Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is Tæki sem lesa sjálf ástand rafgeyma og tryggja að ekki er hægt að tengja rangt. Neistafrí og hættulaus. STARTTÆKI FYRIR ÖLL ÖKUTÆKI ER RAFGEYMIRINN DAUÐUR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tveimur Edduhótelum sem bæði eiga sér langa sögu verður lokað eftir líðandi sumarvertíð. Þetta eru sumarhótelin á Laugum í Sælings- dal í Dalasýslu og í húsi áður Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni (ÍKÍ). Nýjar kröfur og breyttar aðstæður á markaði ráða þessari ákvörðun, segir Tryggvi Guðmundsson, for- stöðumaður hjá Icelandairhotels. Hótelið á Laugum er 44 her- bergi og er starfrækt í gömlum heimavistarskóla þar. Herbergin eru nokkur í nýlega uppgerðri álmu og með þægindum nútímans. Önnur eru í gamalli heimavista- rálmu og eru án snyrtingar og baðs og svara því ekki kröfum dagsins í dag. „Húsið þarf viðhald og undanfarin sumur hefur að- sóknin að Laugum ekki verið við- unandi. Þá er Dalabyggð, sem er eigandi bygginganna á Laugum, með þær í sölu, sem setur Ice- landair hotels sem leigjanda í óvissu,“ segir Tryggvi. Á Laugarvatni hafa lengi verið starfrækt tvö Edduhótel; 101 her- bergi í heimavist menntaskólans og 28 í ÍKÍ. „Aðsóknin á ÍKÍ hefur dregist saman með aukinni sam- keppni og meiri kröfum við- skiptavina. Að reka tvö hótel nán- ast hlið við hlið er sömuleiðis óhagkvæmt og því varð þetta nið- urstaðan,“ segir Tryggvi. Til skoð- unar er enn fremur að hætta starf- semi Edduhótelsins á Skógum undir Eyjafjöllum. Ræður þar að byggingarnar á staðnum þarfnast viðhalds og í takt við nýjar kröfur þarf að fara í ýmsar breytingar, sem þó eru engin áform um af hálfu ríkisins, sem á húsin. Löng saga hótelanna Edduhótelin eiga sér sögu sem spannar áratugi. Þau hafa verið starfrækt í heimavistarskólum og voru á annan tuginn þegar best lét. Næsta sumar verða þau aðeins fimm; á Akureyri, Stórutjörnum í Ljósavatnsskaði, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og á Laug- arvatni. Starfsemi sumra Eddu- hótelanna hefur verið hætt en önn- ur eru starfrækt árið um kring, til dæmis undir merkjum Icelandair hotels; svo sem á Flúðum og Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri. Edduhótelum verður fækkað  Tvö tekin úr rekstri eftir sumarið  Lokað verður í Sælingsdal og að Laugarvatni  Breyttar kröfur og minnkandi nýting  Skógar eru í skoðun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dalir Skólahús og íþróttamannvirki að Laugum í Sælingsdal eru til sölu og Edduhótelið þar, sem á langa sögu, verður aðeins starfrækt út sumarið. „Við erum ekki í nokkrum vafa um það að þessi ákvörðun afurðastöðv- anna að flytja út 15-20% framleiðsl- unnar í desember hafi skapað skort á markaði. Enda heyri ég það að mjög algengt er að verð til versl- ana hafi hækkað um 20 til 30 pró- sent.“ Þetta segir Andrés Magnús- son, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslun- ar og þjónustu (SVÞ), í samtali við Morgunblaðið um tillögu ráðgjaf- arnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara um að gefinn verði út tímabundinn innflutningskvóti á lækkuðum tollum til að bregðast við skorti á innlendum lambahryggjum og hryggjarsneiðum. Eins og víða hefur komið fram lagði nefndin til að flytja mætti inn þessar vörur með magntolli frá 29. júlí til 30. ágúst. Er tillagan allt of seint fram komin að mati Andrésar. Segir hann að í desember hafi af- urðastöðvar, ekki sé vitað hvaða stöðvar, flutt út á bilinu 15-20% af framleiðslu síðasta árs af lamba- hryggjum. Kílóverðið í útflutningi hafi verið um 900 krónur. „Á sama tíma var algengt verð sem smásölu- verslunum bauðst þessi vara á 1.600- 1.800 krónur.“ Segir Andrés að síðastliðna þrjá mánuði hafi tvö stærstu matvöru- verslanafyrirtæki á Íslandi ekki fengið umrædda vöru. Aðildarfyrir- tæki hjá SVÞ hafi tvívegis sent ráð- gjafarnefndinni erindi vegna málsins og fengið höfnun. SVÞ hafi gert slíkt hið sama í maí og fengið höfnun en í lok júní hafi SVÞ sent erindi á ný og á grundvelli þess erindis hafi ráð- gjafarnefndin tekið ofannefnda ákvörðun. „Um leið og ráðgjafarnefndin tók þessa ákvörðun á þriðjudaginn opn- uðust allar gáttir hjá afurðastöðvun- um,“ heldur hann áfram og tekur fram að SS hafi hafnað viðskiptum við tvö stærstu matvöruverslana- fyrirtæki landsins. Sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS, í samtali við Morgunblaðið í gær að SS ætti „nóg af hryggjum fram til sláturtíðar fyrir allar SS-vörur og þá viðskiptavini sem hafa keypt hryggjarvörur af okkur“. „Allt í einu þegar ákvörðun ráð- gjafarnefndarinnar liggur fyrir eru þau tilbúin að eiga í viðskiptum,“ segir Andrés. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíus- son landbúnaðarráðherra vegna málsins. Andrés Magnússon Hafi vísvitandi skapað skort Umhverfis- stofnun opnaði í gær fyrir um- ferð gesta um Gróttu. Almennt er umferð óvið- komandi aðila bönnuð frá 1. maí til 15. júlí og var svæðið því opnað tveimur vik- um seinna en vant er. Er þetta í fyrsta skipti sem svæðið er lokað umfram venjulegan tíma. Umhverfisstofnun taldi mik- ilvægt að hafa svæðið lokað tveim- ur vikum lengur þar sem hætta var á verulegri röskun á fuglalífi ef svæðið hefði verið opnað á til- settum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá landverði fór varp mjög seint af stað í ár, líklega eftir að svæðinu var lokað almennilega, og kríuung- ar voru enn mjög litlir og við- kvæmir þegar hefðbundinn tími sem lokað er var að renna út. Umrætt svæði er skilgreint sem friðland samkvæmt auglýsingu nr. 13/1984. Ber gestum að fara um það með mikilli gát. ragnhildur@mbl.is Grótta opnuð tveim- ur vikum seinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.