Fréttablaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 16
er á bilinu 0,1-0,9 prósent. „Veltuviðmiðin hafa haldist óbreytt frá 2008 þrátt fyrir að verðlag hafi hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsum- svifum. Segja má að veltuviðmiðin hafi lækkað um nærri helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það,“ segir í skoðuninni. Að mati Viðskiptaráðs ætti að hækka veltuviðmiðin að minnsta kosti upp í sömu upphæð og þau voru 2008 á verðlagi dagsins í dag. Þá er bent á að 40 prósentum af tíma Samkeppniseftirlitsins hafi verið varið í samruna árið 2018, en árið 2011 var þessi prósenta aftur á móti um helmingi lægri, eða um 21 prósent. „Það getur ekki talist eðlilegt að 40 prósent af tíma Samkeppniseftir- litsins hafi verið varið í samruna árið 2018 og þannig farið ört vax- andi milli ára,“ segir Ásta. Hækkun á veltuviðmiðum sé til þess fallin að draga úr áherslu á smærri samruna- mál og geti þannig stytt málsmeð- ferðartíma. Annað atriði sem nefnt er í skoð- uninni er að afnema þurfi heimild Samkeppniseftirlitsins að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar sam- keppnismála til dómstóla eða leggja niður áfrýjunarnefndina svo unnt sé að eyða réttaróvissu og þar með draga úr óhagræði. „Ljóst er að sama málið getur því verið inni á borði Samkeppnis- eftirlitsins svo árum skiptir, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir viðkomandi fyriræki. Líkur eru á því að þegar loksins fæst niðurstaða í mál af þessu tagi að for- sendur samrunans séu brostnar og viðkomandi fyrirtæki þurfi að hefja samningaferli sitt á ný.“ Hin þrjú atriðin sem nefnd eru í skoðun Viðskiptaráðs eru að heim- ild Samkeppniseftirlitsins til inn- gripa í fyrirtæki verði felld niður, undanþágur vegna samstarfs fyrir- tækja verði afnumdar og að réttar- staða fyrirtækja við rannsókn mála verði bætt. Þá fagnar Viðskiptaráð því að samkeppnislöggjöfin sé komin á málefnaskrá Alþingis. „Við höfum væntingar um að staðið verði við gefin fyrirheit sem t.d. var fjallað um í nýgerðum Lífskjarasamningi. Við höfum lagt til nokkrar breyt- ingar en aðalatriðið er að stjórnvöld endurskoði lög og að framkvæmd þeirra sé í takt við tímann og af gefinni reynslu,“ segir Ásta. Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance telur ekki ástæðu til að takmarka kaupauka- greiðslur verðbréfafyrirtækja og viðskiptabanka með sama hætti. Fyrirhugað frumvarp um kaup- aukagreiðslur gangi lengra en efni standi til. Þetta kemur fram í umsögn Arc- tica Finance um frumvarpsdrög sem byggja á Evróputilskipuninni MiFID2 og reglugerðinni MiFIR. Íslensk a verðbréfa f y r ir t æk ið bendir á að frumvarpið feli í sér mun meiri takmarkanir á kaup- aukagreiðslum en gert er ráð fyrir í tilskipuninni. Þannig heimili önnur Norðurlönd mun meira svigrúm við greiðslu kaupauka þó að reglurnar byggi á sömu til- skipun. Stjórnendur Arctica Finance segja jafnframt óeðlilegt að minni f já r má la f y r ir t æk i lút i sömu reglum og kerfislega mikilvæg fyr- irtæki. „Minni fjármálafyrirtæki eru ekki kerfislega mikilvæg og ljóst er að ríkið muni ekki hlaupa undir bagga með þeim ef að krepp- ir í efnahagslífinu og því útilokað að ríkissjóður eða almenningur verði fyrir beinum eða óbeinum kostnaði af kaupaukagreiðslum þeirra fyrirtækja,“ segir í umsögn- inni. Þá eigi smærri fjármálafyrirtæki undir högg að sækja í samkeppni við stóru viðskiptabankana sem hafa meira svigrúm til að koma til móts við launakröfur starfs- manna. „Kaupaukareglurnar eru sérstaklega íþyngjandi gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum sem eiga ekki kost á að halda grunn- launum starfsmanna niðri en umbuna í stað starfsmönnum í takt við árangur fyrirtækisins.“ Fjármálaeftirlitið sektaði Arc- tica Finance um 72 milljónir árið 2017 vegna greiðslna sem verð- bréfafyrirtækið innti af hendi til tiltekinna starfsmanna sinna á árunum 2012 til 2015. Héraðs- dómur lækkaði stjórnvaldssektina úr 72 milljónum króna í 24 millj- ónir króna og þannig bar íslenska ríkinu að endurgreiða 48 milljónir króna með dráttarvöxtum. Arctica hafði krafist ógildingar á ákvörð- uninni og áfrýjaði dómnum. – þfh Veitingastaðirnir Grillmark-aðurinn og Fiskmarkaður-inn, sem eru meðal annars í eigu matreiðslumeistarans Hrefnu Sætran, töpuðu samtals 109 millj- ónum króna á síðasta ári sam- kvæmt nýbirtum ársreikningum félaganna. Staðirnir högnuðust um 181 milljón á árinu 2017 og 235 milljónir árið 2016. Gjaldþrot Skel- fiskmarkaðarins í vor hafði veruleg áhrif á afkomuna. Tekjur Grillmarkaðarins námu 836 milljónum króna og drógust saman um 4,5 prósent á milli ára en tekjur Fiskmarkaðarins námu 449 milljónum og drógust saman um 8 prósent. Þannig var áframhaldandi