Morgunblaðið - 07.08.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
FÁST Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNUM
Bestu undirstöðurnar fyrir
SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA
DVERGARNIR R
Frábær hönnun, styrkur
og léttleiki tryggja betri
undirstöðu og festu í
jarðvegi.
Skoðið nýjuheimasíðuna
islandshus.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Litlar líkur eru á því að Vísir hf. í
Grindavík geri út á túnfisk í haust,
nema eitthvað mikið breytist, að
sögn Péturs H. Pálssonar fram-
kvæmdastjóra. Vísir hf. er eina ís-
lenska útgerðin sem sótti um leyfi
til túnfiskveiða. Ef menn ætluðu til
veiða þurfti að staðfesta það fyrir
14. júlí sl. Pétur sagði að þeir hafi
ekki sent staðfestingu. Hann sagði
að túnfiskveiðum fylgi of mikil
áhætta fyrir eitt fyrirtæki. Þeir
hafi því leitað eftir samstarfi við
aðra um veiðarnar en ekki fundið
samstarfsaðila.
Pétur sagði að þeir hafi aflað sér
upplýsinga um stöðu túnfiskstofns-
ins sem er að vaxa. Hafrannsókna-
stofnun hafi metið það svo að skil-
yrði fyrir túnfisk hafi ekki verið
góð hér við land um tíma. Túnfisk-
kvótinn fyrir Ísland er 147 tonn í
ár og verður 180 tonn á næsta ári,
samkvæmt skýrslu frá Alþjóða-
ráðinu um varðveislu atlantshafs-
túnfisks (ICCAT). Samanlagt má
túnfiskafli Íslendinga fyrir árin
2018, 2019 og 2020 ekki fara yfir
411 tonn. Túnfiskurinn er mjög
verðmæt afurð.
Sækja þarf langt í túnfiskinn og
það krefst þess að hafa sérútbúið
frystiskip sem getur fryst aflann
og geymt við -40°C. Íslendingar
eiga ekki þannig frystiskip. Pétur
sagði að menn láti ekki smíða slíkt
skip upp á von og óvon. Skip sem
veiðir túnfisk út á íslenska kvót-
ann þarf að vera íslenskt, sam-
kvæmt alþjóðareglum. Það er því
ekki hægt að leigja erlent skip til
þessara veiða nema á undanþágu
sem óvíst er að fáist. Einnig þarf
að semja við stéttarfélög sjómanna
vegna réttindamála. Þeir Vísis-
menn viðruðu slíkar hugmyndir
við atvinnuvegaráðuneytið og sam-
tök sjómanna á sínum tíma, en
Pétur sagði að málið hafi dagað
uppi.
„Þetta getur verið gaman eins
og önnur laxveiði, en hún getur
orðið mjög dýr og dýrari en mað-
ur getur leyft sér. Það er reyndar
ekki gaman fyrir sjómennina að
draga tóma línu úti í ballarhafi á
haustin,“ sagði Pétur. Hann sagði
að ef menn ákveði að leggja fjár-
muni í túnfiskveiðar komi helst til
greina að vera með frystiskip
sem hentar til túnfiskveiða og
geti svo stundað annan veiðiskap
og fryst aflann á milli túnfisk-
vertíða.
Þetta verður fjórða árið í röð
sem Vísir hf. gerir ekki út á tún-
fiskveiðar. Þær voru síðast stund-
aðar haustið 2016 en þá var veið-
um hætt snemma vegna þess að
ekki þótti grundvöllur fyrir þeim.
Túnfiskveiðar Vísis hf. gengu hins
vegar þokkalega haustin 2014 og
2015 og var Jóhanna Gísladóttir
GK gerð út á veiðarnar þá.
Litlar líkur á túnfiskveiðum þetta ár
Morgunblaðið/Golli
Bláuggatúnfiskur Þessi kom í troll 2011 og var eldaður á veitingahúsum.
Vísir hf. er með leyfi til túnfiskveiða en hefur ekki sent staðfestingu á veiðum Íslendingar mega
veiða 147 tonn af túnfiski á þessu ári Skipin þurfa að geta fryst túnfiskinn og geymt við -40°C
Meðafli með makríl
» Fiskistofa vakti athygli á því
31. júlí síðastliðinn að tún-
fiskur geti veiðst sem meðafli í
uppsjávarveiðum. Það á t.d. við
makrílveiðar.
» Tilkynna þarf allan túnfisk-
afla til Fiskistofu en hann er
tilkynningaskyldur til Al-
þjóðaráðsins um varðveislu
atlantshafstúnfisks (ICCAT).
