Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 20

Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 20
✝ Ólafur Jónssonfæddist 8. júní 1945 á Akranesi. Hann lést 23. júlí á krabbameinsdeild Landspítalans. For- eldrar Ólafs voru Jón Guðmundsson, f. 1904, d. 1987, og Sigríður Steins- dóttir, f. 1914, d. 2007. Alsystkin Ólafs eru: Eysteinn, f. 1933; stúlka, f. 1935, d. 1935; Unnur, f. 1936; Elsa, f. 1937, d. 1943; Björn, f. 1938; Steinn Þór, f. 1940; Elsa, f. 1942; Guð- mundur, f. 1943; Sigurjón, f. 1947, d. 2018. Sammæðra Erla Sigurðardóttir, f. 1932, d. 2014. Eiginkona Ólafs er Kristín Sæ- unnar Sigurðardóttir, f. 21. febr- úar 1950. Þau hófu sambúð 1971 og giftu sig 17. júní 1972. For- d) Ríkharður Rafn, f. 2000. Ólaf- ur ólst upp á Akranesi og stund- aði nám við Iðnskóla Akraness. Á unglingsárum vann Ólafur ýmis störf sem tengdust fiskvinnslu og almennri verkamannavinnu. Hann vann hjá verktakafyrirtæk- inu Loftorku í Reykjavík í 25 ár þar sem hann var verkstjóri við ýmsar framkvæmdir. Meðal ann- ars var hann yfirverkstjóri við þrjár vatnsaflsvirkjanir auk margvíslegra stórra og smærri verkefna í jarðvinnu. Síðar starf- aði Ólafur sem sérfræðingur hjá Landsbankanum í tæp 20 ár þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Ólafur og Kristín hófu búskap í Vogatungu í Kópavogi. Þau fluttu síðan í Blikahóla í Breið- holti og bjuggu þar í 10 ár. Þaðan fluttu þau í Ásland í Mosfellsbæ þar sem þau byggðu sér hús og hafa búið frá 1983. Útför Ólafs fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 31. júlí, klukkan 11. eldrar Kristínar eru Sæunn Andrés- dóttir, f. 1930, og Sigurður Sigurðs- son, f. 1926, d. 2003. Kristín er elst sinna systkina sem eru síðan í aldursröð: Sigurveig, Ari, Freyr og Andrés. Dætur Ólafs og Kristínar eru: 1) Sæunn, f. 19. september 1972, gift Benedikt Arnarsyni, f. 1972. Börn þeirra eru a) Baldur, f. 1999, og b) Freyja, f. 2001. 2) Iðunn, f. 31. janúar 1974, gift Árna Val Skarphéðinssyni, f. 1977. Börn þeirra eru a) Ólöf Rún, f. 1995, í sambúð með Tye Brooks, f. 1994, b) Skarphéðinn Stefán, f. 1998, c) Þula Guðrún, f. 2000, í sambúð með Ólafi Bjarka Guðmundssyni, Það er fráleitt að hægt sé að þakka og gera skil 45 ára sam- bandi föður og dóttur í örfáum orðum, en af því að pabbi minn var snillingur í að einfalda hlutina þá ætla ég að reyna. Pabba tókst að leysa öll heimsins vandamál, spyrja um alla krakkana, miðla helstu fréttum og fá mig til að brosa og hlæja og til þess þurfti oft ekki nema tveggja mínútna símtal. Væntumþykjan var aug- ljós og hann lagði sig allan fram um að vera til staðar fyrir okkur. Þegar við systur vorum litlar og hann var að vinna í virkjunum og var burtu heilu vikurnar las hann kvöldsögur fyrir okkur á segul- band sem við hlustuðum svo á næstu viku. Hann hugsaði svo vel um allt sitt fólk og átti hlýlegt og fallegt samband við móður sína og tengdamóður og passaði svo vel upp á þær og mömmu mína bæði í veikindum hennar og daglegu lífi. Aldrei lá hann á liði sínu ef hann var beðinn um aðstoð og aldrei þurfti að biðja tvisvar. Svo snögg- ur var hann að bregðast við að þegar ég lenti í mínum fyrsta árekstri var löngu búið að gera við bíllinn og hann kominn aftur á götuna svo ég gæti klesst hann aftur átta dögum seinna. Hann lét ekki á neinu bera og lét mig bara finna hvað hann var glaður að ég skyldi sleppa ómeidd. Hann var bæði bón- og ráðagóður og ég upplifði það oft að ég ætti mína eigin björgunarsveit í honum pabba mínum. Hann var duglegur að passa og leika við barnabörnin og það var augljóst hve vænt hon- um þótti um þau. Þegar við flutt- um úr landi tók hann við hund- inum okkar og sá afskaplega vel um hana þar til hún dó, södd líf- daga sjö árum síðar. Hann var einnig mjög duglegur að sinna okkur þrátt fyrir að við byggjum erlendis og hann heimsótti okkur oft og einnig fengum við tækifæri til að ferðast mikið saman. Þar sköpuðust dýrmætar minningar. Þannig var pabbi