Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 ✝ RagnheiðurJúlíusdóttir fæddist á Akranesi 14. nóvember 1940. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Hans Júlíus Þórðarson, útgerð- armaður á Akra- nesi, f. 11. mars 1909, d. 28. október 1998, og Ásdís Ásmundsdóttir húsmóðir, f. 18. ágúst 1912, d. 26. júlí 1985. Systkini hennar eru Guðrún Edda, f. 1938, Emilía Ásta, f. 1942, Þórður Á., f. 1944, Ásdís Elín, f. 1946, og Gunn- hildur Júlía, f. 1951. Ragnheiður giftist 30. októ- ber 1965 Gunnari Þór Jónssyni, yfirlækni og prófessor, f. 19.6. 1942. Þau skildu árið 1989. Börn 11.10. 1973, BA í bókmennta- fræði og MS í markaðs- og al- þjóðaviðskiptum, í sambúð með Þórarni Þorgeirssyni lögmanni og eru synir þeirra Þorgeir Örn, f. 2010, og Þorsteinn Ari, f. 2015. Ragnheiður ólst upp á Akra- nesi og bjó á Vesturgötu 43. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Hér- aðsskólanum í Reykholti 1956, var í lýðháskólanum Skogn Folkehögskole í Noregi 1957-58 og í enskunámi í Regency School of English í Ramsgate, Kent á Englandi 1962-63. Ragnheiður bjó ásamt fjölskyldu sinni í Sví- þjóð (Jönköping og Lundi) frá 1971-80. Hún stundaði verslunar- og skrifstofustörf á Akranesi 1958- 62, var flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands 1963-65, skrifstofu- maður hjá BM Vallá 1966-68, verslunarmaður hjá versluninni Rosenthal 1981-85 og fulltrúi í síma- og upplýsingaþjónustu Reykjavíkurborgar í 20 ár, frá 1989-2009, lengst af í Ráðhúsinu. Útför Ragnheiðar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 31. júlí 2019, klukkan 13. Ragnheiðar og Gunnars eru: 1) Melkorka, f. 15.6. 1965, BA í sænsku og frönsku og starfsmaður á sölu- skrifstofu Ice- landair, gift Birni Má Jónssyni, iðn- rekstrarfræðingi og varðstjóra hjá Neyðarlínunni, og eru börn þeirra Katinka Ýr, f. 1994, og Jón Gunnar, f. 1996. 2) Júlíus Þór, f. 6.10. 1968, hagfræðingur og sér- fræðingur á fyrirtækjasviði Landsbankans, kvæntur Guð- rúnu Júlíusdóttur, viðskipta- fræðingi hjá Korta, og eru börn þeirra Ragnheiður, f. 1997, Ólaf- ur Haukur, f. 2000, og Kjartan Þór, f. 2004. 3) Úlfar Örn, f. 4.11. 1972, vélvirki. 4) Þóra Katrín, f. Elsku mamma mín, nú er kom- ið að kveðjustund. Það er sárt að missa þig og mun ég alltaf sakna þín. Eftir standa hins vegar svo margar góðar og skemmtilegar minningar um þig sem munu ylja mér og fjölskyldu minni á þessari erfiðu stundu. Þú varst mjög mikil mamma og húsmóðir og í því hlutverki naustu þín vel. Við systkinin vorum hepp- in að þú varst meira og minna heimavinnandi þegar við vorum að alast upp í Svíþjóð og eftir að við fluttum heim til Íslands. Þú varst alltaf til staðar. Þú sást til þess að við værum vel til fara og að það væri til góður matur á heimilinu. Þú varst líka mikill sælkeri og elskaðir að búa til góðan mat. Gleymi því ekki þegar við vorum nýbúin að renna niður jólasteik- inni eitt árið að þú fórst að spá í hvað við ættum að hafa í matinn um páskana. Heimili þitt var alltaf opið öllum og tókst þú alltaf vel á móti fólki með þínu blíða fallega brosi og já- kvæðni. Það var ekki skrítið að pabbi kallaði stundum Heiðarselið litlu félagsmiðstöðina þar sem hús- ið var yfirleitt fullt af krökkum enda allir velkomnir. Það voru margir