð og fiskvinnslu og
börnin urðu snemma virkir þátttak-
endur í samfélaginu. Það voru við-
brigði að flytja úr vestfirsku sjávar-
plássi í fjölmennið í Kópavogi en
Helga undi sér þar vel og þroskafer-
ill unglingsáranna var litaður af
virkni og vináttu.
Helga lauk prófi í hjúkrunar-
fræðum frá Hjúkrunarskóla Íslands
árið 1981 og fór í sérskipulagt nám í
sömu fræðum í HÍ 1995. Hún lauk
námi í heilsuhagfræði við endur-
menntunardeild Háskóla Íslands
1991 og námi í starfstengdri heil-
brigðis- og lífsiðfræði á meistarastigi
við HÍ 2003-2007. Þá hefur hún sótt
námskeið og námsstefnur tengd
hjúkrun, stjórnun, opinberri stjórn-
sýslu og siðfræði. Helga hefur kenn-
araréttindi í skyndihjálp og EMT-
Agráðu í sjúkraflutningum.
Helga hóf starfsferil sinn sem
hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu-
deild Landakots. Síðan lá leiðin
norður yfir heiðar og starfaði Helga
þar á geðdeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri.
Árið 1985 réðu Helga og Sigurgeir
eiginmaður hennar sig til starfa á
Heilsugæslustöðina í Vík í Mýrdal
og hefur þar verið þeirra helsti
starfs- og lífsvettvangur síðan. Auk
þess að gegna starfi hjúkrunarstjóra
í Vík er Helga sjúkraflutningamaður
við Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
þá er hún ásamt Sigurgeiri skógar-
bóndi í Helludal í Bláskógabyggð.
Helga hefur í gegnum tíðina tekið
virkan þátt í fjölbreyttum sam-
félagsstörfum. Hún hefur setið í
mörgum nefndum Mýrdalshrepps,
skylda og samvera með fólkinu mínu
er það besta sem ég veit,“ segir
Helga.
Fjölskylda
Eiginmaður Helgu er sem segir
Sigurgeir Már Jensson, læknir og
skógarbóndi, f. 7. október 1953.
Hann er sonur hjónanna Jens Jóns-
sonar málarameistara, f. 29. sept-
ember 1927, d. 10. júlí 2012, og Mar-
grétar Óskarsdóttur matráðs, f. 26.
maí 1933, d. 2. febrúar 2015. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Börn Helgu eru 1) Harpa Elín
Haraldsdóttir, f. 28. janúar 1980,
með BA í mannfræði, MA í al-
þjóðastjórnmálum, verkefnastjóri
hjá Nisum Chile. Maki hennar er
Pablo Carcamo verkfræðingur, son-
ur þeirra er a) León Ingi f. 2015, þau
eru búsett í Chile. Faðir Hörpu er
Haraldur Ingi Haraldsson, f. 7. nóv-
ember 1955, myndlistarmaður, bú-
settur á Akureyri. 2) Þorbergur Atli
Sigurgeirsson, f. 16. júlí 1983, líf-
eindafræðingur að ljúka námi í klín-
ískri bíómekaník. Kona hans er
Svanlaug Árnadóttir, f. 21. apríl
1981, óperusöngkona á síðasta ári í
læknanámi. Þau eru búsett í Dan-
Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarstjóri, sjúkraflutningamaður og skógarbóndi – 60 ára
Stórfjölskyldan Hjónin Helga Þorbergsdóttir og Sigurgeir Már Jensson ásamt afkomendum sínum.
Dagarnir hefjast á sundspretti
Útivist Helga á Hvannadalshnjúk.
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS
60 ára Rósa er fædd í
Vestmannaeyjum og
hefur búið þar alla tíð.
Rósa kláraði gagn-
fræðanám og hefur síð-
an starfað á leikskóla og
í verslun. Hún starfar
sem stuðningur inn í
bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Börn: Sæþór Orri, f. 1979, Silja Rós, f.
1987, Sara Dögg, f. 1990, og Sindri Freyr,
f. 1994.
