Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 25

Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 25
Á HLÍÐARENDA Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmeistarar karla í knatt- spyrnu í Val geta enn gert sér vonir um að komast í 3. umferð Evrópu- deildarinnar eftir 1:1 jafntefli gegn Ludogorets frá Búlgaríu á Hlíðar- enda í gærkvöldi. Þótt gestirnir hafi verið meira með boltann, og átt mun fleiri sóknarlotur, þá voru það samt sem áður Valsmenn sem voru yfir í 80 mínútur í leiknum. Vegna framgöngu sinnar á undan- förnum árum þótti Ludogorets miklu líklegra til að komast áfram en Íslandsmeistararnir. Frá árinu 2013 hefur Ludogorets tvívegis ver- ið í riðlakeppni Meistaradeild- arinnar og þrívegis í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ókunnar slóðir fyrir íslensk knattspyrnulið. Hugarfarið var líklega ekki gott í herbúðum Lodogorets fyrir þessa viðureign. Þjálfari liðsins sagði í samtali við mbl.is daginn fyrir leik að slæmt væri fyrir liðið að spila á vellinum á Hlíðarenda þar sem ekki væri um grasvöll að ræða. Einhvern veginn fékk maður á tilfinninguna að gestirnir væru ekki endilega rétt stilltir og væri það þá ekki í fyrsta skipti sem erlend knattspyrnulið vanmeta þau íslensku. Þegar þannig ber undir eiga ís- lensku liðin að nýta sér það og það gerðu Valsmenn þegar þeir náðu forystunni strax á 11. mínútu. Jöfn- unarmark Anicet Abel kom hins vegar ekki fyrr en í uppbótartíma. Valsmenn voru skynsamir í sinni nálgun og varkárir. Ludogorets var mun meira með boltann og sótti tals- vert án þess þó að splundra Vals- vörninni. Þeir fengu þó talsvert af sæmilegum marktækifærum. Þrír af reyndustu mönnum Vals voru fyrir utan byrjunarliðið að þessu sinni. Hannes Þór Halldórsson var tæpur vegna meiðsla og ekki í hópnum. Þá voru þeir Bjarni Ólafur Eiríksson og fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson á bekknum en Bjarni lék síðustu tutt- ugu mínúturnar. Kom þetta ekki að sök hjá Val og þeir luma á fleiri öfl- ugum leikmönnnum fyrir seinni leik- inn sem Ludogorets sá lítið til að þessu sinni. Kristinn Freyr Sigurðs- son og Sigurður Egill Lárusson voru til að mynda einnig á bekknum. Anton Ari Einarsson komst mjög vel frá leiknum í markinu en hann tjáði Morgunblaðinu að hann hefði fengið að vita þegar hann mætti í leik að hann ætti að spila. Miðvörð- urinn Sebastian Hedlund kom nokk- uð vel út á miðjunni en það útspil var nokkuð áhugavert hjá Val. Ljóst er að Valsmenn þurfa að eiga sinn besta dag ytra til að komast áfram en möguleikinn er alla vega fyrir hendi. Valur var yfir í 80 mínútur  Lið úr riðlakeppnum Meistaradeildar og Evrópudeildar slapp með 1:1 jafntefli á Hlíðarenda  Jöfnunarmark Ludogorets kom ekki fyrr en í uppbótartíma Morgunblaðið/Hari Hlíðarendi Anton Nedyalkov og Kristinn Ingi Halldórsson með augun á boltanum í leik Vals og Ludogorets. ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 Þegar þessi bakvörður er lesinn er höfundur hans kominn norður til Ólafsfjarðar og andar þar að sér norðlenska sjávarloft- inu sem fátt jafnast á við. Við sundlaugina á Ólafs- firði eru uppi stór skilti með blaðaúrklippum og frásögnum frá gullaldarskeiði Leifturs í knattspyrnu frá því seint á síð- ustu öld. Það er alltaf gaman að renna yfir afrekin hjá félaginu og vel hægt að ímynda sér hvað þetta gerði mikið fyrir bæj- arfélagið. Ég hef einmitt haft mjög gaman af því í gegnum tíðina að skoða fótboltavelli á minni stöð- um á landinu. Þar eru vallar- stæðin oft ansi lagleg með tign- arlegri fjallasýn allt í kring. Ólafsfjarðarvöllur er einmitt einn af þeim. Það er líka gaman að sjá þá uppbyggingu sem víða er í gangi í minni bæjum. Ber nú hæst nýj- an gervigrasvöll á Dalvík sem tekinn verður í notkun um helgina. Hann uppfyllir ströng- ustu kröfur, er upphitaður með vökvunarbúnaði og verður upp- lýstur. Þá er sérstaklega gaman að því að yngri flokkar félagsins fá heiðurinn af því að spila fyrstu leikina á nýja vellinum á morgun. Það er vonandi að fleiri bæj- arfélög geti ráðist í svipaðar framkvæmdir á næstu árum. Ég er spenntur að heyra hvernig reynsla Dalvíkinga verður af nýja vellinum. Þar gæti næsti Atli Við- ar Björnsson farið að stíga sín fyrstu skref í átt að Íslands- meistaratitlum. Það má samt heldur ekki gleyma að gera gömlu völlunum hátt undir höfði. Það væri til dæmis gaman að sjá Dúddavöll á Kópaskeri aftur í blóma. Þar var gaman að stoppa sem gutti og æfa aukaspyrnurnar. BAKVÖRÐUR Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Inkasso-deild kvenna FH – ÍA...................................................... 3:1 Birta Georgsdóttir 34., Helena Ósk Hálf- dánardóttir 62., Selma Dögg Björgvins- dóttir 70. – Bryndís Rún Þórólfsdóttir 55. Grindavík – Augnablik ........................... 