Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 12
Þ eir sem þekkja til í Vest- mannaeyjum segja að það þurfi að leita langt aftur til að finna dæmi um fólk sem átti í vanda með að finna vinnu. Fyrirtækin í bænum hafa í gegnum tíðina verið vel rekin og metnaðarfull og komist klakk- laust í gegnum alls kyns áföll og sveiflur. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir und- anfarinn áratug hafa verið farsælan og einkennst af mikilli uppbyggingu sem nú er að mestu afstaðin – þó svo að henni ljúki aldrei. „Munar mest um að stóru frystihúsin hjá Ísfélag- inu og Vinnslustöðinni hafa end- urnýjað uppsjávarvinnslur sínar. Einnig hefur Langa stóreflt sig í fiskþurrkun og betri nýtingu alls kyns fiskafganga og -tegunda. Vinnslustöðin hefur á sama tíma stigið stór skref í fullvinnslu og pökkun loðnu- og síldarafurða, og svo hafa fyrirtæki á svæðinu sam- einast um framleiðslu á niðursoðinni þorsklifur hjá Iðunni Seafoods, sem er nýlegt fyrirtæki á sviði nið- ursuðu,“ útskýrir hann. „Þá lauk Hitaveita Suðurnesja nýverið við smíði varmadælustöðvar sem gjör- byltir orkunýtingu við húshitun í bænum. Við þetta bætist að ferða- þjónustan hefur verið í mikilli sókn, sérstaklega yfir sumarmánuðina, og fjöldi nýrra starfa orðið til í tengslum við það.“ Vægi sjávarútvegs mun minnka Sjávarútvegur hefur myndað uppi- stöðuna í atvinnulífi svæðisins allt frá því þar varð til fyrsti vísir að byggð. Bæði er stutt að sækja á gjöful fiskimið og Vestmannaeyjar með einstaklega góða höfn frá nátt- úrunnar hendi. Var Heimaey iðu- lega fyrsti viðkomustaður skipa á leið til Íslands og síðasta höfn á leið aftur til Evrópu sem auðveldaði bæði inn- og útflutning. Eyþór segir að það megi núna reikna með því að vægi sjávarútvegsfyrirtækjanna fari smám saman minnkandi og er nú þegar búin að eiga sér stað þróun í þá átt að endurnýja skip og nútíma- væða fiskvinnslufyrirtæki til að auka sjálfvirkni og afköst, svo að færri hendur þurfi til að veiða fisk- inn og verka. „Störfum á ekki eftir að fjölga í sjávarútvegi og eft- irspurnin eftir ófaglærðu verkafólki í greininni dregst sífellt saman á meðan til verða ný störf sem krefj- ast meiri sérþekkingar. Táningarnir hlaupa ekki lengur undir bagga í fiskvinnslufyrirtækjunum á álags- tímum, heldur ganga í störf af allt öðrum toga hjá nýjum veit- ingastöðum bæjarins og eru dugleg- ir að sækja sér menntun.“ Fjarvinna er framtíðin Þróunin sem Eyþór lýsir felur í sér erfiðar áskoranir fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar. Tími til- tölulega einhæfs atvinnulífs með nóg af störfum fyrir ófaglærða er Atvinnulífið í Eyjum er að breytast Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson Eyþór Harðarson telur Vestmannaeyjar geta höfðað til þeirra sem þurfa bara tölvu og síma til að vinna sína vinnu, óháð staðsetningu. Þróunin sé þegar hafin. 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 Þegar tekist hefur að leysa ferjusiglingavanda Vestmanna- eyja má vænta þess að ferða- þjónustufyrirtækin í bænum efl- ist enn frekar. Eyþór bendir á að fjöldinn allur af erlendum ferða- mönnum eigi leið um Suðurland og séu þeir forvitnir um Eyjar en mikli fyrir sér að sigla í þrjá tíma frá Þorlákshöfn yfir vetr- artímann. „Það skapast allt aðr- ar forsendur í ferðaþjónustu þegar tryggja má margar sigl- ingar á dag árið um kring og að- eins rúmlega 30 mínútna ferða- tíma frá Landeyjahöfn.