Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 4
INNLENT
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
Líf hins tæplega 17 ára Kvenna-skólanema snýst mikið til umfrisbígolf og var hann á leið
til Keflavíkur að sækja Bandaríkja-
meistarann Nate Sexton þegar
blaðamaður náði tali af honum. Sex-
ton ætlar að halda mót um helgina
og ætlar Blær svo með honum til
Finnlands að keppa á sterkasta móti
ársins í Evrópu, European Open.
Blær Örn Ásgeirsson hefur náð
afar góðum árangri í sinni íþrótt síð-
ustu ár en hann keppir víða í opnum
flokkum þar sem eldri og reyndari
keppendur spila. Í fyrra gerði hann
sér lítið fyrir og sigraði í opna
breska meistaramótinu og er
ríkjandi Spanish Open meistari.
Hann keppir í Evrópumótaröð í
sumar og er sem stendur í öðru sæti.
„Ég byrjaði að keppa árið 2016,
fyrst í barnaflokkum og B-flokkum
og stóð mig ágætlega en þegar ég
fór að keppa með þeim bestu í meist-
araflokki varð ég fljótt betri. Öll
mótin sem ég tek þátt í á þessu ári
eru opin mót og keppi ég þá við full-
orðið fólk. Ég er oft með þeim
yngstu,“ segir Blær sem segist þó
ekki beint geta kallað sig atvinnu-
mann í greininni ennþá.
„Ég hef verið að vinna pening
þegar ég sigra á mótum en ég er
ekki beint að lifa á þessu. En ég er
búinn að fá eitthvert klink,“ segir
hann en þess má geta að Blær er á
styrk frá helsta frisbígolfframleið-
anda heims, Innova. „Þeir skaffa
mér allan búnað og föt og svo fæ ég
bónus ef ég vinn mót.“
Æfir út í garði
Blær æfir allt árið en segir minni
tíma hafi gefist í vetur til æfinga þar
sem hann hafi byrjað í menntaskóla
síðasta haust.
„Það hefur verið smá vesen eftir
að ég byrjaði í menntaskóla því
skóladagurinn er miklu lengri en áð-
ur og miklu meira að gera. En ég er
með körfu úti í garði og fer oft út í
garð að æfa púttin, eða stutta spilið
sem er mjög mikilvægt að æfa. Svo
reyni ég að spila eins mikið og ég get
um helgar,“ segir Blær.
Hann útskýrir fyrir blaðamanni
frisbígolf. „Þetta er svipað golfi en í
staðinn fyrir holur, kúlur og kylfur
ertu með höndina þína, frisbídiska
og körfur. Það eru nánast sömu
reglur og í golfi; að koma disknum
frá teig ofan í körfu í eins fáum köst-
um og þú getur,“ segir hann. „Þeir
allra bestu kasta disknum hátt í tvö
hundruð metra, lengra en margir
halda. Ég hef kastað í kringum 160
metra á jafnsléttu.“
Tvöfaldur meistari
Frisbígolfíþróttin nýtur vaxandi vin-
sælda víða um heim að sögn Blæs.
„Ef við skoðum Ísland þá eru vellir
alls staðar á landinu og það er nán-
ast alltaf fólk að spila á þeim. Það
eru þrettán vellir á höfuðborgar-
svæðinu, fimm eða sex á Akureyri og
sextíu í allt á landinu öllu. Það er
frekar mikið miðað við að það eru
enn margir hér sem vita ekki hvað
þetta er,“ segir Blær og útskýrir að
ekki þurfi eins mikið landsvæði und-
ir frisbígolfvöll og hefðbundinn golf-
völl og mun minna viðhald fylgir þar
sem ekki þarf að slá.
Blær vann sem fyrr segir opna
breska meistaramótið árið 2018. „Ég
fór fyrst á það í hittifyrra og var að
vinna mótið allt þar til á seinustu
holunni og endaði á að tapa með einu
stigi. Það var ekki alveg nógu gott
þannig að ég þurfti að fara aftur í
fyrra og þá náði ég að vinna mótið.
Sem var mjög fínt,“ segir hann hóg-
vær. Þess má geta að um 90 manns
kepptu á mótinu.
Blær hefur einnig keppt tvisvar á
opna spænska meistaramótinu. „Í
fyrra skiptið gekk mér mjög illa en
það er erfitt að labba völlinn sem er
þarna í fjallshlíð. Ég fór aftur núna í
febrúar og þá náði ég að spila miklu
betur og vann mótið.“
Stefnir yfir þúsund stig
Í frisbígolfi eru gefin stig líkt og for-
gjöf í golfi. Sem stendur er Blær
með 990 stig en stefnir á að ná þús-
und stigum á árinu. „Maður fær stig
eftir því hversu vel maður spilar.
Besti spilari heims er með 1057 stig;
það er hæsta sem nokkur maður hef-
ur fengið. Ég vil komast yfir þúsund
á þessu ári,“ segir Blær sem notar
allan sinn tíma í frisbígolf, bæði í æf-
ingar og kennslu.
„Ég er að vinna við að kenna
krökkum frisbígolf og vinn líka við
að snyrta frisbígolfvelli en svo er ég
mjög mikið erlendis að keppa. Ég er
að fara mikið á næstunni. Ég er að
fara eftir nokkra daga í tveggja
vikna ferð til Finnlands og Eistlands
og svo tvær Bandaríkjaferðir seinna
á árinu,“ segir hann en í einni ferð-
inni tekur Blær þátt í heimsmeist-
aramóti í fyrsta sinn.
Blær veit fátt skemmtilegra en
frisbígolf. „Það er gaman að keppa
og ferðast mikið og þegar maður
nær góðu kasti er geggjað að horfa á
eftir disknum fljúga.“
Ólíkt mörgum öðrum íþróttum er
hægt að keppa í frisbígolfi langt
fram eftir aldri. „Ég get keppt á
meðan líkaminn leyfir. Sem ætti að
vera ansi lengi.“
Hinn sextán ára Blær Örn Ásgeirsson keppir víða um heim í frisbígolfi og hefur náð einstökum árangri í íþróttinni.
Frisbígolfarinn Blær Örn Ásgeirsson úr Frisbígolffélagi Reykjavíkur er á ferð og flugi um heiminn að keppa í sinni íþrótt.
Hann hefur unnið bæði opna breska og opna spænska meistaramótið og stefnir á sitt fyrsta heimsmeistaramót í ágúst.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Geggjað að horfa á eftir disknum
Blær vann opna spænska meistaramótið og hellir úr flösku að Spánverja sið.
’Það er gaman aðkeppa og ferðast mikiðog þegar maður nær góðukasti er geggjað að horfa
á eftir disknum fljúga.
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC