Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell 40 ára Magnús erfæddur í Reykjavík og uppalinn í Svíþjóð, á Akureyri en lengst af í Kópavogi. Hann er með BS-gráðu í tölv- unarfræði frá Háskól- anum í Reykjavík frá 2002 og hefur starfað sem tölv- unarfræðingur síðan. Nú býr hann í Mosfellsbæ og hefur gert í tíu ár. Börn: Guðjón, f. 2008, og Dagur, f. 2011. Eiginkona: Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, gullsmiður úr Reykjavík, f. 1979. Foreldrar: Hjónin Unnur Valgerður Ing- ólfsdóttir, sem starfar hjá Mosfellsbæ, f. 1952, og Guðjón Magnússon, sem vann hjá Landgræðslunni en er nú eft- irlaunaþegi, f. 1952. Þau búa í Kópa- vogi. Magnús Guðjónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er nauðsynlegt að þú undir- búir mál þitt vel áður en þú reynir að vinna aðra á þitt band. Á hverju hefurðu áhuga? Sestu niður og reyndu að finna það út. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu það að reglu að ljúka þeim verkefnum sem þú hefur tekið að þér áður en þú bætir við. Hver er sinnar gæfu smið- ur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að dusta rykið af göml- um fjáröflunarhugmyndum. Vinir eru meira en tilbúnir til þess að hlusta á þig og það sem þú hefur fram að færa. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Samkeppni er af hinu góða, hvetur þig til að gera þitt besta. Þú kaupir lang- þráðan hlut í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gæti verið rétt í stöðunni að leyfa hlutunum að þróast af sjálfu sér. Ein- faldaðu líf þitt og þá færðu meiri tíma í áhugamálin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Loksins öðlast þú viðurkenningu fyrir framlag þitt og mátt gjarnan skemmta þér af því tilefni. Þú ert alveg að ná markmiði þínu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt verkefnin hlaðist upp máttu ekki vanrækja sjálfa/n þig. Leggðu af alla ósiði og taktu upp heilbrigt líferni. Mundu að allir hafa eitthvað til síns ágætis. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Veldu orð þín af kostgæfni. Ef þú slakar aðeins á eru miklu meiri líkur á að þú dettir niður á réttu lausnina. Ásta- málin blómstra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur unnið mikið og þarft því dálítla hvíld í dag. Áður en þú veist af verður þú á leið í draumaferðina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er alltaf skemmtileg tilfinn- ing að sjá draumana rætast. Þú hefur unn- ið heimavinnuna vel og lengi og átt þetta skilið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki neikvæðni annarra draga úr þér kjarkinn. Gakktu í lið með fólki sem þú treystir og lærðu af reynslu þess. 19. feb. - 20. mars Fiskar Besta leiðin til þess að lækna hjartasár er að eyða deginum í félagsskap einhvers sem er góður hlustandi. Þér eru allir vegir færir. einfalt líf. Þetta var fólk sem kunni að lifa af jörðinni. Ég man að það var ekki plast eða neitt rusl sem safnaðist á bænum. Það voru engar umbúðir,“ segir Unnur. Hún fór í stærð- fræðideild í MR og lenti þar í bekk með eiginmanni sínum. „Það að ég skyldi síðar gerast fiskifræðingur var dálítið tilviljanakennt, en ég ákvað að sækja um vist í Glasgow-háskóla og var þá helsta fyrirmynd mín Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar fyrrverandi,“ segir Unnur. Unnur lítur ánægð um öxl á afmæl- inu. „Lífið hefur á margan hátt verið gott og við höfum haft mikið barna- lán. En mikil var sorgin að missa son úr vöggudauða. Á stundum var erfitt að vera útivinnandi með mörg börn en þar naut ég dyggrar aðstoðar Ólínu (Ollu) ömmusystur barnanna og einnig tengdaforeldra minna sem bjuggu í sama húsi. Sjóferðirnar voru líka nokkrar, einkum hvað snertir út- var síðan send í sveit til afa síns og ömmu í Nýlendu við Hvalsnes allt frá fæðingu til 16 ára aldurs. „Sveita- störfin í Nýlendu voru margvísleg. Fyrir utan heyskap og garðrækt var mikið kríuvarp sem nýtt var sem bú- bót og lagði á vissan hátt grunn að áhuga mínum á dýrafræði. Bónda- bærinn var útvegsbýli og það var ein- staklega skemmtilegt að stunda skak og aðrar fiskveiðar,“ segir Unnur, sem þarna upplifði tímamótabreyt- ingu í skakinu, þegar nælonþráður var tekinn í notkun í stað trolltvinn- ans. „Ég man hvernig færið hætti að flækjast þegar þráðurinn var settur á rúllu,“ segir hún. Unnur fór á sjóinn í Nýlendu. „Í því var visst jafnrétti, því þarna þótti ekkert tiltökumál að konur væru sjó- menn. Ég var bara kaupamaðurinn, eða kaupakonan, og fór á sjóinn. Það var bara eitt af störfunum,“ segir Unnur. Dvöl á svona stað gerir hvern sem er að umhverfissinna. „Þetta var U nnur fæddist 30. júlí 1939 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 og stundaði síðan nám við Glasgow-háskóla árin 1959-1963 og lauk BSc.-prófi í fiskifræði 1963. Hún var fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun árin 1963-2010 að und- anskildum tæpum þremur árum sem hún var búsett í Danmörku vegna sér- náms eiginmannsins. Hún var með fyrstu konunum til að vinna á Haf- rannsóknastofnun. Fyrir voru tvær. „Við vorum fáar þegar ég byrjaði. Kannski áttu sjómennirnir erfitt með að ég væri að reyna að stjórna þeim, sérstaklega í Ísafjarðardjúpi. En ég var bara að passa að veitt væri sam- kvæmt því sem stofninn þyldi,“ segir Unnur. „Einu sinni sögðu þeir mér að ef ég kæmi vestur myndu þeir kjöl- draga mig en ég vissi nú að þeir myndu ekki gera það,“ segir hún og hlær. Unnur var formaður Nátt- úruverndarfélags Suðvesturlands 1976-1977. Hún var stundakennari í fiskistofnfræði við líffræðideild HÍ ár- in 1991-1993. Eftir hana liggja ýmsar greinar um rækjuna, stóra kampa- lampa, sem veiðist meðal annars við Ísland. Hún tók þátt í rannsóknum á rækju við Flæmingjagrunn og var í nokkur ár í forsvari fyrir rækjustofn- inn á Flæmingjagrunni á fundum Norður-Atlantshafsráðsins. Aðallega fékkst Unnur við rækjurannsóknir en í byrjun starfstímans voru henni feng- in fleiri verkefni svo sem kúfskelja- og humarrannsóknir en þær ráðstafanir voru tímabundnar og lengst af sá hún aðeins um rækjuna. „Það hefur ým- islegt breyst. Það voru til dæmis eng- ar tölvur þegar ég byrjaði, bara ein- faldar reiknivélar. Stærstu breytingarnar á stofnunum eru að mjög lítið er nú af rækju, miðað við það sem var á síðustu öld,“ segir Unn- ur. Þar komi til stærri þorskstofn fyr- ir norðan land og loftslagsbreytingar. Unnur ólst upp í Reykjavík þar sem var nálægð við sjóinn og höfnina. „Margar ferðir voru farnar í Örfirisey og út í Hólma, sem liggur fyrir vestan grandann í Örfirisey,“ segir hún. Hún hafsrækju. Eiginmaðurinn þurfti þá stundum að sjá um heimilishaldið, ásamt fyrrgreindum hjálparhellum,“ segir Unnur. Helstu áhugamál Unnar hafa verið handavinna hvers konar. Hún hóf hjólreiðar til vinnu 1975 en þá var nær ekkert kvenfólk á hjóli á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar dveljast mikið í sumarbústað sínum við Hafravatn. Fjölskylda Eiginmaður Unnar er Kristján Sig- urjónsson röntgenlæknir, f. 3. mars 1939. Foreldrar hans voru Sigurjón Guðjónsson, f. 6. júní 1904, d. 29. sept- ember 1986, bílstjóri í Reykjavík, og Jóhanna Katrín kristjánsdóttir, f. 5. janúar 1906, d. 14. febrúar 1991, húsfrú í Reykjavík. Börn Unnar og Kristjáns eru 1) Steinunn, f. 23. maí 1964, arkitekt í Reykjavík, gift Helga Erlendssyni sjúkraþjálfara, og eiga þau tvö börn, Unni og Kristján. 2) Jóhanna Katrín, f. 18. desember 1966, sjúkraþjálfari á Akureyri, gift Pétri Halldórssyni, kynningarstjóra Skógræktarinnar, og eiga þau þrjú börn, Birnu, Ragnheiði og Sigurjón. 3) Margrét Kristjáns- dóttir, f. 8. mars 1970, sálfræðingur í Óðinsvéum í Danmörku, gift Sigurði Eyjólfssyni sálfræðingi í Óðinsvéum í Danmörku, og eiga þau þrjú börn, Helen, Áróru og Óríon. 4) Sigurjón, f. 19. apríl 1972, d. 28. júní 1972. 5) Katrín, f. 21. ágúst 1973, kven- sjúkdómalæknir í Reykjavík, gift Andra Steinþóri Björnssyni, sálfræ- ðiprófessor í Reykjavík, og eiga þau tvö börn, Álfheiði og Arnór Björn. 6) Kristín Ólína Kristjánsdóttir, f. 24. febrúar 1980, röntgenlæknir í Stokk- hólmi í Svíþjóð. Sambýlismaður henn- ar er Sigurður Árni Svanbergsson, vefforitari í Stokkhólmi í Svíþjóð. Eiga þau eina dóttur, Margéti. Bróðir Unnar er Magnús Skúlason, arkítekt í Reykjavík, f. 15. október 1937. Foreldrar Unnar eru Skúli Krist- ján Halldórsson, f. 28. apríl 1914, d. 23. júlí 2004, tónskáld og skrif- stofustjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, og k.h., Steinunn Guðný Magnúsdóttir, f. 14. ágúst 1917, d. 13. október 1997, bókhaldari í Reykjavík. Unnur Skúladóttir, fyrrverandi fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun – 80 ára Afkomendur Fjölskyldan á gullbrúðkaupsdegi hjónanna. Talið frá vinstri Steinunn, Katrín, Kristján, Unnur, Jóhanna Katrín, Kristín Ólína og Margrét. Varð umhverfissinni í sveitinni Fiskifræðingar Skólafélagar sem hófu nám í Glasgow-há- skóla árið 1959. Frá vinstri dr. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur og Unnur, sem bæði voru starfandi hjá Hafrannsóknastofnun, James Forbes kennari í Glas- gow og dr. Ralph Halliday, fiskifræðingur hjá Bedford Institute í Halifax í Kanada. 30 ára Hólmfríður er fædd og uppalin í Grafarvogi og býr nú í Kópavogi. Hún er með BA-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands frá 2013 og MS í talmeinafræði frá sama skóla 2018. Hún vinnur sem talmeinafræðingur á þjónustu- miðstöðinni í Laugardal og Háaleiti. Hún vann á sínum tíma hjá Morg- unblaðinu. Dóttir: Sóley Inga, f. 2015. Eiginmaður: Hrannar Már Gunn- arsson lögfræðingur, f. 1988. Foreldrar: Hjónin Ingveldur Valsdóttir aðalgjaldkeri hjá Orkuveitu Reykjavík- ur, f. 1960, og Hreggviður Daníelsson rafvirki, f. 1958. Þau eru bæði Reyk- víkingar. Hólmfríður Hreggviðsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.