Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan – Valur ....................................... 1:5 Selfoss – HK/Víkingur............................. 2:0 Staðan: Valur 12 11 1 0 44:8 34 Breiðablik 12 11 1 0 43:12 34 Þór/KA 12 6 2 4 24:20 20 Selfoss 12 6 1 5 15:15 19 Fylkir 11 4 1 6 12:23 13 Stjarnan 12 4 1 7 11:24 13 ÍBV 11 4 0 7 19:28 12 Keflavík 12 3 1 8 21:26 10 KR 12 3 1 8 12:25 10 HK/Víkingur 12 2 1 9 10:30 7 Markahæstar: Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabl.11 Elín Metta Jensen, Val ............................. 11 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki..... 11 Hlín Eiríksdóttir, Val................................ 11 Stephany Mayor, Þór/KA......................... 10 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val ............... 10 Sophie Groff, Keflavík .............................. 10 Inkasso-deild kvenna FH – Tindastóll ........................................ 4:4 Birta Georgsdóttir 51., 82., Guðrún Jenný Ágústsdóttir (sjálfsmark) 70., Þórey Björk Eyþórsdóttir 76. – Murielle Tiernen 2., 39., Jacqueline Altschuld 63., Laufey Harpa Halldórsdóttir 66. ÍA – Fjölnir ............................................... 1:1 Eva María Jónsdóttir 84. – Íris Ósk Val- mundsdóttir 31. Afturelding – Grindavík......................... 1:1 Sigrún Gunndís Harðardóttir 77. – Birgitta Hallgrímsdóttir 31. Augnablik – ÍR......................................... 0:0 Staðan: FH 11 8 2 1 31:15 26 Þróttur R. 10 8 0 2 38:9 24 Tindastóll 11 6 1 4 31:24 19 Afturelding 11 5 2 4 14:14 17 Haukar 10 5 0 5 14:9 15 Augnablik 11 4 2 5 9:11 14 Grindavík 11 3 4 4 15:18 13 ÍA 11 3 3 5 11:13 12 Fjölnir 11 3 3 5 16:22 12 ÍR 11 0 1 10 3:47 1 Inkasso-deild karla Þór – Víkingur Ó ..................................... 1:1 Rick ten Voorde 33. – Guðmundur Magn- ússon 90. Keflavík – Njarðvík................................. 1:0 Frans Elvarsson 90. Rautt spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík) 79. Þróttur R. – Haukar................................ 4:2 Daði Bergsson 1., Rafael Victor 3., 26., 42. (víti) – Guðmundur Már Jónasson 9., Sean De Silva 13. Leiknir R. – Grótta .................................. 2:2 Sólon Breki Leifsson 16., 34. – Valtýr Már Michaelsson 51., Pétur Theódór Árnason 57. Rautt spjald: Stefán Árni Geirsson (Leikni R.) 77. Staðan: Fjölnir 14 10 2 2 32:13 32 Þór 15 8 4 3 25:15 28 Grótta 15 7 6 2 30:21 27 Leiknir R. 15 8 1 6 27:23 25 Víkingur Ó. 15 6 5 4 16:12 23 Keflavík 15 6 4 5 19:17 22 Þróttur R. 15 6 3 6 31:21 21 Fram 14 6 2 6 20:22 20 Haukar 15 3 5 7 21:30 14 Afturelding 14 4 1 9 17:29 13 Njarðvík 15 3 1 11 15:28 10 Magni 14 2 4 8 15:37 10 Þýskaland C-deild: Kaiserslautern – Ingolstadt ................... 0:0  Andri Rúnar Bjarnason kom inn af bekknum á 82. mínútu hjá Kaiserslautern. Meistaradeild karla 2. umferð, seinni leikir: APOEL Nikósía – Sutjeska ............ 3:0 (4:0) Maccabi Tel Aviv – CFR Cluj.......... 2:2 (2:3) Nömme Kalju – Celtic ..................... 0:2 (0:7) Basel – PSV Eindhoven .................. 2:1 (4:4) Dinamo Zagreb – Saburtalo........... 3:0 (5:0) Valletta – Ferencváros ................... 1:1 (2:4) Olympiacos – Viktoria Plzen .......... 4:0 (4:0)  Samanlögð úrslit í svigum, feitletruð lið áfram í 3. umferð Meistaradeildar, tapliðin fara yfir í 3. umferð Evrópudeildar. Evrópudeild karla 2. umferð, seinni leikir: Lincoln Red Imps – Ararat ........... 1:2 (1:4) Suduva – Tre Penne ...................... 5:0 (10:0) Dudelange – Shkëndija................... 