Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
Í
Vestmannaeyjum hefur þess
verið gætt að greiða leið bæj-
arbúa að menntun og reyna að
byggja upp þekkingarforða
heimamanna til að renna sem flest-
um og styrkustum stoðum undir
atvinnulífið. Þar leikur Þekkingar-
setur Vestmannaeyja lykilhlutverk
og tvinnar saman rannsóknir, ráð-
gjöf til atvinnulífsins, nýsköpun,
fjarkennslu og safnrekstur. Samtals
deila hátt á fjórða tug fyrirtækja og
stofnana eignarhaldi á Þekking-
arsetrinu og sameina þar krafta
sína.
Páll Marvin Jónsson er fram-
kvæmdastjóri Þekkingarsetursins,
sem flutti í nýtt og glæsilegt hús-
næði í ársbyrjun 2018: „Okkar meg-
inverkefni er í raun að skapa þekk-
ingarsamfélaginu samvinnuvettvang
og leggja því til aðstöðu. Í dag erum
við í opnu og skemmtilegu skrif-
stofurými og bjóðum fyrsta flokks
kennslu-, náms- og rannsóknar-
aðstöðu. Aðstaðan er í dag nýtt af
fimmtán fyrirtækjum og stofn-
unum,“ útskýrir hann en auk þess að
bjóða almenningi upp á fyrirlestra
og veita atvinnulífi ýmsa ráðgjöf
hefur Þekkingarsetrið umsjón með
rekstri Sagnaheima, byggðasafns
Vestmannaeyja.
Raunfærnimat og styrkjaráðgjöf
Það er Viska, fræðslu- og símennt-
unarmiðstöð Vestmannaeyja, sem
heldur utan um fjarnámið og náms-
ráðgjöfina og tengir nemendur beint
við fyrirlestrarsali háskólanna á
meginlandinu svo að Vestmanna-
eyingar geta lært nánast hvaða fag
sem er. Þá býður Viska líka upp á
stutt námskeið almenns eðlis og
annast raunfærnimat fyrir þá sem
vilja setjast aftur á skólabekk eftir
að hafa verið á vinnumarkaði.
Fyrirtækin á svæðinu og ýmsar
rannsóknarstofnanir nota aðstöðuna
til vöruþróunar og vinna þar að ým-
iss konar rannsóknum. Nefnir Páll
sem dæmi að aðstaða Þekkingarset-
urs hafi nýst mjög vel við metnaðar-
fullar rannsóknir á líffræði sjávar
undan Suðurlandi og við rannsóknir
á háhyrningum á svæðinu.. „Við er-
um líka í nánu samstarfi við stofn-
anir og atvinnuráðgjafa sem vinna
innan Sóknaráætlunar Suðurlands
og eigum því auðvelt með að koma á
samtali eða samstarfi milli aðila hér
og á Suðurlandi og á höfuðborgar-
svæðinu,“ útskýrir Páll. „Við höfum
líka liðsinnt atvinnulífinu við styrk-
umsóknir og hjálpað fyrirtækjum að
rata um styrkjakerfið svo þau geti
nýtt sér það sem skyldi til að standa
straum af kostnaði sínum við rann-
sóknir og vöruþróun.“
Hátt í 300 próf á önn
Gaman er að sjá hve vel Vestmanna-
eyingar nýta sér þjónustu Þekking-
arsetursins. Til að gefa hugmynd um
aðsóknina nefnir Páll sem dæmi að í
þessu u.þ.b. 4.200 manna bæj-
arfélagi hafi nemendur þreytt þar
hátt í 300 próf á háskólastigi, bara á
síðustu önn. „Sumir nýta aðstöðuna
þannig að þeir búa hér og stunda
sitt nám í fjarnámi, en aðrir sækja
tíma á höfuðborgarsvæðinu eða á
Akureyri og koma svo hingað þegar
kennslu er lokið, t.d. í kringum jól
og áramót, til að geta verið með ást-
vinum sínum en þreyta prófin hjá
Þekkingarsetrinu.“
Tekur Páll það fram að nemendur
sinni náminu greinilega af aga og
metnaði og er lesaðstaða Þekking-
arsetursins og Visku vel nýtt. Þar
sitji fólk og grúski í kennslubókum
og fræðiritum langt fram á nótt, og
raunar hægt að lesa allan sólar-
hringinn ef þess þarf.
