Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 18

Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 ✝ Helgi Þór Guð-mundsson fæddist á Snotru í Austur-Landeyjum 22. nóvember 1943. Hann lést 17. júlí 2019 á Vífils- stöðum. Foreldrar hans voru hjónin Guðleif Þórunn Guðjóns- dóttir frá Voð- múlastaða-Mið- hjáleigu, Austur-Landeyjum, f. 28. október 1907, d. 30. júní 1984, og Guðmundur Guðjóns- son frá Voðmúlastaða-Austur- hjáleigu, Austur Landeyjum, f. 1. september 1915, d. 22. ágúst 1998. Bróðir Helga Þórs var Sævar Salóme voru hjónin Jónína Steinunn Jónsdóttir, f. á Sönd- um í Miðfirði 19. ágúst 1910, d. 21. október 2009, og Guð- mundur Georg Albertsson, f. á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi 22. desember 1900, d. 21. mars 1989. Bræður Salóme eru: Jón Grétar Guðmundsson, f. 26. júlí 1936, d. 16. september 2013, og Jóhann Örn Guðmundsson, f. 7. október 1941. Helgi Þór bjó ásamt for- eldrum og bróður á Snotru til ársins 1948 þegar flutt var að Voðmúlastaða-Austurhjáleigu, sem síðar var nefnd Búland. Ár- ið 1959 fluttist fjölskyldan að Háteigsvegi 4 í Reykjavík. Helgi Þór og Salóme Guðný bjuggu fyrst í foreldrahúsum hennar í Skaftahlíð 10 þar til þau fluttu í sína fyrstu eign í Hraunbæ 116. Lengst af bjó fjöl- skyldan í Safamýri 56 þar til þau hjónin fluttu að Stakk- hömrum 9 árið 2006. Helgi Þór stundaði nám við Barna- og unglingaskóla Austur- Landeyjahrepps. Hóf nám í skriftvélavirkjun í Iðn- skólanum í Reykjavík í janúar 1961. Hann lauk sveinsprófi 1964 og hlaut meistarabréf 1968. Eftir sameiningu iðn- greina hlaut hann meistarabréf í rafeindavirkjun 1983. Árið 1961 hóf Helgi Þór störf hjá Einari J. Skúlasyni, síðar EJS hf., fyrst sem nemi í sinni iðn en svo við þjónustu og sölu á bókhaldsvélum og tölvubúnaði. Síðar, þar til hann lét af störfum árið 2004, gegndi hann stöðu deildarstjóra og framkvæmda- stjóra ásamt því að vera hluthafi og stjórnarformaður fyrir- tækisins. Helgi sótti ýmis nám- skeið í Þýskalandi í tengslum við störf sín ásamt því að vera stofn- félagi og gegna formennsku og ýmsum trúnaðarstörfum í Fé- lagi skriftvélavirkja. Útför Helga Þórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 31. júlí 2019, klukkan 15. Guðmundsson, f. 9. ágúst 1940, d. 1. apríl 2019. Kona hans var Álfheiður Bjarnadóttir, f. 18. maí 1940, d. 9. ágúst 2014. Börn þeirra eru: Sólveig Birna Sigurðar- dóttir, f. 1964, Ari Eyberg Sævarsson, f. 1967, Guðleif Sunna Sævars- dóttir, f. 1973, og Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, f. 1980. Helgi kvæntist Salóme Guðnýju Guðmundsdóttur, f. 19. ágúst 1944, hinn 3. desember 1966 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Dótt- ir þeirra er Auður Helgadóttir, f. 25. maí 1967. Foreldrar Fallinn er frá frændi sæll og vinur góður Helgi Þór Guð- mundsson. Ég var ungur sendur í sveitina til Guðmundar og Guðleifar í Austurhjáleigu nú Búland í Austur-Landeyjum. Guðmundur Guðjónsson var elstur föður- systkina minna. Ég dvaldi þar öll sumur á ættaróðali stórfjölskyld- unnar fram á unglingsár. Þar voru þeir bræður Sævar sem lést fyrir nokkrum vikum – blessuð sé minning hans – og Helgi Þór sem nú er kvaddur. Helgi var árinu eldri en ég, við urðum nánir. Sævar fjórum árum eldri en Helgi og hafði af þeim sökum annað hlutverk í þessu tríói sveitamanna við bústörfin. Sveitalífið hafði mikið uppeldis- gildi fyrir mig og vináttan sem af þessu óx varð ævilöng og fölskva- laus. Við vorum um margt