Morgunblaðið - 31.07.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Rösle þeytari
Verð 3.490 kr.
Baldvin Tryggvason,
fyrrverandi sparisjóðs-
stjóri SPRON, lést á
hjúkrunarheimilinu
Ísafold í Garðabæ að
kvöldi 29. júlí. Hann
var fæddur 12. febrúar
1926 í Ólafsfirði, sonur
Rósu Friðfinnsdóttur
og Tryggva Marteins-
sonar. Baldvin lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1948 og lög-
fræðiprófi frá HÍ 1953.
Hann vann ýmis lög-
fræðistörf fyrir Sam-
einaða verktaka 1954-1956. Frá 1956
til 1960 var hann framkvæmdastjóri
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík. Hann var forstjóri Al-
menna bókafélagsins 1960-1976 þeg-
ar hann var ráðinn
sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Reykjavíkur og
nágrennis. Þeim starfa
gegndi hann til 1996.
Baldvin var áhuga-
samur um stjórnmál
og gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Hann var formaður
Garðars í Ólafsfirði
1942-1948, í stjórn
SUS 1949-1951 og
1957-1959, í stjórn
Heimdallar 1956-1957
og formaður 1958-
1959. Hann var formaður skipulags-
nefndar Sjálfstæðisflokksins 1970-
1977 og í miðstjórn flokksins á sama
tíma. Hann var varaborgarfulltrúi
flokksins í Reykjavík 1962-1966 og
1970-1974. Gegndi hann þá ýmsum
störfum fyrir borgarstjórn, s.s. for-
maður æskulýðsráðs 1962-1966, sat í
fræðsluráði 1970-1974, og var for-
maður í eitt ár. Þá sinnti hann fleiri
opinberum trúnaðarstörfum, sat í
menntamálaráði 1958-1978 og í
stjórn LÍN 1961-1963. Hann sat í
leikhúsráði LR frá 1963 til 1994 og
var um skeið formaður fram-
kvæmdanefndar Listahátíðar
Reykjavíkur. Þá sat hann í orðu-
nefnd 1988-1996. Hann hlaut ýmsar
viðurkenningar, m.a. stórriddara-
kross Fálkaorðunnar 1990 og var
kjörinn heiðursfélagi LR 1993. Fyrri
kona Baldvins, Júlía Sveinbjarnar-
dóttir kennari, f. 1931, lést 1984.
Börn þeirra eru Sveinbjörn Ingvar
rithöfundur og Tryggvi Marteinn
tónskáld. Eftirlifandi kona Baldvins
er Halldóra J. Rafnar, f. 1947.
Andlát
Baldvin Tryggvason
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrstu atvinnurýmin í nýjum íbúða-
turni á Höfðatorgi í Reykjavík hafa
verið leigð út. Fyrstu íbúðirnar í
byggingunni voru afhentar vikuna
eftir að flugfélagið WOW air varð
gjaldþrota í vor og skapaðist í
kjölfarið umræða um offramboð af
nýjum atvinnurýmum í miðborg
Reykjavíkur. Út-
leigan á Höfða-
torgi bendir hins
vegar til að þrátt
fyrir bakslag sjái
atvinnurekendur
tækifæri í mið-
borginni.
Atvinnurýmin
eru í eigu ÍÞÖKU
fasteignafélags.
Ólafur Ingi Ólafs-
son, þjón-
ustustjóri félagsins, segir rýmin tvö
hafa verið leigð undir hárgreiðslu-
stofu annars vegar og hönnunar- og
arkitektastofu hins vegar. Áformað
sé að taka þau í notkun í haust. Með
því séu 540 fermetrar eftir af góðu
húsnæði á jarðhæðinni.
Spurður um eftirspurnina segist
Ólafur Ingi telja að menn hafi viljað
bíða og sjá. Nú sé mat margra að
niðursveiflan verði skammvinn.
Leggja ekki árar í bát
„Ég held að menn horfi til þess að
þetta er niðursveifla en ekki hrun.
Menn verða að horfa til þess að lífið
heldur áfram,“ segir Ólafur Ingi.
