Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019 07.00 Strumparnir 07.25 Tindur 07.35 Heiða 08.00 Mæja býfluga 08.15 Víkingurinn Viggó 08.25 Blíða og Blær 08.50 Latibær 09.10 Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland 09.30 Tommi og Jenni 09.50 Ævintýri Tinna 10.10 Lukku láki 10.35 Ninja-skjaldbökurnar 11.00 Friends 11.20 Ellen 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 Ellen’s Game of Games 14.25 Fósturbörn 14.50 I Feel Bad 15.15 Friends 15.45 Splitting Up Together 16.10 Seinfeld 16.30 Seinfeld 16.55 Masterchef USA 17.40 60 Minutes 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Sportpakkinn 19.05 Britain’s Got Talent 20.15 Britain’s Got Talent 20.40 GYM 21.05 Big Little Lies 22.00 Absentia ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Danshljómsveit Frið- jóns Jóhannssonar 20.30 Eitt og annað: fra Fjarðarbyggð 21.00 Nágrannar á norð- urslóðum (e) 21.30 Eitt og annað (e) endurt. allan sólarhr. 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 20.00 Ísland og umheimur 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta 21.00 Skrefinu lengra 21.30 Bankað upp á endurt. allan sólarhr. 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 Amazing Hotels: Life Beyond the Lobby 18.25 George Clarke’s Old House, New Home 19.15 Strúktúr 19.45 Speechless 20.10 Madam Secretary 21.00 The First 21.50 Jamestown 22.40 Kidding 23.10 SMILF 23.40 Escape at Dannemora 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Ljóðabókin syngur I. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta úr Skinnastaða- prestakalli. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Tengivagninn. 15.00 Grár köttur. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar evr- ópskra útvarpsstöðva. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Blindfull á sólríkum degi. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.28 Minnsti maður í heimi 07.29 Sara og Önd 07.36 Húrra fyrir Kela 07.59 Hæ Sámur 08.06 Söguhúsið 08.14 Letibjörn og læmingj- arnir 08.21 Hvolpasveitin 08.44 Alvinn og íkornarnir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.24 Líló og Stitch 09.45 Reikningur 10.00 Skollaeyja 10.25 Hið sæta sumarlíf 10.55 Attenborough: Stórir fuglar 11.45 Leitin að framúrskar- andi vinkonu 12.40 Sumarævintýri Húna 13.05 Maður er nefndur 13.40 Pricebræður bjóða til veislu 14.10 Sælkeraferðir Ricks Stein – Kaupmanna- höfn 15.10 Tónlistarsaga Evrópu 16.40 Útlendingur heima 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.30 Skollaeyja 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Íslendingar 20.45 Viktoría 21.35 Íslenskt bíósumar: Gull- sandur 23.05 Brain on Fire 10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafs- dóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsend- ingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifj- ar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 17 100% Tónlistinn Siggi Gunnars fer yfir 40 vinsælustu lög landsins. Tónlistinn er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðanda og er eini opinberi vinsældalisti landsins.. 17 til 00 K100 tónlist „Gengið af Göflunum“ er góðgerðarverkefni sem sett var í gang fyrir tveimur árum en þá gengu slökkviliðsmenn Slökkviliðs Akureyrar Eyjafjarðarhringinn í fullum herklæðum með reykköfunarbúnað. Nú ætla sex slökkviliðs- menn af öllu landinu að hlaupa 340 km boðhlaup um verslunarmannahelgina, frá Slökkviliði Akureyrar yfir Sprengisand og enda í húsakynnum Brunavarna Árnessýslu á Selfossi. Slökkviliðsmaðurinn Hörður Halldórsson ræddi við Ís- land vaknar um þetta risaverkefni en öll fjárframlög renna óskipt til barnadeildar Sjúkrahússins á Ak- ureyri. Viðtalið má nálgast á k100.is. Gengið af Göflunum Bandaríska tímaritið Mad Ma-gazine leggur í haust upplaupana. Blaðið kom fyrst út árið 1952 og náði útbreiðsla þess há- marki rúmum tuttugu árum síðar, árið 1973, þegar áskrifendur voru 2,8 milljónir talsins. Blaðinu fylgdi ferskur tónn og því var ekkert heil- agt. 2017 var fjöldi áskrifenda hins vegar kominn niður í 140 þúsund. Áhrif blaðsins eru ómæld og mót- aði það nokkrar kynslóðir grínista í Bandaríkjunum og jafnvel víðar. Það hafði áhrif á þættina Saturday Night Live og höfunda þáttanna um Simpson-fjölskylduna. Josh Wein- stein, einn af höfundum Simpson- þáttanna, þakkaði blaðinu fyrir að hafa veitt mörgum kynslóðum grín- ara innblástur og ekki síst fyrir alla skemmtunina: „Það var augnablik í barnæsku svo margra okkar sem þið voruð frábærastir af öllu.