» Í gær hafði enginn túnfiskur
verið skráður í aflaupplýs-
ingakerfi Fiskistofu á þessu
fiskveiðiári.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ólafur Sindri Helgason, yfir-
hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði,
segir vísbendingar um að jafnvægi
kunni að vera á leigumarkaði á höfuð-
borgarsvæðinu.
„Þróunin á leiguverði á næstunni
er háð því hvernig framboðið mun
þróast. Ég tel líkur á að leiguverð
breytist lítið til áramóta. Mögulega
koma margar íbúðir í langtímaleigu
sem voru í skammtímaleigu, til dæmis
hjá Airbnb. Alls óvíst er hversu marg-
ar þær eru. Svo er verið að byggja
margar íbúðir. Framboðið gæti því
aukist og verðið gefið eftir. Leiguverð
er í jafnvægi þegar það er jafnt not-
endakostnaði af íbúð. Sem sagt þegar
jafn dýrt er að eiga og reka íbúð ann-
ars vegar og leigja íbúð hins vegar.
Eins og staðan er núna eru vísbend-
ingar um að markaðurinn hafi verið í
stöðugu ástandi í þó nokkurn tíma,“
segir Ólafur Sindri.
Vísitalan lítið hækkað
Tölur Þjóðskrár Íslands benda til
að hægt hafi á hækkun leiguverðs
íbúða á höfuðborgarsvæðinu.
Nánar tiltekið hefur vísitala Þjóð-
skrár yfir leiguverð á höfuðborgar-
svæðinu lítið hækkað síðustu mánuði.
Vísitalan er nú rúm 196 stig en gildið
100 miðast við leiguverðið í janúar
2011. Leiguverðið hefur með öðrum
orðum nær tvöfaldast frá 2011.
Magnús Árni Skúlason, hagfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Reykja-
vík Economics, segir marga þætti
kunna að skýra hvers vegna hægt hafi
á hækkunum. „Framboð á íbúðarhús-
næði hefur aukist. Þá benda tölur
Hagstofunnar til að yfir 10% sam-
dráttur hafi orðið í seldum gistinótt-
um í Airbnb-íbúðum í júní frá fyrra
ári. Mögulega hafa einhverjir sem
staðið hafa í slíkri útleigu ákveðið að
setja íbúðirnar í staðinn í sölu eða
langtímaleigu,“ segir Magnús Árni.
Samkvæmt tölum Þjóðskrár voru
gerðir 2.680 leigusamningar með
íbúðarhúsnæði á fyrri hluta síðasta
árs. Á fyrri hluta þessa árs voru
samningarnir 3.065, eða 14% fleiri.
Væntingar um aðstoð
Magnús Árni telur mögulegt að í
kjölfar frétta um erfiðleika WOW air í
fyrra – og mögulega niðursveiflu í
hagkerfinu – hafi hluti leigjenda
ákveðið að leigja til skamms tíma.
Þeir hafi viljað bíða og sjá hver fram-
vindan yrði í efnahagsmálum. Þá hafi
yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að
styðja við fasteignakaup haft áhrif á
væntingar. Lagasetning í því efni sé
boðuð í haust. Með frekari vaxtalækk-
unum, opinberum stuðningi við íbúða-
kaup og auknu framboði kunni hluti
leigjenda að telja hagkvæmara og við-
ráðanlegra að kaupa eigin fasteign og
með því hverfa af leigumarkaði.
„Vaxtalækkanir gætu haft töluverð
áhrif á markaðnum. Það var verið að
gefa út íbúðalán með neikvæðum
vöxtum í Danmörku. Tveir lífeyris-
sjóðir á Íslandi bjóða nú verðtryggð
lán á undir 2% vöxtum. Það munar
um minna í greiðslubyrði.“
Fram kom í Morgunblaðinu sl.
laugardag að horfur eru á að
húsnæðiskostnaður sem hlutfall af
framfærslukostnaði muni lækka á Ís-
landi á næstunni. Þá m.a. vegna fram-
boðs á nýju og ódýrara leiguhúsnæði.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu
Frá janúar 2011 til júní 2019
Heimild: Þjóðskrá Íslands
j á s o n d j f m a m j
Síðastliðna 12 mánuði
200
195
190
185
190
200
175
150
125
100
75
50
júlí 2018 júní 20192011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Janúar 2011=100Janúar 2011=100
185,6
196,1170,3
142,3
123,9
106,0
196,1
LEIGA
Kr.
Útlit fyrir jafn-
vægi á leigu-
markaðnum
Vísitala leiguverðs á höfuðborgar-
svæðinu hefur lítið breyst undanfarið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýjar íbúðir Hverfisgata 94-96.