Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Side 28
FRÆGIR Tónlistarmaðurinn Kanye West
hefur í hyggju að byggja hús fyrir heim-
ilislausa. Þetta kemur fram í nýju viðtali
West við tímaritið Forbes. Engar myndir
hafa birst af prótótýpum húsa tónlistar-
mannsins en í viðtalinu segir West frá því að
hann hafi sótt ákveðinn innblástur í form
húsanna á eyðimerkurplánetunni Tatooine,
heimili Luke og Anakin
Skywalker í Star Wars-
seríunum.
Star Wars-þema fyrir heimilislausa
AFP
Skartgripir og fylgihlutir hafa nokkrum
sinnum átt þátt í söguþráðum þekktra
kvikmynda. Þrátt fyrir að listinn sé ekki
tæmandi er ekki úr vegi að rifja upp
nokkra af eftirminnilegustu skartgripum
kvikmyndasögunnar.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Skartgripirnir í Gentlemen prefer blondes
Kvikmyndin Gentlemen Prefer Blondes frá árinu 1953 er sögð hafa
haft hvað mest áhrif á skartgripatískuna en þar á eftir fylgir kvikmyndin
Breakfast at Tiffany’s. Til að mynda var ekki algengt, fyrir tíma kvik-
myndarinnar, að trúlofunarhringar skörtuðu demanti, sem nú til dags
er mjög algengt. Í einu frægsta atriði kvikmyndarinnar, þar sem Marilyn
Monroe syngur lagið Diamonds Are a Girl’s Best Friend, ber hún þó-
nokkur demantshálsmen. Eitt af þeim menum kallast The Moon of
Baroda sem er 24,04 karata, perulaga, gulur demantur. Demanturinn
tilheyrði konungsfjölskyldunni Gaekwad Maharajas á Indlandi í um 500
ár. Demanturinn hefur meðal annars verið í eigu Maríu Teresu af Aust-
urríki og Meyer Rosenbaum, forseta Meyer Jewelry Company. Dem-
anturinn var seldur á uppboði árið 2018 á 1,3 milljónir bandaríkjadala.
Rolex-úr
James Bond
Þrátt fyrir að
einn smekk-
vísasti maður
kvikmyndasög-
unnar, James Bond,
hafi gengið með
nokkrar tegundir
armbandsúra í kvikmyndunum um
007, eru Rolex-úr njósnarans eflaust
þau eftirmminnilegustu. Bond bar
Rolex í fyrstu kvikmyndunum eða frá
kvikmyndinni Dr. No, frá árinu 1962,
að The Man With The Golden Gun,
frá árinu 1974, þar að auki er Rolex
það úr sem nefnt er í bókunum eftir
Ian Fleming. Leikarinn Sean Connery
bar Rolex Submarinern í kvikmynd-
inni Dr. No, vatnshelt úr, sem hent-
aði njósnaranum eflaust vel.
Perlufesti Audrey
Hepburn í Break-
fast at Tiffany’s
Perlufestin sem
Audrey Hepburn
ber í upphafssenu
kvikmyndarinnar
Breakfast at Tiff-
any‘s, frá árinu 1961,
er hönnun franska
skartgripahönnuð-
arins Roger
Scemama. Scemama
vann mikið með há-
tískuhúsum á borð
við Givenchy, Dior
og Yves Saint Laur-
ent. Kjóllinn sem
leikkonan klæðist,
og er líklega frægasti
„litli svarti kjóll“
kvikmyndasögunnar,
er hannaður af
Hubert de Gi-
venchy. Fellur perlu-
hálsmenið full-
komlega að hálsmáli
kjólsins að aftan-
verðu og vekur frek-
ari athygli á vönd-
uðu sniði kjólsins.
Þess má geta að
Hepburn bar enga
skartgripi frá Tiff-
any‘s & co. í kvik-
myndinni sem dreg-
ur nafn sitt af því
fræga hönnunarhúsi.
Skartgripir
stjarnanna
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
LESBÓK
TÓNLIST Í tilefni af 50 ára afmæli lagsins Space Od-
dity eftir David Bowie, hefur Mattel útbúið Barbie-
dúkku eftir skrautlegu hliðarsjálfi tónlistarmannsins,
Ziggy Stardust. Barbie-dúkkan er klædd í þröngan
glansandi „geimbúning“, í rauðum, háum stígvélum,
með stjörnulaga silfureyrnalokka, svartlakkaðar negl-
ur, dökkrautt hár greitt aftur og gylltan hring málaðan
á ennið í stíl Ziggy Stardust. Klæðnaðurinn er nákvæm
eftirmynd þess sem David Bowie klæddist á tónleikum
árið 1973 þar sem hann kom fram sem Ziggy Stardust.
Lagið Space Oddity kom út árið 1969 en Bowie
kynnti Ziggy Stardust til sögunnar 1972 með plötunni
The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders
From Mars.
Ziggy Stardust barbie Að sjálfsögðu er
Barbie Bowie
aðdáandi.
Kanye West stefnir
á að byggja heimili í
anda Star Wars.