“ Veit Eyþór til þess að ferða- skrifstofur vilji koma með fleiri hópa til Eyja en treysti sér ekki til að taka þá áhættu að selja í ferðir yfir vetrartímann ef stutta siglingaleiðin til Landeyjahafnar skyldi vera lokuð? „Það þýðir að ferðalangar fá ekki að bóka ferðir hingað fyrr en eftir miðj- an maí og fram í miðjan sept- ember þótt vel væri hægt að selja ferðir til Eyja allt árið með bættum samgöngum og ferða- þjónustan yrði þá að heilsársat- vinnugrein í Eyjum. Vonandi ger- ist það með komu nýs Herjólfs og með þeim framkvæmdum sem eiga sér stað nú í Land- eyjahöfn.“ Ferðaþjónusta verður heilsárs- atvinnugrein liðinn og munu næstu kynslóðir koma inn á vinnumarkaðinn með verðmætar gráður og þekkingu frá öllum heimshornum og eru háð fjöl- breyttu atvinnulífi til að geta fundið störf við sitt hæfi. Eyþór segir að tæknin muni koma með lausnina því það verði æ algengara að vel mennt- að fólk geti unnið óháð staðsetningu. „Það þýðir að þau sem hafa sótt sér góða menntun eiga þess kost að flytja aftur heim til Eyja án þess að það þurfi að bitna á starfsferli þeirra og atvinnumöguleikum.“ Aftar í blaðinu má finna viðtal við Tryggva Hjaltason, ungan sérfræð- ing hjá CCP, sem gerir einmitt þetta og segir Eyþór að það sé ekki fjarlæg draumsýn að eyjaskeggjar geti unnið fjarvinnu hjá fyrirtæki í borginni eða úti í heimi en á sama tíma notið þeirra miklu lífsgæða sem Vestmannaeyjar bjóða upp á. „Það væri líka mikill ávinningur í þessu fólginn fyrir þau fyrirtæki sem opna fyrir fjarvinnu sem mögu- leika enda mun ódýrara að t.d. leigja rými undir litla starfsstöð hér en í hringiðunni á höfuðborgarsvæðinu,“ bætir Eyþór við og greinir frá að Ís- félagið sé sjálft með fólk að störfum víðar en í Vestmannaeyjum og jafn- auðvelt að halda sambandi við það samstarfsfólk yfir síma eða gegnum tölvupóst og ef það sæti við skrif- borð í næsta herbergi. „Stærstu tækifæri atvinnulífs Vestmannaeyja eru að nýta þá möguleika sem fjar- vinna mun skapa og hampa bænum sem góðum stað fyrir það fólk sem þarf ekki annað en síma og tölvu til að vinna vinnuna sína hvar sem er.“ Ætti ekki að vera erfitt að fá marga til að nota fjarvinnu sem stökkpall út í Eyjar og segir Eyþór að svæðið hafi upp á ótalmargt að bjóða. „Það mætti nefna góða grunnskóla og frábært íþróttastarf í öllum helstu greinum, en svo koma margir fljótt auga á þau verðmæti sem eru fólgin í því hve stutt er í allt; verslun og þjónusta í göngufæri og engin hætta á að sitja fastur í umferð. Borið saman við taktinn á lífinu í borginni er fólk hæglega að spara sér eina eða tvær klukku- stundir á dag sem má þá verja með börnum og maka eða nýta til að sinna áhugamálunum.“ ai@mbl.is Uppsjávarvinnslan hefur verið efld hjá Ísfélaginu. Hér er aflinn færður úr kari yfir í fullkomnar vinnsluvélarnar. Aukin sjálfvirkni og bætt afköst þýða að störfum í sjávarútvegi mun ekki fjölga og atvinnutæki- færi fyrir ófaglærða verða sjaldgæfari. Eyþór hjá Ísfélaginu telur að fjarvinna muni skapa áhugaverða möguleika og hlutur ferðaþjónustu komi til með að stækka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.