Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
LÍFSSTÍLL
Ég fékk þau skilaboð í gær aðsíðasti kerfillinn væri fall-inn,“ segir Jón Páll Hreins-
son, bæjarstjóri Bolungarvíkur, en
íbúar bæjarfélagsins hafa staðið að
áralöngu átaki til að vinna bug á
þessu ágenga illgresi.
Facebook-hópurinn Kerfilinn
burt úr Bolungarvík var stofnaður
fyrir sjö árum af áhugasömum bæj-
arbúum, en hópurinn hefur vaxið
með hverju árinu
og orðið að sam-
félagslegu átaki.
„Þar sem kerf-
illinn er ágeng teg-
und gerir hann
gróðurfarið eins-
leitt, sem er ekki
eftirsóknarvert
fyrir okkur sem
búum í Bolungar-
vík,“ segir Jón Páll. „Þetta er sjálfs-
prottið átak sem hefur hlaðið utan á
sig. Þetta hófst þegar fólk byrjaði
að birta „fyrir og eftir“ myndir af
görðum og skurðum sem voru fullir
af kerfli, svo tveimur tímum seinna
var enginn kerfill eftir,“ segir Jón
Páll. „Þetta varð eiginlega „viral“,
ef maður getur notað orðið „viral“ í
þúsund manna samfélagi.“
Hefur brotið niður múra
Jón Páll segir mikla samheldni ríkja
í bæjarfélaginu.
„Þetta er að mörgu leyti mjög
skemmtileg stemmning því allir
múrar hafa brotnað niður. Stundum
er einhver ekki heima eða hefur
ekki tök á að hreinsa garðinn sinn
sjálfur, þá fer fólk bara inn í garð-
inn, tekur kerfilinn, setur hann fyrir
utan, birtir mynd af dauðri kerfils-
hrúgu á netinu og það er tekið dag-
inn eftir,“ segir Jón Páll. „Á Fa-
cebook-hópnum sér maður svo
myndir þar sem sést í rassinn á ein-
hverjum sem er að rífa upp kerfil í
einhverjum garði sem hann á ekki.
Þetta er bara þannig verkefni.“
Bæjarráð Bolungarvíkur tók
átakið svo alvarlega að í byrjun
mánaðar var bæjarráðsfundur hald-
inn í kerfilsbeði. „Í geggjuðu veðri
var farið upp í kerfilsbreiðu og á
meðan menn ræddu bæjarmálin
réðumst við á kerfilinn og rifum
hann upp með höndunum,“ segir
Jón Páll.
Grísir í lykilhlutverki
Bolvíkingum hefur nú tekist að gera
kerfilinn útlægan úr bænum, en
gylturnar Gná og Glóð voru fengnar
til að aðstoða íbúa við verkefnið.
„Þær eru miklar fjölmiðlastjörn-
ur í Bolungarvík, mest deildu mynd-
ir á samfélagsmiðlum í Bolungarvík
eru af þeim. Ég held ég hafi aldrei
keyrt framhjá gerðinu þeirra án
þess að sjá einhvern í heimsókn,“
segir Jón Páll.
„Það sem er frábært við þetta
verkefni er að allur kerfillinn er far-
inn. Það hefur aldrei gerst áður,“
segir Jón Páll. „Þótt ég sé bæjar-
stjóri er aðkoma mín að þessu bara
sem íbúi. Fólkið í bænum er búið að
vera ótrúlega duglegt, og þessi hóp-
ur, íbúarnir, sveitarfélagið og Gná
og Glóð eru loksins búin að klára
síðasta kerfilinn. Ég er stoltur af
þeim íbúum sem hófu þetta átak í
Bolungarvík og ég er stoltur af
samfélaginu sem sýnir hvað það er
hægt að gera þegar fólk stendur
saman.“
Jón Páll segir að bærinn sé í
spennufalli, enda hafi verkefnið spil-
að stóran sess í bæjarlífinu. „Hvað
gerir maður þegar HM er búið og
Eurovision er búið? Þetta er
kannski svipað.“Grísirnir Gná (til vinstri) og Glóð (til hægri) spiluðu lykilhlutverk í átakinu.
Ljósmynd/Helgi Hjálmtýsson
Ljósmynd/Jón Páll Hreinsson
Ljósmynd/Helgi Hjálmtýsson
Síðasti kerfill-
inn fallinn
Íbúar Bolungarvíkur hafa tekið höndum saman
og rifið upp hvern einasta kerfil í bænum. Bæjar-
stjóri segir samkennd hafa aukist við átakið.
Pétur Magnússon petur@mbl.is
Jón Páll
Hreinsson
Íbúar hafa unnið hörðum höndum
að því að rífa upp illgresið.
vansvottuð
etra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Ný kynslóð málningarefna
ONE SUPER TECH
S
b
u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi
u Fyrir við, bárujárn og innbrenndar klæðningar
u Þekur ótrúlega vel
u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi
Veldu betri málningu
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is