1:1 (3:2) Feronikeli – Slovan Bratislava ...... 0:2 (1:4)  Samanlögð úrslit í svigum, feitletruð lið áfram í 3. umferð Evrópudeildar, tapliðin eru úr leik. KNATTSPYRNA EM U18 karla B-deild í Rúmeníu: C-riðill: Noregur – Ísland .................................. 69:96 Ísrael – Tékkland ................................. 61:50 Bosnía – Lúxemborg.......................... 105:38  Ísrael 8, Tékkland 7, Bosnía 7, Noregur 5, Ísland 5, Lúxemborg 4. Ísland mætir Lúxemborg í lokaumferðinni í dag.  Tindastóll er ekki búinn að gefa upp von um að tryggja sér sæti í efstu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Liðið gerði góða ferð í Kapla- krika í 11. umferð 1. deildar, In- kasso-deildarinnar, í gærkvöld þar sem topplið FH bjargaði 4:4 jafntefli í ótrúlegum leik. Murielle Tiernan kom Tindastóli í 2:0 og hefur nú skorað 14 mörk í deildinni, en Birta Georgsdóttir minnkaði muninn eftir hlé. Jacquel- ine Altschuld og Laufey Harpa Hall- dórsdóttir komu Sauðkrækingum í 4:1, en FH skoraði þrjú mörk á tólf mínútna kafla. Sjálfsmark kom lið- inu á bragðið áður en Birta skoraði aftur og Þórey Björk Eyþórsdóttir líka. FH hefur tveggja stiga forskot á Þrótt R., sem getur náð toppsæt- inu með sigri á Haukum í kvöld, en Tindastóll og Þróttur mætast ein- mitt í næstu umferð og gæti sá leik- ur ráðið miklu um framhaldið. Langþráð fyrsta stig ÍR Jafntefli var niðurstaðan í hinum þremur leikjum gærkvöldsins, en því fagnaði ÍR sennilega mest þar sem liðið krækti í sitt fyrsta stig í sumar með markalausu jafntefli gegn Augnabliki. ÍA og Fjölnir eru enn jöfn að stigum fyrir ofan ÍR, en Íris Ósk Valmundsdóttir kom Fjölni yfir á Skaganum áður en Eva María Jónsdóttir jafnaði í 1:1. Þá gerðu Afturelding og Grinda- vík einnig 1:1 jafntefli, þar sem Birg- itta Hallgrímsdóttir kom Grindvík- ingum yfir áður en Sigrún Gunndís Harðardóttir jafnaði fyrir Mosfell- inga, sem eru tveimur stigum fyrir aftan Tindastól á meðan Grindavík er rétt fyrir neðan miðja deild. Tindastóll ekki sagt sitt síðasta  Átta marka jafntefli í Kaplakrika Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tvenna Murielle Tiernan skoraði tvö fyrir Tindastól og er markahæst í deildinni. Hún er hér gegn Evu Núru Abrahamsdóttur í leiknum í gær. Knattspyrnumaðurinn Óttar Magn- ús Karlsson er snúinn aftur til upp- eldisfélags síns Víkings í Reykjavík og hefur skrifað undir tveggja ára samning sem tilkynnt var um í gær. Óttar Magnús er 22 ára gamall og kemur frá sænska félaginu Mjällby. Hann á að baki 20 leiki og sjö mörk í efstu deild með Vík- ingum, en hann fór út haustið 2016 og samdi við Molde í Noregi áður en hann hélt til Svíþjóðar. Óttar Magnús á að baki sjö A- landsleiki og hefur í þeim skorað tvö mörk. sport@mbl.is Óttar Magnús heim í Víkina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Víkingur Óttar Magnús Karlsson á að baki sjö A-landsleiki með Íslandi. Tveir leikmenn karlaliðs Fylkis í knatt- spyrnu voru á fundi aga- og úrskurð- arnefndar KSÍ í gær úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Það eru þeir Ólafur Ingi Skúla- son og Daði Ólafsson og verða þeir því ekki með í næsta leik gegn Val 7. ágúst. Þrír aðrir leikmenn efstu deildar karla fengu eins leiks bann. Damir Muminovic (Breiðabliki), Hrannar Björn Steingrímsson (KA) og Tobias Thomsen (KR). Þá fengu Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfossi) og Tinna Óðins- dóttir (HK/Víkingi) sömuleiðis eins leiks bann í efstu deild kvenna. Fylkir verður án tveggja gegn