Morgunblaðið - 31.07.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.07.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 Þegar ég fylgdist með vand- ræðum kylfingsins Rory McIlroy á fyrsta keppnisdegi The Open velti ég því fyrir mér hvort kapp- inn hafi fallið á prófinu hvað varðar sálfræðiþáttinn. Nú liggur auðvitað fyrir að sál- ræni þátturinn er mjög stór hluti þess að leika á golfmótum í hæsta gæðaflokki. Sérstaklega risamótunum. Slíkt þekkir McIlroy auðvitað og hefur sigrað fjórum sinnum á risamótum. En í þessu tilfelli var hann í öðrum sporum en áður. Að þessu sinni var hann á heimavelli á Norður- Írlandi. Ég velti því fyrir mér hvort hann hafi ekki gert mistök þegar hann sagðist í aðdraganda mótsins undirbúa sig eins og fyrir hvert annað risamót. Þegar íþróttamaður er með heila þjóð á bakinu er það ger- ólíkt þeim aðstæðum sem við- komandi er vanalega í. Áhugi N-Íra á McIlroy er allt annar og meiri þegar hann keppir á heimavelli og The Open er haldið í landinu í fyrsta skipti síðan 1951. McIlroy sjálfur hafði verið fullur tilhlökkunar í mánuði og ár. Spennustigið verður hærra en vanalega þegar nánast allir sem kannast við þig eru að fylgj- ast með. Þessu má líkja við muninn á því að spila mik- ilvægan landsleik fyrir þjóð sína eða venjulegan deildarleik úti í heimi. Áhugi þeirra sem kannast við þig er allt annar þegar kemur að landsleiknum. Það er ekki að ástæðulausu að vítaskyttur skora úr vítum fyrir félagslið all- an veturinn en skjóta upp í stúku þegar komið er á HM. Hvort sem það er Platini, Baggio eða Gylfi. Hefur það ekkert með spyrnu- getu þessara manna að gera. McIlroy mætti á 1. teig og sló út fyrir vallarmörk. Hefur það ekkert með tækni hans að gera. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Würth-völlur: Fylkir – ÍBV...................... 18 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Haukar 19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Framvöllur: Fram – Magni ...................... 18 Extra-völlur: Fjölnir – Afturelding .... 19.15 2. deild karla: Akraneshöll: Kári – Vestri........................ 18 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Dalvík/Reynir 18 Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – KFG.... 19.15 Sauðárkróksv.: Tindastóll – Víðir ....... 19.15 Jáverkvöllur: Selfoss – ÍR ................... 19.15 Húsavík: Völsungur – Fjarðabyggð ... 19.15 3. deild karla: Vopnafj.: Einherji – Höttur/Huginn ....... 18 Fagrilundur: Augnablik – Sindri ............. 19 Ólafsfjarðarv.: KF – Skallagrímur .......... 19 Europcarv.: Reynir S. – Kórdrengir ....... 19 Bessastaðavöllur: Álftanes – KV ............. 20 Fjölnisvöllur: Vængir Júpíters – KH ...... 20 Í KVÖLD! GARÐABÆR/SELFOSS Bjarni Helgason Guðmundur Karl Valskonur endurheimtu toppsæti úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, þegar liðið vann öruggan 5:1-sigur gegn Stjörn- unni á Samsung-vellinum í Garðabæ í 12. umferð deildarinnar í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum en fyrir leikinn í gærkvöldi hafði hún skoraði 199 mörk í efstu deild í 137 leikjum með ÍBV og Val og er hún því komin í 202 mörk í efstu deild. Hún er önnur konan sem nær að skora yfir 200 mörk, á eftir Olgu Færseth, sem skoraði 269 mörk á ferlinum í 217 leikjum fyrir KR, ÍBV og Breiðablik á árunum 1992 til ársins 2008. „Ég held að það sé aðeins of langt í Olgu og ég hugsa að ég leyfi kellingunni að eiga það met enda frábær leikmaður og minn lærimeistari ef svo má að orði kom- ast,“ sagði Margrét Lára í samtali við Morgunblaðið í gær, aðspurð hvort hún ætlaði sér að reyna ná metinu af Olgu. Stjörnukonur sýndu ágætistakta á Samsung-vellinum í gær. Liðið varðist aftarlega og freistaði þess að beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega og Valskonum gekk illa að skapa sér afgerandi marktækifæri framan af leik á meðan hin 16 ára gamla Hildigunnur Ýr Benedikts- dóttir gerði varnarmönnum Vals erfitt fyrir með hraða sínum og bar- áttugleði. Hún skoraði þrennu í síð- ustu umferð gegn HK/Víkingi og fiskaði víti í gær. Eftir að Valskonur skoruðu annað mark leiksins var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi detta í raun bara spursmál hversu stór hann yrði. Stjörnukonur misstu að- eins hausinn eftir þriðja markið og þá fyrst fór Valskonum að líða vel á vellinum. Leikurinn var hins vegar vel útfærður af hálfu Valsliðsins og Garðbæingar fengu engin opin marktækifæri. Það yrðu ákveðin vonbrigði ef Valsliðinu tækist ekki að landa Ís- landsmeistaratitilinum í haust því staðreyndin er einfaldlega sú að lið- ið hefur verið mest sannfærandi allra liða í deildinni í sumar og það sést á markatölu liðsins. Það er ákveðinn stígandi í leik Garðabæj- arliðsins og loksins eru þær komnar með alvöruhraða í framlínuna sína, eitthvað sem hefur sárlega