Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019 H ann er bóndasonur úr Eyja- firði, núverandi forstjóri, fað- ir og stangveiðimaður og lifir lífinu eftir bestu getu eins og við hin. Jón Gunnar Benja- mínsson þarf þó að hafa mun meira fyrir hlut- unum en flestir aðrir því hann þarf að notast við hjólastól eftir bílslys sem lamaði hann fyr- ir neðan mitti. Hann lætur samt stólinn ekki koma í veg fyrir að lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi, en Jón Gunnar rekur ferða- skrifstofu, ferðast um heiminn með unnustu sinni, stundar stangveiði af miklu kappi og leikur við litlu dóttur sína sem kom loks inn í líf þeirra eftir langa bið. Jón Gunnar féllst á að spjalla um lífið og til- veruna á kaffihúsi einn góðan veðurdag í vik- unni. Við komum okkur vel fyrir úti í horni og Jón Gunnar talar á einlægan hátt um slysið sem breytti öllu, ástina í lífinu, lífið í hjólastól, ferðabransann og litla fimmtán mánaða auga- steininn hans. Eina skiptið án bílbeltis Norðlenskan heyrist enn á málróminum þótt Jón Gunnar hafi búið um langt skeið í Reykjavík. Hann segist sækja mikið norður í heimahagana þar sem litla fjölskyldan á af- drep í Kjarnaskógi og finnst honum alltaf jafn gott að heimsækja æskuslóðir og heilsa upp á vini og ættingja. Jón Gunnar er einn fjögurra bræðra, sonur kennarans Huldu Magneu Jónsdóttur og bóndans Benjamíns Baldurs- sonar á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Þar sleit hann barnsskónum undir fögrum fjalls- hlíðum sveitarinnar. Eftir grunnskóla hugðist hann verða kokkur og eftir nám í Verk- menntaskólanum flutti hann til Danmerkur til þess að nema þá list. „Svo leiddist ég út í ferðamennsku og fór í diplómanám í Ferða- málaskólanum í Kópavogi og síðar fór ég að vinna hjá mjög flottu litlu ferðafyrirtæki í Reykjavík sem ég svo átti eftir að eignast lít- inn hlut í, þegar ég lenti í bílslysi. Ég seldi svo seinna þann hlut og tveimur árum seinna stofnaði ég ferðafyrirtækið Iceland Unlimi- ted,“ segir Jón Gunnar. Hann rifjar upp versta dag lífs hans sem var í september 2007, en þá fór Jón Gunnar í gæsaveiðiferð með félögum sínum til Vopna- fjarðar. Á planinu var að skjóta gæs og fara þaðan til Egilsstaða í sund. Leiðin lá yfir Hellisheiði eystri og voru þeir þrír vinirnir á ferð í pallbíl. „Það var mjög vont veður og hvasst. Við vorum á léttum pallbíl og það má segja að það hafi ekki verið sæti aftur í; þetta var hálf- gerður hundabekkur, og engin öryggisbelti,“ segir Jón Gunnar. „Strákurinn sem keyrði missti stjórn á bíln- um þegar það kom mjög sterk vindhviða und- ir bílinn sem eiginlega lyfti okkur upp. Bíllinn missti allt veggrip og við húrruðum þarna nið- ur snarbratta fjallshlíð. Bíllinn endastakkst og valt. Ég var eins og skopparakringla inni í bílnum en hinir tveir voru sem betur fer í beltum og meiddust ekki,“ segir hann. „Því var ekki að skipta hvað mig varðaði. Þetta er líklega í eina skipti sem ég notaði ekki bílbelti,“ segir Jón Gunnar. Slysið sjálft er að vonum í móðu. „Ég man eftir mér fyrir utan bílinn og ég held ég hafi verið dreginn út. Ég man þegar þetta gerðist eða þegar þetta var að byrja að gerast, þegar við vorum að fara niður fjallshlíðina, en svo endar þetta í móðu. Það næsta sem ég man er að frændi minn og héraðslæknirinn fyrir aust- an, Baldur Friðriksson, var að stumra yfir mér á slysstað. Síðan man ég ekkert fyrr en mánuði seinna þegar ég vaknaði á gjörgæsl- unni. Þá var ég búinn að vera mánuð meðvit- undarlaus; haldið sofandi,“ segir Jón Gunnar og segir að ýmislegt annað og hættulegra en hryggbrot hafði gerst í slysinu. Í mat hjá Pavarotti „Það kom í ljós að ósæðin hafði rifnað og það pumpaðist blóð út í brjóstkassann. Mér skilst að læknarnir á Egilsstöðum hafi tekið þá ákvörðun að létta ekki á þessum þrýstingi sem myndaðist, þó að hann væri farinn að valda mér öndunarerfiðleikum. Það varð mér meðal annars til lífs því mér hefði blætt út á stundinni. Þeir hefðu ekki ráðið við neitt,“ segir Jón Gunnar. Flogið var með Jón Gunnar rakleiðis til Reykjavíkur og var hann kominn þangað nokkrum klukkutímum eftir slysið. Þar beið hans teymi af læknum og undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis var ósæðin saumuð saman og það sett í for- gang því lífið lá við. Hann segir Tómas í dag vera góðan vin sinn. „Ég á honum líf mitt að launa og teymi hans auðvitað líka.“ Mænuskaðinn var það næsta sem læknarn- ir þurftu að glíma við og var hryggurinn spengdur saman. „Það fóru tveir hryggjarliðir alveg í mask og olli það lömun fyrir neðan mittið,“ segir hann. Morgunblaðið/Ásdís Vorkunnsemi gerir ekkert fyrir mig Jón Gunnar Benjamínsson lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að lífið hafi tekið skarpa beygju einn septemberdag árið 2007. Hann lamaðist fyrir neðan mitti í bílslysi og hefur tekist á við lífið síðan þá með miklu æðruleysi og dugnaði. Í dag er hann sáttur maður sem rekur sitt eigið fyrirtæki, á góða fjölskyldu og nýtur lífsins þrátt fyrir hindranir. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Alicja Wiktoria Stokłosa og Jón Gunnar Benjamínsson biðu lengi eftir barni. Kamilla Björg kom í heiminn fyrir rúmu ári og er sólargeislinn í lífi þeirra. Jón Gunnar nýtur föðurhlut- verksins til hins ítrasta. ’Bíllinn missti allt veggrip ogvið húrruðum þarna niðursnarbratta fjallshlíð. Bíllinn end-astakkst og valt. Ég var eins og skopparakringla inni í bílnum en hinir tveir voru sem betur fer í beltum og meiddust ekki.  VIÐTAL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.