hændir að þér enda varstu traustur og góður hlustandi. Ég man meira að segja eftir nokkrum kunningjum mínum sem spurðu mig hvort þú vildir ekki bara vera mamma þeirra líka. Held að það séu ágæt meðmæli. Þú varst dugleg að heimsækja mig þegar ég starfaði og bjó um nokkurra ára skeið erlendis, hvort sem það var á Spáni, Ítalíu eða Grikklandi. Þar nutum við lífsins á ströndinni, veitingahúsum eða uppi í sveit. Eins áttum við góðar stundir þegar ég kom heim og bjó hjá þér í Bólstaðarhlíðinnni eða „Bóló“ eins og við kölluðum það. Það sem við gátum ekki spjallað um og hlegið yfir. Þú varst líka alltaf svo glæsileg og vel tilhöfð og lagðir mikið upp úr því svo eftir var tekið. Þetta eru fallegar og mikilvægar minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu ævi- langt. Þú varst ekki bara mamma mín heldur mín besta vinkona, okkar samband var mjög sérstakt og einstakt. Sem amma varstu frábær. Þú varst alltaf boðin og búin að vera með strákunum okkar og hjálpa til. Sannkallaður gæðatími fyrir okkur öll, mig, strákana og þig. Þú varst alltaf góð við þá og þeir hlökkuðu alltaf til að hitta þig. Þú passaðir alltaf að eiga til sænska bulla eða snúða fyrir þá og mjólk að drekka með. Alltaf nóg fyrir alla. Við munum sakna ömmu Raddýjar eins og barnabörnin kölluðu þig. Ég gæti haldið endalaust áfram. Þú kenndir mér margt og vil ég þakka fyrir allt sem þú gafst mér. Eitt af því sem þú kenndir mér var að virða fólk og man ég að þú sagðir oft þessi orð Jesú, Matt.7:12 (gullna reglan): „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þetta valdi ég sem mitt ritningarvers þegar ég fermdist og hef ég eftir fremsta megni reynt að tileinka mér þetta í lífinu. Elsku besta og fallega mamma mín, takk fyrir allt saman. Ég mun elska þig að eilífu. Þóra Katrín Gunnarsdóttir. Þú varst mér svo miklu meira en bara mamma mín, þú varst minn besti vinur. Þú varst vel af guði gerð, falleg utan sem innan, vildir öllum vel, enginn átti að líða skort, alltaf að hugsa um aðra, leið ekki vel nema öllum öðrum liði vel. Þú talaðir ekki illa um neinn, sást það góða í hverjum og einum, gerðir ekki mannamun, fyrir þér voru allir jafnir og barst virðingu fyrir einstaklingnum. Þú varst einlæg, hreinskilin, hægt var að leita til þín því þú varst ráðagóð, rödd skynseminn- ar. Þú hafðir áhuga á fólki í allri þeirri merkingu, forvitin án þess að vera hnýsin, áttir auðvelt með að nálgast fólk á öllum aldri, gafst þig á tal við ókunna sem kunnuga, enda áttirðu vin í mörgum, vissir leyndarmál margra sem vel voru geymd. Þú varst rösk og dugleg, slapp- aðir ekki af fyrr en að verki loknu og vildir helst klára hlutina sem fyrst, því fyrr því betra. Þú gast á köflum verið skemmtilega þrjósk, fékkst að lokum þínu framgengt án þess þó að vera með yfirgang. Þú varst skipulögð og vildir hafa allt á hreinu, leið illa ef allt var ekki á hreinu, hugsaðir fram í tímann, stundum of langt, varla búin að kyngja jólasteikinni fyrr en þú varst farin að skipuleggja páskasteikina. Þú varst smekkleg með ein- dæmum, allt þurfti að vera í stíl og tóna saman. Þú gast breytt hreysi í höll án lítillar fyrirhafnar og allt- af átt fallegt, smekklegt og nota- legt heimili. Þú varst pjöttuð og hafðir áhuga á fallegum fötum, ég