ólíkir frændurnir, þeir kunnu störfin, ég lærði. Mörgum stundum var eytt í bragganum þar sem Sævar hafði búið til aðstöðu sem hæfði viðfangsefnum okkar. Það var margt sem ýtti undir fantasíuna, uppbyggingin í sveitinni og breytur frá gömlum tíma til tækninýjunga af öllu tagi. Allt það nýja sem þá gekk yfir sveit- irnar: rafmagnið, síminn, vélvæð- ing öll með fyrsta traktorinn í broddi fylkingar hafði áhrif. Vekjaraklukkan og rúðuþurrku- mótorinn og hvað eina varð að áhugaverðu viðfangsefni, meira að segja samhæfing þeirra reynd. Sævar vandaður völundur og Helgi upptekinn af öllu sem hreyfðist. Um svipað leyti og ég hætti að fara í sveitina rann upp sá tími breyttra aðstæðna að for- eldrar þeirra bræðra brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Sævar fór í Iðnskólann en Helgi að vinna við skrifvélaviðgerðir hjá Einari Skúlasyni. Við Helgi urð- um nánir á ný. Við fórum saman í kvöldskóla KFUM og lukum þar námi. Við stunduðum félagslíf og fórum á gömlu dansana og nutum lífsins. Helgi fór í Iðnskólann að læra rafeindavirkjun. Þeir bræð- ur fundu sig á réttum hillum; Sævar sem rennismiður og Helgi rafeindavirki, báðir afburðamenn hvor á sínu sviði og heillaðir í störfum sínum. Við Helgi eignuðumst vin- konur sem við hittum oftar en aðrar. Ég hana Ágústu og Helgi hana Salóme. Við gerðum ýmis- legt okkur til skemmtunar. Við keyptum tjald í sameiningu og því var tjaldað víða. Við fórum hvor í sína áttina við nám og störf svo ólík sem þau urðu. Samskiptin urðu strjálli eins og hlaut að verða en alltaf vissum við vel hvert af öðru. Þegar við Ágústa fórum til dvalar við nám erlendis 1967 kvöddum við Lóu við sjúkrabeð, það snart okkur djúpt. Skuggi langvarandi veikinda hefur verið fylginautur hennar allar götur síðan, þá stóð Helgi frændi minn langar vaktir. Síðustu ár hafa verið ströng í lífi Helga sakir lasleika hans. Þá naut Helgi trygglyndis og nær- færni Lóu sem hefur staðið dyggilega við hlið hans. Þau mætu hjón hafa reynst hvort öðru afar vel, verið sterk og hjálpsöm lífið út. Einkadóttir þeirra Auður á þar stóran hlut. Helgi Þór var drengur góður. Við Ágústa sendum Salóme og Auði, börnum Sævars og fjöl- skyldum innilegustu samúðar- kveðjur. Jónas Ingimundarson. Í dag kveðjum við kæran föðurbróður hinstu kveðju. Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt. Er úti á grundum hringja bjöllur hjarða, nú hljótt, svo glöggt og kveldljóð fugls í skógnum einstakt ómar og angurklökkt, og golan virðist tæpta á hálfri hending er hæst hún hvín, og hlátur barna, er leika sér við lækinn, berst ljúft til mín. En eins og tunglskins blettir akrar blika við blárri grund og ljósgrá móða leitin bakkafyllir og lægð og sund, og neðst í austri gylltar stjörnur glitra í gegnum skóg: Þá sit ég úti undir húsagafli í aftanró. Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð, af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál – að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig – við nætur gæskuhjartað jörð og himinn að hvíli sig. En þegar hinst er allur dagur úti og upp gerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: Í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag, og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag. (Stephan G. Stephansson) Helgi var mjög vandaður og traustur maður sem verður minnst með virðingu, hlýju og þakklæti. Við systkinin og fjöl- skyldur okkar sendum innilegar samúðarkveðjur til hans ástkæru eiginkonu