Fréttablaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 23
Aðspurður um þessa þróun segist
Sveinbjörn skilja þessa umræðu og
geta tekið undir margar þær spurn-
ingar sem hafa vaknað um áfram-
haldandi rekstur í Keflavík.
„Eins og staðan er í dag tel
ég skynsamlegt að horfa með
jákvæðum augum til þess að sækja
viðbótarfjármagn með viðbótar-
hlutafé, sérstaklega eftir fall WOW
air. Hvaðan á það viðbótarhlutafé
að koma? Annaðhvort væri það frá
núverandi eiganda, íslenska ríkinu,
eða þá að það kæmi meðfjárfestir að
borðinu.“
Hefur það verið rætt? Hafið þið
rætt við fjárfesta?
„Það banka reglulega upp á ein-
hverjir áhugasamir fjárfestar. Við
tökum vel á móti öllum og það fá
allir kynningu á því sem við erum
að gera. Það er mikill áhugi á að
koma að fjármögnun slíkra innviða-
verkefna.“
Hvað með til að mynda lífeyris-
sjóði?
„Það er okkar mat að það sé ekki
stórkostlega erfitt að sækja fjár-
magn til þeirra verkefna sem fram
undan eru á Kef lavíkurf lugvelli.
Það eru hins vegar mikil verðmæti
fólgin í því að fá inn fjárfesta sem
hafa þekkingu á þessu sviði frekar
en að horfa einvörðungu á fjár-
magnið sem slíkt. Það er auðveldara
að sækja fjármagnið en þekking-
una. Ef það kæmi hér inn erlendur
fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjár-
festa í alþjóðlegum flugvöllum þá
kemur með honum mikil þekking
sem væri mjög jákvæð fyrir okkur.
Við höfum á tiltölulega fáum árum
vaxið úr litlum f lugvelli í alþjóð-
legan flugvöll með öllum þeim tæki-
færum og áskorunum sem því fylgir.
Við höfum náð að höndla þennan
mikla vöxt gríðarlega vel en það
eru þarna hlutir sem við getum gert
betur. Samhliða auknu fjármagni
gætum við náð í mikla rekstrar- og
uppbyggingarþekkingu frá slíkum
fjárfestum.“
En hvað með eigandann, er hann
að skoða aðkomu annarra fjárfesta?
„Nú veit ég ekki til þess að það
sé einhver vinna í gangi í fjármála-
ráðuneytinu. Ég held að svo sé ekki.
Stjórn Isavia hefur ekki rætt þetta
sérstaklega enda væri alltaf um
að ræða ákvörðun eigandans en
ekki stjórnar. Auðvitað upplýsum
við stjórnina þegar hingað koma
áhugasamir fjárfestar, en hlutverk
stjórnar Isavia er fyrst og fremst
að hugsa um hag hlutafélagsins en
ekki hver eigandinn er. Það væri í
mínum huga tiltölulega auðvelt að
sýna fram á skynsemi þess að fá fag-
fjárfesti inn í félagið.“
En þarf þá ekki að skilja Kef la-
víkurf lugvöll frá annarri starfsemi,
til að mynda innanlandsf luginu?
„Ekki endilega. Það er hægt að fá
inn fjárfesti beint inn í Isavia þar
sem innanlandsflugvallakerfið, sem
er óarðbær rekstrareining, er rekin
með þjónustusamningi.
Flugleiðsöguhlutinn er þannig
að við erum ekki bara að stýra flugi
yfir Atlantshafið heldur er hluti
þess að auka af kastagetu Kef la-
víkurflugvallar að finna skilvirkari
leiðir fyrir f lugvélar í aðflugi o.s.frv.
Það væri mikilvægt fyrir mögulegan
fjárfesti að geta haft áhrif þar líka.
Þannig gætum við líklega seinkað
þriðju flugbrautinni í mörg ár með
því að breyta ferlum í f lugumferð.“
Við höfum ákveðnar heimildir
fyrir því að í undirbúningi séu tals-
verðar skipulagsbreytingar á Isavia.
Heyrst hefur að til standi að skipta
upp fyrirtækinu og setja ákveðinn
hluta þess í dótturfélög. Getur þú
lýst þeim tillögum og hversu langt
eru þær komnar?