Spurður um þróun leiguverðs við
þessar aðstæður á markaði segir
Ólafur Ingi það mjög misjafnt.
„Leiguverð og leiguverð er ekki
það sama. Það er enda ekki hægt að
bera leiguverð í gömlu húsnæði sem
hefur jafnvel enga loftræstingu sam-
an við leiguverð í nýju húsnæði þar
sem eru öll bestu þægindi í loftgæð-
um, hljóðvist og aðgengi o.s.frv.
Kostnaðurinn við húsnæðið er auð-
vitað misjafn. Almennt hefur leigu-
verð ekki fylgt stórauknum fasteigna-
gjöldum sem borgin hefur innheimt
af þessum leigurýmum og almennt af
íbúum. Kostnaður sem fylgir rekstri
svona húsnæðis hefur margfaldast á
síðustu árum,“ segir Ólafur Ingi.
Mikið framboð á stuttum tíma
Á aðeins nokkrum misserum er
fjöldi atvinnurýma að koma á markað
í miðborg Reykjavíkur. Þau eiga það
sameiginlegt að vera á jarðhæð í ný-
byggingum og með íbúðir á efri hæð-
um. Má þar nefna Hafnartorg, sem er
komið í notkun, Austurhöfn, sem fer í
notkun upp úr áramótum, Hverfis-
götureitina tvo, sem eru að koma í
notkun, og Brynjureit sem kemur til
afhendingar með haustinu.
Þessi aukning í framboði af at-
vinnuhúsnæði í þessum gæðaflokki á
svo skömmu tímabili er án fordæma í
sögu miðbæjarins.
Höfðatorgið á það sameiginlegt
með Hafnartorgi og Austurhöfn að
vera við enda Laugavegar og með
bílakjallara. Reitirnir þrír stækka því
verslunarsvæði miðborgarinnar.
Ólafur Ingi segir vísbendingar um
að tilfærsla sé að verða á fasteigna-
markaðnum í miðborginni.
„Menn virðast vera að fara með
svona starfsemi af Laugavegi og
Hverfisgötu og aðeins út fyrir
svæðið. Það er mín skoðun. Ég hef
ekki gert á því vísindalegar kannanir
en upplifun okkar er að menn séu að
flytja frá svæðinu þar sem er orðið
erfitt um aðgengi og koma sér fyrir í
„kantinum“ á miðborginni þar sem er
betra aðgengi að bílastæðum og fyrir-
tækjum. Það sem er öðruvísi á þess-
um nýju reitum er að gert er ráð fyrir
bílastæðum og bílakjöllurum og menn
geta þá komist þokkalega í vinnuna á
bílnum sínum. Þú gerir það ekki í
miðbænum. Við vitum hvað það er
orðið erfitt að fara niður á Laugaveg.
Fyrirtækin ýtast smátt og smátt allt-
af örlítið til hliðar, sérstaklega þau
sem eru mannaflsfrek.“
Vildu ekki veitingarými
Rekstri nokkurra veitingahúsa í
miðborginni hefur verið hætt í kjölfar
gjaldþrots WOW air. Má þar nefna
Skelfiskmarkaðinn, Nostra og Ess-
ensia. Samhliða minni eftirspurn
hækkaði launakostnaður í greininni.
Ólafur Ingi segir aðspurður að
ÍÞAKA hefði getað leigt út öll rýmin í
Bríetartúni 9-11 undir veit-
ingarekstur, svo mikil hefði ásóknin
verið. Félagið hafi hins vegar ekki
viljað slíka starfsemi í Bríetartúni 9-
11, meðal annars vegna íbúða á efri
hæðum. Við hlið Bríetartúns 9-11 er
áformað að byggja um 100 íbúða fjöl-
býlishús með atvinnurýmum á jarð-
hæð. Sú uppbygging kallar á niðurrif
fyrstu höfuðstöðva WOW.
Ólafur Ingi segir aðspurður engar
ákvarðanir hafa verið teknar um þær
framkvæmdir. Verkefnið muni taka
að minnsta kosti þrjú ár frá því
ákvörðun um það er tekin.
