Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 14
B
andaríkin eiga besta kvennalandslið heims í knatt-
spyrnu. Það var endanlega staðfest á sunnudag fyr-
ir viku þegar liðið vann lið Hollands nokkuð örugg-
lega með tveimur mörkum gegn engu í úrslitaleik
heimsmeistaramótsins. Liðið hefur nú unnið tólf
leiki í röð á heimsmeistaramóti, allt frá því að það gerði jafntefli
við Svíþjóð fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur liðið unnið alla
sína leiki í venjulegum leiktíma; met og einstakt afrek. Yfir-
burðir liðsins eru því óumdeilanlegir.
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, leikur í
bandarísku atvinnumannadeildinni og er liðsfélagi fjögurra
leikmanna úr bandaríska landsliðinu. Hún ræddi árangur liðs-
ins á heimsmeistaramótinu við Morgunblaðið í liðinni viku og
sagði líkamlegt ástand leikmanna skipta sköpum. „Allir leik-
menn liðsins eru góðir á boltann og leikmenn liðsins eru í frá-
bæru líkamlegu standi en þú verður að vera í toppformi ef þú
ætlar að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni. Gæði leik-
manna liðsins leika vissulega stórt hlutverk en þegar allt kemur
til alls þá er liðið einfaldlega í betra standi en önnur lið,“ sagði
Dagný.
Bandaríska liðið hefur nú unnið jafn marga heimsmeistara-
titla, fjóra, og öll önnur landslið til samans. Auk þess hefur liðið
náð einu af efstu þremur sætunum á hverju einasta heims-
meistaramóti. Ekki nóg með það heldur hefur liðið unnið fjóra
af þeim sex ólympíutitlum sem keppt hefur verið um í knatt-
spyrnu kvenna. Rétt er að taka fram að engin aldurstakmörk
eru sett á kvenkyns knattspyrnumenn á Ólympíuleikunum,
ólíkt keppni karla þar sem aðeins 3 leikmenn mega vera yfir
23 ára aldri.
Margar komust fyrir í hverju liði
Margir hljóta þó að spyrja sig af hverju sigursælasta
lið kvennaknattspyrnusögunnar skuli verða til hjá
þjóð sem, samanborið við aðrar þjóðir, hefur lítinn
áhuga á knattspyrnu og lætur sig varða meira íþrótt-
ir sem hún hefur fundið sjálf upp á, eins og hafna-
bolta og ruðning.
Árið 1972 voru sett lög í Bandaríkjunum sem
bönnuðu ríkisstyrktum mennta- og háskólum að
mismuna á grunvelli kyns. Íþróttaiðkun Banda-
ríkjamanna fer að mestu leyti fram í skólum á yngri
árum og þess vegna þurfti að bjóða upp á fleiri íþróttir
fyrir stelpur og ungar konur. Knattspyrna var sér-
staklega aðlaðandi fyrir skólastjórnendur þar sem margar
stúlkur gátu rúmast í hverju liði.
Í kjölfar þessa og sigra bandaríska kvennalandsliðsins á
fyrsta heimsmeistaramótinu 1991 og átta árum síðar, árið 1999,
uxu vinsældir knattspyrnu gífurlega. Leikmenn eins og Mia
Hamm nutu mikilla vinsælda og margar stúlkur vildu verða
knattspyrnumenn. Svo margar að fjöldi stúlkna sem stunda
knattspyrnu í menntaskóla hefur farið úr 700 árið 1971 í
376.000 árið 2014.
En Bandaríkjamenn geta líka „þakkað“ kúgun kvennaknatt-
spyrnu í öðrum löndum fyrir yfirburði sína. Til að mynda var
konum bannað að leika knattspyrnu í Englandi til 1971, Þýska-
landi til 1970 og Brasílíu til 1980. Knattspyrna er kvennaíþrótt í
Bandaríkunum en karlaíþrótt alls staðar annars staðar, hefur
Business Insider eftir sérfræðingi í knattspyrnu við Háskólann
í Wisconsin-La Crosse, Eileen Narcotta-Welp.
