Fréttablaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 32
GÓÐ OG VÖNDUÐ
BARNABÓK ER
MIKLU MIKILVÆGARI FYRIR
LESTUR BARNA EN LJÓSRIT-
AÐUR TEXTI Á BLAÐI OG
TÍMATAKA MEÐ SKEIÐ-
KLUKKU EINS OG NÚ TÍÐKAST.
Stórhættulega stafrófið er ný bók með teikningum eftir Bergrúni Írísi Sævars-dóttur og texta eftir Ævar Þór Benediktsson. Bókin er fyrsta samvinnuverk-
efni þeirra.
„Okkur hefur lengi langað að
vinna saman,“ segir Bergrún. „Lestr-
arátakið hans Ævars er þrekvirki og
hefur gert meira gagn en nokkur
læsisstefna. Honum finnst bækur
fyrir börn eiga að vera vandaðar og
vel skrifaðar og vel myndskreyttar
og þau eigi að hafa úr nógu að velja.
Við Ævar deilum þessari ástríðu.
Góð og vönduð barnabók er miklu
mikilvægari fyrir lestur barna en
ljósritaður texti á blaði og tímataka
með skeiðklukku eins og nú tíðkast.
Ég á erfitt með að skilja slíka tíma-
töku því í asanum er erfitt að þjálfa
lesskilning. Hvernig eiga börn að
læra að gleyma sér í sögu þegar verið
er að mæla hversu hratt þau lesa?“
Stórhættulega stafrófið segir frá
Fjólu sem á í stökustu vandræðum
með stafina. Dag einn ákveður
hún að halda tombólu og rekst á
forvitnilega götu þar sem húsin
minna á bókstafi. „Þetta er fyrsta
bókin sem Ævar skrifaði. Hann
hafði átt handritið ofan í skúffu í
átta ár og fór svo að endurskrifa það
fyrir um það bil ári,“ segir Bergrún.
„Við vorum að leita að smá Hvar er
Valli? stemningu. Það þarf að rýna
í myndirnar og aftast í bókinni er
langur listi af orðum sem hægt er
að leita uppi í bókinni. Þetta er bók
sem bæði er hægt að lesa í einum
rykk en líka dvelja við, f letta upp
orðum og leita að þeim í mynd-
unum.“
Friður og ró
Bergrún er einnig myndhöfundur
bókarinnar Ró eftir Evu Rún Þor-
geirsdóttur, sem væntanleg er á
markað innan skamms. „Þetta
er fjölskyldubók um það hvernig
Mér finnst gaman að leiða saman kynslóðir
Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytir nýja barnabók sem hún vann í samvinnu við Ævar Þór
Benediktsson og aðra og Eva Rún Þorgeirsdóttir skrifar. Sendir svo einnig frá sér lokabók í seríu.
TÓNLIST
Sinfóníutónleikar
Verk eftir Bizet, Ravel, Debussy,
Sibelius og Önnu Þorvaldsdóttur.
Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier.
Einleikari: Jean-Efflam Bavouzet.
Eldborg í Hörpu
fimmtudaginn 12. september
Flestir píanóleikarar myndu leggja
árar í bát við það að missa hægri
höndina. Ekki þó Paul Wittgen-
stein, sem var uppi á fyrri hluta
aldarinnar sem leið. Hann hélt
ótrauður áfram, pantaði verk fyrir
vinstri höndina eina, og flutti þau á
tónleikum víða um heim.
Af þessum tónsmíðum ber kons-
ertinn eftir franska tónskáldið
Maurice Ravel af. Hann hafði
áður samið píanókonsert fyrir
tvær hendur, sem er einstaklega
skemmtilegur, fágaður og fullur af
grípandi laglínum. Konsertinn sem
hér um ræðir er myrkari og drama-
tískari. Mikið gengur á í tónmálinu.
Stefin eru einkar lokkandi, bæði
þau hvössu og einnig hin mýkri.
