Fréttablaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 26
Skotsilfur Stefna þýskra stjórnvalda í loftslagsmálum kostar tugi milljarða evra
Útblástur stígur upp úr kæliturnum þýsks orkuvers sem knúið er af brúnkolum. Víðtæk stefna þýskra stjórnvalda sem ætlað er að draga verulega úr
losun kolefnis gæti kostað 40 milljarða evra, jafnvirði 5.480 milljarða íslenskra króna, á næstu fjórum árum. NORDICPHOTOS/GETTY
Katrín Olga
Jóhannesdóttir
formaður
Viðskiptaráðs
Agla Eir Vil-
hjálmsdóttir
sérfræðingur á
lögfræðisviði
Viðskiptaráðs
Í litlu og opnu hagkerfi eins og á Íslandi skiptir virk sam-keppni miklu máli. Hún er drifkraftur framleiðnivaxtar og verðmætasköpunar í þjóð-félaginu, sem um leið eykur
almenna velsæld. Við erum öll sam-
mála um að reglur sem koma í veg
fyrir misnotkun á markaðsráðandi
stöðu og mismunun á markaði, t.d.
vegna opinberra afskipta, eru því af
hinu góða. Á sama tíma er þó mikil-
vægt að stjórnvöld tryggi að ekki sé
gengið of langt í slíkri reglusetningu
og að íslensk fyrirtæki verði ekki
undir í alþjóðlegri samkeppni vegna
þeirrar framkvæmdar samkeppnis-
yfirvalda sem tíðkast hér á landi.
Breytingar á samkeppnislögum og
bætt framkvæmd þeirra hafa lengi
verið til umræðu. Slíkt tal er ekki að
undra þar sem samkeppnislöggjöfin
og framkvæmd samkeppnismála
hérlendis er strangari en á Norður-
löndunum og í Evrópu. Það getur
rýrt samkeppnishæfni íslenskra
fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins
á viðskiptalífinu, heldur einnig á
neytendum. Viðskiptaráð Íslands fer
yfir stöðu samkeppnismála í nýrri
Skoðun sinni, þar sem þessi atriði
eru tekin fyrir.
Ósamkeppnishæf löggjöf
Fyrirtæki hafa til dæmis gagnrýnt
málsmeðferðartíma Samkeppniseft-
irlitsins, þar sem þeim hefur reynst
erfitt að sjá fyrir með einhverri vissu
hvenær niðurstaða eftirlitsins berst.
Málsmeðferð hjá SKE hefur oft á
tíðum tekið bagalega langan tíma,
jafnvel fjölda ára, með tilheyrandi
tjóni fyrir fyrirtæki. Mikill tími eftir-
litsins fer í að sinna samrunamálum,
en þau njóta lögbundins forgangs
hjá eftirlitinu. Samkeppniseftir-
litið varði til að mynda 40% af tíma
sínum í samrunamál árið 2018.
Á sama tíma hafa veltuviðmið
fyrir tilkynningarskylda samruna,
sem segja til um hvaða mál SKE
verður að skoða, haldist óbreytt frá
2008. Síðan þá hefur verðlag hækkað
og hagkerfið stækkað með auknum
efnahagsumsvifum. Veltuviðmiðin
hafa því í raun lækkað um nær
helming án þess að tekin hafi verið
ákvörðun um það. Þannig er sífellt
meiri tíma eftirlitsins varið í sam-
runamál.
Sé litið til annarra Evrópulanda er
ljóst að veltuviðmið eru endurskoð-
uð með reglulegu millibili og upp-
færð með tilliti til verðbólgu en einn-
ig stækkun hagkerfisins sem birtist
í stækkun markaða og auknum við-
skiptum. Hækkun þessara viðmiða
myndi draga úr áherslu á smærri
samrunamál og gæti þannig stytt
málsmeðferðartíma, öllum aðilum
til hagsbóta. Ekki síst Samkeppnis-
eftirlitinu sjálfu sem hefði þá aukið
svigrúm til að sinna öðrum málum.