Eiginmaður: Guðjón Hjörleifsson, fast-
eignasali og fv. bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum, f. 1955 í Vestmannaeyjum.
Foreldrar: Hjónin Guðjón Stefánsson
húsasmíðameistari, f. 1936, og Erna Tóm-
asdóttir, húsmóðir og ræstitæknir, f. 1937.
Þau eru frá Vestmannaeyjum og búa þar.
Rósa Elísabet
Guðjónsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er rétti tíminn til að huga að
eignum sem þú átt í félagi við aðra. Farðu
þér hægt í peningamálum og einnig mál-
efnum hjartans.
20. apríl - 20. maí
Naut Það yrði margt auðveldara ef þú
leyfðir vinum og vandamönnum að hjálpa
þér. Þú ert ekki að missa af lestinni þótt þú
haldir það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ættir að skella þér í leikfimi.
Dagurinn í dag er líka hentugur fyrir fjár-
festingar. Gefðu þér tíma til þess að hlaupa
eftir óvæntum hugdettum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vandamál þín eru ekki mörg eins
og er, svo reyndu að standast þá freistingu
að ættleiða vandamál annarra. Þú hittir
spennandi persónu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Draumar fylla kollinn. Líkaminn er
eitthvað að kvarta, sinntu þér betur. Láttu
þér í léttu rúmi liggja þótt einhverjir brosi
ekki við þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það kemur alltaf að skuldadögum í
lokin svo þú skalt varast að reisa þér hurð-
arás um öxl. Aukin menntun borgar sig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Réttu fram vinarhönd, en reyndu ekki
að stjórna öðrum. Leystu frá skjóðunni og
þá finnurðu hvað það breytir miklu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú getur hlakkað til langs
tímabils gleðskapar og rómantíkur sem
fram undan er. Hikaðu ekki við að leita
ráða hjá sérfræðingum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Stundum getur reynst erfitt að
taka ákvörðun þótt mikið magn upplýsinga
liggi fyrir. Ekki reyna að fá einhvern sem er
harðákveðinn til að skipta um skoðun.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Auðveldasta leiðin til að komast
klakklaust gegnum daginn er að gera ekki
svona miklar kröfur til annarra. Reyndu að
tala við ástvini þína til að leysa deilumál í
sátt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gagnrýni á að vera mild. Taktu
svo ekki meira að þér en þú getur afgreitt
með góðu móti á tilsettum tíma. Reyndu
að sjá það góða í fólki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Lykilatriði er að þú gæðir samskipti
við fólk húmor og sjarma svo þeir sem eru
þér ekki sammála geti ekki móðgast.
30 ára Ingibjörg varð
þrítug í gær. Hún er
fædd og uppalin í Selja-
hverfinu í Reykjavík en
býr á Háaleitisbraut
núna. Ingibjörg útskrif-
aðist úr Verzlunarskóla
Íslands 2009 og er
tannlæknir frá Háskóla Íslands frá 2017.
Ingibjörg er í fæðingarorlofi sem stendur
en er annars tannlæknir í Mjóddinni.
Maki: Ingibjörg er trúlofuð Gunnari Mar-
teinssyni tölvunarfræðingi, f. 1983. Hann
er úr Reykjavík.
Börn: Tinni Brynjar, f. 2016, og Rökkvi
Sveinn, f. 2019. Sonur Gunnars er Mar-
teinn Daði, f. 2009.
Foreldrar: Hjónin Sveinn Ásgeirsson
tannlæknir, f. 1964 í Norðfirði, og Hólm-
fríður Brynjólfsdóttir tannlæknir, f. 1964 í
Reykjavík. Þau búa í Reykjavík.
Vegna mistaka var höfð mynd af alnöfnu Ingi-
bjargar í stað myndar af henni sjálfri, þegar
sagt var frá afmæli hennar í blaðinu í gær.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á þeim mis-
tökum og óskar henni enn og aftur til hamingju
með daginn.
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir
Til hamingju með daginn