Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
Sem fyrr segir hvarf heill mánuður úr lífi Jóns
Gunnars og þótt hann muni ekkert úr þessu
lífi segist hann hafa lifað ævintýralegu draum-
lífi í heilan mánuð.
„Ég man mjög skýra drauma. Það var svo
skrítið að í þennan mánuð lifði ég bara alveg
öðru lífi. Ég var milljarðamæringur á snekkju
og lifði þotulífi. Sigldi um Ítalíu eins og kóng-
ur og fór í kvöldmat til Pavarotti heitins. Þeg-
ar ég fór í land keyrði ég um á Ferrari og fór í
flottustu partíin. Elsti bróðir minn var orðinn
geysivinsæl hinsegin poppstjarna og á leiðinni
að taka þátt í Eurovision. Þetta var ofboðs-
lega sterk upplifun og alveg eins og þetta væri
allt að gerast í alvöru,“ segir hann og brosir.
Tveggja nótta grátur
Því miður hvarf þessi fallega draumsýn um
leið og Jón Gunnar opnaði augun. Kaldur
raunveruleikinn blasti við; hann lá á gjör-
gæslu í Reykjavík og fann sér til skelfingar að
neðri hluti líkamans var tilfinningalaus. „Þeg-
ar ég vaknaði var mér kippt aftur í veru-
leikann og var hálfsvekktur því hitt lífið var
bara alveg brillíant,“ segir hann brosandi.
„Þegar ég vaknaði var ég auðvitað deyfður
og ringlaður en svo rann það upp fyrir mér
þegar ég reyndi að hreyfa mig hvað hafði
gerst. Svo var ég orðinn ofboðslega rýr því
það rýrnuðu allir vöðvar og í byrjun gat ég
varla haldið á tannbursta. Þá fékk ég sjokk;
þarna var ég kominn í ástand sem maður
þekkir ekki. Ég varð skíthræddur og var lengi
að átta mig á þessu,“ segir Jón Gunnar, en
hann var aðeins 32 ára gamall þegar slysið
varð.
„Bergur Þorri bróðir minn notar líka hjóla-
stól eftir slys á Akureyri sem hann lenti í
mjög ungur. Hann er í dag formaður Sjálfs-
bjargar. Hann vissi auðvitað strax í hverju ég
væri lentur og reyndi að stappa í mig stálinu.
Að ég ætti eftir að ná aftur krafti í efri hluta
líkamans og ég ætti að einblína á það. Hann
er ofboðslega duglegur og ég dáist að honum.
Ég hef miðað mig við hann; hvað hann er að
gera. Hann er giftur maður með tvö börn og
virkur í atvinnulífinu. Hann hélt áfram að lifa
lífinu sínu og ég var búinn að sjá hvernig hann
tók á þessu. Ég sá að þetta var hægt. Lífið var
alls ekki búið,“ segir Jón Gunnar.
Hann átti þó erfiða tíma fyrir höndum.
„Það kom auðvitað að því að ég þurfti að
kyngja þessu og ég grét mikið þarna eina
nóttina á gjörgæslunni. Svo grét ég ekki yfir
þessu aftur fyrr en ég var kominn á Grensás
því það var þá orðið svo raunverulegt; þegar
maður var kominn á stað þar sem erfið end-
urhæfing beið manns. Þá gerði ég þetta upp
eina nóttina og grét yfir örlögum mínum og
síðan ekki söguna meir. Ég hef ekki grátið
síðan út af þessu, ekki eitt tár. Ég tók þá
stefnu og hélt henni,“ segir hann.
Endurhæfingin var löng og ströng og marg-
ir kvillar sem geta fylgt lömun.
„Ég var mjög lengi að byrja endurhæf-
inguna því meltingin var öll í vitleysu; hún fór
bara ekkert í gang. Mamma hjálpaði mér
mjög mikið með það; hún var þá í námi á þess-
um tíma fyrir sunnan þannig að hún færði
mér góðan mat á hverju kvöldi en sjúkra-
húsmaturinn er ekkert heillandi. Ég er „gour-
met“-karl og sem kokkur hef ég kynnst elda-
mennsku á háu plani. Mamma kom og dekraði
við strákinn sinn; hún er frábær kokkur og
var það hennar vegna sem ég leiddist út í
kokkamennskuna á sínum tíma.“
Með tímanum og vegna úrvalsfæðis móður
hans komst meltingin loks í lag, en á Grensási
lá Jón Gunnar frá nóvember 2007 fram í maí
2008.
Skilningur en ekki vorkunn
Fyrir slysið hafði Jón Gunnar unnið sem leið-
sögumaður og fór víða um land með ferða-
menn. „Ég lifði og hrærðist í þessari ferða-
mennsku, en á annan hátt en ég geri í dag
auðvitað. Þegar ég kom út af Grensási fór ég
norður í heimahagana og fékk að vera á Krist-
nesi. Þá gat ég horft yfir ána og yfir sveitina
mína. Svo fékk ég að fara heim í foreldrahús
en var á dagdeild á Kristnesi í þjálfun en var
svo útskrifaður í júní, júlí 2008.“
Þú segist hafa grátið aðeins tvær nætur. Þú
hefur ekki lagst í sjálfsvorkunn?