og dóttur og biðjum al- mættið að blessa minningu góðs manns. Sólveig Birna, Ari Eyberg, Guðleif Sunna, Jóhanna Bjarndís. Helgi Þór Guðmundsson Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EYSTEINS GUÐMUNDSSONAR bílasmiðs. Valgerður Þ. Guðleifsdóttir Þór Eysteinsson Viðar Eysteinsson Kolbrún Eysteinsdóttir Kristinn Bjarnason Guðrún M. Eysteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar yndislegi bróðir, SVEINN SKARPHÉÐINSSON, Snægili 1, Akureyri, lést 27. júlí á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 2. ágúst klukkan 14. Systkinin frá Gili Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTÓFER PÁLSSON frá Hálsi við Grundarfjörð, áður til heimilis að Tröð í Fróðárhreppi, lést 27. júlí á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Útför Guðmundar verður auglýst síðar. Þórunn Sigurrós Kristinsdóttir Hjörtur Guðjón Guðmunds. Vineta Karimova Sædís Helga Guðmundssd. Ólafur Marinósson Skarphéðinn M. Guðmunds. Þórdís Bjarney Guðmundsd. Kristinn Þ. Sigurjónsson Martha Castilla Noriega Samúel Guðm. Sigurjónsson Ragnheiður I. Þórólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. júlí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 6. ágúst klukkan 13. Guðný Jóna Gunnarsdóttir Haraldur Þráinsson Hulda Maggý Gunnarsdóttir Ingvar Björn Ólafsson Björn, Brynhildur, Þráinn, Birna Ruth, Sóley, Gunnar Sær og langömmubörn Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, VALEY JÓNASDÓTTIR kennari á Siglufirði, lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar 28. júlí. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 10. ágúst klukkan 14. Arnþór Þórsson Brynja Baldursdóttir Óðinn Gunnarsson Una Agnarsdóttir Jóhanna Gunnarsdóttir Arnbjörn Eyþórsson Jökull Gunnarsson Ásta Sigfúsdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir Björn Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBRANDUR ÞÓRIR KJARTANSSON læknir, Fjallalind 22, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi miðvikudaginn 24. júlí. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 13. Alda Gunnarsdóttir Kjartan Guðbrandsson Eydís Gréta Guðbrandsdóttir Kjartan Antonsson Gunnar Örn Haraldsson Ásta Ey. Arnardóttir barnabörn og barnabarnabörn Frænka okkar, ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Þangbakka 10, lést á Hrafnistu Reykjavík 12. júlí. Hún verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju föstudaginn 2. ágúst klukkan 13. Við aðstandendur og systkinabörn viljum hér með þakka starfsfólki góða og hlýja umönnun. Nánustu aðstandendur Margrét Ólöf Héðinsdóttir Guðrún Rósa Michelsen auk systkinabarna og ættingja Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA FELIXDÓTTIR Lille Långenvägen 6, 44163 Alingsås, Svíþjóð, varð bráðkvödd á heimili sínu 4. júlí. Útför fer fram frá heimili hennar fimmtudaginn 1. ágúst. Þeim sem vilja minnast Önnu er bent á Hjartavernd. Jón Geir Guðnason börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubarn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÁMUNDASON verkfræðingur, Norðurbakka 17a, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. júlí. Útförin verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 2. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Þuríður Edda Gunnarsdóttir Gunnar Ág. Beinteinsson Auður Erla Gunnarsdóttir Jón R. Björnsson Ásta Björk, Auður Ýr, Andrea Helga, Rebekka og Helga Sif

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.