minn, um- hyggjusamur og örlátur á tíma sinn og vinnu og traustur sínu fólki langt umfram það sem hægt var að ætlast til. Með hlýhug og þakklæti kveð ég þennan góða föður minn. Iðunn Ólafsdóttir. Við eigum margar góðar minn- ingar um afa okkar. Þegar við vor- um yngri og gistum hjá afa og ömmu var afi vanur að syngja fyr- ir okkur Guttavísur fyrir svefninn. Þá héldum við reyndar að þær hefðu verið samdar sem auglýs- ingastef til að selja ost og könn- uðumst ekki alveg við textann sem afi söng. Hann kenndi okkur líka að smíða í bílskúrnum heima hjá sér í Mosfellsbænum. Í skúrnum var góð lykt af spýtum, fúavarnarefni og ýmsum efnum sem leyndust þar í dósum og brúsum. Í skúrn- um leyfði hann okkur að smíða einfaldar útgáfur af því sem okkur datt í hug í því skyni að kenna okk- ur að handleika verkfæri. Á sumrin fóru þau amma líka stundum með okkur í útilegur í fellihýsinu þar sem við lentum í ýmsum ævintýrum. Í einni útileg- unni notuðum við systkinin tæki- færið og stálumst með myndavél út í hestagerði sem var nálægt tjaldstæðinu á meðan afi og amma höfðu til matinn. Þar fundum við nokkra þolinmóða hesta sem kipptu sér ekki upp við að krakkar væru að atast í þeim. Okkur tókst með miklum tilfæringum og fyr- irhöfn að komast á bak og mynd- uðum aðfarirnar með myndavél- inni hans afa sem við höfðum tekið með okkur. Við sögðum afa og ömmu ekki frá þessu þegar við komum til baka, enda viss um að þetta væri bannað. Morguninn eftir vöknuðum við við hlátrasköll í afa sem hafði fundið myndavél- ina og var að skoða myndirnar sem við höfðum tekið. Hann var sjálfsagt feginn að við höfðum ekki slasað okkur í þessu ævintýri en hann skammaði okkur ekki. Við eigum margar fleiri góðar minningar um hann. Hann kom stundum með okkur í eltingaleik og hljóp þá hraðar en við héldum að gamalt fólk gæti gert. Hann leysti krossgátur jafnhratt og hann gat skrifað og var nánast ósigrandi í Trivial Pursuit. Eftir að við urðum eldri ferðuðumst við líka mikið saman til útlanda og þær minningar sem við eignuðumst með honum í þeim ferðum munu fylgja okkur alla tíð. Við minnumst afa okkar með þakklæti. Baldur og Freyja. Nú þurfum við að kveðja elsku afa Óla. Það er erfitt að kveðja afa minn, afann sem var til staðar fyr- ir mig frá upphafi. Afann sem var svo stór, sterkur og klár, afann sem gat lagað allt. Afann sem var alltaf reiðubúin að stökkva til ef nokkurn vantaði hjálp, afann sem var alltaf spenntur að fá mig og hin barnabörnin heim til sín. Hann hafði hlýjar hendur og fallegt bros. Hann var sætur karl eins og amma segir. Fyrir ekki svo löngu voru grafn- ar upp gamlar upptökur af fjöl- skyldunni frá því við barnabörnin vorum lítil. Þegar við horfðum á upptökur af mér hjá afa og ömmu tók ég eftir sérstaklega mikilli gleði og glampa í augunum á mér þegar litla ég leit upp í myndavél- ina. Nema það að litla ég var ekki að horfa á myndavélina heldur á afa sinn. Það var fátt í heiminum betra þá, og það breyttist ekki. Afa Óla verður svo sárt saknað. Ég finn til með elsku ömmu sem misti sinn allra besta vin, eig- inmann og félaga í einu og öllu. Ólöf Rún Árnadóttir. Nú er komið að kveðjustund og minningar leita á hugann. Það var fyrir 48 árum að Óli kvæntist Stínu og fjölskyldan fékk fyrstu kynni af honum. Hann var fremur hlédrægur en þegar leitað var eftir lá hann ekkert á skoð- unum sínum um menn og málefni, verk og verkstjórn, pólitík og landshagi. Hann hafði gaman af sögum og sagði skemmtilega frá atburðum úr vinnu og hversdags- lífi, mundi vel góðar vísur og var glaður með glöðum. Hann stóð fast á sínu og gat virst hrjúfur á yfirborðinu, en þar undir var ljúf- menni með hjarta úr gulli. Það kom best í ljós eftir að Stína og Óli eignuðust Sæunni og Iðunni. Óli var mikill fjölskyldumaður og það kom enn betur í ljós eftir að hann varð afi, hann sýndi einstaka um- hyggju, ekki síst í verki. Tengdamóður sinni sýndi hann mikla ræktarsemi, einkum eftir að hún varð