„Það er mikilvægt að greina betur
á milli ólíkra þátta í rekstri Isavia.
Meirihluti tekna innanlandsf lug-
vallakerfisins kemur úr þjónustu-
samningi við íslenska ríkið og þar
ríkir engin samkeppni. Svipaða
sögu er að segja um f lugleiðsögu-
þjónustuna. Þar ríkir ekki bein
samkeppni og stærsti hluti starf-
seminnar er að fullu byggður á
kostnaðargrunni þar sem afkoman
sveiflujafnast milli ára. Aftur á móti
er Keflavíkurflugvöllur viðskipta-
eining sem er í mikilli samkeppni.
Mér finnst mikilvægt að við gerum
nú skýran aðskilnað milli þess-
ara þátta til að þeir hætti að hafa
truf landi áhrif hvor á annan og
geti vaxið og dafnað í sínu náttúru-
lega umhverfi. Við verðum líka að
viðurkenna þá staðreynd að rekstur
Kef lavíkurf lugvallar er sú eining
sem ber langmestu áhættuna og er
í raun eina einingin sem getur haft
veruleg neikvæð áhrif á eigin fé
Isavia. Það þarf því að meðhöndla
þá áhættu í samræmi við það,“ segir
hann.
„Mín sýn á fyrirkomulagið er
skýr en það er ekki tímabært að svo
stöddu að útlista í smáatriðum hvað
í því felst.“
Stór í markaðssetningu Íslands
Það kemur ef til vill mörgum á óvart
hvað Isavia er virkt og umsvifamik-
ið í að að markaðssetja Ísland sem
áfangastað. Það er einkum gert með
mikilli vinnu í markaðssetningu
flugvallarins fyrir erlend flugfélög
og flugþjónustu. Á síðasta ári varði
Isavia þannig um milljarði króna til
landkynningar.
„Ákvörðun flugfélags um að hefja
f lug á nýja áfangastaði er stór. Hún
krefst fjárfestinga og það getur tekið
talsverðan tíma fyrir þá að verða
arðbæra. Bara það að fá f lugfélög
til að koma hingað er stórt skref.
Það skiptir máli að flugfélögin geti
komið hingað á hagkvæman hátt.“
Hvatakerfið á Keflavíkurflugvelli
veitir f lugfélögum sem hefja f lug á
völlinn allt árið eða utan háanna-
tíma afslátt af notendagjöldum.
Endurgreiðslur vegna þess námu
887 milljónum króna á síðasta ári.
Þessi kostnaður ásamt fjármögnun
annarrar kynningarstarfsemi til
f lugfélaga og dótturfélaga Isavia fór
yfir milljarð króna á síðasta ári.
Þar fyrir utan hefur Isavia tekið
virkan þátt í markaðssetningu
Íslands sem áfangastaðar. Það hefur
félagið gert með þátttöku í verkefn-
um eins og Ísland allt árið, Iceland
Naturally í Bandaríkjunum, hjá
Íslenska ferðaklasanum og Startup
Tourism. Þá sækir Isavia ráðstefnur
víða um heim þar sem Ísland er
kynnt.
Eru einhver ný f lugfélög í kortun-
um? Það var nefnt að þið hefðuð rætt
við Emirates í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum?
„Já, við erum að tala við fjölmörg
félög. Við höfum ekki viljað gefa
upp hvaða félög við erum í viðræð-
um við, f lugfélögin hafa lagt áherslu
á það. Við höfum aftur á móti ekki
verið í viðræðum við Emirates. Það
var bara einhver misskilningur í
fjölmiðlum.“
Í tengslum við fjárfestingaráætlun
Kínverja sem kennd er við Belti og
braut hefur kínverski sendiherrann
nefnt möguleika á beinu f lugi frá
Kína. Hvað getur þú sagt um það?