samdráttur hjá Fiskmarkaðinum en milli áranna 2016 og 2017 drógust tekjur hans saman um 10,6 prósent. Báðir staðirnir skiluðu rekstrar- hagnaði. Hann nam 79 milljónum króna hjá Grillmarkaðinum og 14,8 milljónum hjá Fiskmarkaðinum. Tap vegna Skelfiskmarkaðarins var hins vegar bókfært á samtals 152 milljónir króna í ársreikningum veitingastaðanna tveggja sem fóru með samtals 75 prósenta hlut í árs- lok 2017. Þegar 48 einstaklingar fengu matareitrun á Skelfiskmarkað- inum, sem var opnaður í ágúst 2018 eftir þriggja ára undirbúning, fór að halla undan fæti og var staðnum lokað í vor. Hrefna Sætran sagði í kjölfarið að salan hefði minnkað um helming eftir atvikið. Hrefna Sætran á helmingshlut í Fiskmarkaðinum á móti Ágústi Reynissyni. Fiskmarkaðurinn á síðan 60 prósenta hlut í Grillmark- aðinum á móti Guðlaugi Papkum Frímannssyni sem á 30 prósent. Eigið fé veitingastaðanna nemur samtals 491 milljón króna. – þfh Hjó skarð í afkomuna Hrefna Sætran er eigandi Grillmark- aðrins og Fiskmarkaðarins. Reglur um kaupauka hygla stóru viðskiptabönkunum 152 milljónir var samanlagt tap Grill- og Fiskmarkaðarins vegna Skelfiskmarkaðarins. Viðsk ipt aráð Íslands telur brýnt að ráðist sé í breytingar á sam-keppnislögum og fram-kvæmd þeirra, einkum til þess að tryggja samkeppnis- hæfni innlendra fyrirtækja gagn- vart erlendum og ná fram eðlilegu jafnvægi milli krafta samkeppni og mikilvægs stærðarhagræðis. Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í dag. „Við höfum margbent á að íslensk fyrirtæki lúta strangari samkeppn- isreglum og oftar en ekki með meiri ófyrirsjáanleika en fyrirtæki í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Slíkt getur hamlað eðli- legri starfsemi og framþróun fyrir- tækja og þannig rýrt samkeppnis- hæfni Íslands sem heild,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs, í samtali við Markaðinn. Í skoðun Viðskiptaráðs er dregin fram sú staðreynd að markaðshlut- deild fyrirtækja með 100 starfs- menn eða f leiri hafi minnkað frá 2012, ekki hvað síst á mikilvægum neytendamörkuðum, þrátt fyrir að störfum hafi fjölgað og efnahags- umsvif hafi aukist um 24 prósent á tímabilinu. Það gefi vísbendingu um harða samkeppni og að minni fyrirtæki séu að taka til sín aukna markaðshlutdeild af vaxandi efna- hagsumsvifum. Bent er á að viðskiptalífið hafi lengi kallað eftir úrbótum á sam- keppnislögum og í því samhengi leg g u r Viðsk ipt aráð eink u m áherslu á fimm atriði í núverandi samkeppnilögum sem ráðið telur nauðsynlegt að endurskoða. Í fyrsta lagi telur Viðskiptaráð brýnt að hækka veltumörk fyrir tilkynningarskyldu samruna. Ef að minnsta kosti tvö fyrirtækjanna hafa yfir 200 milljóna króna árs- veltu hér á landi og samanlögð ársvelta allra fyrirtækja sem vilja sameinast er að minnsta kosti tveir milljarðar króna ber þeim skylda til að tilkynna samrunann til Sam- keppniseftirlitsins. Samantekt Við- skiptaráðs sýnir að veltuviðmið fyrir samruna á Íslandi séu almennt margfalt lægri en á hinum Norður- löndunum. Greining Viðskiptaráðs á þeim gögnum Eurostat leiðir enn fremur í ljós að mun hærra hlutfall fyrir- tækja á Íslandi þurfi að tilkynna um samruna en á öðrum Norður- löndum. 110 íslensk fyrirtæki, 3,4 prósent fyrirtækja, ná 2 milljarða króna veltuviðmiði fyrir árið 2016 á meðan hlutfallið sem nær við- miðum á hinum Norðurlöndunum Viðskiptaráð segir brýnt að breyta samkeppnislögum Viðskiptaráð Íslands telur brýnt að breyta samkeppnislögum. Veltuviðmið fyrir samruna séu margfalt lægri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Mál geti verið inni á borði Samkeppniseftirlitsins svo árum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Um 40 prósentum af tíma eftirlitsins varið í samrunamál á síðasta ári. Samrunabylgja hefur gengið yfir smásölumarkaðinn á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ✿ Veltuviðmið milljarðar króna 50 40 30 20 10 Fin nl an d Da nm ör k No re gu r Sv íþj óð Ísl an d n Velta samstæðu eftir samruna n Velta a.m.k. tveggja fyrirtækja Veltuviðmið samkeppnisstofnana á Norðurlöndum Heimildir: Vefsíður Samkeppnis- eftirlita á Norðurlöndunum, gengi frá Seðlabanka Íslands 30. ágúst. Við höfum marg- bent á að íslensk fyrirtæki lúta strangari samkeppnisreglum og oftar en ekki með meiri ófyrir- sjáanleika en fyrirtæki í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Stóru bankarnir hafa meira svigrúm til að koma til móts við launakröfur starfsmanna. Stefán Þór Bjarnason, framkvæmda- stjóri Arctica Finance. 1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 1 8 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 C B -F 6 2 0 2 3 C B -F 4 E 4 2 3 C B -F 3 A 8 2 3 C B -F 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.