Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019 FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýju heimas íðuna islands hus.is ERTU AÐ FARA Í HESTAFERÐ ? Þú færð hestavörurnar hjá okkur ! Sendum um allt land www.fodur.is Sýningin 1238 : Baráttan um Ísland sem segir sögu Sturlungaaldarinnar hefur nú verið opin á Sauðárkróki í rúman mánuð, en Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði hana 14. júní sl. Að sögn Áskels Heiðars Ásgeirs- sonar, framkvæmdastjóra sýning- arinnar, fer starfsemin mjög vel af stað og aðsóknin verið umfram væntingar. „Aðsókn hefur verið mjög góð, áhugi fólks á sögunni er mikill og margir eru forvitnir að prófa sýnd- arveruleikatæknina. Viðbrögð gesta eru mjög jákvæð og það er mjög skemmtilegt að heyra fólk lýsa þeirri upplifun að hverfa aftur til ársins 1238 og berjast við hlið Sturlu Sighvatssonar á Örlygsstöðum,“ segir Áskell Heiðar í samtali við Morgunblaðið. Sýningin fjallar um þau miklu átök sem voru hér á landi á 13. öld og kennd eru við Sturlunga. Auk hefðbundinna leiða til miðlunar nýtir sýningin nýjustu tækni til að miðla sögunni til gesta sinna. Fyrirtækið RVX Studios hafði yf- irumsjón við þróun þessara lausna og er sýningin m.a. fyrst allra í Evr- ópu til að nýta sér svonefndan 360° Ultra HD-skjá til miðlunar, en hann var fluttur sérstaklega hingað til lands fyrir sýninguna. Heildarkostnaður við endurbætur á húsnæðinu við Aðalgötu og upp- setningu sýningarinnar er áætlaður um 700 milljónir króna. Einnig var opnað veitingahús, Grána Bistro, sem byggir á mat úr héraði og við hlið sýningarinnar er minja- gripaverslun og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Ljósmynd/Hallmar Fr. Sturlungaöld Áskell Heiðar Ásgeirsson stýrir sýndarveruleikasafninu á Sauðárkróki, þar sem gestir geta skyggnst aftur til ársins 1238. Sýningin 1238 hef- ur farið vel af stað  Sýndarveruleiki um Sturlungaöld Heimssýning frímerkja, World Stamp Exhibition, var haldin í Kína á dögunum. Þrír Íslendingar tóku þátt í sýningunni að þessu sinni og fengu þeir allir verðlaun fyrir söfn sín. Sigtryggur Rósmar Eyþórsson fékk gullverðlaun og sérverðlaun til viðbótar en hann sýndi safn ís- lenskra bréfspjalda frá 1879 til 1920. Hjalti Jóhannesson sýndi ís- lenska upprunastimpla og fékk fyr- ir það stórt silfur, eins og það var kallað á sýningunni, og loks fékk Vilhjálmur Sigurðsson brons- verðlaun en hann sýndi bók í tveim- ur bindum, Frímerki íslenska lýð- veldisins I frá 1944 til 1999 og Frímerki íslenska lýðveldisins II frá 2000 til 2014. Sýningin var haldin í borginni Wuhan, sem er höfuðborg Hubei- héraðs Mið-Kína, á milli Yangtze- og Han-ánna, og er viðskiptamið- stöð með um 11 milljónir íbúa. Sýn- ingin var haldin sem liður í að minnast 70 ára afmælis Alþýðu- lýðveldisins Kína. Annar tilgangur hennar var að stuðla að vinsam- legum samskiptum og nánu sam- starfi stofnunarinnar og frímerkja- safnara um allan heim. Sýningin var skipulögð af Ríkis- póststofu Alþýðulýðveldisins Kína og flutningadeild Hubei-héraðs sá um framkvæmd hennar. Þetta var þriðja heimssýning frímerkjasafn- ara sem haldin er í Kína. Hinar tvær voru haldnar 1999 í tilefni af 50 ára afmæli Kínverska alþýðu- veldisins og árið 2009 á 60 ára af- mæli þess. Íslendingar tóku þátt í báðum þeim sýningum með góðum árangri. Á næsta ári verður heimssýning frímerkjasafnara haldin í London. Frímerkjasafnari Sigtryggur Rósmar Eyþórsson fékk gullverðlaun í Kína. Verðlaunaðir á frímerkjasýningu  Þrír Íslendingar sýndu í Kína Héraðssaksóknari hefur ákært systurnar Berglindi Björk og Ragn- heiði Jónu Jónsdætur fyrir meiri- háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2007 og 2008. Berglind er ákærð fyrir að hafa ekki gefið upp fjármagnstekjur upp á rúmar 404 milljónir króna og því ekki staðið skil á 40,4 milljónum króna í fjármagnstekjuskatt. Ragnheiður er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram fjármagns- tekjur upp á rúmar 148 milljónir króna, meðal annars vegna gengis- hagnaðar, og þar með ekki staðið skil á 14,8 milljónum í fjármagns- tekjuskatt. Krefst héraðssaksóknari þess að systurnar verði dæmdar til refs- ingar og greiðslu alls sakarkostn- aðar. Héraðssaksóknari hafði áður gefið út ákæru á hendur bróður þeirra Berglindar og Ragnheiðar, Haraldi Reyni Jónssyni, fyrir að hafa ekki gefið upp fjármagns- tekjur upp á rúmar 245 milljónir króna. Systkinin eru öll kennd við út- gerðarfélagið Sjólaskip. Árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði sent viðskipti systkinanna, Berglindar, Ragnheiðar, Haralds og Guð- mundar Steinars, í skattaskjólinu Tortóla til rannsóknar héraðs- saksóknara. Í fréttinni kom m.a. fram að aflandsfélög í Tortóla hefðu greitt kreditkortareikninga fyrir ein- staklinga í útgerðarfjölskyldunni. Kortin voru gefin út í erlendum bönkum og tengd við bankareikn- inga aflandsfélaga eða systkinanna sjálfra. Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri sagði aðferðina alþekkta þegar kæmi að því að taka peninga út úr aflandsfélögum. Sjólaskipasysturnar ákærðar fyrir 245 milljóna króna skattsvik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.