sett í hatt og hanska ung að aldri, saum- aðir föt og við systkin alltaf upp- stríluð og fín, oft tónuðum við saman og öll í stíl. Þú sjálf alltaf vel klædd, lokkar og gleraugu í stíl, alltaf vel klippt og vel tilhöfð. Varaliturinn var besta vopnið, fórst aldrei út úr húsi án þess að vera búin að varalita þig. Þú hafðir mikið dálæti á ferða- lögum, hafðir ferðast víða um ver- öld, búið langdvölum erlendis og talaðir mörg tungumál. Seinni ár- in hafðir þú meira dálæti á sólar- ströndum, sólbaði, afslöppun, góð- um mat og aðeins að fá að vera til. Vegur þinn í þessu lífi var á köflum erfiður, en þú vannst þig út úr því, lentir með lappirnar á jörðinni, en heilt yfir sátt með líf þitt, sagðist hafa fyrir svo margt að þakka, værir lánsöm að eiga góða að, vini, ættingja, systkin, börn og barnabörn. Þú tókst hluti ekki sem gefna í lífinu; það gerðist sem ætti að ger- ast, maður fengi það sem manni væri ætlað, ef guð lofaði. Fjölskyldan var þér allt, elsk- aðir þegar við komum saman og þar varstu í essinu þínu, eldaðir góðan mat þar sem sósan var aðal- málið, ekki hægt að byrja að borða fyrr en hún var orðin fullkomin. Þú vissir að þú værir farin að eldast, það væri farið að síga á seinni hlutann, en ég vonaðist samt til að fá aðeins lengri tíma með þér, samt búnar að eiga fal- legan og notalegan tíma síðustu árin hér í Sörlaskjólinu, þar sem þú elskaðir nálægðina við sjóinn eins og heima á Skaganum, naust þess að fara út í garð, setjast undir birkitréð umvafin blómum. Þú varst allt þetta og svo miklu meira til. Far þú í friði elsku mamma mín, en vertu mér ávallt við hlið. Þín dóttir, Melkorka. Elsku amma Raddý, heimsins besta amma. Orð fá ekki lýst hvað þetta er sárt. Mér finnst sárt að skrifa minningargrein um þig. Langar bara að hafa þig með okkur áfram að eilífu. Erfitt að bera fram réttu orðin því ég gæti skrifað endalaust um þig, hvað þú varst frábær og best. Þú varst með bestu sál sem ég hef kynnst. Þú vildir alltaf það besta fyrir alla, hugsaðir alltaf um alla aðra á undan sjálfri þér og vildir ekki gera upp á milli neinna, varst alltaf svo ótrúlega um- hyggjusöm, yndisleg, fyndin og frábær. Ég held að þú hafir ekki gert þér grein fyrir því hversu góð manneskja þú varst og hvað allir í kringum þig dýrkuðu þig mikið. Það var svo margt líkt með mér og þér. Heitfengar og óþolinmóð- ar skvísur sem vilja alltaf vera vel tilhafðar, umhyggjusamar og ákveðnar með mikla samkennd. Ég er og mun alltaf vera stolt af því að vera alnafna þín og það gerði okkur nánar og samband okkar einstakt. Það jafnast ekkert á við það að eiga góða ömmu. Ég hugsa að þú sért þarna uppi núna í turkísbláu skyrtunni þinni og hvítum hör- buxum með eyrnalokka og háls- menið sem ég gaf þér í stíl að dansa við Bésame Mucho með eina rettu í hægri. Ég reyndi eins og ég gat síðast- liðið ár að hjálpa þér og dekra við þig og það gaf mér svo mikið. Ég er svo þakklát fyrir þig og allar minningarnar. Þeim mun ég aldr- ei nokkurn tímann gleyma. Allt sem þú hefur kennt mér mun ég taka með mér út í lífið og vonandi mun það gera mig að betri mann- eskju. Ég er sérlega þakklát fyrir þá stund þegar þú kenndir mér að elda hakkabuffs- og laukréttinn þinn sem þú varst svo fræg fyrir. Ég veit að þú varst