1:1 Helga Guðrún Kristinsdóttir 53. – Berg- þóra Sól Ásmundsdóttir 72. Staðan: FH 10 8 1 1 27:11 25 Þróttur R. 10 8 0 2 38:9 24 Tindastóll 9 6 0 3 27:19 18 Afturelding 10 5 1 4 13:13 16 Augnablik 10 4 1 5 9:11 13 Haukar 9 4 0 5 13:9 12 Grindavík 10 3 3 4 14:17 12 ÍA 10 3 2 5 10:12 11 Fjölnir 10 3 2 5 15:21 11 ÍR 10 0 0 10 3:47 0 3. deild karla Kórdrengir – Vængir Júpíters................ 4:2 Skallagrímur – Augnablik ....................... 1:2 Staðan: Kórdrengir 14 11 2 1 39:17 35 KF 13 9 2 2 31:14 29 Vængir Júpiters 14 9 1 4 28:20 28 KV 13 8 2 3 26:17 26 Reynir S. 13 5 5 3 23:22 20 Einherji 13 5 4 4 19:15 19 Álftanes 13 4 3 6 22:22 15 Sindri 13 4 3 6 28:31 15 Augnablik 14 3 4 7 18:26 13 Höttur/Huginn 13 2 5 6 17:22 11 KH 13 2 1 10 16:37 7 Skallagrímur 14 2 0 12 15:39 6 Bandaríkin Portland Thorns – Houston Dash.......... 5:0  Dagný Brynjarsdóttir var varamaður hjá Portland og kom ekki við sögu.  Staðan: Portland Thorns 26, North Car- olina Courage 22, Washington Spirit 21, Chicago Red Stars 20, Reign 20, Utah Ro- yals 18, Houston Dash 16, Orlando Pride 11, Sky Blue 8.  1:0 Lasse Petry 11. 1:1 Anicet Abel 90. I Gul spjöldEiður Aron, Orri, Pedersen og Ívar (Val), Cicinho, Abel og Terziev (Ludogorets) Valur: (4-3-3) Mark: Anton Ari Ein- arsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Orri Sigurður Ómarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Ívar Örn Jónsson. Miðja: Sebastian Hedlund, Einar Karl VALUR – LUDOGORETS 1:1 Ingvarsson (Kristinn Freyr Sigurðs- son 66), Lasse Petry. Sókn: Kristinn Ingi Halldórsson (Bjarni Ólafur Ei- ríksson 71), Patrick Pedersen (Birnir Snær Ingason 87), Kaj Leo i Bartals- stovu. Ludogorets: (4-3-3) Mark: Iliev. Vörn: Cicinho (Lukoki 88), Terziev, Forster, Nedyalkov. Miðja: Badji (Swierczok 70), Góralski, Abel. Sókn: Intima, Keserü, Tchibota (Wanderson 61). Dómari: Georgios Kominis, Grikk- landi. Áhorfendur: 802. „Ég neitaði fyrst. Ég hafði ekki áhuga á að vera einn af þeim leik- mönnum sem hætta við að hætta. Mér hefur þótt það frekar hallærislegt í gegnum tíðina þegar menn eru að því. Áður en ég vissi var ég orðinn týpan sem ég var búinn að gera grín að allan minn fer- il. Það er erfitt að kyngja því og ég er lítill í mér fyrir blaðamannafund sem ég þarf að fara á,“ sagði Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði í körfuknattleik til margra ára, um þá ákvörðun sína að gefa kost á sér í landsliðið á ný fyrir forkeppni EM í næsta mánuði. „Þeir töluðu við mig nokkrir í röð; Haukur, Baldur Ragnars, Finnur og svo Craig. Ég hélt fyrst þeir væru að djóka, en svo endaði ég á að segja já. Stór hluti af þessu var að það vantar Kristófer, Sigga og svo Hauk líka,“ sagði Hlynur, en Kristófer Acox, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Haukur Helgi Pálsson eru ekki með í verkefninu. Viðtalið í heild er að finna á mbl.is/sport/korfubolti. johanningi@mbl.is Hallærislegt að hætta við að hætta Hlynur Bæringsson FH-ingar komust á ný á topp 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gær- kvöld með því að sigra ÍA 3:1 á heimavelli sínum í Kaplakrika. Birta Georgsdóttir kom FH yfir og staðan var 1:0 í hálfleik. Bryndís Rún Þórólfsdóttir jafnaði fyrir ÍA en FH svaraði með mörkum frá Helenu Ósk Hálfdánardóttur og Selmu Dögg Björgvinsdóttur og tryggði sér sigurinn. ÍA tapaði fjórða leiknum í röð og er komið í mikla fallhættu eftir ágæta byrjun í deildinni í vor. Grindavík og Augnablik skildu jöfn, 1:1. Helga Guðrún Krist- insdóttir kom Grindavík yfir snemma í seinni hálfleik en Berg- þóra Sól Ásmundsdóttir jafnaði fyr- ir Augnablik. Bæði lið eru rétt fyrir ofan fallsæti deildarinnar. Skoraði Helena Ósk Hálfdánardóttir með boltann í leiknum við ÍA en hún skoraði eitt af mörkum FH í leiknum. FH-konur endurheimtu toppsætið Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.