ekkja. Hann var henni góður, traustur og hjálpsamur. Hann vaktaði Vonarholt úr sjón- auka úr Áslandinu og fylgdist með mannaferðum. Ef ókunnugir fóru um hlöðin þegar tengdamóðir hans var ekki heima fór hann upp eftir til að líta eftir mannaferðum. Þegar hann hélt að hann gæti veitt hjálparhönd var hann mættur og veitti aðstoð. Þegar við vildum færa Óla þakkir fyrir öll þau viðvik sem hann var okkur innan handar með, einkum eftir að húsbóndinn á okkar bæ takmarkaðist til flestra verka, var viðkvæði hans yfirleitt á einn veg: Ætli það standi manni ekki næst að vera sínum nánustu innan handar. Óli hélt verndarhendi yfir þeim sem honum þótti vænt um. Blessuð sé minning hans. Sigurveig og Björn. Ólafur Jónsson, svili minn, vek- ur hlýjar minningar. Við vissum hvert stefndi í veikindum hans en ekki hversu hröð síðasta lotan yrði. Sorgin er ekki minni þótt að- dragandinn hafi verið allnokkur. Getum líklega flest þakkað fyrir góðar stundir sem við áttum með honum undir það síðasta. Mér er minnisstæðust útskrift- in hans Baldurs, eins hinna efni- legu barnabarna Óla og Stínu, nú í vor. Þá var Óli nógu hress til að setjast hjá mér út í sólina á pall- inum fyrir utan húsið og við spjöll- uðum heillengi um heima og geima. Við gátum rifjað upp svo margar góðar stundir saman, ekki síst þegar við Ari komum með börnin okkar, þá ung, til þeirra Stínu upp í Hrauneyjafoss. Við vorum að virða fyrir okkur fossinn þegar eitthvað fór að falla úr loft- inu. – Er farið að rigna? spurði ég. – Nei, þetta er annað, þetta er aska, sagði Óli samstundis, og það var laukrétt, Heklugos var rétt að hefjast. Þetta var okkur báðum minnisstætt. Við Ari sóttum talsvert til þeirra Stínu og Óla á fyrstu bú- skaparárunum okkar. Síðar fjölg- aði samverustundum allrar stór- fjölskyldunnar, sem stækkaði ört, og fjölskylduferðalög, fjölskyldu- boð og stórir og smáir viðburðir innan tengdafjölskyldunnar minn- ar voru vel sóttir, nánast alltaf voru Stína og Óli þar ásamt dætr- um og ótrúlega fljótt barnabörn- um líka. Óli var góður faðir og það átti vel við hann að verða afi, hann var stoltur af fríða hópnum sínum. Mér fannst líka mikið til um hvað hann var mikill laumuhúmoristi og læddi út úr sér óvæntum at- hugasemdum um hversdagslega hluti. Gleymi aldrei að ein jólin sagði Óli mér að Stína hefði fengið tvö eintök af bókinni Eva Lúna, eftir Isabellu Allende – og hún er búin að lesa þær báðar! sagði Óli með stóískri ró. Hlæ enn með sjálfri mér þegar þetta kemur upp í hugann, og það er nokkuð oft. Þegar gott fólk fellur frá er missir þess nánustu óheyrilega mikill. Elsku Stína, Sæunn, Iðunn og fjölskyldur ykkar, sorgin er mikil núna, en ég veit líka að þið eigið eftir að rifja upp og njóta góðu minninganna saman og þakka fyrir þá blessun að hafa verið svona samrýnd og samstillt gegnum þá erfiðu tíma sem veik- indi og andlát hans Óla, elskaðs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, hafa verið. Hann var gæfu- maður að eiga ykkur að. Anna. Það er margt sem kemur í hug- ann þegar mágur, vinur og sam- starfsmaður til yfir 40 ára kveður allt of snöggt. Við eigum eftir að sakna hans mikið, en hugur okkar er hjá hans stóru fjölskyldu, sem á eftir að sakna hans enn meira. Við óskum þeim alls hins besta. Í fjarska á bak við allt, sem er býr andi þess, sem var. Og andi þess, sem enn er hér, er ekki þar. Sem hugarórar, huliðs-sjón, hann hrærir líf hvers manns. Og yfir sérhvers auðnu og tjón rís ásýnd hans. Hann andar ljósi á barnsins brá og beyg í hjarta manns. Og löngun hvers og leit og þrá er leikur hans. Og okkar sjálfra mark og mið er mælt við tilgang þann: Af draumi lífsins vöknum við og verðum hann. Að veruleikans stund og stað er stefnt við hinstu skil, því ekkert er til nema aðeins það, sem ekki er til. (Steinn Steinarr) Fyrir hönd Loftorku, Andrés og Ari. Fallinn er frá mikill snillingur, hann Ólafur Jónsson. Ég var svo heppinn að fá að starfa með hon- um um nokkurra ára skeið