Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 16

Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is ERT ÞÚ AÐ FARA Í FRAMKVÆMDIR? Fyrir nánari upplýsingar, við söludeild okkar í síma 577 5757 Við bjóðum upp á margar stærðir af opnum og lokuðum krókagámum til leigu hafið samband Þegar þessi grein er rituð er Sjálfstæð- isflokkurinn að mæl- ast með 19% fylgi á landsvísu og Fram- sóknarflokkurinn með 8,5%. Ábyrgðin liggur alfarið hjá for- ystusveit flokkanna tveggja. Traust er mikilvægt í stjórn- málum en traust er ekki sjálfgefið og eins og segir í góðri vísu þá hefnist þeim sem svíkur sína huldumey. Það var þó annað sem vakti athygli mína, fyrir utan það að Miðflokkurinn er að mælast nokkuð sterkur, og það er að fjórflokkurinn svonefndi mælist aðeins með 50,7% fylgi. Áður en við höldum lengra skul- um við staldra við við nokkrar blá- kaldar staðreyndir. Í Svíþjóð eru Svíþjóðardemókratarnir þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn á þingi með um fimmtung atkvæða. Í Finnlandi eru Sannir Finnar annar stærsti flokkurinn og aðeins hárs- breidd (hálfu prósentustigi) frá því að verða stærsti flokkurinn. Í Nor- egi hefur Framfaraflokkurinn ver- ið leiðandi afl um nokkurt skeið. Í Þýskalandi er stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn og þriðja stærsta stjórnmálaaflið AfD eða Annar valkostur fyrir Þýskaland. Brexit- flokkurinn varð stærsti flokkurinn í nýliðnum kosningunum til Evr- ópuþingsins. Árið 2016 var hin franska Le Pen talin næstvalda- mesti þingmaðurinn á Evrópuþing- inu á eftir sjálfum þingforsetanum Martin Schultz. Gleymum ekki Trump. Jafnaðarmenn hafa líklega fengið ör á hjartað til frambúðar eftir hans kosningasigur. Ég nefndi þessi dæmi ekki að ástæðulausu en allt voru þetta dæmi um pólitískar afleiðingar þess að stjórnmálamenn hinna rót- grónu stjórnmálaflokka neituðu að horfast í augu við raunveruleikann og gerðu óumbeðna umrótsstefnu að grunnstefi sínu. Svo þegar ein- staka kjósendur gagnrýndu var gengið fram með hroka og yfirlæti. Það er ekki að ástæðulausu að hroki telst dauðasynd í Biblíunni. Það er margt sem bendir til þess að forystusveit Sjálfstæðisflokks- ins sé að missa tengsl við kjós- endur og treysti á Guð og lukkuna í hvert sinn sem gengið er til kosn- inga. Flokkurinn er aðeins brot af því sem hann var en á árunum 1930-2006 var flokkurinn með 50,4% meðalfylgi hér í borginni. Í umræðunni um þriðja orku- pakkann hefur verið gengið hart að okkur flokksmönnum og við vændir um að vera einangrunar- sinnar eða gamalmenni því við teljum að hin íslenska orkustefna hafi reynst þjóðinni vel, þ.e. að hið opinbera eigi virkjanir og útvegi ódýra raforku til fyrirtækja og landsmanna. Margir góðir félagar hafa hætt í flokknum í kjölfarið af þeirri ein- földu ástæðu að þeim var misboðið. Mikill missir er að þeim öllum og starfið innan flokksins verður leið- inlegra án þeirra. Við skulum vona að forystumenn séu farnir að gera sér grein fyrir því að orkupakk- anum fylgja pólitískar afleiðingar. Í raun er staðan orðin sú að ef menn sjá ekki að sér og hætta al- farið við innleiðingu þriðja orku- pakkans gætu menn verið að festa í sessi alvarlega og djúpa stjórnarkreppu. Þeir stjórnmálamenn sem hafa hátt á samfélags- miðlum og tala um ein- hverslags samevr- ópska ábyrgð í hvert sinn sem Brussel sendir okkur einhverja lagaflækju verða að hafa þetta í huga. Það er ábyrgðarleysi að ganga svo fram af kjósendum að þeir kjósa yfir sig stjórnarkreppu. Fleiri