Framvindan er viðburðarík og raf-
mögnuð, og hún skilaði sér fyllilega
á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands á fimmtudagskvöldið.
Tærir og pottþéttir
Einleikari var Jean-Eff lam Bavo-
uzet, en hann lék einmitt einleik-
inn hér þegar hinn konsertinn
eftir Ravel var f luttur fyrir ekki
löngu síðan. Bavouzet var með
hægri höndina á lærinu megnið af
tímanum, en vinstri höndin æddi
um hljómborðið. Í mestu átök-
unum þurfti hann samt að halda
sér í f lygilinn með hægri hendinni,
annars hefði hann dottið um koll!
Túlkun hans var sérlega sannfær-
andi. Hröðu kaf larnir voru tærir
og pottþéttir, hægu stefin þrungin
hrífandi nostalgíu, heildarmyndin
svo glæsileg að það var alveg ein-
stakt.
Bavouzet lék aukalag sem hann
kynnti ekki, en það var fyrsti
kaflinn úr Images I eftir Debussy.
Hann ber heitið Endurkast á
vatni, dásamleg tónlist sem píanó-
leikarinn spilaði af tæknilegri full-
komnun. Laglínurnar og hljómarnir
voru fagulega mótaðir; útkoman var
mergjuð náttúrustemning.
Hefur alltaf eitthvað að segja
Þrjú hljómsveitarverk voru einnig
á efnisskránni. Yan Pascal Tortelier
stjórnaði, en hann er ekki lengur
aðalstjórnandi hljómsveitarinnar.
Ég verð að segja að ég á eftir að
sakna hans. Hann hefur sýnt marg-
oft að hann býr yfir djúpu, listrænu
innsæi og hefur alltaf eitthvað að
segja með tónlistinni. Svo var ein-
mitt nú. L’Arlesienne svítan eftir
Bizet var gædd innileika og ástúð,
en samt stílhrein og yfirveguð.
Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur
var jafnframt fagurlega mótuð. Og
fyrsta sinfónían eftir Sibelius var
frábær!
Þetta mikla verk samanstendur af
krassandi stefjum, sem tónskáldið
vinnur úr á alls konar hátt. Þar
eru mörg yndisleg augnablik sem
maður óskar sér að vari lengur. Sibe-
lius leyfði sér engan slíkan munað,
dýrðarstundirnar brotna fyrr en
varir í alls konar útúrdúra, sem eru
spennandi í sjálfu sér, en virðast
einkennast af ótta, ef ekki skelfingu.
Sú vinstri æddi um hljómborðið
Við sykurhúðum svo margt til að vernda börnin okkar, segir Bergrún. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ein myndskreytinga Bergrúnar í
Stórhættulega stafrófinu.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Einleikara, stjórnanda og hljómsveitinni var innilega fagnað í lokin.
Vildi að tíminn stæði kyrr
Þannig er um annan kaflann, sem
er ótrúlega margbrotinn. Allt frá
stórfenglegu, einföldu stefi yfir í
hraðar, leitandi tónarunur þar sem
allt mögulegt á sér stað. Hápunkt-
urinn í lokakaflanum er sömuleiðis
yfirgengilegur, þar vildi maður svo
sannarlega að tíminn stæði kyrr.
Tortelier náði ávallt að magna
upp seiðinn í tónlistinni og hljóm-
sveitin spilaði af gríðarlegri fag-
mennsku. Grímur Helgason spilaði
afar fallega á klarinettuna í byrjun-
inni, og hörpuleikur Katie Buckley
var glitrandi og nákvæmur. Streng-
irnir í heild voru hnausþykkir og
munúðarfullir, akkúrat eins og þeir
áttu að vera. Útkoman var stórbrot-
in og verður lengi í minnum höfð.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Glæsilegur einleikur,
hljómsveitin með allt á hreinu.
maður finnur frið og ró og slakar
á. Eva kennir börnum jóga og
báðar eigum við börn á öllum aldri
sem eiga það sameiginlegt að vera
stundum þreytt og æst eftir langan
dag í leikskóla og skóla. Þessi bók
á að leysa úr því með hugleiðslu-
æfingum og f leiru.“ Bergrún segir
myndirnar í Ró afar ólíkar teikn-
ingum hennar í Stórhættulega staf-
rófinu. „Þarna eru vatnslitamyndir.