stolt af mér og okkur öllum enda sagðir þú mér það oft og þótt þú gætir ekki ferðast mikið eða t.d. komið á leiki fylgdist þú alltaf með og sendir á mig kveðju sem gladdi mig svo. Takk fyrir allan hláturinn. Takk fyrir að kenna mér á lífið. Takk fyrir að vera fyrirmynd. Takk fyrir að vera alltaf til staðar. Takk fyrir að gefa mér fjöl- skylduna sem ég á og að ala upp pabba að þeim manni sem hann er í dag. Án þín væri ég ekki hér. Ef ég hefði fengið að segja loka- orð mín til þín eru þau sú að ég elska þig svo, elsku amma mín, og ég er svo stolt af þér og öllu sem þú gekkst í gegnum. Við sjáumst seinna. Þín litla Rankaputt, Ragnheiður Júlíusdóttir. Á einum fegursta degi sumars- ins kvaddi Ragnheiður, ástkær tengdamóðir mín til 26 ára. Þó að heilsunni hafi hrakað síðustu tvö til þrjú árin óraði okkur ekki fyrir því að endalokin væru svo skammt undan. Ragnheiður, eða Raddý eins og hún var oft kölluð, var yndisleg tengdamóðir og amma og vildi allt fyrir okkur fjölskylduna gera, hvort sem það var að flytja inn til okkar til þess að passa krakkana þegar við skruppum út fyrir land- steinana eða bjóða í dýrindis matarveislu, en hún var snilldar- kokkur og kynnti hún mér m.a. fol- aldalundir með béarnaise og rabarbarasultu, hakkabuff með lauk, gúllas og marga aðra dásam- lega rétti. Ragnheiður var glæsi- leg kona, heiðarleg, traust, bóngóð og góðhjörtuð. Hún var mjög náin börnunum sínum fjórum og vildi hag þeirra sem allra mestan. Einnig fylgdist hún vel með barna- börnunum og afrekum þeirra, hvort sem það var í íþróttum eða námi. Margs er að minnast og ber þar hæst ferðir okkar saman til Þóru á Ítalíu þar sem hún bjó og starfaði sem fararstjóri og oft voru aðrir fjölskyldumeðlimir með í för. Þetta eru ógleymanlegar ferðir þar sem við nutum sólar og góðs matar og Þóra fór með okkur víða og kynnti okkur ítalska menningu. Ragnheiður var alltaf óaðfinn- anlega klædd, allt í stíl, og vara- liturinn ekki langt undan. Hvítar buxur og röndóttur bolur ásamt skóm og veski í stíl og vel lakkaðar neglur er mér minnisstætt. Hún hafði gaman af því að vera til, dansa og njóta góðs matar, drykkjar og tónlistar. Ættfróð var hún og gátu hún og Júlli, eigin- maður minn, rætt um ættartengsl og frændfólk tímunum saman. Ragnheiður starfaði í Ráðhúsi Reykjavíkur til fjölda ára og undi þar hag sínum mjög vel, var mann- blendin og þjónustulunduð og ófeimin við að spjalla og leiðbeina útlendingum sem þangað leituðu. Þær systur voru nánar og heppnar að eiga hvor aðra að og ekki var Þórður bróðir langt und- an heldur. Fylgdist hún vel með börnum þeirra og fjölskyldum og mikill samgangur og samheldni einkennir stórfjölskylduna. Svíþjóðarár fjölskyldunnar bar oft á góma og átti hún þaðan góðar minningar en Gunnar, fyrrverandi maður hennar, var þar við nám og störf sem læknir. Midsommar- afton, IKEA, sænskar kjötbollur, Melodifestivalen, kanilsnúðar og sænsk tunga skipuðu stóran sess hjá fjölskyldunni. Ragnheiður fór ekki varhluta af erfiðleikum í lífinu en hún tókst á við þá af æðruleysi með börn og tengdabörn sér við hlið. Að leiðarlokum þakka ég fyrir samfylgdina sem aldrei bar skugga á. Við huggum okkur við margar og góðar minningar um yndislega konu. Blessuð sé minning Ragnheiðar Júlíusdóttur. Guðrún Júlíusdóttir. Í dag kveðjum við Ragnheiði systur okkar sem féll frá 17. júlí síðastliðinn. Síðustu ár hefur hún átt við veikindi að stríða en við bjuggumst ekki við að hún færi svona fljótt. Raddý, eins og hún var kölluð, var næstelst í sex systkina hópi sem ólst upp á Vesturgötu 43 á Akranesi. Raddý var glæsileg kona og eftirtektarvert hvað hún var ávallt vel tilhöfð, litasamsetningar í sam- ræmi og hvert smáatriði í stíl. