Morgunblaðið - 07.08.2019, Blaðsíða 32
emmessis.is
Söngsveit frá Dómkirkjunni í Lundi
kemur fram með 3 klassískum og 1
prúðbúnum í Hólmavíkurkirkju í
kvöld kl. 20 og syngja létt og
skemmtileg sumarlög ásamt klass-
ískum söngvum og sálmum.
3 klassískar og 1 prúðbúinn eru
Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir, Signý Sæmundsdóttir
og Bjarni Jónatansson píanóleik-
ari.
Söngsveit, klassískar
og einn prúðbúinn
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 219. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
KR-ingar færðust enn nær Íslands-
meistarabikarnum í gærkvöld þeg-
ar þeir unnu 5:2-sigur á eina liðinu
sem unnið hefur KR í sumar,
Grindavík, í Frostaskjóli. KR er nú
með 13 stiga forskot á næsta lið,
Breiðablik, sem þó á leik til góða.
FH og ÍA eru jöfn í 3.-4. sæti eftir að
Steven Lennon tryggði FH dísætan
1:0-sigur á ÍA. »26-27
Forskot KR 13 stig og
FH komst að hlið ÍA
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
bolta hefur komist á EM í síðustu
tvö skipti en á fyrir höndum langa
og erfiða leið að þriðja Evr-
ópumótinu í röð. Ferðalagið hefst í
Portúgal í kvöld þar sem Ísland
mætir heimamönnum en Svisslend-
ingar koma svo í heimsókn í Laug-
ardalshöll á laugardag. Íslenska lið-
ið teflir fram einum
nýliða í hópnum, Frank
Aroni Booker, og þá
getur Jón Axel Guð-
mundsson verið með
en hann hefur vakið
athygli í bandaríska
háskólakörfu-
boltanum. »24
Erfiður leiðangur hefst
í Portúgal í kvöld
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Mikil spenna er í loftinu í Berlín um
þessar mundir en þar eru nú hundr-
uð Íslendinga samankomin á heims-
meistaramóti íslenska hestsins sem
haldið er dagana 4. til 11. ágúst.
Hestakonan Þórunn Eggerts-
dóttir segir stemninguna vera frá-
bæra en hún mætti ásamt eig-
inmanni og tveimur dætrum á
heimsmeistaramótið í gær. Segir
hún alla fjölskylduna vera með
„hestabakteríuna“ en Beggi Egg-
ertsson bróðir hennar er í landslið-
inu og keppir í skeiðgreinum á
mótinu.
Sat hún ásamt fjölskyldu sinni í ís-
lendingastúkunni svokölluðu ásamt
öðrum Íslendingum þegar blaða-
maður gaf sig á tal við hana símleiðis
í gær. Gríðarleg fagnaðarlæti heyrð-
ust í stúkunni þegar Íslendingurinn
Kristján Magnússon kom í braut en
hann keppir fyrir hönd Svíþjóðar.
„Þegar Íslendingur kemur í braut
er hrópað, kallað og klappað og ís-
lenska fánanum er veifað. Mjög
margir eru komnir í bláa íslenska
landsliðstreyju sem gerð var fyrir
mótið þannig að stúkan er svolítið
blá hjá okkur,“ segir Þórunn. Telur
hún að um 300 Íslendingar hafi verið
í stúkunni þegar mest var í gær. Bú-
ist er við að yfir 2.000 Íslendingar
sæki mótið í ár en flestir mæta á
mótið í dag og á morgun.
„Þetta er svolítið eins og að vera í
stúkunni á heimsmeistaramóti í
handboltanum eða fótboltanum.
Maður fyllist stolti og stendur upp
og allir halda með sínu landi,“ segir
hún.
„Húh-stemning“ í stúkunni
Þórunn staðfestir að íslenska
„Húh-ið“, sem frægt varð á HM í
fótbolta, hafi verið tekið í íslend-
ingastúkunni.
„Það var „„Húh-stemning“ hérna
áðan. Það varði samt bara stutt því
að hestarnir eru hér beint fyrir
framan okkur og þegar það er mest-
ur hávaði er þetta svolítið mikill há-
vaði fyrir hestana. Við reynum að
vera tillitssöm líka,“ segir Þórunn og
hlær. Segir hún spennuna vera gríð-
arlega og að margir áhorfendur í
stúkunni séu jafnvel stressaðri yfir
keppninni en knaparnir sjálfir.
Að sögn Þórunnar byrjar dag-
urinn snemma hjá öllum áhorf-
endum en þeir verða að vera mættir
á völlinn klukkan átta alla morgna.
„Maður vill ekki missa af neinu.
Við komum snemma og förum seint
niður á hótel,“ segir Þórunn.
Ýmsir viðburðir eru í boði utan
keppnistíma en Helgi Björns mun til
að mynda halda uppi fjörinu á ís-
lensku sveitaballi á föstudagskvöld-
inu og spila á tónleikum á laug-
ardagskvöldinu ásamt fleira
tónlistarfólki.
Áfram Ísland Þórunn, Halldór og dætur þeirra Sigrún og Jóna halda með Íslandi á HM íslenska hestsins.
Búist við 2.000 manns
á HM íslenska hestsins
Segir stemninguna í stúkunni minna á HM í fótbolta