Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fundið fleiri en eitt ólöglegt efni í megrunar- drykkjum sem eru í sölu hér á landi. Efni í megrunardrykkjum er að finna á lista Lyfja- stofnunar og eru þau þar merkt með „B“ en slík efni eru óheimil í matvælum. Þetta staðfestir Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður sviðs neytendaverndar hjá Matvælastofnun. „Heilbrigðiseftirlitið skoð- aði umræddar megrunarvörur og sá að inni- haldsefni í þeim væru í B-flokki. Matvæli mega ekki innihalda efni í B-flokki,“ segir hún. MAST varaði í gær við neyslu á kaffi og kakói frá Valentus sem söluaðilar kalla gjarnan töfra- eða undrakaffi. Drykkirnir innihalda amfetamínskylda efnið Beta- Phenylethylamin. Drykkirnir sem MAST nefndi eru Valentus SlimROAST Optimum- kaffi og Prevail SlimROAST-kakó. „Engin töfralausn“ Heiðrún Finnsdóttir, einka- og crossfit- þjálfari, segir að sala megrunardrykkjanna sem innihalda ólögleg efni sé pýramídas- vindl. „Töfralausn hljómar ótrúlega vel og fólk stekkur á vagninn og fer að prófa þetta blessaða kaffi. Og allt í einu er það orku- meira, það er hressara, því líður betur, það hefur minni matarlyst og kílóin fara að fjúka af, það er ekki bara þetta amfetamínskylda efni í þessu heldur líka fullt af „tea extract“ og koffíni sem er svo hægðalosandi. Það er bæði með minni matarlyst og aukna orku út af örvandi efni og það er að missa fullt af bjúg og vatni og hefur meiri hægðir. Þetta er ekki töfralausn – þetta minnir á það sem við sáum í Bandaríkjunum í kring- um árið 1970 þegar konur voru settar á am- fetamínkúr,“ segir Heiðrún. Söluaðilar standa margir hverjir í fastri trú um að megrunardrykkirnir séu skaðlaus- ir og rúmlega það: „Þarna er meðal annars verið að veiða inn miðaldra konur [sem sölu- aðila] og ég hef það eftir sölumanni að kaffið lækni krabbamein og lagi hjarta- og æða- sjúkdóma. Það sem sölumenn segja um vör- una er hættulegt,“ sagði hún. Heiðrún segir sölumenn einungis vísa til tengla frá framleiðendum þar sem talað er um ágæti varanna. MAST greindi frá því í gær að heilbrigð- iseftirlit sveitarfélaga muni fylgja málinu eft- ir í samráði við MAST, hvað varðar dreifing- araðila hérlendis. Samkvæmt. 11. gr matvælalaga nr. 93/ 1995 mega matvæli ekki innihalda lyf eða lyfjavirk efni. Þeir sem stunda dreifingu á matvælum teljast vera matvælafyrirtæki og eru starfsleyfisskyldir hjá viðkomandi heil- brigðiseftirliti. Þá er öll dreifing matvæla starfsleyfisskyld, þ.m.t. innflutningur, sam- kvæmt 9. gr. laga um matvæli. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, sem birtist á vef stofn- unarinnar í gær, segir: „Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gefur út starfsleyfi fyrir dreifingu og innflutningi fæðubótarefna. Mikilvægt er að hafa í huga að öll ábyrgð á matvælum hvílir á herðum framleiðenda, innflutningsaðila og dreifing- araðila.“ Fleiri ólögleg efni í „töfrakaffinu“  Heilbrigðiseftirlitið fann efni í megrunardrykkjum, sem eru á B-lista Lyfjastofnunar  MAST hef- ur varað við neyslu á kaffi og kakói frá Valentus  Einkaþjálfari segir að salan sé pýramídasvindl Ljósmynd/Matvælastofnun Efni MAST hefur varað við þessum vörum. Útför dr. Þorsteins Inga Sigfússonar, prófessors og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu fjöl- menni. Séra Bjarni Karlsson jarðsöng, organisti var Tómas Guðni Eggertsson, kórinn Voces Masculatorum söng. Ragnheiður Gröndal söng einsöng, Guðmundur Pétursson lék á gítar og Ari Bragi Kárason á trompet. Líkmenn voru Dagrún Inga Þorsteinsdóttir, Þorkell Viktor Þorsteinsson, Árni Sigfússon, Davíð Þór Þor- steinsson, Hermann Kristjánsson, Sigríður Ingv- arsdóttir, Þór Sigfússon og Gylfi Sigfússon. Morgunblaðið/RAX Útför dr. Þorsteins Inga Sigfússonar 1.818 eldingum laust niður í miklu þrumu- veðri sem gekk yfir landið í fyrrakvöld og gærnótt sam- kvæmt mæl- ingum Veður- stofunnar, en þrumuveðrið er það langmesta frá því mælingar hófust árið 1998. Veðrið stóð í sólarhring og var fyrsta eldingin skráð kl. 6.46 þann 29. júlí og sú síðasta kl. 7.05 þann 30. Engar eldingar mældust á Suður- og Vesturlandi og mest var þrumuveðrið suður og suð- austur af landinu. Þórður Arason, eldinga- sérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við mbl.is að að jafnaði gerðist það um einu sinni á ári að eldingafjöldi færi yfir 100 á sólarhring. Skýring að baki þrumuveðrinu í gær er hitaveður síðustu daga, en sterkt lóðrétt hitauppstreymi skapar skilyrði til eldinga. Ein- hver möguleiki er á frekara þrumuveðri næstu daga, en ekk- ert í líkingu við það sem var í nótt. Þrumur og eldingar aldrei fleiri  1.818 eldingar á einum sólarhring Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Skóla- og frístundaráð kom saman til aukafundar í gær þar sem ráðið sameinaðist um bókun til borg- arráðs. Í bókuninni var lögð áhersla á mikilvægi þess að bæta húsakost í Norðlingaskóla til að mæta auknum nemendafjölda, sem aukast mun á komandi árum í tengslum við uppbyggingu í hverf- inu. Ráðið stendur heilshugar með framkvæmdum við byggingu gangs á Norðlingabraut, sem bæta mun verulega nýtingu húsnæðis sem þjónar í dag þremur árgöng- um skólans. Ráðið benti á að brýnt sé að taka ákvörðun um fram- kvæmdina hið fyrsta og leggur áherslu á að málið verði afgreitt á næsta fundi borgarráðs. Aukafundur skóla- og frístunda- ráðs var boðaður að ósk fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ljósi hús- næðismála Norðlingaskóla og fjög- urra grunnskóla í Reykjavík. „Það var mjög jákvætt að ráðið skyldi senda frá sér sameiginlega bókun. Það er stutt í að skólahald hefjist og því nauðsynlegt að húsa- kostur Norðlingaskóla sé bættur,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borg- arfulltrúi sjálfstæðiflokksins, og bætir við að nauðsynlegt sé fyrir nemendur, foreldra, skólastjórn- endur og aðra starfsmenn að fá upplýsingar um stöðu mála. Marta segir að ráðið hafi þakkað fyrir ítarlega og góða kynningu á helstu framkvæmdum á húsnæði Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Hagaskóla. Ljóst sé að unnið sé mikið og gott starf við að bæta aðbúnað nemenda og starfsfólks á viðkomandi stöðum og að almennt viðhald skólahús- næðis sé í traustum farvegi. Full ástæða sé til að þakka skólastjórn- endum, kennurum, öðru starfsfólki skólanna, foreldrum og nemendum auk starfsfólki skóla- og frístunda- sviðs og umhverfis- og skipulags- sviðs fyrir þeirra hlut í að bregð- ast við þeim vanda sem upp hafi komið og auðsýnda þolinmæði í krefjandi stöðu. Húsakostur verði bættur  Skóla- og frístundaráð fundaði um Norðlingaskóla  Sameiginleg hvatning meiri- og minnihluta til borgarráðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.