„Við höfum verið í samskiptum
við f lugfélög í Asíu. Við sjáum
möguleika á að fá hingað flugfélög
þaðan þar sem félög frá Asíu gætu
síðan notað Kef lavík sem tengi-
stöð. Það er stór ákvörðun að hefja
f lug milli Asíu og Íslands. Þetta
eru löng f lug og meiri áhætta fyrir
f lugfélögin, þannig að það er ekki
skrítið að það taki langan tíma að
komast að niðurstöðu um þetta.
Það er auðveldara að stökkva inn á
styttri f lugleggina.“
Aðspurður um hvort lengri f lug-
drægni f lugvéla á borð við nýjar
Airbus-vélar dragi úr framtíðar-
möguleikum Keflavíkur sem tengi-
stöðvar segir hann svo ekki vera.
„Það geta verið meiri möguleikar á
þeim áfangastöðum sem eru lengra
í burtu. Það að nýta Keflavíkurflug-
völl sem tengistöð milli Asíu og til
dæmis Bandaríkjanna gerir f lug-
félögum mögulegt að nýta minni
flugvélar frekar en breiðþotur.
En telur þú það líklegt að af f lugi
til Asíu frá Kef lavík verði?
„Já, ég tel það augljóst.“
Hvað með önnur tækifæri? Eitt eru
farþegar annað eru vörur?
„Hluti af áskoruninni hér er að
það er lítill innf lutningur á móti
útflutningi. Flugfélögin hafa getað
notað farangursgeymslur sínar
undir vöruflutninga þegar flogið er
héðan. Þetta hefur nýst vel í f lutn-
ingi á frakt héðan. Við höfum aðeins
kannað möguleika þess að horfa á
Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð
fyrir vöruf lutninga, en ekki fylgt
því sérstaklega eftir. Fraktf lutn-
ingurinn hefur átt sér stað hjá flug-
félögunum sem eru þegar til staðar
og að miklu leyti í farþegageymslum
þeirra véla.“
Hvert vilt þú leiða félagið?
„Ég vil mýkja félagið. Það þýðir að
þó svo að við séum að reka stór og
mikil mannvirki þá er það mann-
auðurinn sem ræður úrslitum um
árangur Isavia til lengri tíma litið.
Verkefni okkar eru spennandi,
krefjandi og skemmtileg og ég vil
gera Isavia að eftirsóknarverðari
vinnustað. Til að svo megi verða er
lykilatriði að greina betur á milli
eininga félagsins.
Ef við horfum á Keflavíkurflug-
völl sérstaklega þá þurfum við að
setja viðskiptavini enn frekar í for-
grunninn og tengja betur saman
þarfir þeirra og framtíðarþróun
flugvallarins. Stafræn þróun verður
umfangsmikil í rekstrinum til fram-
tíðar.“
Ég vil mýkja félagið.
Það þýðir að þó svo
að við séum að reka stór og
mikil mannvirki þá er það
mannauðurinn sem ræður
úrslitum um árangur Isavia
til lengri tíma litið.
Flugvallarekstur og flugleiðsöguþjónusta
Isavia ohf. varð til árið 2010 við
sameiningu Flugstoða ohf. sem
rak alla flugvelli nema Kefla-
víkurflugvöll og Keflavíkurflug-
vallar ohf. Þá færðust yfirstjórn
og ábyrgð á flugvallarekstri og
flugleiðsöguþjónustu á íslenska
flugstjórnarsvæðinu á einn aðila.
Félagið heyrir undir C-hluta
ríkissjóðs sem eru hlutafélög í
meirihlutaeigu ríkisins sem rekin
eru á eigin ábyrgð og heyra því
ekki með beinum hætti undir
ríkið. Íslenska ríkið á í dag alla
hluti félagsins og fer fjármála- og
efnahagsráðherra með hlut-
hafavaldið og skipar stjórn þess.
Rekstur Isavia byggir á fimm
rekstrarsviðum: Flugleiðsögu-
sviði, flugvallasviði, rekstrarsviði
Keflavíkurflugvallar, tækni- og
eignasviði Keflavíkurflugvallar
og viðskiptasviði Keflavíkurflug-
vallar. Stoðsvið Isavia eru þrjú
talsins: Þróun og stjórnun, mann-
auður og árangur og fjármála-
svið. Einnig er staðla- og gæða-
deild sérstök stoðeining.