hjá Landsbankanum, en þar vann Ólafur við umsjón fasteigna sem bankinn hafði eignast. Ólafur var með eindæmum úrræðagóður og vílaði ekki fyrir sér að ganga í þau mál sem voru kannski ekki akk- úrat verkefni samkvæmt starfs- lýsingu hans. Hann hafði oft frum- kvæði sjálfur og hafði gott lag á að framkvæma hluti. Ólafur átti vini í öllum lands- hornum sem hann gat leitað til þegar óvænt og aðkallandi verk- efni komu upp. Þetta gat gerst hvenær sem var sólarhringsins og oft þegar veður voru válynd. Dæmi um það er þegar lögreglan hringdi í mig, einn laugar- dagsmorgun, til að segja mér að þak á húsi sem bankinn átti væri að fjúka af í miklu óveðri. Ég hringdi strax í Ólaf og bað hann að fara í verkið. Ég ákvað í kjölfarið að fara einnig og athuga stöðuna. Þegar ég kom á svæðið var flokk- ur manna mættur á svæðið sem Ólafur hafði „reddað“ án mikils fyrirvara og voru þeir á fullu að vinna í að bjarga þakinu. Ólafur þekkti alltaf menn til að skjótast í verk eða þá að hann fór strax sjálf- ur í verkið og kláraði það án vand- ræða eða eftirgangs. Eftir að Ólaf- ur hætti í bankanum heimsótti hann mig oft í bílskúrinn, þar sem við áttum gott spjall saman yfir kaffibolla. Alltaf var hann jafn hress og hafði gaman af að tala um lífið og tilveruna. Kæra fjölskylda, innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar. Friðrik Halldórsson, fyrrverandi forstöðumaður Landsbanka. Ólafur Jónsson HINSTA KVEÐJAAfi minn var heiðar- legur, hlýr og mikill fjöl- skyldumaður. Hann var vinnusamur og það var augljóst að hann skildi vel hvað þarf til að koma hlut- um í verk og það þýddi að hann var maður sem gerði það sem gera þurfti. Þegar kom að fjölskyldunni var hann einstaklega hlýr og þessi vinnusami maður vissi hvernig hann gat hjálpað fjölskyldu sinni. Ástríkur og fullur af sam- kennd, hann kvartaði aldrei og elskaði fjölskylduna sína og við elskum hann og minningu hans fyrir þann mann sem hann hafði að geyma. Ríkharður Rafn Árnason. Það sem kemur í hugann þegar ég hugsa um afa er hversu indæll hann var, ekki endilega það sem hann sagði heldur það sem hann gerði. Mér finnst algengt að fólk tali mikið og geri lít- ið, en afi var ekki einn af þeim. Hann var alltaf mjög hjálplegur og passaði upp á fjölskyldu sína á hvaða hátt sem hann gat. Ég minnist hans með hlýju og þakk- læti. Skarphéðinn StefánÁrnason. 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Brids kl. 12.30. Opið hús, t.d. vist og bridse kl. 13-15. Opið fyrir inni- pútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Miðvikufjör, útileguþema, lopapeysa má vera með. Kosning á nafni á nýju æfingartækin, lýkur kl. 16 í dag miðviku- dag 31. júlí. Komdu og taktu þátt, þitt atkvæði skiptir máli. Gáfu- mannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Uppl. í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Postulínsmálun kl. 9. Göngutúr um hverfið kl. 13. Opið hjá okkur alla virka daga. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Farið verður í skoðunarferð um Hörpu á morgun og á kaffi- húsið Bergmál Bistro í Hörpunni. Áhugasamir skrái sig til þátttöku hjá starfsfólki 3. hæðar á Vitatorgi. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Hlökkum til að sjá ykkur. Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist. Gullsmári Myndlist kl 9-11.30, postulínsmálun kl 13, kvennabrids kl 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Gönguferð um hverfið kl. 13.30 og eftir- miðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag, gengið frá Borgum. Opið hús í dag í Borgum frá kl. 13 til 16. Félagsvist, hannyrðir, spjallhópur og gleðileg samvera, kaffi á könnunni og kaffimeðlæti. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtals- tími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, Bónus-bíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook- síðu okkar; vaðnes-lóðir til sölu. með morgun- nu Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.