Þótt yfirburðir bandaríska liðisins séu aug-
ljósir, bæði í sögu- og nútímalegu sam-
hengi, og leikmenn annarra liða
hafi ausið liðið lofi þá hefur
það verið á milli tann-
anna á fólki af fleiri
ástæðum.
Maður í
manns stað
Eftir 13-0 sigur
gegn Taílandi í
riðlakeppn-
inni á
heims-
meist-
ara-
mótinu í
ár voru
leikmenn
liðsins gagn-
rýndir af
gárungum
og netverj-
um fyrir að
fagna mörkum
sínum of mikið.
Því næst var þjálf-
arinn, Jill Ellis,
gagnrýnd fyrir að
hvíla of marga leik-
menn liðsins gegn Síle,
eins og sigurinn væri
þegar í höfn. Lét varnar-
maðurinn Ali Krieger
hafa eftir sér eftir leik-
inn, sem liðið vann
að sjálf-
sögðu, að
liðið byggi yf-
ir besta liði
heims og
því næst-
besta.
Dagný
Brynj-
arsdóttir
sagði Bandaríkin einmitt
með mjög breiðan hóp. „Þeir
leikmenn sem koma inn á til
dæmis eru alls ekkert lakari en
þeir sem byrja leikina. Það eru
ekki mörg landslið sem geta hrein-
lega skipt út öllu byrjunarliðinu hjá
sér og eru með jafn góða leikmenn á
bekknum ef svo má segja,“ sagði Dagný.
Breidd bandaríska
liðsins kom bersýni-
lega í ljós þegar
Megan Rapinoe, helsti
markaskorari liðsins
og einn fyrirliða þess,
meiddist og gat ekki
leikið gegn Eng-
landi í undanúrslit-
unum. Christen
Press kom þá inn
í byrjunarliðið
eftir að hafa
vermt vara-
mannabekkinn í
upphafi allra
leikja mótsins að
leiknum gegn Síle
undanskildum.
Hún skoraði eftir
10 mínútna leik og
skilaði mikilvægu
hlutverki innan liðs-
ins.
Gripið um
pung sér
Þegar komið var í út-
sláttarkeppnina var
kastljósinu enn frekar
beint að leikmönnum og fögn-
um þeirra. Sjónvarpsmanninum umdeilda, Piers
Morgan, þótti Megan Rapinoe ganga of langt í
fangnaðarlátunum eftir mark sitt gegn Frakklandi
í átta liða úrslitum þegar hún stillti sér upp og lyfti
höndum. „Fröken Rapinoe elskar sjálfa sig svo
sannarlega,“ sagði Morgan á Twitter-síðu sinni. Alex
Morgan reitti einnig marga til reiði með fagni sínu
gegn Englandi í undanúrslitum þegar hún þóttist
drekka te.
Síðarnefnd Morgan fór mikinn í fjölmiðlum vegna gagn-
rýninnar og sagði hana endurspegla misræmi í væntingum
til kynjanna. Hún sagði konur þurfa að fagna en vera um leið
lágstemmdar og halda aftur af sér. „Þú sérð karlmenn, á
stórmótum um allan heim, grípa um punginn á sér eða hvað
það er sem þeir gera,“ sagði Morgan.
Megan Rapinoe var hrókur
alls fagnaðar á heimsmeist-
aramótinu. Hér fagnar hún
marki í úrslitaleiknum.
Njóta ekki
sömu virðingar
og karlarnir
Bandaríska landsliðið kom, sá og sigraði á heimsmeistara-
mótinu í knattspyrnu kvenna sem lauk um síðustu helgi.
Leikmenn liðsins héldu ekki aftur af sér innan vallar né utan
á mótinu og vöktu athygli á því ójafnrétti kynjanna sem við-
gengst á öllum stigum knattspyrnuhreyfingarinnar.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
KNATTSPYRNA