Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019 spegla hagsveifluna sem hófst með vexti ferðaþjónustunnar í kjölfar eld- gossins í Eyjafjallajökli 2010. Við það bætast aðfluttir frá aldamótum. Á grafinu má sjá að samanlagt hafa um 15.200 fleiri erlendir ríkisborgar flutt til höfuðborgarsvæðisins en frá því á tímabilinu. Suðurnes eru í öðru sæti en þar eru aðfluttir erlendir ríkis- borgarar umfram brottflutta tæplega 3.900 talsins. Suðurland er í þriðja sæti en þangað fluttu um 2.300 fleiri erlendir ríkisborgarar en fluttu þaðan. Aðflutningurinn til höfuðborgar- svæðisins þessi ár nálgast íbúafjölda Akureyrar (18.606 íbúar) og aðflutn- ingurinn til Suðurnesja er á við íbúa- fjölda Grindavíkur (3.423 íbúar). Það er hlutfallslega meiri aðflutningur miðað við íbúafjölda en aðflutningurinn til höfuðborgarsvæðisins þessi ár. Á Suðurlandi fer fjöldi aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta á tímabilinu nærri íbúafjölda Hvera- gerðis (2.626 íbúar). Straumhvörf á þessari öld Með því að EES-samningurinn öðl- aðist gildi á Íslandi 1994 varð landið hluti af stærri vinnumarkaði. Um aldamótin fluttu hingað þúsund- ir erlendra ríkisborgara þegar upp- sveifla var í tölvugeiranum. Aðflutning- urinn varð enn meiri þensluárin fyrir bankahrunið og síðan komu tvö ár, 2009 og 2010, þar sem brottfluttir er- lendir ríkisborgarar voru umtalsvert fleiri en aðfluttir. Frá árinu 2012 hafa aðfluttir hins vegar verið fleiri en brottfluttir meðal erlendra ríkisborgara og urðu árin 2017 og 2018 metár í því efni. Alls hafa 28 þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því frá árinu 2012 og tæplega 47 þús- und frá aldamótum. Þessi aðflutningur á mikinn þátt í því að íbúum landsins hefur fjölgað um 80 þúsund á öldinni, eða úr 279.049 árið 2000 í 360.390 í lok annars ársfjórðungs í ár. Á sama tímabili hefur það aðeins gerst þrisvar að aðfluttir íslenskir ríkisborgarar hafi verið fleiri en brott- fluttir. Þetta gerðist árin 2000, 2005 og 2017 en uppsveifla var á þessum árum. Fram kom í Morgunblaðinu í fyrra- haust að ef ný miðspá Hagstofunnar gengi eftir yrðu íbúar landsins orðnir 364 þúsund árið 2020, eða um 31 þús- und fleiri en árið 2016. Með því að íbúafjöldinn er nú rúm- lega 360 þúsund – fyrst og fremst vegna áframhaldandi aðflutnings – virðist líklegt að spáin rætist hér um bil. Helsti óvissuþátturinn er ferðaþjón- ustan en komi til frekari uppsagna og niðurskurðar í greininni mun það draga frekar úr þörfinni fyrir aðflutt vinnuafl. Hægir á fjölgun erlendra ríkisborgara  Ríflega eitt þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins en frá því á 2. ársfjórðungi í ár  Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara á öldinni heldur hins vegar áfram að vera neikvæður Búferlafl utningar frá Íslandi 2000 til 2019* Aðfl uttir umfram brottfl utta Íslenskir Erlendir 2000 62 1.652 2001 -472 1.440 2002 -1.020 745 2003 -613 480 2004 -438 968 2005 118 3.742 2006 -280 5.535 2007 -167 5.299 2008 -477 1.621 2009 -2.466 -2.369 2010 -1.703 -431 2011 -1.311 -93 2012 -936 617 2013 -36 1.634 2014 -760 1.873 2015 -1.265 2.716 2016 -146 4.215 2017 352 7.888 2018 -65 6.621 2019* -40 2.410 +6 +5 +4 +3 +2 +1 0 -1 -2 -3 -4 .000 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19* Samtals Íslenskir Erlendir 2000-2019* -11.663 46.563 2005-2008 -806 16.197 2009-2011 -5.480 -2.893 2012-2019* -2.896 27.974 2015-2019* -1.164 23.850 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar 8.240 *Til og með 31. júní 2019 (fyrstu 6 mánuðir ársins) Fyrstu 6 mán. 2019 Heimild: Hagstofa Íslands Búferlafl utningar eftir landsvæðum 2012-2018 Aðfl uttir umfram brottfl utta Íslenskir ríkisborgarar 2012-2018 samtals: -2.856 Erlendir ríkisborgarar 2012-2018 samtals: 25.564 *Aðfl uttir umfram brottfl utta. **Brottfl uttir umfram aðfl utta. Heimild: Hagstofan. Aðfl uttir* Brottfl uttir** Aðfl uttir* Brottfl uttir** Suðurnes Norðurland eystra Suðurland -169 -106 Austurland3.863 15% Vesturland -108 1.051 Vestfi rðir -91 576 Norðurland vestra -100 224 -278 1.443 6% 2.282 9% 922 -354 Höfuðborgarsvæði -1.650 15.203 60% af heildarfjölda aðfl uttra erlendra ríkisborgara Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta Á 1. og 2. ársfjórðungi 2016-19 1.330 2.440 3.470 2.410 4.300 1.110 3.130 1.170 1.750 1.720 1.020 1.390 1. ársf. 2. ársfj. 