mál koma upp í hugann en öll eiga það sameiginlegt að upp- runi þeirra á heima í umrótsöflum. Því má halda á lofti, þar sem nær allir stjórnmálamenn segjast „frjálslyndir“ nú til dags, að and- stæða íhalds er umrót en andstæða frjálslyndis er stjórnlyndi. Það að vera íhaldsmaður er ekkert annað en að vilja halda í það sem reynst hefur vel og menn geta auðvitað, eins og Jón Þorláksson, verið frjálslyndir íhaldsmenn. Sú gildis- eyðing sem talað er fyrir með af- námi helgidaga, afnámi manna- nafnahefðar sem er einstök á svo marga vegu, óvirðingu gagnvart lífsrétti barns og fleiri sambæri- legum málum er auðvitað ekkert annað en umrót. Grunnhyggin stefna um landamæralausan heim er það einnig og virðist komin langleiðina með að senda hinn frjálsa heim í átt að stjórnlyndi og pólitískri skálmöld. Það er mjög mikilvægt fyrir okkar fámennu og herlausu þjóð að hafa öflugar landvarnir í löggjöf okkar. Þetta vissu leiðtogar okkar á síðustu öld. Það voru hinir frjáls- lyndu íhaldsmenn í forystusveit Sjálfstæðisflokksins sem mörkuðu þá stefnu að hið opinbera ætti virkjanir og útvegaði ódýra raf- orku til fyrirtækja og landsmanna. Sú stefna reyndist farsæl. Það var líka Sjálfstæðisflokkurinn sem setti í lög að aðeins íslenskir rík- isborgarar mættu kaupa hér fast- eignir og jarðir. Það var til þess að koma í veg fyrir að þjóðin myndi hægt og rólega enda undir kúg- unarvaldi erlendra kaupa-héðna. Fyrir utan það þá getur óhóf og ólög í þeim málaflokki valdið slíkri verðbólu að jarðakaup verða að- eins á fárra forræði. Nú liggur fyrir að erlendur kaupsýslumaður hefur keypt upp eitt prósent af landinu okkar og gæti með klinki í vinstri vasa auðveldlega keypt upp annað pró- sent. Sofandaháttur, græðgi eða aðrar dauðasyndir Biblíunnar í þeim málaflokki eru ekki boðlegar og Alþingi þarf að bregðast við strax. Umrótsöfl mega ekki ráða ferðinni í þessum málaflokki. Ekki nema að ætlunin sé að gera Íslend- inga að eignalausum indíánum í eigin landi. Pólitísk skálmöld Eftir Viðar Guðjohnsen Viðar Guðjohnsen » Við skulum vona að forystumenn séu farnir að gera sér grein fyrir því að orkupakk- anum fylgja pólitískar afleiðingar. Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. „Búum öldruðum áhyggjulaust ævi- kvöld.“ Hljómar fal- lega og ég sé fyrir mér vel búið dvalar- og/eða hjúkrunarheimili, þar sem aldraðir geta not- ið sín eftir mætti og haldið reisn sinni síð- ustu árin. Það er flest- um ljóst sem upplifa að eiga háaldraða for- eldra sem eru slitin, veikburða, komin í hjólastól, því fæturnir bera þau ekki lengur, kom- in með heilabilun og ófær um að hugsa um sig sjálf, að það sem bíður þeirra er ekki eftirsóknarvert. Það er, ef djúpt er hugsað, hörmulegt og svo skammarlegt að ég hreinlega á ekki til aukatekið orð. Eftir að hafa fylgst með umræðu um stöðu öldrunarþjónustu og þá kosti sem í boði eru fyrir aldraða þegar halla fer undan fæti heilsufarslega fær maður kalda gusu í andlitið. Það að upplifa á eigin skinni eða á for- eldrum sínum er þyngra en tárum taki. Að sjá og heyra að það sem verið hefur til umræðu um þessi mál er dagsatt, það fékk ég að upplifa í dag. Fólkið sem byggði upp landið okkar Ísland, fólkið sem fæddist upp úr aldamótunum 1900 og fram eftir öldinni og þau sem fæddust fyrir seinna stríð. Þau sem enn lifa af kynslóðinni sem fæddist upp úr 1930, og eiga við heilsubrest að stríða, þeim er ekki gert hátt undir höfði þegar kemur að því að þau þurfa að komast á hjúkrunarheimili. Nei