Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Áður óþekkt teikning eftir austur-
ríska listamanninn Egon Schiele,
sem fannst í verslun með notuðum
vörum, er nú á uppboði hjá Galerie
St. Etienne. Samkvæmt The Art
Newspaper er teikningin metin á 12-
25 milljónir ísl. kr. Maðurinn sem
fann og keypti teikninguna fyrir lít-
inn pening í verslun sem Habitat for
Humanity rekur í Queens í New
York hafði samband við Jane Kallir,
yfirmann Galerie St. Etienne, í júní
2018 og óskaði eftir að hún mæti
hvort um ekta verk eftir Schiele
væri að ræða. Ljósmynd sem fylgdi
af verkinu var of óskýr svo Kallir
bað manninn, sem óskar nafn-
leyndar, að senda betri mynd sem
hann gerði, en þó ekki fyrr en tæpu
ári seinna. Þegar Kallir sá nýju ljós-
myndina í maí sl. taldi hún góðar lík-
ur á því að um verk eftir Schiele
væri að ræða og bauð eigandanum
að funda með sér. Niðurstaða Kallir,
sem rannsakað hefur verk Schieles í
yfir 30 ár og skorið úr um hvort verk
séu í reynd listamannsins, er að ný-
fundna teikningin sé eftir Schiele.
„Stúlkan á myndinni sat reglulega
fyrir hjá Schiele árið 1918, bæði ein
og stundum með móður sinni,“ segir
Kallir og bendir á að teikningin sé
unnin á svipuðum tíma og 22 aðrar
þekktar teikningar sem Schiele
gerði af sömu stúlku. Segir hún ljóst
að tvær þeirra séu augljóslega teikn-
aðar sama daginn og nýfundna
teikningin. Í frétt The Art Newspa-
per kemur fram að umræddar teikn-
ingar hafi verið undirbúningsteikn-
ingar Schieles áður en hann skapaði
síðasta steinþrykk sitt sem nefnist
„Stúlka“ árið 1918, en seinna sama
ár lést Schiele úr spænsku veikinni í
Vín aðeins 28 ára að aldri. Nokkrar
teikninganna eru í eigu MoMA í New
York og Leopoldssafnsins í Vín.
Nýfundna teikningin er ásamt
fleirum verkum eftir Schiele til sýnis
á uppboðssýningu í Galerie St. Eti-
enne sem lýkur 11. október. Þegar
og ef teikningin verður seld segist
eigandinn ætla að gefa hluta af sölu-
andvirðinu til Habitat for Humanity,
sem eru sjálfseignarstofnun sem
byggir og gerir við heimili fyrir fólk
í neyð. „Við erum himinlifandi,“ seg-
ir Karen Haycock, framkvæmda-
stjóri Habitat for Humanity í New
York, og tekur fram að hún geti ekki
varist þeirri hugsun að hefði ekki
verið fyrir verslun samtakanna hefði
„listaverkið mögulega endað í land-
fyllingu og þar með glatast að ei-
lífu“.
Óþekkt Áður óþekkt teikning eftir Egon
Schiele af nakinni útafliggjandi stúlku.
Áður óþekkt teikning eftir Schiele
Ljósmynd/Galerie St. Etienne
Bandaríska leikkonan Russi Taylor er látin 75 ára að
aldri. Taylor er frægust fyrir að hafa talað fyrir Mínu
mús í yfir 30 ár, en hún léði fjölmörgum persónum
rödd sína á löngum ferli, m.a. í sjónvarpsteikni-
myndaseríunum Gló magnaða og Simpsons-
fjölskyldan. „Mig hefur aldrei dreymt um frægð. Per-
sónurnar sem ég leik eru frægar og það nægir mér,“
sagði Taylor.
Hún var árið 1986 valin úr hópi yfir 200 umsækj-
enda um hlutverk Mínu. Sem ung stúlka heimsótti hún
Disneyland og hitti þar Walt Disney, sem léði Mínu og
Mikka rödd sína á upphafsárum persónanna. „Í spjalli
okkar spurði hann mig hvað mig langaði að verða
þegar ég yrði stór og ég svaraði: „Mig langar að vinna
hjá þér“ og hann svaraði: „Allt í lagi.“ Og nú hefur
það ræst!“ sagði Taylor eitt sinn í viðtali.
Eiginmaður hennar, Wayne Allwine, talaði fyrir Mikka mús þar til hann
lést 2009. Þegar Taylor var útnefnd ein af goðsögnum Disney árið 2008 sagð-
ist hún binda vonir við að leikurunum sem tækju við hlutverkum þeirra hjóna
myndi „þykja jafnvænt um persónurnar og okkur hefur þótt“.
Kát Russi Taylor og
Mína mús árið 2018.
Léði Mínu mús rödd sína í rúm 30 ár
AFP
Systkinin Lilja María og Mikael
Máni Ásmundsbörn, sem skipa dúó-
ið Innri felustað, halda tónleika í
Alþýðuhúsinu á Siglufirði í kvöld
kl. 21, en húsið verður opnað kl.
20.45. Tekið er við frjálsum fram-
lögum við innganginn. Í tónsmíðum
sínum blanda systkinin saman bak-
grunni sínum í djasstónlist og sí-
gildri samtímatónlist.
