Morgunblaðið - 31.07.2019, Page 8

Morgunblaðið - 31.07.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Nýr stór humar Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa Hagfræðingurinn Andrew Lilico, einn þeirra sem beitti sér fyrir útgöngu Breta úr Evr- ópusambandinu, ritar grein í Tele- graph þar sem hann furðar sig á einu helsta útspili ESB-sinna í Bretlandi. Lilico bendir á að nú sé því haldið mjög að fólki að forsenda útgöngu úr ESB, Brexit, hafi verið að samið yrði um útgönguna við ESB. Slík forsenda er að sjálfsögðu fjarstæðukennd, enda væri ESB þar með gefið sjálfdæmi um skilyrði útgöngunnar og eng- inn samningamaður vildi setjast niður á þeim forsendum af hálfu Breta. Enda segir Lilico að þetta hafi aldrei verið til umræðu fyrir Brexit-kosningarnar: „Sannleik- urinn er sá að enginn þeirra sem vildi útgöngu spáði því eða lofaði að við mundum undirrita útgöngu- samning.“    Eftiráröksemdin um nauðsynútgöngusamnings eru dæmi- gerð sniðugheit ESB-sinna, sem hafa beitt henni til að reyna að knýja fram aðra atkvæðagreiðslu. Sú krafa er í hefðbundnum lýð- ræðisanda Evrópusambandsins, sem felur í sér að almenningur kjósi þar til elítan í Brussel verður ánægð.    En Bretar eru ekki einir um aðþurfa að búa við falsrök- semdir ESB-sinnanna. Hér á landi þekkja menn mörg dæmi um hve langt er gengið í þágu ESB og stundum spenna ólíklegustu menn sig fyrir þann vagn og bera þá gjarnan fyrir sig þörf vegna EES- samningsins.    Slíkur málflutningur mun þó að-eins skaða þann samning enda gerir samningurinn enga kröfu um að Íslendingar hlaupi á eftir sér- hverju því sem ESB dettur í hug. Andrew Lilico Falsrökin STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bæjarstjóra Vesturbyggðar var í síðustu viku falið að ræða við landeiganda á Litlu- Eyri við Bíldudal vegna umsóknar um þrjátíu lóðir undir ein- og tvíbýlishús á Bíldudal. Þess var óskað að landeigendur tilnefndu fulltrúa til slíkra viðræðna. Í þéttbýli á Bíldudal er ekki pláss fyrir slíkar byggingar að sögn Rebekku Hilm- arsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, en landið sem tekur við af þéttbýli er í eigu einkaaðila. „Við erum í vandræðum með lóðamál af því sveitarfélagið á afskaplega fáar lóðir og þær lóðir sem gæti verið gott að byggja á eru á ofanflóðasvæði af því ofanflóðavörnum er ekki lokið á Bíldudal,“ segir Rebekka. Óformlegar þreifingar milli sveitarfélagsins og landeigenda hafa verið uppi um nokkurra ára skeið, en nú vill sveitarfélagið færa þær á formlegt stig. Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á Bíldudal, ekki síst með hliðsjón af ört vax- andi atvinnustarfsemi. Vandinn hefur ver- ið leystur með íbúðarhúsnæði á Patreks- firði og Tálknafirði. „Þeir sem búa þar þurfa að fara yfir tvo fjallvegi á morgnana og það eru ekki allir tilbúnir að leggja slíkt á sig yfir vetrartímann,“ segir Rebekka. Þremur lóðum var úthlutað í síðustu viku undir íbúðarhúsnæði á Bíldudal, en bæjarstjórn á eftir að samþykkja þá úthlutun að sögn Rebekku. „Þar verða 10-12 55 fermetra íbúðir í fjölbýlishúsi á tveimur hæðum. Síðan eru það lóðir til byggingar á þriggja íbúða raðhúsum,“ seg- ir hún og býst við þessar íbúðir fyllist fljótt. jbe@mbl.is Sótt var um þrjátíu lóðir á Bíldudal  Ekki er pláss fyrir byggingarnar í þéttbýli  Vilja ræða við aðra landeigendur Rebekka Hilmarsdóttir Nú þegar einn dagur lifir af júlí- mánuði er næsta öruggt að júlí verði sá hlýjasti í sögu mælinga í Reykja- vík, en í 10. til 15. hlýjasta sæti á landinu í heild. Þetta segir Trausti Jónsson veð- urfræðingur. Hiti hefur verið mæld- ur samfellt í Reykjavík síðustu 149 árin, eða frá árinu 1871. Veðrið hef- ur verið langbest suðvestanlands í júlí, bætir Trausti við. Þannig stefnir í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Samkvæmt yfirliti sem Trausti birti á bloggi sínu var meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar nú 12,7 stig í Reykjavík, 2,2 stigum ofan við meðallagsárin 1961-1990 og 1,0 stigi ofan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Meðalhitinn þessa 20 daga í ár var heilum 2,8 stigum hærri en í júlí í fyrra. Júlímánuður 1933 mun halda met- inu sem sá hlýjasti á landinu í heild. Meðalhiti þá var 12,0 stig. sisi@mbl.is Heitasti júlí í sögu mælinga Morgunblaðið/Hari Í borginni Útlit er fyrir að júlí verði sá hlýjasti frá því mælingar hófust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.