Morgunblaðið - 07.08.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Lokadagar útsölunnar
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Einhver annálaðasta flugvél síðari
ára, hin breska Supermarine Spit-
fire, var væntanleg hingað til lands
um miðjan dag í gær. Stóð þá til að
vélinni yrði flogið til Reykjavíkur
frá Skotlandi en vegna óhagstæðra
veðurskilyrða yfir Atlantshafið var
fallið frá þeim áformum um stund.
Koma vélarinnar hingað til lands er
liður í hnattflugi sem ætlað er að
vekja athygli á flugvélategundinni,
sögu hennar og því mikilvæga hlut-
verki sem vélar af þessari gerð
gegndu í síðari heimsstyrjöld.
Bretar framleiddu vel yfir 20.000
eintök af Spitfire á árunum 1938 til
1948 og tóku vélar af þessari gerð
þátt í átökum á öllum vígstöðvum
seinna stríðs. Þekktust er flugvélin
þó fyrir þátttöku sína í orrustunni
um Bretland árið 1940. Af þeim
mikla fjölda sem framleiddur var er
talið að finna megi einungis fáeina
tugi Spitfire-véla í heiminum sem
enn eru í flughæfu ástandi.
Varði sprengjuvélar
Sú flugvél sem hér um ræðir var
smíðuð í flugvélaverksmiðju Castle
Bromwich í Birmingham á Eng-
landi árið 1943. Er vélin sögð hafa
tekið þátt í 51 vopnuðum leiðangri
þegar hún var í þjónustu banda-
manna í seinna stríði og var hlut-
verk hennar meðal annars að verja
sprengjuflugvélar bandamanna fyr-
ir orrustuflugvélum Þjóðverja.
Í dag má segja að búið sé að
draga vígtennurnar úr þessum
gamla stríðsfáki því vélbyssurnar
eru á bak og burt. Með því að taka
vopnin úr vélinni vilja hnatt-
flugsmenn beina athyglinni að tíma-
lausri hönnun vélarinnar og þeirri
miklu fegurð sem hún er sögð búa
yfir, að því er fram kemur á heima-
síðu um hnattflugið.
Kempa Breski flugmaðurinn Steve Brooks sést hér í flugstjórnarklefa vélarinnar og lyftir þumli skömmu fyrir flug-
tak frá Englandi. Vélin átti að koma hingað til lands í gær en þurfti að snúa við vegna óhagstæðs veðurs á leiðinni.
Félagar Þrjár vélar sömu gerðar fylgja hinni silfruðu Spitfire um breska
lofthelgi, en alls smíðuðu Bretar yfir 20 þúsund Spitfire-flugvélar.
Ein þekktasta vél seinna stríðs
Hin breska Supermarine Spitfire var væntanleg hingað til lands í gær Vélin, sem framleidd var
árið 1943, þurfti að snúa við vegna veðurs Tóku þátt á öllum vígstöðvum síðari heimsstyrjaldar
AFP
Öldungur Spitfire-vélin sést hér taka á loft frá suðausturhluta Englands í tengslum við hnattflug sitt.
Fjöldinn allur af töskum, símum,
veskjum, lyklum og flíkum úr Herj-
ólfsdal er nú í vörslu lögreglunnar í
Vestmannaeyjum. Varsla óskilamuna
er órjúfanlegur hluti af Þjóðhátíð í
Eyjum, sem lauk nú um helgina, en
óskilamunir í Heimaey eru færri um
verslunarmannahelgina í ár heldur
en í fyrra að mati varðstjóra í lögregl-
unnar Vestmannaeyjum. Lögreglan
birti myndir af hinum ýmsu óskil-
amunum á facebooksíðu embættisins
í gær og hafa nokkrir þjóðhátíð-
argestir þegar náð að vitja hluta
sinna í gegnum síðuna. Munirnir eru
ýmist sóttir af gestunum eða póst-
lagðir til eigenda, að sögn Hallgríms
Helga Hallgrímssonar, lögreglufull-
trúa í Vestmannaeyjum.
„Það er búið að sækja slatta og
okkur hafa borist margar fyr-
irspurnir um óskilamuni, segir Hall-
grímur og bætir við að þeir sem farn-
ir séu frá Eyjum nýti sér
myndaalbúm lögreglu á Facebook
sem er merkt með yfirskriftinni
„Óskilamunir í Eyjum 2019“.
„Fólk hringir og ber kennsl á hlut-
inn og hann er lagður í póst. Við erum
einmitt að fara að póstleggja fullt af
veskjum með kortum og öku-
skírteinum og öðru. Fólk getur vakt-
að það ef það er að leita að ein-
hverju,“ sagði hann.
Skjáskot/Facebook-síða lögreglunnar í Vestmannaeyjum
Óskilamunir Nokkrir heppnir þjóðhátíðargestir geta vitjað muna sinna hjá
lögreglunni í Vestmannaeyjum. Hlutirnir eru ýmist póstlagðir eða sóttir.
Ógrynni óskilamuna