“ Ekkert var blaðinu heilagt. Í því var öllu tekið með fyrirvara, en þó var það laust við illkvittni og mein- fýsi. Í upphafi var spjótunum beint að bandarískri poppmenningu og vaxandi úthverfavæðingu Banda- ríkjanna. Minnast margir þess að blaðið hafi afhjúpað heim fullorðna fólksins á unglingsárum þeirra. Upphafsmenn blaðsins voru Willi- am M. Gaines, eigandi lítillar myndablaðaútgáfu, EC Comics, og ritstjórinn Harvey Kurtzman. Árið 1956 tók Al Feldstein við ritstjórnartaumunum og hélt um þá á mesta velgengnisskeiði blaðsins allt fram á níunda áratuginn. Alfred E. Neuman var strákslegt andlit blaðsins og prýddi forsíður þess, galgopaleg teiknipersóna með freknur og útstæð eyru og skelmis- legt bros, sem í vantaði eina fram- tönn. Donald Trump Bandaríkja- forseti líkti Paul Buttigieg, einum þeirra sem sækjast eftir að verða út- nefndur forsetaefni demókrata, við Neuman og bætti við: „Alfred E. Neuman getur ekki orðið forseti Bandaríkjanna.“ Buttigieg hváði og sagðist viðurkenna að hann hefði þurft að gúgla Neuman. Hefur þetta verið haft til marks um hverfandi vinsældir blaðsins. Eftirminnilegir teiknarar Blaðið var þekkt fyrir ýmsa fasta þætti og frábæra teiknara. Einn þeirra var Don Martin, sem í blaðinu fékk reglulega útrás fyrir furðulegt og einstakt skopskyn sitt og fór ekki síst á kostum í myndrænni fram- setningu hljóða. Mort Drucker var teiknarinn á bak við reglulegar skopstælingar á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Á þeim tímum sem bíómyndir voru ekki sýndar í íslenskum kvikmynda- húsum fyrr en þær voru orðnar þriggja ára gamlar voru útdrætt- irnir úr þeim í Mad Magazine iðu- lega helsta heimild Íslendinga um það markverðasta í kvikmyndaheim- inum – og jafnvel eftirminnilegri en myndirnar sjálfar. Kalda stríðinu voru gerð skil í myndaseríunni Spy vs. Spy um tvo njósnara með langa gogga og háa hatta, sem voru nákvæmlega eins að öðru leyti en því að annar var hvít- klæddur og hinn svartklæddur. Þeir skiptust á að klekkja hvor á öðrum og mættu síðan galvaskir og fíl- hraustir í næstu viðureign. Höf- undur þeirra var Antonio Prohías, sem hafði skapað sér nafn með ádeiluteikningum á Kúbu og flúði þaðan til Bandaríkjanna árið 1960, aðeins nokkrum dögum áður en Fidel Castro tók síðustu frjálsu fjöl- miðlana í landinu eignanámi. Gerðu grín að meirimáttar Al Jaffee teiknaði einna lengst í blaðið og var þekktastur fyrir bak- síðumyndir, sem voru eins konar sjónhverfing. Þar var um að ræða teikningu, sem varð að einhverju allt öðru þegar síðan var brotin saman. Var þetta svar við samanbrotnu fyr- irsætumyndinni í blaðinu Playboy. Jaffee er nú 98 ára. Hann sagði að Mad hefði skorið sig úr vegna þess að það hefði lagt í þá sem meira máttu sín. „Við gerðum grín að stofnunum, eins og auglýsinga- bransanum – afvegaleiðandi auglýs- ingum á borð við tóbaksfyrirtæki, sem auglýstu að sígarettur væru mýkjandi fyrir hálsinn,“ sagði hann. Drew Friedman hefur teiknað í blaðið frá 1994. Hann sagði að blaðið hefði verið eins og biblía fyrir eftir- stríðskynslóðirnar: „Þar fannstu veruleikann í mínum huga.“ Síðasta tölublað Mad Magazine kemur út í september. Upp frá því mun Mad koma út einu sinni á ári í árslok með úrvali efnis úr 67 ára sögu blaðsins. Mad Magazine er í eigu DC Comics, sem varð deild í skemmtanafyrirtækinu Warner Bros. skömmu fyrir aldamót. Nú er DC í eigu samskiptafyrirtækisins AT&T, sem í fyrra keypti Time Warner. Blaðið hefur því verið í eigu fyrirtækja á borð við þau sem löngum hafa verið skotspónn þess. Nokkrar forsíður frá mektarárum bandaríska grínblaðsins Mad Magazine. Morgunblaðið/kbl TÍMARITIÐ MAD MAGAZINE HÆTTIR „Þar fannstu veruleikann“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.