aldeilis ekki! Mamma vill komast á hjúkrunarheimili því hún treystir sér ekki til að vera heima leng- ur. Hún getur ekki séð um sig sjálf og er kom- in með heilabilun. Til að komast inn á áður- nefnt heimili þarf að vera helst alveg ósjálf- bjarga líkamlega og andlega, þ.e. heilabilaður eða annað hvort. Ég var að springa úr reiði og sorg þeg- ar fjölskyldufundinum með for- eldrum mínum og öldrunarteymi því sem sér um mál mömmu lauk. Allar upplýsingar um stöðu mála voru greinargóðar og faglegar en alveg skýrt að hún ætti nánast enga von um að komast inn á hjúkrunar- heimili á næstunni. Það væri hægt að sækja um færni- og heilsumat en hún fengi örugglega neitun um vist á þar til gerðri stofnun. Ástæðan meðal annars: Jú, pabbi, sem er að verða níræður, hann keyrir enn þá, sækir björg í bú og hefur séð um mömmu síðustu tvö árin, af veikum mætti en eljusemi. Hann er sjálfur orðinn slitinn, máttfarinn, dettinn, farinn að gleyma og ekki í stakk bú- inn líkamlega til að sinna svo mikilli umönnun og hvað þá að vera ríg- bundinn, því hún mamma getur ekki verið ein. Hún fær böðun einu sinni í viku, sendan mat heim daglega, sjúkraþjálfun heim vikulega og þrif tvisvar í mánuði að ógleymdum öryggishnappinum. Pabbi er sem sé of sjálfbjarga og á bara að redda þessu! Þar sem mamma kemst ekki lengur hjálparlaust á salernið og þarf þangað tvisvar til þrisvar á nóttu, þá má leysa það vandamál með því að skella á hana bleyju yfir nóttina. Það er ekki ofsögum sagt að tvisvar verður gamall maður barn. Ég, sem haldin er langvinnum heilasjúkdómi, PD, kem til þeirra daglega og þá þarf ekki að splæsa á þau innliti kvölds og morgna. Málið leyst, eða? Nefnd sem velur úr þá sem fá inni á hjúkrunarheimilum reiknar út hvernig sá einstaklingur, sem um vistunina sækir, skorar á færni- og heilsumatinu. Það er því að mínum skilningi reikningsdæmi sem sker úr um hversu hjálparþurfi hún er. Það hefur verið vitað mál síðasta áratuginn hið minnsta að það hefur fjölgað mikið í hópi aldr- aðra. Við lifum lengur, sem þakka má læknavísindunum, og á meðan fækkar í hópi þeirra yngri því barn- eignum hefur fækkað. Hvers vegna hefur stjórnvöldum láðst að bregð- ast við þessum breytingum í tíma? Að undirbúa það sem koma skal með forsjálni þannig að næg pláss séu fyrir hendi þegar á þarf að halda. Mönnuð starfsfólki sem væri launað á mannsæmandi hátt svo eftirsókn væri eftir þeim störfum sem til falla á stofnunum fyrir aldraða. En hvað verður nú um mömmu? Verður hún útskrifuð og send heim þar sem ástandið verður alltof erfitt fyrir hana og ekki síður pabba sem reynir að gera sitt besta þar til hann getur ekki meira? Hans lífsgæði verða verulega skert og hann gæti þurft á þjónustu að halda eins og mamma, ekki er það ódýr lausn. Verður mamma sett í bið- vistun á einhverri þeirra þriggja stofnana sem eru í boði, á Vífils- stöðum, Akranesi eða Borgarnesi? Fær hún inni á hjúkrunarheimili í sinni heimabyggð og á möguleika á ævikvöldi með þokkalegri reisn? Ég held að svarið verði nei. Sú lausn er ekki í boði, því mamma er ekki nægilega ósjálfbjarga, hún hefur pabba sem er að verða níræður og hann reddar þessu. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Eftir Sigrúnu Jónsdóttur »Ég var að springa úr reiði og sorg þegar fjölskyldufundinum með foreldrum mínum og öldr- unarteymi því sem sér um mál mömmu lauk. Sigrún Jónsdóttir Höfundur er fyrrverandi söngkona. mezzosopran@visir.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.