Morgunblaðið - 31.07.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019
einmitt þar sem afi hans fagnaði sex-
tugsafmælinu sínu 25. ágúst 1945.
Fjölskylda
Sigurbjörn kvæntist Kristínu
Steinarsdóttur kennara, f. 1. maí
1959, d. 12. nóvember 2012, hinn 23.
ágúst 1986. Börn þeirra eru: 1)
Magnús, f. 6. maí 1987, tölvunar-
fræðingur, starfar hjá Tjarnargöt-
unni. 2) Áslaug Arna, f. 30. nóvember
1990, alþingismaður og ritari Sjálf-
stæðisflokksins. 3) Nína Kristín, f. 6.
október 1993, sækir vinnu í Gylfaflöt.
Kristín var dóttir Elsu Pétursdóttur
húsmóður, f. 14. mars 1936, og Stein-
ars Guðjónssonar bóksala, f. 1. des-
ember 1933, d. 6. nóvember 2017.
Sigurbjörn kvæntist seinni eigin-
konu sinni Hlíf Sturludóttur fram-
kvæmdastjóra, f. 20. ágúst 1968, hinn
25. ágúst 2018. Börn hennar eru
Andri Ingason, f. 17. mars 1994, við-
skiptafræðingur hjá Artica Finance,
og Birta Ingadóttir, f. 15. febrúar
1998, nemi við Hólaskóla og starfar
við tamingar. Foreldrar Hlífar eru
Edda Halldórsdóttir lífeindafræð-
ingur, f. 5. júlí 1948, og Sturla
Snorrason framkvæmdastjóri, f. 5.
ágúst 1945.
Foreldrar Sigurbjörns voru séra
Magnús Guðmundsson sóknar-
prestur, f. 29. janúar 1925, d. 9. des-
ember 2006, og Áslaug Sigurbjörns-
dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6.
september 1930, d. 21. febrúar 2001.
Sigurbjörn var eina barn þeirra
hjóna.
Foreldrar Magnúsar voru: Guð-
mundur Magnússon, umsjónar-
maður í danska sendiráðinu, f. 14.
febrúar 1893, d. 13. maí 1985, og
Helga Jónsdóttir húsmóðir, f. 31. júlí
1895, d. 18. september 1992. For-
eldrar Áslaugar voru Sigurbjörn
Þorkelsson, kaupmaður í Vísi og síð-
ar forstjóri Kirkjugarða Reykjavík-
ur, f. 25. ágúst 1885, d. 4. október
1981, og Unnur Haraldsdóttir hús-
móðir, f. 29. október 1904, d. 14. júlí
1991.
Sigurbjörn
Magnússon
Ástríður Hróbjartsdóttir
húsmóðir í Holtum, Rangárþingi
Haraldur
Sigurðsson
kaupm. Rvík,
trésmiður,
Sandi, Vest-
mannaeyjum
Unnur Haraldsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Sigurbjörn Þorkelsson
kaupmaður og forstj. Kirkjug. Reykjavíkur
Áslaug Sigurbjörnsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Kristín
Gísladóttir
húsmóðir á
Kjalarnesi
Þorkell Halldórsson
Niðurkoti, Kjalarnesi
Birna Sigurbjörns-
dóttir húsmóðir
Pétur Guðmundsson verkfræðingur
og forstjóri Fjarhitunar hf.
Sigurbjörn Hjaltason
bóndi á Kiðafelli í Kjós
Hanna Sigurbjörns-
dóttir húsmóðir
Þorvaldur Friðriks-
son fréttamaður
Ólafur Garðars-
son hæstaréttar-
lögmaður
Friðrik Sigurbjörnsson lög-
fræðingur og fv. prófstjóri í HÍ
Sólveig Sigurbjörns-
dóttir húsmóðir
Sigurbjörn Sveinsson læknir
og fv. form. Læknafélagsins
Þorkell G. Sigurbjörnsson
forseti Gideonfélagsins
Dr. Björn Sigurbjörnsson fv. ráðu-
neytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu
Helga Sigurbjörnsdóttir húsmóðir í Rvík
Sigurbjörn Björnsson öldrunarlæknir
Hjalti Sigurbjörnsson bóndi á Kiða-
felli og fréttaritari Morgunblaðsins
Sigurbjörn Þorkels-
son rithöfundur
Unnur Steina
Björnsdóttir
ofnæmis- og
ónæmislæknir
Björn Þorvalds-
son tannlæknir
Garðar Ólafs-
son úrsmiður
Júlíana Jónsdóttir
húsmóðir á Búrfelli, Miðfi rði
Jón Jónsson
bóndi á Búrfelli í Miðfi rði, V-Hún.
Helga Jónsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðmundur Magnússon
umsjónarmaður í danska sendiráðinu í Reykjavík
Guðrún Jónsdóttir
húsmóðir, Grindavík
Magnús Jónsson
vinnumaður á Stað í Grindavík
Úr frændgarði Sigurbjörns Magnússonar
Magnús Guðmundsson
sóknarprestur í Reykjavík
„ÞÚ KEMST Á TOPPINN – OG HVAÐ
SVO?”
„KENNARINN Á LEIRKERANÁMSKEIÐINU
SEGIR AÐ ÉG SÉ MJÖG EFNILEG.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum
sársaukafull.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER REIÐUBÚINN AÐ
MÆTA ÞVÍ SEM FRAM-
UNDAN ER
NEMA AÐ ÞAÐ KOMI ÚR
ÞESSARI ÁTT
ÞETTA ERU REYKJARMERKI FRÁ
FLUGUMÖNNUNUM OKKAR! ÞEIR
ERU AÐ LÁTA OKKUR VITA HVAR
ÞEIR ERU!
NÚ OG HVAR ERU
ÞEIR? Í REYKKOFANUM!
GJÖRGÆS
LA
Hjálmar Freysteinsson segir veð-urfréttir úr Eyjafirði:
Fyrir þá sem vilja vita
er veðurblíðan sú,
að stiknar fólk við hægan hita
hér og nú.
Og Davíð Hjálmar í Davíðshaga
skrifar í Leirinn: Eftir vætutíð eru
hlýindin góð og maður venst fljótt
hitanum. Hér um slóðir er svo heitt
að malbik á götum bráðnar og veit-
ingamaður í Kelduhverfi sagði í mín
eyru í gær að ekki væri stætt fyrir
hita. Skepnur leita gapandi í skugga
og ær í ull eru sorgleg sjón.“
Í haganum soðna í reyfinu rollur
og rjúkandi malbikið klessist við þig.
Um viðkvæmar taugar fer helkaldur hrollur
ef hitinn fer niður í 30 stig.
Pétur Stefánsson
yrkir sonnettu:
Og tíðin hún var algjör sólarsaga
og sjórinn lygn og greinar varla bærðust.
Og fuglar vorsins lifðu hér og hrærðust
í hitamollu þessa sumardaga.
En regn úr skýjum fellur nú á foldu
og fjöllin hylja gráar þokuslæður.
Því þessu stjórnar einn sem öllu ræður
ofan jarðar og líka neðan moldu.
Já, gróðurinn hann gleðst við þráðu regni
og grasið sprettur ört um daga’ og nætur.
Nú vökvast blóm og vökvast tré og rætur
og vösk þau svala þorsta eftir megni.
Já, helliregn af himnum á oss dynur,
það heldur lífi í öllu, kæri vinur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Veðurfréttir í sól og regni
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Öryggisskór frá