Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
(*á meðan birgðir endast)
15%
SUMARÚTSALA
25 júlí - 2 ágúst
FC 5
Skúringarvél
K5 Öflug
háþrýstidæla
FRÁ
26.099
TILBOÐ
56.516
TILBOÐ
KB 5
Rafmagnssópur
með batterí
FRÁ
10.950
TILBOÐ
RC 3 Ryksuguvélmenni
90.872
TILBOÐ
SC 2 Gufutæki sem
þrífur án hreinsiefna
23.659
Hvít
TILBOÐ
WV 2
Gluggaskafa
FRÁ
9.413
TILBOÐ
afsláttur af
völdum vörum frá*
Réttarhöldin yfir bandaríska rapp-
aranum A$AP Rocky og tveimur
lífvörðum hans hófust í Stokkhólmi
í gær og standa út vikuna. Þre-
menningunum er gefið að sök að
hafa ráðist á 19 ára pilt, sem þeir
segja að hafi elt þá á röndum í
Stokkhólmi. Þeim er gefið að sök
að hafa hent piltinum í götuna þar
sem þeir spörkuðu í hann og lömdu
með brotinni flösku með þeim af-
leiðingum að pilturinn hlaut skurði
á höfði og handleggjum og þurfti
að leita sér læknisaðstoðar til að
láta sauma þá. Brotaþoli, sem er
flóttamaður frá Afganistan, fer
fram á rúmlega 1,7 milljónir
íslenskra króna í skaðabætur.
Líkt og við var að búast neituðu
A$AP Rocky, sem réttu nafni heitir
Rakim Mayers, og félagar hans
allri sök og bera því við að um
sjálfsvörn hafi verið að ræða. Slo-
bodan Jovicic, verjandi A$AP
Rocky, hélt því fram í réttarsalnum
í gær að glerflaskan, sem rapp-
arinn er sakaður um að hafa notað
sem barefli, hafi brotnað að baki
honum. Sagði hann að útskýra
mætti skurðina á brotaþola með
þeim hætti að A$AP Rocky hefði
stigið á flöskuna áður en hann
sparkaði í piltinn og glerbrot fest
undir skósólunum með þeim afleið-
ingum að pilturinn skarst.
Saksóknari notaði fyrsta dag
réttarhaldanna til að fara yfir 522
blaðsíðna rannsóknarskýrslu um
málið sem inniheldur fjölda ljós-
mynda af áverkum brotaþola, en
sumar myndanna má sjá bæði á
SVT og BBC. Martin Persson, verj-
andi annars lífvarðar A$AP Rocky,
hefur í sænskum fjölmiðlum fullyrt
að hann geti lagt fram ný sönn-
unargögn sem muni sanna sakleysi
þremenninganna, þ.e. að þeir hafi
ekki notað flösku sem barefli og að
viðbrögð þeirra rúmist innan
ramma sjálfsvarnar. Samkvæmt
heimildum BBC er talið að hann
leggi gögnin fram á morgun.
Sænskir fjölmiðlar greindu í gær
frá því að Donald Trump, forseti
Bandaríkjanna, hefði sent Robert
C. O’Brien til Svíþjóðar til að fylgj-
ast með réttarhöldunum. O’Brien
er lögfræðingur sem starfar fyrir
bandarísku utanríkisþjónustuna og
er sérfræðingur í gíslatökumálum.
„Forsetinn bað mig að koma hingað
til að sýna þessum bandarísku ríkis-
borgurum stuðning og við vinnum
að því að fá þá heim til Bandaríkj-
anna eins fljótt og auðið er,“ sagði
O’Brien við AFP.
Rapparinn A$AP Rocky neitar allri sök
AFP
Árás A$AP Rocky er sakaður um að hafa
tekið þátt í grófri líkamsárás í Stokkhólmi.