Fiskarnir flytja
Sú breyting varð nýlega á starfsemi
Þekkingarseturs Vestmannaeyja að
fiskasafnið Sæheimar, sem stofn-
unin hafði áður umsjón með, var
lagt niður til að rýma fyrir Sea Life
Trust sem hýsa mun bæði mjaldra
og ýmis sjávardýr í nýrri aðstöðu á
Ægisgötu 2.
Varla hafa farið fram hjá les-
endum fréttir um mjaldrana tvo
sem nýlega ferðuðust til Íslands alla
leið frá Kína. Munu mjaldrarnir lifa
í Klettsvík, á sama stað og Keikó
heitinn bjó, en hafa aðgang að sér-
smíðaðri mjaldralaug. Gætu fleiri
mjaldrar komið til landsins þegar
fram í sækir og er í raun pláss fyrir
allt að tólf mjaldra eins og aðstæður
eru í dag.
Þekkingarsetrið stýrir áfram
byggðasafninu Sagnaheimum, en
saman mynda sjávardýrasýning Sea
Life Trust, byggðasafnið og eld-
goss-sýningin Eldheimar þrenningu
áhugaverðra sýninga fyrir ferða-
menn sem leggja leið sína út í Vest-
mannaeyjar.
Páll segir hafa þurft að laga
starfsemi Sagnaheima að því að
fiskarnir og eldgosið fái oft mesta
athygli og hafi því aukin áhersla
verið lögð á að láta byggðasafnið
hýsa staka viðburði, s.s. fyrirlestra
og málþing, undir yfirskriftinni
„Saga og súpa“. Hefur þessi breyt-
ing gefist vel og aðsókn alla jafna
mjög góð en safnið fær til sín
áhugaverða fyrirlesara úr ýmsum
áttum.
Ekki gamlir munir í glerskápum
Þá stendur sýning byggðasafnsins
alveg fyrir sínu, en hún var tekin í
gegn árið 2011 og ákveðið að fara
aðra leið en á byggðasöfnum al-
mennt: „Frekar en að hafa marga
litla og gamla hluti inni í gler-
skápum tökum við í staðinn fyrir
einn og einn merkilegan grip og
notum til að segja sögu Vest-
mannaeyja,“ útskýrir Páll en þegar
inn á safnið er komið blasa við
vandlega skreyttir veggir með
myndum, sýnishornum af gömlum
blaðagreinum og fróðleiksmolum
um merkisfólk og merkisviðburði.
Þess var líka gætt að gera safnið
áhugavert fyrir börn og unglinga og
segir Páll það mikilvægt að byggða-
söfn virki ekki fráhrindandi á unga
fólkið enda markmiðið jú fyrst og
fremst að miðla sögunni til komandi
kynslóða. „Það gerir safnið spenn-
andi að krakkarnir geta t.d. klætt
sig í sjóræningjabúninga og farið í
sjóræningjahelli. Framsetning safn-
gripanna hefur líka glatt foreldra
sem koma til mín og lýsa ánægju
sinni með að þurfa ekki að hafa
barnið undir eftirliti allan tímann af
ótta við að það komi við forngrip
sem ekki megi snerta.“ ai@mbl.is
Fróðleikur fyrir heimamenn og gesti
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Páll Marvin segir fjarnámsþjónustuna vel nýtta af heimamönnum og voru þreytt um það bil 300 háskólapróf hjá Þekkingarsetrinu bara á síðustu önn.
Vestmannaeyingar eru
duglegir að stunda fjar-
nám og fyrirtækin nýta
sér aðstöðu Þekking-
arseturs fyrir vöruþróun
og rannsóknir.
Sagnaheimar hafa úr óvenju miklum efnivið að moða enda saga Vestmannaeyja löng og viðburðarik. Mynd úr safni.