Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 15
Þó að Morgan hafi eflaust þónokkuð til síns máls þá virðist sama gagnrýni ekki hafa átt við önnur lið á mótinu. Leikmenn annarra liða virðast hafa sloppið við slíka gagnrýni að mestu, þó þær fagni að sjálfsögðu mörkum sínum líka, sem bendir til þess að hluti gagnrýnarinnar á þær bandarísku sé tilkominn vegna yfirburða þeirra eða einfaldlega andlegarar þreytu áhangenda á velgengni stórveldisins vestan við Atlantshafið. „Ógeðslega“ góð í fótbolta Áðurnefnd Rapinoe hefur líklega verið hvað mest í sviðsljósinu af leikmönnum heimsmeistaramótsins. Hún var markahæst á mótinu, valin besti leikmaður mótsins og valin maður úrslita- leiksins gegn Hollandi. Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, deildi raunum sínum af því að spila gegn Rapinoe með Morgun- blaðinu í liðinni viku. „Ég lenti einu sinni í því að þurfa að spila bakvörð á móti henni og það var hægara sagt en gert þar sem hún er jafnvíg á báða fætur. Ég endaði á að spila 90 mínútur á móti henni en ég hélt satt best að segja að mér yrði skipt af velli eftir tuttugu mínútur. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og mér fannst hún góð fyrir en eftir að ég spilaði á móti henni áttaði ég mig fyrst á því hversu góður knattspyrnumaður hún er í raun og veru,“ sagði Dagný meðal annars. Rapinoe hefur ekki látið sér nægja að heilla knattspyrnuunn- endur með knattspyrnuhæfileikum sínum. Hún tók stóran þátt í að skipuleggja undibúin fagnaðarlæti liðsins og gaf lítið fyrir þá sem gagrýnt hafa liðið fyrir of mikinn æsing á því sviði. Meg- an, sem sjálf er samkynhneigð, hefur einnig tjáð sig um réttindi samkynhneigðra. „Þú vinnur ekki titla án samkynhneigðra leik- manna í liðinu þínu, það hefur aldrei verið gert áður, aldrei! Það er vísindaleg staðreynd,“ sagði Rapinoe eftir sigur á Frökkum í átta liða úrslitum. Fer ekki í „fjandans“ Hvíta húsið Þá hefur Rapinoe átt í útistöðum við Donald Trump Banda- ríkjaforseta og sagðist, þegar keppni á mótinu var um það bil hálfnuð, ekki ætla í „fjandans Hvíta húsið“ yrði liðinu boðið þangað þegar og ef það ynni heimsmeistaratitilinn. Trump, sem svaraði á Twitter eins og honum einum er lagið, sagði Rapinoe eiga að einbeita sér að því að vinna áður en hún afþakkaði boð frá sér. Hann hélt áfram og bauð liðinu, óháð úrslitunum á mótinu, að koma í Hvíta húsið. „Megan ætti ekki að sýna land- inu, Hvíta húsinu eða þjóðfánanum vanvirðingu. Sérstaklega í ljósi þessi hversu mikið hefur verið gert fyrir hana og liðið. Vertu stolt af fánanum,“ sagði hann ennfremur. Að liðið muni þiggja boð forsetans verður að teljast ólíklegt en mörg meistaralið í Bandaríkjunum, til að mynda körfubolta- liðið Golden State Warriors, hafa ekki þegið slíkt boð eftir að Trump tók við forsetaembættinu. Ójafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar Það sem hefur þó verið á flestra vörum er launamisrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar og hafa leikmenn bandaríska liðsins, einkum Rapinoe, nýtt sviðs- ljósið til að vekja athygli á því máli. Í mars síðastliðnum hófu 28 leikmenn sem tekið hafa þátt í verkefnum liðsins mála- ferli fyrir dómstólum í Bandaríkjunum vegna kynjamisréttis. Lýstu leikmennirnir í kæru sinni „stofnanavæddu mis- rétti“ sem þær segja hafa viðgengist í áraraðir. Ekki að- eins væru laun leik- manna ólík milli kynja heldur væri einnig keppnis- og æf- ingaaðstæðum, læknisþjónustu og meira að segja ferðamáta ábótavant. Milli karla- og kvennalandsliðs þeirra bandarísku er erfitt að greina nákvæmlega hvort misrétti eigi sér stað í launagreiðslum. Greiðslurnar eru ákvarðaðar af ólíkum samningum sem leikmannasamtök karla annars vegar og kvenna hins vegar hafa gert. Karl- arnir fá til að mynda aðeins greitt ef þeir spila leiki (eða verma varma- mannabekk) liðsins á meðan stór hluti launa kvennanna er föst greiðsla, óháð leikjafölda og ár- angri. Nýlegur samningur leikmanna kvennaliðsins færði þeim hærri laun en áður og er nú svo komið að konurnar fá að meðaltali hærri laun en karlarnir. Hins vegar spila karlarnir bæði færri leiki og hafa ekki náð sama árangri inni á knattspyrnuvellinum. Síðustu ár hef- ur kvennaliðið auk þess aflað meiri tekna en karlaliðið. Það sem er líklega hvað mest aðkallandi varðandi ólík laun kynjanna eru bón- usgreiðslur leikmanna. Leikmenn karlaliðsins fá til að mynda mun hærri greiðslur fyrir að komast á heimsmeistaramót. Ekki sanngjart Launamismunurinn endurspeglar þann mikla mun sem er á fjármagni í kvenna- og karlaknattspyrnu. Verðlaunafé heims- meistaramótsins í ár var 30 milljónir dollara, tvöfalt meira en fyrir fjórum árum. Til samanburðar var verðlaunafé á heims- meistaramótinu í knattspyrnu karla í fyrra 400 milljónir doll- ara, rúmlega 13 sinnum meira. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lofað að tvöfalda verðlaunafé kvennanna fyrir næsta heimsmeistaramót, árið 2023. Á sama tíma mun verðlaunafé karlanna hækka um 40 milljónir. „Það er alls ekki sanngjarnt. Við ættum að tvöfalda það strax, og nota síðan þá tölu til að tvöfalda eða fjórfalda það næst. Þetta er það sem ég á við þegar ég segi að okkur finnist við ekki njóta virðingar. Ef þið berið jafnmikla umhyggju fyrir leiknum, hvar sem er, hvers vegna leyfið þið þá þessu bili að breikka? Ég er ekki að segja að verðlaunaféð hjá okkur ætti að fara beint í 450 milljónir núna eða næst. Ég veit að af ýmsum ástæðum er karlaknattspyrnan komin fjárhagslega lengra en kvennaknattspyrnan,“ sagði Rapinoe á blaðamannafundi dag- inn fyrir úrslitaleikinn um síðustu helgi. Óvirðingin óásættanleg Rapinoe er auk þess ósátt við þá óvirðingu sem kvennaknatt- spyrnan fær frá samtökum eins og FIFA. Úrslitaleikurinn um liðna helgi fór til að mynda fram á sama degi og úrslitaleikir álfukeppna Suður-Ameríku annars vegar og Mið- og Norður- Ameríku hins vegar, báðir í karlaknattspyrnu. „Þetta er hræði- legt plan fyrir alla. Fyrir þá sem vinna við fótboltann eða spila fótbolta er hræðileg hugmynd á allan hátt að setja þessa þrjá úrslitaleiki alla á sama daginn,“ sagði Rapinoe á áðurnefndum blaðamannafundi. „Ég tel að við njótum ekki sömu virðingar og karlarnir hjá FIFA.“ Þrátt fyrir þetta hafa vinsældir kvennknattspyrnu aukist mikið síðustu árin. Bæði mæta fleiri á leiki sem og er sjónvarps- áhorf meira en áður. Grundvöllur ætti því að vera fyrir því að auka verðlaunafé og þar með launagreiðslur leikmanna. Auknar vinsældir þýða einnig aukin tækifæri fyrir leikmenn, þá sérstaklega leikmenn bandaríska liðsins sem eru mikið í sviðsljósinu, að koma sjálfum sér á kortið. Þetta getur tryggt þeim auknar auglýsingatekjur sem og að aukin sala á keppn- istreyjum og öðrum varningi merktum viðkomandi leikmanni getur skilað talsverðum tekjum. Fyrir stjörnur eins og Rapinoe og Morgan geta tekjurnar skipt hundruðum þúsunda dollara á ári. Til að nýta sér þetta hafa margir leikmenn stofnað fyrir- tæki til að koma sér á framfæri. Söluhæsta treyja sögunnar Svo mikið hafa vinsældirnar aukist að treyja bandaríska liðsins er nú sú söluhæsta á Nike.com á einu tímabili í sögunni. Þá eru allar keppnistreyjur Nike taldar með, karla og kvenna. Bandaríska liðið hefur því skákað liðum eins og Barce- lona, franska landsliðinu, sem varð heimsmeistari karla í fyrra, og fleiri stórum liðum. Næstum tveir þriðju allra liða á heimsmeistaramótinu í ár klæddust treyj- um frá Nike og fólk virðist vera með á nótunum því Nike selur nú flesta íþróttabrjóstahaldara í Norður- Ameríku í fyrsta sinn. Rústaði lyfjaprófi Fáir eiga stærri þátt í þessari þróun en Megan Rapinoe en hún virðist njóta sín í sviðsljósinu, er óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljós og heillar áhorfendur með húmor og skemmtilegum persónuleika. Hún mætti seint á blaðamannafund eftir úrslitaleik- inn um síðustu helgi vegna lyfjaprófs og þegar hún loks mætti á fundinn sagði hún galvösk: „Hæ! Ég rústaði þessu lyfjaprófi ef einhver hafði áhyggjur.“ Þjálfari bandaríska liðsins, Jill Ellis, og liðsfélagar Rapinoe halda auk þess varla vatni yfir henni. Christen Press, sem kom inn í byrjunarlið liðsins fyrir Rapinoe fyrir undanúrslitaleikinn, er ein þeirra. „Það hefur verið stórkostlegt að sjá hversu óhrædd hún er þegar komið er á stærsta sviðið. Hún hörfar ekki, hún verður ekki lítil í sér, heldur gerir hið andstæða: Hún verður enn stærri.“ Þegar Infantino gekk inn á völlinn eftir úrslitaleikinn og gerði sig líklegan til að veita leikmönnum verðlaun sín byrjuðu áhorfendur á Stade de Lyon í Frakklandi að hrópa í kór. „Jöfn laun, jöfn laun,“ mátti heyra áhorfendur kalla. Nokkrum mínútum síðar tók Rapinoe í höndina á Infantino áður en hún tók á móti verð- launum sínum. Infantino stakk þá upp á því að þau ræddu saman. „Ég myndi gjarnan vilja það,“ svaraði Megan Rapinoe. Alex Morgan fagnaði marki sínu gegn Englendingum í und- anúrslitum á umdeildan hátt. AFP Haldin var skrúðganga fyrir heimsmeistarana í New York á dögunum þar sem leikmenn brugðu á leik og fögnuðu með stuðningsmönnum sínum. 14.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.