Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 24
EVRÓPUDEILD
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stjarnan er nánast úr leik í Evrópu-
deildinni í fótbolta eftir 0:4-tap fyrir
Espanyol í fyrri leik liðanna í undan-
keppninni í Barcelona í gærkvöldi.
Staðan í hálfleik var markalaus eftir
fullkomna varnarframmistöðu
Stjörnumanna. Liðsmenn Espanyol
sköpuðu sér varla færi allan hálfleik-
inn og miðverðir Stjörnunnar stóðu
sig óaðfinnanlega. Stjarnan lokaði
öllum svæðum og gerði góðu liði
Espanyol erfitt fyrir. Heimamenn
tóku þá upp á því að reyna hverja
fyrirgjöfina á fætur annarri, sem
varnarlína Stjörnunnar átti ekki í
neinum vandræðum með að ráða við.
Miðverðirnir með hausverk
Í seinni hálfleik var allt annað upp
á teningnum og um leið og Facundo
Ferreyra skallaði boltann í netið af
stuttu færi á 48. mínútu var ljóst í
hvað stefndi. Hann var aftur á ferð-
inni á 56. mínútu og níu mínútum
síðar var félagi hans í sókninni,
Borja Iglesias, búinn að skora tvö
mörk og gera út um möguleika
Stjörnunnar. Gæði leikmanna Esp-
anyol voru einfaldlega of mikil. Liðið
endaði í sjöunda sæti í spænsku 1.
deildinni á síðustu leiktíð og vann lið
á borð við Atlético Madríd 3:0 á
sama velli. Um mjög gott lið er að
ræða og Stjörnumenn mættu ofjör-
lum sínum. Það er búið að vera mikið
álag á leikmönnum Stjörnunnar og
þeir virtust mjög þreyttir eftir fyrri
hálfleikinn, þar sem liðið hljóp gríð-
arlega mikið.
Brynjar Gauti Guðjónsson og
Martin Rauschenberg voru sér-
staklega sterkir í fyrri hálfleik og
kæmi ekki á óvart að þeir yrðu með
hausverk í tvo daga eftir öll skalla-
einvígin sem þeir unnu. Haraldur
Björnsson var vel á verði í markinu
og Alex Þór Hauksson og Eyjólfur
Héðinsson voru fínir á miðjunni.
Hilmar Árni Halldórsson og Þor-
steinn Már Ragnarsson áttu sín
augnablik en Stjarnan ógnaði lítið í
sóknarleik sínum. Heilt yfir var
frammistaða Stjörnunnar þokkaleg,
en andstæðingurinn var einfaldlega
nokkuð mörgum númerum of sterk-
ur. Þetta fer í reynslubankann hjá
leikmönnum Stjörnunnar, sem nutu
þess að spila á glæsilegum velli, við
mjög gott lið og við bestu aðstæður.
Svona tækifæri koma ekki oft hjá
leikmönnum sem spila á Íslandi.
Má ekki klikka í eina sekúndu
„Þetta var alveg geggjað. Það
kom mér á óvart hvað voru mikil
læti í stuðningsmönnum. Það er erf-
itt að lýsa þessu og það er ekki hægt
að biðja um það betra,“ sagði Jóhann
Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, í
samtali við Morgunblaðið eftir leik.
„Það gekk vel að halda þeim niðri í
fyrri hálfleik og þess vegna var það
fúlt hvað þeir skoruðu snemma í
seinni hálfleik. Það er hinsvegar
ekkert djók að mæta þessu liði. Það
má ekki klikka í eina sekúndu, því
þeir nýta sér það,“ bætti hann við.
Síðari leikur liðanna fer fram á
Samsung-vellinum í Garðabæ næst-
komandi fimmtudag. Stjarnan fer
hinsvegar fyrst í Kórinn og mætir
þar HK í Pepsi Max-deildinni á
mánudag og verður áhugavert að sjá
hvernig leikmönnum Stjörnunnar
tekst að gíra sig upp í það verkefni.
Níu mínútna
Stjörnuhrap
í Barcelona
Stjarnan í erfiðri stöðu eftir 0:4-tap í
Barcelona Öll mörkin í seinni hálfleik
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Erfitt Stjörnumenn þurftu að verjast mestallan tímann í Barcelona í gær-
kvöld en þeir fá Espanyol í heimsókn í Garðabæinn næsta fimmtudagskvöld.
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
Inkasso-deild karla
Njarðvík – Leiknir R ............................... 0:2
Sævar Atli Magnússon 15. (víti), 87.
Afturelding – Keflavík............................ 1:0
Hafliði Sigurðarson 81.
Víkingur Ó. – Þróttur R.......................... 0:0
Haukar – Fram ........................................ 2:1
Sjálfsmark 31., Birgir Magnús Birgisson
60. – Sjálfsmark 27.