Til stóð að taka glæpasög-una Mótíf X eftir StefanAhnhem með í næstaflug, en með kiljuna inn-
an seilingar var freistingin of
mikil og eftir að lesturinn hófst
var ekki hægt að sleppa bókinni
fyrr en yfir lauk. Og það töluvert
fyrir innritun!
Svíþjóð á við
mörg vandamál
að stríða og
Stefan Ahnhem
gerir sér mat úr
ástandinu. Kyn-
þáttahatur, Hit-
lersdýrkun,
sósíaldemókrat-
ar, girnd af
ýmsum toga,
vanvirðing, afskiptaleysi, vaxt-
arverkir og árekstrar innan fjöl-
skyldna og á vinnustöðum eru á
meðal viðfangsefna hans í þessari
bók. Margir eiga í vandræðum
einhverra hluta vegna, leyndar-
málin eru víða, limlestingar og
morð draga úr mætti samfélags-
ins, engum virðist vera hægt að
treysta.
Stefan Ahnhem fer á kostum í
skrifum sínum. Atburðarásin er
hröð í og út frá Helsingborg og
frásögnin snertir alla, allt frá sak-
lausum börnum að ráðamönnum,
sem augljóslega eru margir hverj-
ir ekki starfi sínu vaxnir. Persón-
urnar eru svo vel skapaðar og
þráðurinn trúverðugur að lesand-
inn finnur sig í hringiðunni miðri
og veit á stundum ekki hvað snýr
upp og hvað niður.
Mótíf X er sennilega besta
glæpasagan í þeim flokki það sem
af er sumri. Hún er svo raunveru-
leg og höfundur dregur ekkert
undan. Frásögnin minnir á sögur
sem heyra má á kaffistofum og í
daglegu spjalli án þess endilega
að þekkja vel til. Lýsingar á
heimilisvandamálum, spilltum
embættismönnum og stjórn-
málamönnum, einstaklingum sem
eiga um sárt að binda og fólki
sem þarf aðstoð en fær ekki eru
sláandi, vekja til umhugsunar og
kalla á svör.
Sögurnar með rannsóknarlög-
reglumanninn Fabian Risk í aðal-
hlutverki hafa slegið í gegn, en
Mótíf X er sú fjórða í röðinni af
sex. Það sem helst má setja út á í
þessari sögu er að þótt botn fáist í
nokkur mál eru önnur óleyst. Því
þarf að bíða eftir næstu bók, sem
kemur út á sænsku í haust og á
íslensku 2020.
Á kostum „Stefan Ahnhem fer á
kostum í skrifum sínum,“ skrifar
rýnir hrifinn um bókina Mótíf X.
Ein besta spennu-
bók sumarsins
Spennusaga
Mótíf X bbbbn
Eftir Stefan Ahnhem.
Elín Guðmundsdóttir þýddi.
Ugla 2019. Kilja, 512 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Sýning á tuttugu stórum verkum eftir argentínska
myndlistarmanninn Leandro Erlich var opnuð í
CAFA-listasafninu í Beijing í Kína á dögunum og nýt-
ur mikilla vinsælda. Erlich kveðst vinna á mörkum
raunsæis og ímyndunar og gefst gestum tækifæri til
að ganga inn í verk hans og bregða á leik, gjarnan fyr-
ir myndavélina, enda vinnur listamaðurinn með bjög-
uð sjónarhorn og nýstárlega afstöðu í rýmum sem við
fyrstu sýn virðast afar hversdagsleg. Verkin eru gerð
á síðasta aldarfjórðungi og beitt við þau ýmsum miðl-
um, en flest eru virkjuð af gestunum sjálfum.
AFP
Leikur Sýningargestir bregða á leik í einu hinna stóru verka Leandros Erlichs í CAFA-listasafninu.
Leikið með sjón-
arhorn í listinni
Tröppur Mæðgur stilla sér upp fyrir myndatöku í einu
verka listamannsins í listasafninu í Beijing.
Sundlaug Sýningargestir horfa niður í eitt verka Erlichs
en þar er að sjá sem aðrir gestir sprangi um á laugarbotni.