„Nei. Ég hef aldrei gert það og það
gagnast mér ekki neitt. Það gagnast mér
heldur ekki að fá vorkunn frá öðru fólki.
Skilningur á aðstæðum; það er það sem hjálp-
ar. Bætt aðgengi, hjálpsemi, að bjóða mér í
partí þó að það sé kannski einn stigi. Vor-
kunnsemi gerir ekkert fyrir mig. Ég er held-
ur aldrei á netinu að skoða það sem er að ger-
ast í lækningum í mænuskaða, ég eyði ekki
tíma í það. Ef það finnst lækning kemur það á
forsíðum blaða. Það er til nokkuð sem heitir
mænuskaðatúrismi og það er fullt af fólki
sem lifir á fólki sem er örvæntingarfullt að
leita að lækningu. Ég kem ekki nálægt þessu;
þetta kostar allt milljónir og gerir sáralítið
gagn.“
Á fjórhjóli yfir hálendið
Jón Gunnar bjó um stund í foreldrahúsum og
þurfti að hugsa framtíð sína upp á nýtt. Hann
flutti suður aftur og dag einn þegar hann sat
á kaffihúsi rakst hann á auglýsingu frá 66°N
þar sem boðinn var styrkur til góðra verka.
„Þeir buðu peningaupphæð, fatnað og búnað.
Mín hugmynd var að fara á fjórhjóli yfir há-
lendið til þess að skoða aðgengi í skálum fyrir
fatlaða. Þetta verkefni var svo valið og úr
varð ofboðslega skemmtileg ævintýraferð
sem var farin í júlí 2009. Ég tók út aðgengið á
þremur, fjórum stöðum á hálendinu og sótti í
kjölfarið um styrk til þess að laga það sem
betur mátti fara. Styrkurinn dugði til að bæta
það sem þurfti,“ segir Jón Gunnar, sem hélt
ótrauður áfram og fékk inni hjá Hugmynda-
húsi háskólanna til að þróa hugmyndir sínar.
„Þá stofnaði ég fyrirtækið Iceland Unlimi-
ted og var í byrjun einn í því. Bróðir minn
Kristján kom svo inn í það og kærastan mín
Alicja, í dag unnusta,“ segir hann, en hún
heitir fullu nafni Alicja Wiktoria Stokłosa og
er jarðvarmatæknifræðingur frá Póllandi.
„Við byggðum þetta upp og vorum í þrjú ár
Við veiðina notar Jón Gunnar fjórhjól og segir bændur mjög skilningsríka og leyfa honum að
ferðast þannig um landið til þess að hann geti veitt. Hann vekur gjarnan eftirtekt hjá túristum.
Kamilla Björg unir sér vel í
fanginu á pabba sínum.
„Ég horfi björtum augum til
framtíðar og hlakka til að sjá
stelpuna mína vaxa úr grasi.
Ég nýt þess að vera pabbi og
ætla að standa mig vel í því.
Hún er sjáaldur augna
minna,“ segir Jón Gunnar.
„Við hittumst á þorrablóti á Akureyri.
Þorrablótið var fjölmennt og var mér
vísað til sætis við hliðina á Jóni Gunnari.
Svo gerðist eitthvað sem erfitt er að út-
skýra,“ segir unnusta Jóns Gunnars,
Alicja Wiktoria Stokłosa.
„Þetta var eins konar ást við fyrstu
sýn; einhver neisti sem kviknaði strax,“
segir hún og hlær.
Hún segir hjólastólinn ekki hafa fælt
sig frá þessum myndarlega Íslendingi.
„Lengi kvölds tók ég ekkert eftir
stólnum,“ segir hún.
Nú hafa þau verið saman í átta ár og
Alicja segir að þau láti ekki lömun Jóns
Gunnars koma í veg fyrir að njóta lífsins.
„Við reynum að lifa eðlilegu lífi og við
reynum að gera það sama og önnur pör
gera. Auðvitað eru hindranir; við getum
ekki farið í fjallgöngur til dæmis, en þá
reynum við að einblína á aðra hluti sem
við getum gert saman. Við getum veitt
saman og ferðast um heiminn.“
Alicja segir Jón Gunnar vera jákvæðan
og ákveðinn einstakling. „Þegar hann
ákveður að gera eitthvað er það klárað.
Við erum ekki alltaf sammála um allt en
finnum alltaf milliveginn. Hann kann að
hlusta. Hann er líka stundum mjög
þrjóskur en það er jákvætt því það hjálp-
ar honum við daglegar athafnir. Við sem
getum notað tvo fætur gerum okkur
ekki grein fyrir öllum þeim hindrunum
sem verða á vegi hans,“ segir hún.
Kemst langt á þrjóskunni
Jón Gunnar og Alicja fóru til
Toskana á Ítalíu fyrr í sumar
og fóru þá meðal annars að
skoða skakka turninn í Písa.
VIÐTAL