Staðan:
Fjölnir 13 9 2 2 29:12 29
Þór 13 8 2 3 23:13 26
Grótta 13 7 4 2 27:18 25
Leiknir R. 14 8 0 6 25:21 24
Víkingur Ó. 14 6 4 4 15:11 22
Fram 14 6 2 6 20:22 20
Keflavík 14 5 4 5 18:17 19
Þróttur R. 14 5 3 6 27:19 18
Haukar 14 3 5 6 19:26 14
Afturelding 14 4 1 9 17:29 13
Njarðvík 14 3 1 10 15:27 10
Magni 13 2 4 7 14:34 10
Markahæstir:
Pétur Theódór Árnason, Gróttu .............. 10
Helgi Guðjónsson, Fram ............................ 9
Rafael Victor, Þrótti R................................ 8
Álvaro Montejo, Þór.................................... 7
Sævar Atli Magnússon, Leikni R .............. 7
2. deild karla
Leiknir F. – ÍR.......................................... 3:1
Izaro Abella 16., 83., sjálfsmark 65. – Ágúst
Freyr Hallsson 17.
KFG – Víðir .............................................. 3:1
Pétur Árni Hauksson 54., Kristófer Kon-
ráðsson 60., Tristan Freyr Ingólfsson 69. –
Atli Freyr Ottesen 51.
Staðan:
Leiknir F. 13 7 4 2 25:14 25
Selfoss 12 7 2 3 29:13 23
Vestri 12 7 0 5 15:17 21
Víðir 13 6 1 6 20:18 19
Þróttur V. 12 5 4 3 18:17 19
Dalvík/Reynir 12 4 6 2 16:14 18
ÍR 13 5 3 5 19:18 18
Fjarðabyggð 12 5 2 5 19:17 17
Völsungur 12 5 2 5 13:16 17
KFG 13 5 0 8 23:28 15
Kári 12 3 2 7 23:29 11
Tindastóll 12 1 2 9 10:29 5
Evrópudeild UEFA
2. umferð, fyrri leikir:
Lechia Gdansk – Bröndby ...................... 2:1
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby.
Norrköping – Liepaja ............................. 2:0
Guðmundur Þórarinsson lék allan leik-
inn með Norrköping en Alfons Sampsted
var ekki í hópnum.
AEK Larnaca – Levski Sofia.................. 3:0
Hólmar Örn Eyjólfsson hjá Levski er frá
keppni vegna meiðsla.
Domzale – Malmö .................................... 2:2
Arnór Ingvi Traustason hjá Malmö er
frá keppni vegna meiðsla.
AZ Alkmaar – Häcken ............................ 0:0
Albert Guðmundsson lék fyrstu 58 mín-
úturnar með AZ.
Pyunik Jerevan – Jablonec...................... 2:1
Ventspils – Gzira United ......................... 4:0
Qabala – Dinamo Tbilisi........................... 0:2
Partizani Tirana – Sheriff........................ 0:1
Utrecht – Zrinjski Mostar....................... 1:1
Chikhura – Aberdeen............................... 1:1
Honvéd Búdapest – Uni.Craiova ............ 0:0
Alashkert – FCSB Búkarest................... 0:3
Arsenal Tula – Neftchi Bakú................... 0:1
Haugesund – Sturm Graz........................ 2:0
Flora Tallinn – Eintracht Frankfurt...... 1:2
Mlada Boleslav – Ordabasy..................... 1:1
Molde – Cucaricki Belgrad...................... 0:0
Shakhtyor Soligorsk – Esbjerg .............. 2:0
Yeni Malatyaspor – Olimpija Ljubljana. 2:2
Connah’s Quay – Partizan Belgrad ........ 0:1
Hapoel Beer Sheva – Kairat Almaty...... 2:0
Lokomotiv Plodiv – Spartak Trnava ...... 2:0
CSKA Sofia – Osijek ................................ 1:0
Féhervár – Vaduz..................................... 1:0
Piast Gliwice – Riga ................................. 3:2
Luzern – KÍ Klaksvík .............................. 1:0
Jeunesse Esch – Guimaraes.................... 0:1
Aris Thessaloniki – AEL Limassol ........ 0:0
Dunajska Streda – Atromitos ................. 1:2
Gent – Viitorul Constanta........................ 6:3
Buducnost Podgorica – Zorya Luhansk 1:3
Rangers – Progrés Niederkorn .............. 2:0
Strasbourg – Maccabi Haifa ................... 3:1
Wolves – Crusaders ................................. 2:0
Legia Varsjá – KuPS Kuopio .................. 1:0
Shamrock Rovers – Apollon Limassol ... 2:1
Torino – Debrecen.................................... 3:0
Espanyol – Stjarnan ................................ 4:0
Valur – Ludogorets .................................. 1:1
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Vivaldi-völlur: Grótta – Þór...................... 18
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Sauðárkr.: Tindastóll – Haukar .......... 19.15
2. deild kvenna:
Húsavík: Völsungur – Hamrarnir....... 19.15
GOLF
Origo-Íslandsmót golfklúbba hefst í dag
þar sem keppt er í 1. deild karla á Urr-
iðavelli hjá GO og í 1. deild kvenna á Leir-
dalsvelli hjá GKG.