Val Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leikbann Ólafur Ingi Skúlason, fyr- irliði Fylkis, verður frá í næsta leik. Þórsarar voru aðeins örfáum mín- útum frá því að festa sig vel í sessi í öðru sæti 1. deildar karla í knatt- spyrnu, Inkasso-deildinni, þegar þeir fengu Víkinga frá Ólafsvík í heim- sókn í 15. umferðinni í gær. Rick ten Voorde kom Þórsurum yfir en þeir náðu ekki að halda út og Guðmundur Magnússon skoraði jöfnunarmark í sínum fyrsta leik með Víkingi á loka- mínútunni, 1:1. Þórsarar hanga enn stigi fyrir ofan Gróttu, en hefðu getað náð þriggja stiga forskoti á Seltirninga með því að halda í sigurinn. Grótta gerði nefnilega á sama tíma sitt þriðja jafn- tefli í röð, 2:2 gegn Leikni R., og var því engin hreyfing á liðunum í 2.-5. sæti. Sólon Breki Leifsson kom Leikni í 2:0 en Valtýr Már Michaelsson og Pétur Theódór Árnason tryggðu Gróttu stig. Leiknismenn eru tveim- ur stigum fyrir aftan Gróttu í fjórða sætinu og Ólafsvíkingar tveimur stig- um þar fyrir aftan. Hvorugt liðið hef- ur sagt sitt síðasta í baráttunni um að fylgja Fjölni upp, en staða Fjölnis er afar vænleg eftir þessi jafntefli og getur liðið náð sjö stiga forskoti með sigri á Aftureldingu í kvöld. Dramatískt sigurmark Frans Elv- arssonar fyrir Keflavík í blálokin gegn Njarðvík útilokar Keflvíkinga heldur ekki frá baráttunni, en Njarð- vík berst í bökkum í fallbaráttunni eftir fjögur töp í röð. Rafael Victor skoraði svo þrennu fyrir Þrótt R. sem vann 4:2-sigur á Haukum, en Victor er nú kominn með 11 mörk og er markahæstur ásamt Pétri Theódóri hjá Gróttu. Daði Bergsson kom Þrótti á bragðið áður en Victor kláraði leikinn fyrir Þrótt, sem siglir lygnan sjó í deild- inni. Guðmundur Már Jónasson og Sean De Silva skoruðu fyrir Hauka sem eru fjórum stigum frá fallsæti. Toppslagur Þórsarinn Dino Gavric nær að stökkva hæst í hörðu skallaeinvígi gegn þeim Miha Vidmar og Ibrahim Barrie í liði Víkings Ólafsvíkur á Þórsvellinum í gærkvöld þar sem gestirnir jöfnuðu á lokamínútu leiksins.  Staða Fjölnis vænkaðist eftir jafntefli næstu fjögurra liða Dramatík á Þórsvelli Ljósmynd/Þórir Tryggvason Karlalið Breiða- bliks í knatt- spyrnu hefur endurheimt bak- vörðinn Alfons Sampsted úr at- vinnumennsku, en hann hefur verið lánaður heim í Kópavog- inn frá sænska fé- laginu Norrköp- ing út yfirstandandi tímabil hér heima. Alfons er 21 árs gamall og hélt til Svíþjóðar árið 2017, en hann á að baki 17 leiki með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki í efstu deild. Þá hefur hann spilað 46 leiki fyrir yngri lands- lið Íslands, þar af 21 leik fyrir U21 árs liðið. Hann fyllir skarðið sem Jo- nathan Hendrickx skilur eftir sig í bakverðinum eftir að hafa verið seld- ur til Lommel í Belgíu fyrr í sumar. Stefán að kaupa Kolbein út Lommel er aftur á móti að nálgast annan leikmann Blika, því Kolbeinn Þórðarson hefur nú fengið leyfi til þess að ræða um kaup og kjör við belgíska félagið eftir að Breiðablik samþykkti tilboð í hann á dögunum. Kolbeinn er 19 ára gamall sókn- arsinnaður miðjumaður og hefur skorað fjögur mörk í 12 leikjum í efstu deild í sumar, en á alls að baki 32 leiki í efstu deild með Breiðabliki. Lommel leikur í næstefstu deild í Belgíu en Stefán Gíslason tók við starfi knattspyrnustjóra liðsins fyrr í sumar eftir að hafa áður þjálfað Leikni R. hér heima. Stefán þjálfaði einmitt Kolbein í 2. flokki Breiða- bliks á sínum tíma. yrkill@mbl.is Alfons snýr aftur en Kol- beinn á útleið Alfons Sampsted

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.