Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 32
Hljómsveitin Geirfuglarnir spilar á
hlöðuballi í Havarí á Karlsstöðum í
kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Jafn-
framt er um útgáfutónleika að ræða
því von er á nýrri hljómplötu frá
Geirfuglunum sem ber nafnið Snú-
snú í gröfinni. Sveitina skipa Andri
Geir Árnason á trommur, Freyr Eyj-
ólfsson á mandólín, Halldór Gylfa-
son söngvari, Ragnar Helgi Ólafsson
á gítar, Stefán Már Magnússon á
banjó, Þorkell Heiðarsson á harm-
onikku og Hermann Vernharður
Jósefsson á bassa.
Geirfuglarnir í Havarí
Sumartónleikaröðinni í Akureyrar-
kirkju lýkur með tónleikum Skál-
holtstríós á sunnudag kl. 17. Tríóið
skipa Jón Bjarnason á orgel og
trompetleikararnir Vilhjálmur Ingi
Sigurðarson og Jóhann Stefánsson.
Skálholtstríóið, eins og nafnið gef-
ur til kynna, tengist Skálholti en
þar hafa þeir félagar spilað mikið
saman síðustu ár við ýmsar kirkju-
athafnir. Á efnis-
skránni eru verk
eftir m.a. Bach,
Vivaldi, Eugene
Bozza, Sigfús
Einarsson og
Rodriguez
Solana. Að-
gangur er
ókeyp-
is.
Skálholtstríó á
Akureyri á sunnudag
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fósturheimili á vegum Villikatta eru
um það bil fjörutíu og 150 kisur sem
hafa verið á vergangi bíða nú eftir
framtíðarheimili. Nú eru sér-
staklega margir villikettlingar í
umsjá Villikatta að sögn Arndísar
Bjargar Sigurgeirsdóttur, formanns
og eins stofnenda Villikatta. Hún
hefur sjálf boðið heimili sitt fram
sem fósturheimili sex villikatta, þar
af fjögurra kettlinga.
„Þessir kettlingar eru úr Hafnar-
firði og það var eldri kona sem lét
vita af þeim. Hún hafði séð ketti á
vergangi og hafði verið að gefa þeim
í vetur en svo skyndilega sá hún
þessa kettlinga, og lét vita,“ sagði
Arndís. Kettlingarnir sem búa hjá
Arndísi eru um 10 til 11 vikna gamlir
en læðan Grása er 4 til 5 ára.
Bjargað úr brunanum
Grása lifði af bruna sem varð í
Mosfellsbæ fyrir rúmu ári og tók
Arndís hana að sér í framhaldi af
því. Sambúð Grásu með kettling-
unum er nokkuð erfið og er því
Grása að flytja á annað fósturheimili
á næstu dögum:
„Hún er algjör kelirófa við aðrar
kisur en hún nennir ekki að sinna
kettlingum. Svo þegar hún er farin
þá verða þeir alveg lausir við hana,“
sagði Arndís um sambúðina.
Rót villikattavandans er mann-
fólkið, að sögn Arndísar Bjargar
Sigurgeirsdóttur. Eigendur séu ekki
nægilega duglegir að gelda kettina
sína.
„Þegar fólk geldir kettina sína
ekki og missir þá á einhvern hátt þá
verða til svona litlir villingar. Og ef
við náum þeim ekki inn þá heldur
kettlingaframleiðslan áfram,“ segir
hún og heldur áfram:
„Það þarf að stöðva þetta en á
mannúðlegan hátt. Hingað til hefur
aðferðin verið sú sama og í gamla
daga. Þá voru kettlingar og kettir
skotnir á færi og því miður er það
þannig enn þá á sumum stöðum á
landsbyggðinni,“ sagði Arndís.
Félagsmenn Villikatta tóku að sér
11 kettlinga af svæðinu og móður
þeirra. Félagið er í leit að húsnæði
til að koma til móts við annríkið. Í
því samhengi eru kettlingar ávallt í
forgangi:
„Þetta er allt sjálfboðavinna og
núna vantar okkur húsnæði, til þess
að geta verið með allt á einum stað.
Hins vegar verða alltaf fósturheimili
því það þarf að annast þessa kett-
linga. Þeir geta ekki verið í ein-
hverju athvarfi. Það þarf að vera
einhver eins og ég sem tekur þá upp
og knúsar þá þótt þeir hvæsi á mig,“
segir hún.
Annríkið getur aukist á sumrin og
segir Arndís að kettir séu gjarnan
skildir eftir eða látnir út úr húsi þeg-
ar farið er í frí.
„Fólk fer í frí og ákveður að kisa
reddi sér bara sjálf. Það setur hana
bara út og ef kisan er gæf þá leitar
hún aðstoðar hjá einhverjum og fær
mat en ef þetta er feimin kisa og
húsbóndaholl, þá fer hún á vergang.
Og ef hún er ógeld þá byrjar ballið,“
sagði Arndís.
Arndís segir að villikettir verði
alltaf til, jafnvel þótt skylt sé að
gelda alla, því alltaf séu einhverjir
sem gelda ekki sínar kisur.
Villikettir um allt land í
leit að framtíðarheimili
Um 75 til 80 litlir kettlingar á fósturheimilum Villikatta
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Blíða Hún er 10-11 vikna og ein af kettlingunum sem fundust í Hafnarfirði
nýlega. Ljúf, góð og sallaróleg þegar inn fyrir peysuna var komið.
Grása Henni var bjargað úr eldsvoða í Mosfellsbæ fyrir ári. Hún er 4-5 ára
og besta skinn. Kettlingar eru þó ekki hennar uppáhaldsfélagsskapur.
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 207. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Valsmenn voru örskammt frá því að
sigra búlgörsku meistarana Ludo-
gorets í fyrri leik liðanna í undan-
keppni Evópudeildarinnar í fótbolta
á Hlíðarenda í gærkvöld. Þeir kom-
ust yfir snemma leiks en Búlg-
ararnir náðu að jafna metin í upp-
bótartíma leiksins. Stjarnan tapaði
4:0 fyrir Espanyol í fyrri leik lið-
anna í Barcelona. »24-25
Valsmenn örskammt
frá sigri á Ludogorets
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM