Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fjárfestir í heilsulind á Kársnesi
VIAD kaupir meirihluta í Geothermal Lagoons ehf. Stefnt að opnun heilsulindar með sjávarútsýni
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Alþjóðlega upplifunarfyrirtækið VI-
AD hyggst leggja 11 milljónir
Bandaríkjadala (um 1,35 milljarða
króna) í nýjan baðstað og heilsulind
á höfuðborgarsvæðinu þar sem jarð-
hiti verður nýttur. Þetta kemur fram
á heimasíðu VIAD sem skráð er í
kauphöllina í New York. Þar er vitn-
að í Steve Moster, forstjóra VIAD,
sem segir að staðurinn verði við sjáv-
arsíðuna og nálægt miðborg Reykja-
víkur. Dótturfyrirtæki VIAD,
Pursuit, mun vinna að þessu verk-
efni í samvinnu við Geothermal
Lagoon ehf. Stefnt er að opnun stað-
arins árið 2021.
Rekur marga ferðamannastaði
Fréttavefurinn Think Geoenergy
greindi frá því í gær að með fjárfest-
ingunni eignist VIAD meirihluta,
51%, í íslenska fyrirtækinu sem mun
þróa og eiga baðstaðinn og heilsu-
lindina. Pursuit mun annast það sem
að gestunum snýr og nýta til þess
reynslu sína af rekstri víða um heim.
VIAD rekur marga ferðamanna-
staði í þjóðgörðum Kanada, í Banda-
ríkjunum auk þess sem það vinnur
m.a. að opnun Flyover Iceland í
Reykjavík. Flyover Iceland verður í
sérhönnuðu 2.000 m2 húsi á Fiskislóð
í Reykjavík og þar boðið upp á sýnd-
arflugferð í náttúru Íslands. Frétta-
vefurinn segir að frá heilsulindinni
verði fagurt útsýni yfir sjóinn og til
forsetasetursins á Bessastöðum.
Heilsuparadís fyrir borgarbúa
Eyþór Guðjónsson er stjórnarfor-
maður Geothermal Lagoon, sam-
kvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskatt-
stjóra. Ekki náðist í hann í gær.
Hann greindi Markaði Fréttablaðs-
ins í nóvember 2017 frá áformum um
að reisa heilsuparadís fyrir alla
borgarbúa á Kársnesi í Kópavogi. Þá
var rætt um baðstað, veitingarekst-
ur, líkamsræktarstöð og aðra útivist-
artengda afþreyingu á 34.000 m2 lóð
vestast á Kársnesi.
Nature Resort, einkahlutafélag
Eyþórs og Jakobs Sigurðssonar for-
stjóra, keypti lóðirnar Vesturvör 42-
48 af Kópavogsbæ í ársbyrjun 2017.
Deiliskipulagi á svæðinu var breytt
vegna áformanna.
Eldri Herjólfur mun sigla aukaferð
kl. 13.00 á föstudag frá Landeyja-
höfn og aðra ferð kl. 11.30 á mánu-
dag frá Vestmannaeyjum. Farþega-
miðar verða seldir á dalurinn.is og
farartækjamiðar á herjolfur.is.
Þungi flutninganna um þjóðhátíð-
arhelgina mun hvíla á nýja Herjólfi.
„Það er aðeins verið að létta á
þrýstingnum. Þetta er á þeim tíma
sem flestir eru að fara yfir,“ sagði
Guðbjartur Ellert Jónsson, fram-
kvæmdstjóri Herjólfs ohf. Hann
sagði að mögulega verði bætt við
fleiri aukaferðum. Aukaferðunum er
stillt á vaktaskipti og þurfa áhafn-
irnar að lengja aðeins vaktir til að
þetta gangi upp.
Þegar er orðið uppselt í nokkrar
ferðir fyrir farþega á föstudag og á
mánudag. Ekki er orðið uppselt fyr-
ir bíla. Flestir sem koma með bíla á
þjóðhátíð eru með ferðavagna. Eldri
ferjan tekur 517 farþega og sú nýja
540. gudni@mbl.is
Báðir Herjólfarnir sigla
Aukaferðir með gömlu ferjunni á föstudag og mánudag
Orðið var uppselt fyrir farþega í nokkrar ferðir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vestmannaeyjar Báðar ferjurnar, sú gamla og sú nýja, sigla um helgina.
„Þetta var hlýjasti dagur sumarsins,“ sagði Haraldur Eiríks-
son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, síðdegis í gær.
Heitast var á Hjarðarlandi í Biskupstungum 26,9°C og 26,7°C
við Gullfoss. Á Þingvöllum mældist 25,6°C hiti. Á hálendinu
var mjög hlýtt og tæplega 25 stiga hiti í Þúfuveri, á Hvera-
völlum og í Veiðivatnahrauni. Haraldur sagði að mjög hlýtt
hafi verið á öllu landinu í gær nema á Austurlandi þar sem
var svalt í austanáttinni. Mjög hlýtt verður á landinu næstu
daga, en ekki jafn hlýtt og í gær. Í dag á hitinn að fara í 23-24
stig vestan til á landinu frá uppsveitum á Suðurlandi og norð-
ur í land. Búast má við svipuðu veðri á morgun. Spáð var
skúrum í nótt sem leið og þeirra gæti gætt um sunnanvert
landið í dag en líklega verður þurrt fyrir norðan. Í gær var út-
lit fyrir að á morgun verði bjart víða á landinu en ef til vill ein-
hver væta syðst. Horfur eru á ágætis veðri á fimmtudag.
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Það var við hæfi að taka sjálfu í 26°C hita við Gullfoss í gær
Hlýjasti
dagur
sumarsins