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og átti fallegt heimili. Raddý naut sín best þegar fjölskyldan var saman- komin með góðum mat, en hún var frábær kokkur. Hún hafði ein- stakt lag á að eiga samskipti við fólk. Hún var mannblendin og veitti börnum jafnt sem fullorðn- um athygli, hún kom eins fram við alla. Við höfum verið samheldinn systkinahópur allt frá æsku og mikill samgangur er á milli fjöl- skyldna okkar. Raddý og hennar fjölskylda bjuggu í Svíþjóð um árabil en það hafði lítil áhrif á nánd og samgang fjölskyldnanna. Við áttum margar góðar samveru- stundir hérlendis og erlendis. Við kveðjum þig, elsku systir, minningarnar munu lifa, hvíl þú í friði. Edda, Emilía, Þórður, Dísella og Gunnhildur. Raddý var okkur fjölskyldunni svo kær. Hún var hjartfólgin eldri systir föður okkar, kær mágkona móður okkar og dýrmæt frænka okkar systkinanna. Við minnumst henn- ar sem glæsilegrar og trygglyndr- ar konu, hnarreistrar og stoltrar, sem hafði einlægan áhuga á fólki, lifði fyrir börnin sín og barnabörn og vildi ávallt öllum svo vel. Ávallt glæsileg, í navy-bláum, sem tónaði svo vel við glettnina í augunum, raspinn í röddinni og dillandi hláturinn. Raddý, sem hafði unun af að dansa og gat ómögulega setið kyrr undir uppá- haldslögum sínum, Just a Gigolo og Bésame Mucho. Raddý, sem aldrei gleymist. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásdís Rósa Þórðardóttir. Elskuleg frænka er farin frá okkur. Hún var móður- og ömmu- systir okkar, hún var vinkona. Missirinn er óvæntur og söknuð- urinn mikill. Raddý var okkur fjöl- skyldunni mjög kær en hún og mamma/amma okkar voru svo miklu meira en bara systur og höfðu orðið samferða í gegnum ákveðna hápunkta í lífinu. Raddý var því oft kölluð amma Raddý á okkar heimili en hún tengdist okk- ur einstökum böndum. Raddý var einstök kona, hún hafði mikinn áhuga á fólki og lifði sig inn í það sem börnin hennar og barnabörn voru að gera. Hún naut þess að vera í kringum ættingja sína og munu minningar úr fjöl- skylduboðum lifa. Eitt af því síð- asta sem Raddý hafði hlakkað mikið til var að koma í útskriftar- veislu Freyju. Því miður varð ekki af því en við vitum að hún var með okkur í anda. Raddý var mikil smekkmanneskja hvort sem var á mat eða annað. Hún hafði komið með hugmyndir að veitingum sem hægt væri að bjóða upp á í veisl- unni og að sjálfsögðu var boðið upp á það. Raddý var glæsileg kona og vakti það eftirtekt, hún hugsaði um að hafa allt í stíl hvort sem það voru eyrnalokkar, gleraugu eða aðrir fylgihlutir. Það er óhætt að segja að ákveðnir litir hafi verið hennar litir; túrkisblár, marínblár og röndóttir bolir í sailor-stíl voru meðal hennar einkennismerkja. Hún var alltaf svo flott, með varalit og naglalakk og svo myndaðist hún alltaf frábærlega. Hún var eins og módel