Starfsmannafjöldinn Isavia
september 2019
Keflavíkurflugvöllur 760
Flugleiðsögusvið 307
Flugvallasvið 123
Stoðsvið 99
Alls 1.289
en farþegaforsendur þróunaráætl-
unarinnar frá 2015,“ segir hann og
bætir við að þörfin sé enn til staðar
og hafi ekki minnkað. „Við þurfum
engu að síður að hafa vel í huga með
hvaða hætti við fjármögnum þessa
uppbyggingu. Þegar WOW var í
fullum rekstri vorum við með meiri
tekjur og betri nýtingu af innviðum
okkar. Viðskiptaáætlunin lítur því
ekki eins vel út eftir að WOW hætti
rekstri.“
Sveinbjörn segir að ekki megi
gleyma því að WOW hafi komið
með tekjur á tímum sem annars
voru ónýttir tímar á Keflavíkurflug-
velli. „Við þurfum að fá f lugfélög til
að nýta þá tíma dagsins sem ekki
er verið að nota f lugstöðina til að
byggja traustari tekjugrunn fyrir
það sem fram undan er.
Við vorum sem betur fer ekki
farin að framkvæma svo heitið
geti sem tengist þessari stóru upp-
byggingaráætlun. Við höfum verið
að undirbúa það að ráða inn hóp
hönnuða til að hanna þessi miklu
mannvirki og utanaðkomandi verk-
efnisumsjón og eftirlit til að styrkja
okkur í að stýra uppbyggingarverk-
efnunum. Við sem fyrirtæki höfum
ekki haft innviði til að verkefna-
stýra ein þessu risaverkefni.“ Hann
gerir ráð fyrir að gengið verði frá
samningum um verkefnisumsjón
fyrir lok þessa árs.
Sveinbjörn segir þetta vera risa-
vaxin verkefni. „Í peningum verður
fjárhæðin vel norðan við hundrað
milljarða króna þegar uppbygg-
ingaráætlunin er fullframkvæmd.
Á næstu þremur árum gætum við
verið að horfa á um 30 milljarða
íslenskra króna,“ segir hann.
„Fyrsta verkefni verkefnisum-
sjónarinnar er að meta núverandi
uppbyggingaráætlanir og hversu
raunhæfar þær eru. Setja þarf fram
áhættumat fyrir f lugvöllinn og
svara því hvort tekjugrunnurinn
muni standa undir þessari upp-
byggingu eða hvort Isavia þurfi að
hækka gjaldskrá. Það viljum við
auðvitað forðast í lengstu lög því að
við verðum að verja samkeppnis-
hæfni f lugvallarins,“ segir hann.
„Þetta eru miklir fjármunir. Gert
hafði verið ráð fyrir að hægt væri
að fjármagna uppbygginguna með
lánsfjármagni og að ekki yrðu sóttir
f jármunir til eigandans. Þessar
áætlanir gengu upp meðan WOW
var til staðar, en nú þegar það félag
er farið í þrot þá er þetta allt miklu
þyngra.“
Breytingar á eignarhaldi Isavia
Í tengslum við mikla uppbyggingu
Isavia á Kef lavíkurf lugvelli á síð-
ustu misserum hafa vaknað spurn-
ingar um hvort það sé hlutverk rík-
isins að eiga og reka flugvelli og bera
rekstraráhættu þeirra. Eignarhald
flugvalla er afar mismunandi í Evr-
ópu og nokkuð algengt að þeir séu
í eigu sérhæfðra félaga sem sinna
eingöngu slíkum rekstri. Sú þróun
hefur færst í aukana hin síðari ár.
Fram kemur í tölum frá Alþjóða-
samtökum f lugvalla, ACI, að árið
2010 hafi 78% f lugvalla í Evrópu
verið í opinberri eigu. Sex árum
síðar er hlutfallið komið í 59%.
Að sögn Sveinbjörns varði Isavia um milljarði króna til landkynningar og markaðssetningar flugvallarins fyrir erlend flugfélög og flugþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
B
-F
1
3
0
2
3
C
B
-E
F
F
4
2
3
C
B
-E
E
B
8
2
3
C
B
-E
D
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K