vantað, enda ekki mikill hraði í liðinu heilt yfir. Hildigunnur Ýr er ein af von- arstjörnum íslenskrar kvennaknatt- spyrnu og í raun hálfundarlegt að hún hafi ekki fengið mun meiri spil- tíma í sumar. bjarnih@mbl.is Dýr ferð botnliðsins á Selfoss Selfoss vann þægilegan sigur á HK/Víkingi á Selfossvelli, 2:0, þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálf- leik. Selfoss stýrði leiknum fyrstu 45 mínúturnar og HK/Víkingur virt- ist hafa ákaflega litla trú á verkefn- inu. Ætli botnliðið að spyrna sér upp þá þarf hugarfarið að breytast því þær virtust nálgast leikinn með hálfum hug. Það varð þeim dýrt því Selfoss skoraði tvö góð mörk í fyrri hálfleik en færin voru mörg hjá Selfoss- konum og þær hefðu getað bætt við talsvert fleiri mörkum ef nýtingin hefði verið betri. Grace Rapp kom þeim yfir á 9. mínútu og á 29. mín- útu gerði Barbára Sól Gísladóttir endanlega út um leikinn. Tvö mörk dugðu þó til sigurs því seinni hálf- leikurinn var nánast tíðindalaus. HK/Víkingur virtist hafa fengið ágætisræðu frá Rakel Logadóttur í leikhléi því þær fóru framar á völl- inn og héldu boltanum betur og en náðu ekki að skapa sér nein færi. Selfyssingar hertu tökin aftur þegar leið á seinni hálfleikinn og hefðu mátt lauma inn fleiri mörkum en þversláin og Audrey Baldwin í marki HK/Víkings komu í veg fyrir það. Selfoss hefur fest sig í sessi í 4. sæti deildarinnar og markmið liðs- ins er örugglega að ná 3. sætinu. Það er stutt bil frá botnsætinu þar sem HK/Víkingur situr upp í næstu lið. En eftir því sem leikjunum fækkar verður brekkan brattari. sport@mbl.is Braut 200 marka múrinn  Valskonur endurheimtu toppsætið í Garðabænum  Selfyssingar styrktu stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar  Hildigunnur Ýr hélt uppteknum hætti Morgunblaðið/Arnþór Birkisson 202 Margrét Lára Viðarsdóttir með boltann í gærkvöld þar sem hún skoraði sögulegt mark og tvö til viðbótar. Jill Ellis mun láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs Bandaríkjanna í knattspyrnu í október, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa unnið annan heimsmeistaratitilinn í röð með liðið. „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að fá að þjálfa þetta lið og vinna með þessum ótrúlegu kon- um,“ sagði Ellis, sem hefur unnið 102 leiki og tapað 18 með banda- ríska liðið. Eftir að hún hættir þjálfun tekur hún við starfi nokk- urs konar sendiherra bandarískrar kvennaknattspyrnu. yrkill@mbl.is Hættir með heimsmeistarana AFP Sigursæl Jill Ellis er fyrsta konan sem vinnur á HM tvisvar sem þjálf- ari. Eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum fór íslenska U18 ára landslið karla í körfuknattleik illa með Noreg í fjórða leik í B-deild Evrópumótsins í Rúmeníu í gær og vann öruggan sigur, 96:69. Ísland var yfir allan leikinn og þar var Dúi Þór Jónsson at- kvæðamestur með 22 stig en næst- ur kom Friðrik Jónsson með 20 stig. Lokaleikur Íslands í riðlakeppn- inni er á morgun þegar liðið mætir Lúxemborg og eftir það taka við leikir um sæti á mótinu. Réttu úr kútnum gegn Noregi Ljósmynd/FIBA Stigahæstur Dúi Þór Jónsson skor- aði 22 stig gegn Noregi í gær. 1:0 Grace Rapp 9. 2:0 Barbára Sól Gísladóttir 29. I Gul spjöldCassie Boren (Selfossi), Fatma Kara, Eygló Þorsteinsdóttir (HK/Víkingi). SELFOSS – HK/VÍKINGUR 2:0 Dómari: Steinar Berg Sævarsson, 7. Áhorfendur: 267. M Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Self.) Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi) Grace Rapp (Selfossi) Karítas Tómasdóttir (Selfossi) Fatma Kara (HK/Víkingi) 0:1 Margrét Lára Viðarsdóttir 30. 0:2 Margrét Lára Viðarsdóttir 55. 0:3 Elín Metta Jensen 70. 0:4 Fanndís Friðriksdóttir 72. 0:5 Margrét Lára Viðarsdóttir 81. 1:5 Jasmín Erla Ingadóttir 86. (víti) I Gul spjöldMálfríður Anna Eiríksdóttir (Val). Dómari: Atli Haukur Arnarsson, 8. Áhorfendur: 254. STJARNAN – VALUR 1:5 MM Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur) M Elísa Viðarsdóttir (Val) Hallbera Guðný Gísladóttir (Val) Hlín Eiríksdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Fanndís Friðriksdóttir (Val) Ásgerður S. Baldursdóttir (Val) Birta Guðlaugsdóttir (Stjörnunni) Edda María Birgisdóttir (Stjörn.) Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjörn.) Hildigunnur Ýr Benediktsd. (Stj.) Arnar Grétarsson er að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá belgíska B-deildarfélaginu KSV Roeselare, en fotbolti.net fullyrti það í gærkvöld. Arnar á mikil tengsl við Belgíu, en hann lék með Lokeren á sínum tíma og var yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge eftir að ferlinum lauk. Hann hafnaði því í fyrra að taka við slíku starfi hjá APOEL á Kýpur. Arnar var síðast þjálfara karlaliðs Breiðabliks á árunum 2015-2017. Arnar að fá starf í Belgíu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.