Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Side 13
14.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 það hafi verið ákaflega gleðilegt þegar honum varð ljóst að hann gæti áfram setið á slíku hjóli og notið þess að veiða úti í fallegri nátt- úru landsins. „Oftast er ég á bakkanum en þar sem ég kemst út í fer ég. Það er fyndið þegar ég er úti í miðri á á fjórhjólinu og full rúta af túr- istum keyrir framhjá. Þá er oft snarhemlað og allir út að taka myndir af mér, þessum villimanni úti í á á fjórhjóli,“ segir hann kím- inn. „Ég er á leiðinni í nokkrar veiðiferðir um næstu mánaðamót,“ segir hann fullur til- hlökkunar. „Ég er mikið í því að veiða og sleppa en tek stundum með mér fisk í soðið ef ég veit að það er nóg af fiski. Mér finnst mjög gaman að veiða fisk á flugu en líka bara að vera út í náttúrunni.“ Ferðamennska fatlaðra Þegar Jón Gunnar lamaðist fékk hann fljót- lega áhuga á bættum aðgengismálum og því að gefa fötluðum tækifæri á að skoða landið og upplifa. „Það var upphaflega hugmyndin með Ice- land Unlimited; að leggja áherslu á að bjóða upp á ferðir fyrir fatlaða ferðamenn. En þarna árið 2010 var kannski hvorki ég né bransinn tilbúinn. Síðan hafa hlutirnir breyst mikið en árið 2010 gat fatlaður einstaklingur ekki leigt sér bíl því engin bílaleiga bauð upp á bíla með hand- stýribúnaði. Þá strax var ég farinn að pressa á stóru leigurnar að bæta úr því en var þá ekki sjálfur með neina viðskiptasögu og takmarkað vogarafl til þess að fá þá til að gera þetta,“ segir hann og nefnir að úr þessu hafi verið bætt og nú geti fatlaðir leigt sér bílaleigubíla. „Ég færðist þá aðeins frá upphaflegu hug- myndinni, af því að bransinn var ekki alveg tilbúinn, og þetta varð almenn ferðaskrifstofa. Við bjóðum aðallega upp á það sem kallast „self drive“; við setjum upp dagskrá, leigjum bílinn, bókum gistingu og alla afþreyingu. Fólk kemur og það er búið að sjá um allt en fólk er samt frjálst ferða sinna,“ útskýrir hann. „Við erum í því að klæðskerasauma svona pakka fyrir fólk,“ segir hann, en Jón Gunnar er með tíu manns í vinnu fyrir utan leiðsögu- menn sem starfa hjá fyrirtækinu. „Svo erum við núna farin meira út í ferða- mennsku fyrir fatlaða og tökum á næstunni á móti fyrsta hópi fatlaðra einstaklinga, en þau koma hér fjögur saman.“ Verið að tikka í box Bætt aðgengi fatlaðra á ferðalögum um landið er Jóni Gunnari hugleikið, og hefur verið allt frá því að hann fór í hálendisferðina árið 2009. „Núna snýst þetta mikið um gott aðgengi að baðstöðum sem spretta upp úti um allt land. Þeir taka misvel í aðfinnslur en það virð- ist sem þessi mál sitji ansi oft á hakanum. Þá er ég að tala um staði eins og Vök á Egils- stöðum, Krauma í Borgarfirði og Geosea á Húsavík. Þar er gert ráð fyrir aðgenginu, að vissum hluta. Svo stoppar allt. Það er eins og það sé verið að tikka í einhver box. Eins og í Borgarfirði; þar eru rampar en engin lyfta til að koma fólki ofan í vatnið. Sama er í gangi á Húsavík og þetta finnst mér algjörlega óvið- unandi og óskiljanlegt. Það er gert ráð fyrir þessu í hönnuninni en svo er ekki farið alla leið,“ segir hann. „Ég er að vona að þeir lagi þessi mál hjá sér á Húsavík, þeir taka best í þetta. Hinir hafa ekki sýnt því mikinn áhuga en vonandi breytist það,“ segir Jón Gunnar og bætir við að það þýði lítið að eyða stórfé í aðgengi fyrir fatlaða ef það er svo ekki klárað til fullnustu. „Þetta er tragíkómískt.“ Jón Gunnar hefur einnig barist fyrir bættu aðgengi fyrir fatlaða í Reykjavík. „Við Bergur bróðir höfum barist í þessu. Eins í hótel- byggingum víða um land. Oft er þetta bara þekkingarleysi eins og að sums staðar er allt klárt en svo vantar einn sturtustól. Þá þarf bara að kaupa hann og oft er því kippt í liðinn og margir eru mjög jákvæðir. Ég beini við- skiptum mínum til þeirra hótela þar sem hlut- irnir eru í lagi.“ Ástin fannst á þorrablóti Það var á rammíslensku norðlensku þorra- blóti árið 2011 að leiðir Jóns Gunnars og Alicju lágu saman. „Við kynntumst á Akureyri, en hún var í námi þar í jarðvarmaskóla sem var í sam- vinnu við Háskólann á Akureyri. Það var pólsk vinnukona á bænum hjá pabba og Alicja var vinkona hennar og kom með henni á þorrablót í sveitinni. Hún fór svo heim um tíma en kom aftur og varð þá kærastan mín. Og hefur ekki farið síðan,“ segir hann. Hún hefur ekki hræðst stólinn? „Nei, alls ekki.