Úrbóta er þörf
Samkeppniseftirlitið hefur þar
að auki heimild til að grípa inn í
lögmætan rekstur fyrirtækis og
krefjast breytinga á skipulagi þess
og rekstri, án þess að viðkomandi
fyrirtæki hafi gerst brotlegt við
samkeppnislög. Heimild þessi
hefur verið harðlega gagnrýnd og
hafa sérfræðingar í samkeppnis-
rétti dregið í efa að hún standist
stjórnarskrárvarinn eignarrétt.
Samkeppnisreglur sem stuðla að
virkri samkeppni eru af hinu góða.
Kröfur og gagnrýni viðskiptalífsins
snúast ekki um það að fá að starfa
án eftirlits eða utan laga. Því fer
fjarri og slíkt væri engum til hags-
bóta. Gagnrýnin snýst um það að
heimildir Samkeppniseftirlitsins
ganga lengra en víðast hvar í Evrópu
og lengra en þörf krefur. Ef íslensk
fyrirtæki eiga að vera samkeppnis-
hæf á alþjóðamarkaði verður að
bæta úr því. Um leið og gagnrýnis-
raddir heyrast um vinnubrögð SKE
birtast gjarnan harðorðir pistlar frá
forstjóra eftirlitsins, kostaðir á sam-
félagsmiðlum fyrir skattfé almenn-
ings. Það er því ekki að undra að
atvinnulífið sé tortryggið í garð
eftirlits, sem rígheldur með slíkum
hætti í óþarflega íþyngjandi heim-
ildir. Það er í höndum stjórnvalda
að bregðast við og skapa hér sann-
gjarnt og samkeppnishæft umhverfi
fyrir fyrirtæki til að starfa innan
og stofnanir að hafa eftirlit með, í
þágu viðskiptalífsins og almenn-
ings. Það er því ánægjulegt að sjá
að samkeppnislöggjöfin er komin á
málefnaskrá Alþingis – og áhugavert
verður að fylgjast með viðbrögðum
SKE við slíku – mun eftirlitið átta
sig á breyttum heimi viðskipta eða
ríghalda í forræðishyggju fortíðar?
Hvað er að SKE?
Útþensla ríkisvaldsins á und-anförnum árum er áfellis-dómur yfir þeim sem haldið
hafa um stjórnartaumana. Ríkisút-
gjöldin aukast ár frá ári, reglugerðir
margfaldast og eftirlitsstofnanir
þenjast út. Á sama tíma hafa opin-
berir starfsmenn leitt launaþróun á
vinnumarkaði. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft eru þetta helstu mæli-
kvarðarnir á árangur þeirra stjórn-
málamanna sem tala fyrir öflugu
atvinnulífi. Þróunin á síðustu árum
vekur óhjákvæmilega spurningar
um hvort forysta f lokksins sem
talar hvað mest um markaðsfrelsi
og minni ríkisafskipti hafi burði til
að þess að glíma við stjórnkerfið.
Kerfið er hannað til þess að þenj-
ast út vegna þess að það grundvall-
ast á því að ávinningur dreifist á fáa
en kostnaður á marga. Kostnaður-
inn við fyrirhugaðar niðurgreiðslur
á einkareknum fjölmiðlarekstri
mun kannski nema um 1.500 krón-
um á hvern landsmann. Það tekur
því varla að kynna sér áformin og
hvað þá andæfa þeim. Ávinningur-
inn fyrir hvern fjölmiðil nemur hins
vegar allt að 50 milljónum króna.
Kemur því ekki á óvart að sumir fjöl-
miðlar hafi notað vettvanginn sem
þeir hafa til að mála dökka mynd af
stöðu íslenskrar fjölmiðlunar.