Í KVÖLD!
1:0 Facundo Ferreyra 49.
2:0 Facundo Ferreyra 56.
3:0 Borja Iglesias 59.
4:0 Borja Iglesias 68.
I Gul spjöldEngin.
Espanyol: (4-4-2) Mark: Diego Ló-
pez. Vörn: Javi López, Lluís López,
Naldo, Adriá Pedrosa (Dídac Vilá 73).
Miðja: Óscar Melendo, Víctor Sánc-
hez (Marc Roca 53), Sergi Darder,
Esteban Granero (Wu Lei 53). Sókn:
ESPANYOL – STJARNAN 4:0
Borja Iglesias, Facundo Ferreyra.
Stjarnan: (5-4-1) Mark: Haraldur
Björnsson. Vörn: Jóhann Laxdal,
Brynjar Gauti Guðjónsson, Daníel
Laxdal (Þorri Geir Rúnarsson 63),
Martin Rauschenberg, Heiðar Æg-
isson. Miðja: Þorsteinn Már Ragn-
arsson, Alex Þór Hauksson (Sölvi
Snær Guðbjargarson 81), Eyjólfur
Héðinsson, Hilmar Árni Halldórsson.
Sókn: Guðmundur Steinn Haf-
steinsson (Guðjón Baldvinsson 46).
Dómari: Alain Durieux, Lúxemborg.
Áhorfendur: 19.122.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Afturelding náði sér í gærkvöld í
dýrmæt stig í fallbaráttunni í 1.
deild karla í knattspyrnu þegar liðið
fékk Keflvíkinga í heimsókn á Varm-
árvöll í Mosfellsbæ.
Hafliði Sigurðarson skoraði sigur-
mark Aftureldingar, 1:0, tíu mín-
útum fyrir leikslok og nýliðarnir
komust þar með úr fallsæti deild-
arinnar en þetta var þeirra fyrsti
sigur í sex leikjum. Afturelding er
nú með 13 stig í 10. sæti deild-
arinnar, þremur stigum fyrir ofan
Njarðvík og Magna. Keflavík er
áfram í 7. sæti með 19 stig og lítið
hefur gengið hjá liðinu að undan-
förnu en Keflvíkingar hafa aðeins
unnið einn af síðustu sjö leikjum sín-
um.
Haukar komust líka fjær fallsæti
með því að sigra Framara 2:1 á Ás-
völlum. Langþráður sigur Hauk-
anna en hann var sá fyrsti í fimm
leikjum. Liðin skoruðu hvort sitt
sjálfsmarkið á fyrsta hálftímanum
en Birgir Magnús Birgisson skoraði
sigurmark Hauka á 60. mínútu leiks-
ins. Haukar eru þá komnir með 14
stig í 9. sætinu en Framarar töpuðu í
fjórða sinn í síðustu fimm umferð-
unum og eru áfram með 20 stig í
sjötta sætinu. Þeir eru búnir að
stimpla sig út úr toppbaráttunni,
allavega í bili, eftir að hafa verið
komnir í góða stöðu.
Sævar skoraði tvö í Njarðvík
Leiknir úr Reykjavík er kominn í
baráttuna um úrvalsdeildarsæti eftir
2:0 sigur gegn Njarðvík á útivelli.
Sævar Atli Magnússon skoraði úr
vítaspyrnu á 15. mínútu og innsiglaði
sigurinn með öðru marki rétt fyrir
leikslok.
Leiknismenn eru nú komnir í
fjórða sætið eftir þrjá sigurleiki í röð
með 24 stig, tveimur stigum á eftir
Þór sem er í öðru sæti, en Njarðvík
tapaði þriðja leik sínum í röð og er
með 10 stig í ellefta og næstneðsta
sæti.
Í Ólafsvík gerðu Víkingar 0:0 jafn-
tefli við Þrótt úr Reykjavík. Vík-
ingar gerðu sitt annað jafntefli í röð
og sigu þar með niður í 5. sæti með
22 stig en Þróttarar eru með 18 stig
og áfram í 8. sætinu.
Í kvöld er sannkallaður stór-
leikur í deildinni þegar nýliðar
Gróttu taka á móti Þór á Seltjarn-
arnesi klukkan 18. Liðin eru í öðru
og þriðja sæti og Þórsarar stigi ofar.
Grótta hefur komið gríðarlega á
óvart og ekki tapað í síðustu níu
leikjum sínum í deildinni.
Dýrmæt stig
í Mosfellsbæ
Afturelding úr fallsæti og Leiknir
kominn í toppbaráttu 1. deildar
Morgunblaðið/Hari
Ásvellir Sean De Silva, Trínidadinn í liði Hauka, svífur framhjá liggjandi
leikmönnum Fram í viðureign liðanna þar sem Haukar náðu sigri.