Fyrirtækin farin að leita út
á jaðar miðborgarinnar
Fyrstu atvinnurýmin á Höfðatorgi leigð út Há fasteignagjöld sliga fyrirtæki
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Við Höfðatorg ÍÞAKA fasteignafélag hefur leigt út fyrstu atvinnurýmin í Bríetartúni 9-11 í Reykjavík.
Ólafur Ingi
Ólafsson
Dæmi eru um að velta gististaða í miðborg Reykja-
víkur hafi dregist saman um tugi prósenta milli ára.
Eigandi gististaðar, sem ræddi við Morgunblaðið í
trausti nafnleyndar, sagði besta mánuðinn hafa skil-
að 2,2 milljónum króna í veltu í fyrrasumar. Nú hefði
veltan hins vegar aðeins verið 1,35 milljónir þennan
sama mánuð. Það er um 40% samdráttur milli ára.
„Maður gerir lítið annað en að borga reikninga og
standa skil af lánum þegar veltan minnkar svona
mikið. Til dæmis eru fasteignagjöldin orðin mjög há.
Það er orðið sáralítið eftir fyrir laun, hvað þá fjár-
festingu,“ sagði maðurinn.
Annar hóteleigandi sagði svipaða sögu. Veltan hefði dregist saman um
tugi prósenta milli ára. „Menn gerðu þau mistök að keyra niður verðið
eftir gjaldþrot WOW air. Það var óþarfi,“ sagði maðurinn sem taldi að
verðlækkunin hefði reynst dýrkeypt. Vegna minni tekna og aukins kostn-
aðar verði mun síður fýsilegt að hefja útleigu hótelíbúða.
Tekjurnar dregist mikið saman
ÚTLEIGA GISTIRÝMA Í MIÐBORGINNI
Bráðabirgðaforsætisnefndin skipuð
Steinunni Þóru Árnadóttur þing-
manni Vinstri grænna og Haraldi
Benediktssyni þingmanni Sjálf-
stæðisflokksins fór á fundi sínum í
gær yfir athugasemdir þær sem
Klaustursþingmennirnir höfðu við
ályktun siðanefndar um framgang
þeirra kvöldið á Klaustri í nóv-
ember.
Forsætisnefnd fundar
aftur á morgun um málið
Nefndin hefur komist að nið-
urstöðu um afstöðu sína í málinu,
sem byggir á niðurstöðu siðanefnd-
ar og athugasemdum frá hlutaðeig-
andi, en niðurstaðan verður ekki
kynnt fyrr en í fyrsta lagi á fimmtu-
daginn. Þá fundar forsætisnefndin
aftur og gengur frá „form-
legheitum“ í málinu, að sögn Har-
aldar.
„Það er fyrst og fremst frágangur
málsins sem er ókláraður,“ segir
hann og vísar þar til eiginlegrar
textagerðar sem er eftir að vinna.
Þegar þeirri vinnu er lokið og skrif-
leg niðurstaða forsætisnefndar er
tilbúin sem skjal, verður hún send
hlutaðeigandi þingmönnum og í
kjölfarið birt opinberlega.
snorrim@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Miðflokksmenn Voru á Klaustri.
Niðurstaðan
kynnt síðar
í vikunni
Fundað var um
Klaustursmál í gær
Flugferðir til Vestmannaeyja verða
tíðari og sætafjöldi meiri yfir versl-
unarmannahelgina. Þetta segir Ás-
geir Örn Þorsteinsson, sölu- og
markaðsstjóri flugfélagsins Ernis.
„Þetta verður svipað og und-
anfarin ár. Við verðum með fjölda
ferða alla helgina. Stærsti dagurinn
er á mánudaginn þegar við fljúgum
alveg frá klukkan sjö um morg-
uninn og fram á kvöld.
Það eru tíðari ferðir á mánudeg-
inum og svo stærri vélar. Það verð-
ur svipaður ferðafjöldi föstudag,
laugardag og sunnudag en meiri
sætafjöldi.“
Fjölga flugferðum
til Eyja um helgina