Þetta er aðeins eitt dæmi af
mörgum. Þrýstingurinn kemur úr
öllum áttum, bæði frá ríkisstofn-
unum og atvinnulífinu. Hönnunar-
galli kerfisins leiðir til þess að allir
reyna að lifa á kostnað annarra. Því
er stærsta pólitíska prófraun þeirra
stjórnmálamanna, sem vilja stuðla
að öflugu atvinnulífi, sú að spyrna á
móti öllum þeim kröftum sem verka
í áttina að auknum umsvifum ríkis-
ins. Það er heljarinnar prófraun sem
krefst staðfestu og leiðtogahæfni. Á
síðustu árum hefur enginn staðist
þessa prófraun sem er grafalvarlegt
í ljósi þess að sífellt erfiðara verður
að snúa þróuninni við.
En í vonleysinu er ein vonarglæta
og hana má finna í Íslandspósti þar
sem nýr forstjóri er í meiriháttar til-
tekt. Þar hefur 12 prósentum starfs-
manna verið sagt upp og óskyldur
rekstur settur í sölu. Forstjórinn
virðist starfa eftir allt öðrum lög-
málum en hinir ríkisforstjórarnir
og má ætla að hann hafi fengið skýr
tilmæli frá ráðherra um að hagræða
í rekstrinum. Líklega voru þau skýr-
ari en tilmæli stjórnvalda um launa-
kjör æðstu stjórnenda sem stjórnir
ríkisfyrirtækja hafa hunsað. Hvort
Íslandspóstur verði fordæmi eða
einsdæmi á hins vegar eftir að koma
í ljós.
Vonarglæta í vonleysinu
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
Efst á lista
Ásdís Kristjáns-
dóttir, forstöðu-
maður efna-
hagssviðs SA,
var ein af þeim
sem sóttu um
að stýra fjármála-
stöðugleikasviði
Seðlabankans. Hún og Ásgeir Jóns-
son seðlabankastjóri hafa áður
unnið saman, fyrst í greiningar-
deild Arion á árunum fyrir og eftir
fall bankanna og síðan við gerð
skýrslu um framtíð íslenskrar pen-
ingastefnu. Ásgeir, sem mun leiða
sameiningu Seðlabankans og FME,
er líklegur til að vilja fá sér til halds
og trausts einhvern í forystu sem
hann treystir og þekkir vel til.
Átján ár hjá
Goldman
Gunnar Jakobsson var annað nafn
sem birtist á listanum yfir þá sem
vilja stýra fjármálastöðugleika-
sviði en hann hefur starfað hjá
bandaríska fjár-
festingarbank-
anum Goldman
Sachs í meira en
18 ár. Gunnar,
sem er ættaður
af Vestfjörðum,
nam lögfræði við Há-
skóla Íslands áður en hann hélt til
Bandaríkjanna í MBA-nám við Yale.
Eftir útskrift hóf hann starfsnám
hjá Goldman og stýrir hann nú
sviði lausafjáráhættu hjá bank-
anum í London. Áhuginn á starfinu
í Seðlabankanum bendir til þess
að Gunnar vilji nú snúa aftur heim.
Bras með Basko
Eftir yfirtöku Skeljungs á Basko
lýkur aðkomu framtakssjóðsins
Horns III að smásölurekstri fé-
lagsins. Horn keypti 80 prósenta
hlut í Basko 2016 fyrir
um 1,5 milljarða.
Söluverðið nú
var rétt yfir 300
milljónum og
bendir til þess
að sjóðurinn hafi
ekki komið sérlega
vel út úr fjárfestingunni
en í millitíðinni hafði félagið einnig
selt frá sér verslanir til Samkaupa.
Endurskipulagning félagsins
kostaði sitt og tapaði Basko
milljarði á rekstrarárinu sem lauk í
febrúar í fyrra. Árni Pétur Jónsson,
forstjóri Skeljungs, ætti að þekkja
smáatriðin enda var hann forstjóri
Basko þegar Horn keypti eignar-
hlutinn en nú situr hann hinum
megin við samningaborðið.
1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
C
B
-F
1
3
0
2
3
C
B
-E
F
F
4
2
3
C
B
-E
E
B
8
2
3
C
B
-E
D
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K