þegar teknar voru myndir af henni og í seinni tíð var ekki hægt að sjá á myndunum að veikindin væru farin að láta til sín taka. Síðustu ár höfum við notið þess að fá að ferðast töluvert með Raddý og mömmu/ömmu til heitari landa í sumarfríum. Þessar samverustundir urðu oft að fjöl- mennum fjölskylduferðum og eru dýrmætar minningar. Þar áttum við m.a. heimspekilegar umræður við Raddý um lífið og tilveruna og nutum góðs matar en hún átti það til að elda hakkabuff og lauk ofan í allan mannskapinn. Það elskuðu allir hakkabuffið hennar Radd- ýjar. Sólin og vatnið átti vel við Raddý en stundum gat hitinn ver- ið mikill og þá var köld sundlaugin eða sjórinn það besta enda naut hún þess að vera í vatninu. Við ræddum stundum hversu lík afa Júlla hún gat verið á ákveðnum stundum. Í minning- unni er Raddý með derhúfu, í bol og stuttbuxum í sólinni og hitan- um þjótandi áfram til að sinna sín- um erindum og þar fannst manni afi vera mættur. Þessum líkindum gátum við Raddý vel hlegið að saman. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að tengjast Raddý frænku svona vel en mikið munum við sakna hennar. Takk fyrir allar samverustundirnar sem við áttum elsku Raddý og við munum halda áfram „að vera að- eins til“ á góðum stundum í minn- ingu þinni. Elsku Melkorka, Júlli, Úlli, Þóra og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en minningarnar munu lifa. Hvíl í friði kæra frænka. Inga, Gauti og Freyja. Kæra Ragnheiður. Við hitt- umst fyrst í Reykholtsskóla, Borgarfirði, haustið 1955. Þú 14 ára og ég 13. Það varð með okkur ágætur kunningsskapur. Næst er ég sá þig var átta árum seinna er þú, 22 ára ólofuð yng- ismær, tókst á móti mér á Reykja- víkurflugvelli, glæsileg í fullum flugfreyjuskrúða. Úr varð kunningsskapur, síðan vinátta og loks ást sem leiddi til hjónabands og sambúðar í 25 ár. Við eignuðumst fjögur falleg og hraust börn auk þess sem við tók- um að okkur bróðurdóttur mína, Þórunni, sem bjó hjá okkur frá 12- 19 ára aldurs. Í rekstri þessa sjö manna stór- heimilis varst þú kletturinn í haf- inu og límið í fjölskyldunni. Hin árrisula húsmóðir var vak- in og sofin með umhyggju barna og bónda ætíð í fyrirrúmi. Allir voru vel nærðir og klæddir, ekki í larfa, heldur allir í stíl, þitt aðals- merki! Heimilið var snyrtilegt og vist- legt. Allt fórst þér vel úr hendi og vinsæl varstu ætíð hjá samferða- fólki okkar hvort sem var í borg eða sveit á Íslandi, 10 ár í Svíþjóð og aftur í Reykjavík. Þú varst þannig ein heilsteypt- asta manneskja og einn besti vin- ur sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Þrátt fyrir þetta slitum við samvistum 1989, en sem betur fer auðnaðist okkur að endurnýja vin- skapinn með heill og hamingju barnanna og barnabarnanna sjö að leiðarljósi. Sú vinátta óx á síðari árum og þú varst sem áður límið í fjölskyld- unni. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið hluti af þínu gjöfula lífi og að vinskapur okkar hélst til þinnar hinstu stundar hér á Hótel Jörð. Far í friði, kæra Ragnheiður. Megi góður Guð geyma þig til eilífðar. Þess óskar þinn ævilangur vinur, Gunnar Þór Jónsson. Ragnheiður Júlíusdóttir Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.”

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.