2016 2017 2018 2019 H ei m ild : H ag st of an BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 2.070 erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins á 2. ársfjórðungi en um 1.050 fluttu frá landinu. Aðfluttir er- lendir ríkisborgarar umfram brott- flutta voru því um þúsund á 2. fjórð- ungi í ár. Það er lægri en tala en á 2. fjórðungi árin 2016, 2017 og 2018 og bendir til að hægt hafi á aðflutningi er- lendra ríkisborgara. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýjum tölum Hagstofunnar um bú- ferlaflutninga á öðrum fjórðungi. Hér á síðunni má sjá þrjú gröf sem setja nýju tölurnar í samhengi. Á einu þeirra má sjá búferlaflutn- inga á 1. og 2. ársfjórðungi áranna 2016 til 2019. Meðal þess sem þar kem- ur fram er að á öðrum ársfjórðungi 2017 fluttust um 3.130 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en fluttu þá frá landinu. Sú tala lækkaði í 1.750 á 2. fjórðungi 2018 og í um þúsund á 2. fjórðungi í ár, sem áður segir. Fylgir ferðaþjónustunni Árið 2017 var gífurlegur vöxtur í ís- lenskri ferðaþjónustu. Sumarið 2018 varð tvísýnt um framtíð flugfélagsins WOW air sem síðan fór í gjaldþrot 28. mars sl. Fyrir vikið er nú útlit fyrir að erlendir ferðamenn verði um 2 millj- ónir í ár, eða um hálfri milljón færri en áætlað var út frá spám um vöxt. Við fyrstu sýn virðist hægari að- flutningur erlendra ríkisborgara því vera í takt við hægari vöxt ferðaþjón- ustu. Sú grein hefur ásamt byggingar- iðnaði leitt sköpun starfa fyrir erlent vinnuafl á síðustu árum. Þrátt fyrir að hægt hafi á aðflutn- ingnum hafa um 2.400 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því á fyrri hluta ársins. Það er nánast sami fjöldi og árið 2016 og með sama áframhaldi verður aðflutningur er- lendra ríkisborgara á þessu ári einn sá mesti í sögu landsins. Á öðru grafinu má sjá búferlaflutn- inga eftir landssvæðum árin 2012- 2018. Þau ár eru valin til að endur- Náttúruverndarsamtökin ÓFEIG hafa sent Náttúrufræðistofnun Ís- lands bréf um órannsakaða stein- gervinga á framkvæmdasvæði Hval- árvirkjunar. Um er að ræða nokkrar trjáholur í jarðlagi sem ÓFEIG telja brýnt að rannsaka nánar. „Samkvæmt 2. mgr. 60. gr. nátt- úruverndarlaga er óheimilt að nema brott eða losa steingervinga af fund- arstað [...] nema í þágu rannsókna,“ segir í bréfinu. Þar er bent á að nám steingervinga sé óafturkræft. „ÓFEIG náttúruvernd fer því fram á það við Náttúrufræðistofnun Íslands að rannsóknir á þessum merku jarðminjum verði hafnar þegar í stað,“ segir jafnframt í bréf- inu. Segja steingervinga á framkvæmdasvæði „Nánast allir jöklar sem mældir eru á Íslandi eru að hörfa en þetta er svar þeirra við hlýnandi lofts- lagi,“ segir Hrafnhildur Hann- esdóttir, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Ís- lands. „Á undanförnum árum hefur Svínafellsjökull mest verið að þynnast og ekki mikið hopað ólíkt til dæmis Skaftafellsjökli sem er að hopa mjög hratt.“ Staða sporðs Svínafellsjökuls breyttist nánast ekki neitt á ár- unum 1950-1990 en sporðurinn hefur hörfað um 200 metra frá aldamótum. Hörfun jöklanna er áhyggjuefni að mati Hrafnhildar. „Í Svínafellsheiðinni ofan Svína- fellsjökuls er löng sprunga í berg- inu og hefur skipulögðum ferðum á jökulinn verið hætt á meðan óvissuástand ríkir um yfirvofandi berghlaup. Bráðnun jökla er eitt sýnilegasta dæmi á Íslandi um áhrif hlýnandi loftslags, sem er stórt vandamál sem þjóðir heims þurfa að vinna á.“ Sporður Svínafellsjökuls hefur verið mældur af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands frá árinu 1932. „Bráðnun jökla lýsir sér einnig í þynningu þeirra. Frá því að Svína- fellsjökull náði fram á stærstu jökulgarðana í kringum aldamótin 1900 hefur jökullinn þynnst um 150 metra fremst á sporðinum.“ ragnhildur@mbl.is Sýnilegasta dæmi hlýnunar jarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.