“ Ferðalög innan lands sem utan eru mikið áhugamál hjá Jóni Gunnari og Alicju. „Ég hef rosalega gaman af því að ferðast og unnusta mín líka. Við erum mjög dugleg að fara til Póllands að heimsækja foreldra henn- ar. Við höfum verið býsna víðförul og höfum farið til Hawaii, Dubai og til fjölmargra staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Aðgengi fatlaðra er frábært í Bandaríkjunum. Þar kemst mað- ur alls staðar inn, þeir taka þetta mjög alvar- lega. Alicja hefur verið dugleg að ferðast með mér og hvetja mig áfram til þess að ferðast. Hún er alltaf með einhverjar hug- myndir og næst er á dag- skrá að heimsækja vinkonu í Bandaríkjunum. Við vor- um í Toskana núna í maí og byrjun júní, sem var al- veg frábært. Fórum út um allt og nutum lífsins,“ segir Jón Gunnar. Hann segir mestu hindrunina við ferðalögin að komast á áfangastaði. „Þegar ég er að ferðast er það að fara í flug alltaf mjög stressandi. Það gengur eiginlega aldrei snurðulaust fyrir sig,“ segir hann en segist vera farinn að venjast þessu veseni sem fylgi flugi. Vann tíma í göngugreiningu Jón Gunnar og Alicja ákváðu fljótt að eignast barn en það þurfti að bíða lengi eftir litlum sólargeisla. „Við eigum í dag litla fimmtán mánaða stelpu, Kamillu Björgu, og er hún mikill gleði- gjafi. Við vorum búin að reyna að eignast barn í langan tíma og höfðum fengið aðstoð hjá ArtMedica. Við glímdum við þá baráttu án árangurs í nokkur ár en þá kom þessi litla stelpa „au naturel“ þegar við vorum á leiðinni í glasafrjóvgun. Við vorum á fullu í þessu ferli þegar þetta gerðist á náttúrulegan máta. Við þurftum bara að afbóka tímann okkar og það var verulega gaman,“ segir hann og brosir. Jón Gunnar segir viðhorf sitt til lífsins skipta miklu máli og að nauðsynlegt sé að halda í góða skapið. Oft sé líka hægt að sjá skoplegar hliðar á lífinu sem einstaklingur í hjólastól. „Um daginn vann ég í Facebook-leik og þetta er eini Facebook-leikurinn sem ég hef unnið í. Ég vann kort í göngugreiningu og skóinnlegg hjá Eins og fætur toga. Gat ég ekki bara unnið pítsuveislu fyrir mig og fé- lagana?“ segir hann og hlær. „Ég póstaði þessu auðvitað á Facebook; þetta er fyndið. Þetta vakti mikla kátínu hjá vinum mínum. Það má ekki taka sig of alvar- lega,“ segir hann. Nýtur þessa að vera pabbi Tæp tólf ár eru liðin frá slysinu örlagaríka. „Þetta er langur tími en hefur verið skringi- lega fljótur að líða. Það er kannski vitnis- burður um að ég hafi ekki setið auðum hönd- um,“ segir Jón Gunnar og ljóst er að það er hverju orði sannara. En lífið í hjólastól býður vissulega upp á áskoranir. „Auðvitað koma dagar þegar allt er erfitt,“ segir hann og nefnir að einfaldir hlutir geta verið erfiðir fyrir fólk í hjólastól. „Bara það að halda á þessum kaffibolla er þannig að ég þarf að passa mig að detta ekki fram fyrir mig. Að sitja í stól er erfitt. Ég er með taugaverki alla daga en hef lært að lifa með þeim,“ segir hann og nefnir að þegar hlutirnir verði erfiðir dugi að horfa á Kamillu litlu. „Stundum hugsa ég að það gæti verið erfitt í framtíðinni að fylgja henni eftir en ég geri mitt besta, það er stefnan. Hún er dugleg að príla upp í fangið á mér,“ segir hann og er greinilegt að sú stutta unir sér vel í fanginu á pabba. „Ég horfi björtum augum til framtíðar og hlakka til að sjá stelpuna mína vaxa úr grasi. Ég nýt þess að vera pabbi og ætla að standa mig vel í því. Hún er sjáaldur augna minna.“ ’Það er fyndið þegarég er úti í miðri á áfjórhjólinu og full rúta aftúristum keyrir framhjá. Þá er oft snarhemlað og allir út að taka myndir af mér, þessum villi- manni úti í á á fjórhjóli. undir verndarvæng Hugmyndahússins og svo fengum við inni hjá Nýsköpunarmiðstöð seinna meir.“ Villimaður úti í á Jón Gunnar notar óspart fjórhjólið til þess að ferðast um landið og stunda helsta áhugamál sitt; fluguveiðar. „Ég hef mætt miklum skilningi hjá landeig- endum og veiðiréttarhöfum að fá að fara á fjórhjólinu um landið þeirra. Ég passa mig auðvitað óskaplega vel að skemma ekki land- ið,“ segir Jón Gunnar. Hann segist hafa notað fjórhjól mikið í sveitinni sem ungur maður og

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.