„Tónlistin mætti því teljast til-
raunakennd, eins konar leit að nýj-
um blæ sem þau vinna út frá mis-
munandi tónlistarstefnum,“ segir í
tilkynningu. Þar kemur fram að
verkefnið hafi kviknað út frá sam-
starfsverkefni sem þau unnu sum-
arið 2018 í tengslum við meist-
araverkefni Lilju Maríu þar sem
þau rannsökuðu náið samstarf milli
tónskálds og flytjanda.
Innri felustaður í Alþýðuhúsinu í kvöld
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Systkini Lilja María og Mikael Máni.
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur
eftir Hlyn Pálmason var um helgina
valin besta mynd kvikmyndahátíð-
arinnar í Motovun í Króatíu. Ingvar
E. Sigurðsson, aðalleikari mynd-
arinnar, tók við verðlaununum.
Í umsögn dómnefndar um mynd-
ina segir: „Við verðlaunum kvik-
mynd sem tekst á við tilfinninga-
lega og sálræna byrði ástvinamissis
á sérviskulegan hátt. Þessi ljúfsára
mannlýsing á önugum þunglyndum
lögreglumanni hafði djúpstæð áhrif
á okkur. Dómnefndin er einhuga í
niðurstöðu sinni.“
Samkvæmt upplýsingum frá
framleiðanda eru þetta þriðju verð-
launin sem myndin fær, en Ingvar
hlaut Louis Roederer Rising Star-
verðlaunin í Cannes og einnig leik-
araverðlaunin á Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Rúmeníu.
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur
verður frumsýnd hérlendis 6. sept-
ember.
Mynd Hlyns þótti best í Króatíu
Sigursæll Ingvar E. Sigurðsson, sem fer
með aðalhlutverkið, tók við verðlaununum.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Sýningin Jafnvel lognið er hvasst
verður opnuð í galleríinu Ramskram
á fimmtudag, 1. ágúst. Á sýningunni
má sjá lokaverkefni Huldu Sifjar Ás-
mundsdóttur frá ljósmyndadeild
Listaháskólans í Haag í Hollandi. „Í
náminu hafði ég verið að vinna mikið
með femínísk þemu, t.d. með móður-
hlutverkið,“ segir hún. Um svipað
leyti og Hulda Sif
átti að velja sér
lokaverkefni
sagði systir henn-
ar, sem er greind
með geðhvarfa-
sýki, henni að sig
dreymdi um að
verða móðir. „Í
hennar tilfelli er
það flóknara en
fyrir margar aðr-
ar konur,“ skýrir
Hulda Sif. Hún hafi þurft að taka þá
áhættu að vera án lyfja í gegnum allt
ferlið. Systir Huldu Sifjar féllst á að
hún gerði þetta óvenjulega ferli að
efnivið lokaverkefnisins. Hulda Sif
fylgdi systur sinni í gegnum ferlið
frá upphafi til enda og fangaði það í
ljósmyndum.
Sól en haglél augnabliki síðar
„Við litum á þetta sem samstarfs-
verkefni frá upphafi. Ég fylgdi henni
frá því að hún byrjar sinn undirbún-
ing og svo meðgönguna.“ Á þessu
tímabili var Hulda Sif búsett í Hol-
landi og segist hún hafa komið fjór-
um sinnum til Íslands til þess að
hitta systur sína. Þess á milli hafi
þær verið í stöðugu símasambandi.
„Í stað þess að mynda hana í ein-
hverju ákveðnu ástandi, góðu eða
slæmu, til þess að reyna að lýsa því
hvað hún gengur í gegnum þegar
hún er lyfjalaus valdi ég frekar að
myndgera það sem hún sagði mér
þegar við hittumst,“ segir Hulda Sif.
Hún hafi myndað systur sína í stúd-
íói sem og á öðrum stöðum, t.d. við
hugleiðslu í Vesturbæjarlauginni.
Hulda Sif lýsir ferlinu sem systir
hennar fór í gegnum á myndrænan
hátt í verkum sínum. „Ég fór þá leið
að nýta mér íslenskt veðurfar og
náttúru. Við þekkjum öll hvernig
það getur verið sól og augnabliki síð-
ar komið haglél.“ Hið óútreiknan-
lega veðurfar er lýsandi fyrir mann-
eskju með geðhvarfasýki. Titill
sýningarinnar Jafnvel lognið er
hvasst kallast því á við þema verk-
efnisins. Hulda Sif segir að það hafi
verið gott að vinna þetta persónu-
lega verkefni með systur sinni.
„Þetta var ákveðin þerapía fyrir
okkur báðar en auðvitað var þetta
krefjandi, sem er bara eðlilegt.
Þetta gekk ótrúlega vel.“
„Okkur finnst svo mikilvægt að
opna þessa umræðu um geð-
sjúkdóma og móðurhlutverkið og
það hvetur mann áfram,“ segir
Hulda Sif. Verkefnið fjalli að miklu
leyti um það hvað geðsjúkdómar séu
mikið tabú í samfélaginu, ekki síst
hvað viðkemur móðurhlutverkinu.
Sýningin Jafnvel lognið er hvasst
verður opin í Ramskram, Njálsgötu
49, til 1. september. Galleríið er opið
um helgar milli kl. 14 og 17.
Myndræn lýsing á
óvenjulegu ferli
Ljósmyndasýning Huldu Sifjar í Ramskram Myndgerir
meðgöngu systur sinnar Íslenskt veðurfar og náttúra
Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
Systur „Þetta var ákveðin þerapía fyrir okkur báðar en auðvitað var þetta
krefjandi, sem er bara eðlilegt,“ segir Hulda um samstarfið við systur sína.
Hulda Sif
Ásmundsdóttir