Morgunblaðið - 31.07.2019, Page 1

Morgunblaðið - 31.07.2019, Page 1
Pétur Hreinsson Baldur Arnarson Styrking krónu að undanförnu skapar svigrúm til að lækka vöruverð. Þetta er mat Eggerts Þórs Krist- óferssonar, forstjóra Festar, sem rekur m.a. N1 og Krónuna. „Við lækkuðum verð á bensíni um 3,5 krónur sl. sunnudag. Við kaupum matvöruna hins vegar inn í evrum og þar fylgjum við heimsmarkaðsverði dag frá degi. Þannig að vöruverð er því að lækka með styrkingu krónunn- ar,“ segir Eggert Þór. Því sé útlit fyrir að undirliðirnir bensín og matvara í verðbólgunni muni lækka milli verðbólgumælinga. „Það er ljóst að húsnæðisverð er ekki að hækka. Þannig að ég myndi halda að það væru talsverðar líkur á verðhjöðnun milli mánaða. Hækkanir frá birgjum eða flutningsaðilum geta þó líka haft áhrif.“ Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, segir aðspurður að styrking krónu „ætti að koma fljót- lega fram í bensínverði“. Hins vegar kunni núverandi birgðir að hafa verið keyptar inn á misjöfnum tíma og á misjöfnu verði. Það gæti haft áhrif á það hversu hratt styrking krónu hef- ur áhrif á útsöluverð. Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, segir fyrirtækið að endur- reikna verð til lækkunar. Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, segir styrkingu krónu það mikla að hún ætti að þrýsta niður verðbólgu og þar með skapa aukið svigrúm til vaxtalækkana. Þó séu ekki mikil viðskipti að baki styrk- ingu krónu á gjaldeyrismarkaði. Skýringin á fáum kaupendum krónu sé e.t.v. sumarfrí. Styrking krónu gæti þrýst niður verðbólgu  Brimborg lækkar verð á bílum  Olía gæti líka lækkað Styrking um 5% » Gengi krónu hefur styrkst um 5% gagnvart helstu við- skiptamyntum sl. tvær vikur. » Verðbólga án húsnæðisliðar mælist nú 2,8%, en verðbólgu- markmið SÍ er 2,5%. » Íbúðaverð er nú stöðugt. MViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Kristinn Nauðsynjar Matvara á Íslandi gæti lækkað í verði á næstunni. „Spettutíðin hér á Suðurlandi að undanförnu hefur verið alveg einstök, hlýindi og mátulega mikil rigning. Þegar þetta tvennt fer saman verður uppskeran góð og maður getur ekki annað en glaðst þegar svona gengur,“ segir Guðmundur Óli Ingimundarson, bóndi í Leyni við Laugarvatn. Þeir Ísak Örn sonur hans byrjuðu í gær að taka upp úr gulrótagörðum sínum og náðu um einu tonni úr mold yfir daginn. Afurðirnar eru þvegnar, settar í poka og eru væntanlegar í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Er það um það bil einum mánuði fyrr en síðasta sumar, en þá var eftir lang- varandi rigningartíð og kalsa ekki byrjað að taka upp úr görðunum í Laug- ardalnum fyrr en um höfuðdag, 29. ágúst. Alls er bóndinn í Leyni með 4,5 hektra undir í gulrótabúskap sínum auk þess að rækta kál í ýmsum teg- undum, sem fer í búðir á næstu dögum. sbs@mbl.is Gróandi á Suðurlandi og gulrætur teknar upp Morgunblaðið/Hari M I Ð V I K U D A G U R 3 1. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  178. tölublað  107. árgangur  KOMUM SJÁLFUM OKKUR Á ÓVART SKORAÐI SITT 200. MARK BÚA Í HAGINN FYRIR KOMU KÍNVERJA MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR ÍÞRÓTTIR VIÐSKIPTAMOGGINNASA TRÍÓIÐ Á MÚLANUM 28  Rúmri viku eftir að Már Guð- mundsson seðla- bankastjóri setti reglur, sem bönn- uðu tilteknum starfsmönnum bankans að taka þátt í fjárfesting- arleiðinni svoköll- uðu, nýtti Sigríður Benediktsdóttir, nýráðin framkvæmdastjóri fjár- málastöðugleikasviðs bankans, sér leiðina. »ViðskiptaMogginn Flutti inn gjaldeyri Sigríður Benediktsdóttir Margrét Ásgeirs- dóttir, athafna- kona og læknir, tók ODDSSON- hótel, nýjasta hótel Reykjavík- ur, í notkun í byrjun sumars. Hún var áður með ODDSSON- hostel í rekstri í JL-húsinu en það var lagt niður í fyrrahaust. Þess í stað er komið Circle hostel en Ás- geir Mogensen, sonur Margrétar og Skúla Mogensen, er framkvæmda- stjóri nýja hostelsins. Hafa mikinn áhuga á Íslandi Margrét segir fleiri staðsetningar í skoðun fyrir ODDSSON-gististaði, jafnvel utan höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir niðursveifluna sjái er- lendir fjárfestar mikil tækifæri í ís- lenskri ferðaþjónustu. Hún grínast með það í samtali við Viðskipta- Moggann að hafa rekið „Hótel Möggu mömmu“ í Kanada. Íhugar fleiri ODDSSON- gististaði Margrét Ásgeirsdóttir  Tugir tonna af erlendum lamba- hryggjum eru á leið til landsins og gætu mögu- lega komið í búð- ir í næstu viku, að sögn Andrés- ar Magnússonar, framkvæmda- stjóra Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Kjötið var pantað í kjölfar tillögu ráðgjafanefndar til ráðherra. »2 Hryggir á leiðinni Hryggur Vinsæll matur. Forsvarsmenn Air Atlanta og Blue- bird hafa að undanförnu kannað möguleikann á því að kaupa flug- rekstrareignir út úr þrotabúi WOW air. Þær fyrirætlanir runnu út í sandinn þegar tilkynnt var um kaup Michele Ballarin á eignunum en þegar ljóst var að þeim samningum hefði verið rift, komu forsvarsmenn flugfélaganna aftur að borðinu. Í hópi helstu forsvarsmanna Air Atl- anta og Bluebird eru reynslumiklir menn á sviði flugrekstrar sem marg- ir hverjir búa yfir áratugareynslu af rekstri farþegaflugs, einkum á vett- vangi Icelandair. Í nóvember í fyrra var Sigurður Magnús Sigurðsson, þáverandi framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviðs WOW air, ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Air Atlanta. Því er ljóst að mikil þekking á starfsemi WOW air er til staðar hjá mögulegum kaupendum. »ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Hari Samningar Skiptastjórar WOW vinna nú að því að koma eignum í verð. Reynslu- boltar skoða WOW air  Enn er ósamið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.