Þar sem bókin fjallar um frið og ró
vildi ég ekki hafa myndirnar teikn-
aðar í tölvu. Ég tók mér góðan tíma
í þær og fann mikla ró meðan ég
teiknaði, eins og ég held að sjáist á
myndunum.“
Lokabók í seríu
Bergrún er höfundur nokkurra
bóka sem hún myndskreytir sjálf.
Fyrr á árinu fékk hún verðlaun
sem kennd eru við Guðrúnu Helga-
dóttur fyrir spennubókina Kennar-
inn sem hvarf. Fyrir jólin kemur út
ný barnabók eftir hana sem hún
myndskreytir vitanlega sjálf. Þetta
er lokabókin í seríu um vinina Eyju
og Rögnvald. Fyrri bækurnar eru
Langelstur í bekknum og Langelstur
í leynifélaginu og nú kemur út Lang-
elstur að eilífu. „Í fyrstu bókinni var
Rögnvaldur 96 ára og fastur í fyrsta
bekk og neitaði að læra að lesa.
Hann þurfti að leggja sig í frímínút-
unum, tók úr sér tennurnar þegar
hann borðaði brauðsúpu sem hann
hafði með sér í nesti. Hann hefur allt
öðruvísi orðaforða en krakkarnir
og Eyja, sem var sex ára í fyrstu
bókinni, lærir til dæmis skemmti-
leg veðurorð af honum. Í bók númer
tvö flytur hann loks að heiman, 97
ára, beint inn á dvalarheimili þar
sem hann verður skotinn í eldri
dömu. Eyja hjálpaði honum að læra
að lesa í fyrstu bókinni og kenndi
honum á klukku í bók númer tvö. Í
lokabókinni finnur Rögnvaldur að
hann er farinn að eldast og á ekki
langt eftir. Þau búa því til lokalista
fyrir hann yfir það sem hann á eftir
að prófa eins og að fara í fallhlífar-
stökk, renna sér í rennibraut og
smakka sushi.“
Verðum að tala um dauðann
Bergrún segir að sér finnist gaman
að leiða saman kynslóðir í bókum
sínum. „Elsta og yngsta kynslóðin
eiga svo margt sameiginlegt. Þetta
er mjög hreinskilið fólk sem eyðir
ekki tíma í óþarfa.“
Dauðinn er meðal viðfangsefna
Bergrúnar í Langelstur að eilífu.
„Barnabækur sem fjalla um dauð-
ann, eins og Bróðir minn Ljóns-
hjarta, sitja í manni og snerta mann
virkilega. Við sykurhúðum svo
margt til að vernda börnin okkar
en dauðinn er hluti af lífinu og við
verðum að tala um hann,“ segir hún.
Spurð hvaða máli teikningar
skipti í bókum svarar hún: „Ég held
að þær skipti meira máli en við
gerum okkur grein fyrir. Ég var að
skrifa unglingabók fyrir mennta-
málastofnun sem heitir Hauslausi
húsvörðurinn og er dálítið blóðug
saga. Þar er fullt af myndum því
unglingar vilja myndir, alveg eins
og börn. Við eigum að rækta þetta
myndlæsi, við megum ekki tapa
því. Litlu krakkarnir á leikskól-
unum eru gríðarlega myndlæs og
sjá oft hluti sem fullorðnir sjá ekki.
Við eigum að halda í þennan hæfi-
leika sem lengst.“
1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
C
B
-D
8
8
0
2
3
C
B
-D
7
4
4
2
3
C
B
-D
6
0
8
2
3
C
B
-D
4
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K