Morgunblaðið - 07.08.2019, Side 20

Morgunblaðið - 07.08.2019, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu HITAVEITU- SKELJAR   HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Með vísan til 12. gr. girðingalaga nr. 135/2001 vill sveitarstjórn Langanesbyggðar hvetja alla eigendur eyðijarða í sveitarfélaginu til að fjarlægja allar ónýtar girðingar á landareignum sínum. Skv. þessari grein girðingarlaga er sveitarfélaginu skylt að láta hreinsa ónýtar girðingar á kostnað landeigenda bregðist þeir ekki við sjálfir. Á sveitarfélagið þá lögveð í jörðum fyrir áföllnum kostnaði. Bréf þessa efnis hafa áður verið send öllum landeigendum í Langanesbyggð á árunum 2015, 2017 og 2018. Í samræmi við ofangreinda aðgerðaráætlun er landeigendum hér með gefinn lokafrestur til og með 26. ágúst 2019 til að gera grein fyrir áætlunum sínum um hvernig og hvenær þeir muni standa að hreinsun ónýtra girðinga á jörðum sínum, þar sem það á við. Eins er þeim landeigendum sem það vilja gefinn kostur á að óska eftir því að sveitarfélagið sjái um hreinsun ónýtra girðinga að undangengnu mati á kostnaði. Frestur til að gefa svar við þessu boði er sá sami, eða til 26. ágúst nk. Að afloknum þessum fresti mun sveitarfélagið láta fara fram mat á kostnaði við að fjarlægja ónýtar girðingar af jörðum þeirra sem hlut eiga að máli, með vísan til áðurnefndrar 12. gr. girðingalaga. Það kostnaðarmat verður kynnt hlutaðeigandi landeigendum. Í girðingarlögum segir: Þegar lögð er girðing af ábúanda fer um skyldur jarðeiganda við burtför ábúandans eftir sömu reglum og um hús á jörðinni sé að ræða, sbr. 16. gr. ábúðarlaga, nr. 64/1976. Öllum umráðamönnum lands er skylt að hreinsa burtu af landi sínu ónothæfar girðingar og girðingarflækjur. Nú vanrækir um- ráðamaður lands þessi fyrirmæli í eitt ár eftir að lög þessi öðlast gildi og er þá sveitarstjórn skylt að framkvæma verkið á hans kostnað að fengnu mati búnaðarsambands og á sveitarstjórn þá lögveð í jörðinni fyrir greiðslu kostnaðar. Það sama gildir um eyðijarðir. Í kjölfarið mun sveitarfélagið hefja aðgerðir við að hreinsa ónýtar girðingar eins og því er skylt skv. ofangreindum ákvæðum girðinga- laga Landeigendur eða umráðamenn þurfa senda tilkynningar til skrifstofu sveitarfélagsins á netfangið: skipulag@langanesbyggd.is eða með bréfi á skrifstofu sveitarfélagsins, að Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn. Þar þarf að koma fram hvenær þeir hyggjast hreinsa ónýtar girðingar af jörðum sínum eða óska eftir við sveitarfélagið að það verði gert fyrir þá. Sveitarstjóri. Auglýsing um að fjarlægja skuli ónýtar girðingar á eyðijörðum í Langanesbyggð Raðauglýsingar Tilkynningar Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum Svínhagi SH-20, deiliskipulag. Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Svínhaga. Gert verði ráð fyrir byggingareit fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu. Aðkoman er sameiginleg frá Þingskálavegi eða lóðunum Svínhagi SH-19 og Svínhagi II. Svínhagi L164560, deiliskipulag. Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L164560. Gert verði ráð fyrir 20-25 gistiskálum sem hvert um sig verður um 70 m² að stærð og hýsi 2-4 gesti. Auk þess verði gert ráð fyrir miðlægu þjónustuhúsi um 550 m² að stærð. Fyrirhugað ferðaþjónustusvæði er í svokölluðu Suðurhrauni og er aðkoman frá Þingskálavegi. Breyting á landnotkun hefur þegar verið samþykkt þar sem svæðið verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Árbæjarhjáleiga 2, deiliskipulag. Byggðaráði í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Árbæjarhjáleigu 2. Gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi til viðbótar því sem fyrir er ásamt 2-4 starfsmannahúsum sem samhliða geta nýst til ferðaþjónustu. Aðkoma er frá Árbæjarvegi. Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. september 2019. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Haraldur Birgir Haraldsson skipulagsfulltrúi Rangárþing ytra Félagsstarf eldri borgara Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Miðvikufjör, óvænt uppákoma kl. 11.50. Gáfu- mannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Postulínsmálun kl. 9. Göngutúr um hverfið kl. 13. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30 alla daga vikunnar, kaffi kl. 14.30-15.30 alla virka daga. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg. Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist. Gullsmári Myndlist kl. 9-11.30, postulínsmálun kl. 13, kvennabrids kl. 13. Korpúlfar OPIÐ HÚS í Borgum í dag kl. 10-16. Félagsvist, hannyrðir gleði og gaman. Hádegisverður kl. 11.30-12.30, Korpúlfar sjá um kaffi- veitingar kl. 14.30. Sumaropnun í Borgum til 13. ágúst 2019. Allir vel- komnir. Minnum einnig á gönguhópa Korpúlfa, gengið frá Borgum mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 10 í allt sumar, ganga við allra hæfi, bætir, hressir kætir, allir velkomnir. Seltjarnarnes Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. á morgun fimmtudag verður spiluð félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 7. maí 1926. Hún lést á hjúkrunar- deild aldraðra á Akranesi 25. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- mundur Björnsson kaupmaður, f. 10. ágúst 1876, d. 31. mars 1934, og Una Guðrún Þur- íður Þorsteinsdóttir, f. 22. maí 1896, d. 6. mars 1974. Systur Kristínar voru Ragnhildur, f. 1919, d. 1984, og Birna, f. 1920, d. 2003. Kristín giftist 5. júlí 1947 Guðmundi Ófeigssyni skrif- stofustjóra, f. 8. nóvember 1915, d. 7. október 2004. Foreldrar hans voru Jóhanna Guðrún Frí- mannsdóttir, f. 16. desember 1871, d. 28. maí 1952, og Ófeig- ur Ófeigsson bóndi, f. 23. ágúst 1858, d. 31. maí 1942. Börn Kristínar og Guðmundar: 1) Jó- hann, vélfræðingur, f. 10. mars 1948, kvæntur Guðrúnu G. Kristinsdóttur, f. 28. september 1948. Synir þeirra eru a) Krist- inn, f. 1975, kvæntur Erlu Ágústsdóttur. Dætur þeirra eru Hekla Dís og Vaka Líf. b) Ólaf- ur, f. 1976, sambýliskona Mar- grét Sigvaldadóttir. Dóttir þeirra er Eva. Dóttir Ólafs er Lísa. c) Guðmundur, f. 1980, kvæntur Kristínu Viktors- dóttur. Dætur þeirra eru Mar- grét Dúna og Guðrún Eva. 2) Helga, lífeindafræðingur, f. 10. september 1949. Giftist Børre Martin Sørdal, f. 3. apríl 1949, d. 5. október 1988. Börn þeirra eru a) Kristín, f. 1976, gift Guð- mundi Kristmundssyni. Börn þeirra eru Martin Orri og Þór- dís Helga. Dóttir Kristínar er Sara. b) Eirik, f. 1979, kvæntur Anaïs Senli. c) Marthe, f. 1986, sambýlismaður Karl Jóhann Gunnarsson. d) Nina, f. 1986, gift Gesti Ingva Kristinssyni. Börn þeirra eru Helga Kristín og Kristinn Þór. Son- ur Ninu er Guð- mundur Ómar. 3) Bjarnfríður, hjúkrunar- fræðingur, f. 5. febrúar 1953, gift Guðmundi Inga Haraldssyni, f. 8. ágúst 1951. Börn þeirra eru a) Har- aldur, f. 1978, kvæntur Ceciliu Rose Collins. Synir þeirra eru Guðmundur Philip og Magnús Benjamin. b) Kristín, f. 1983. c) Björg, f. 1987, gift Ármanni Guðjónssyni. Synir þeirra eru Rúnar Ingi og Björn Einar. 4) Ófeigur, skrifstofumaður, f. 1. febrúar 1958. Sambýliskona hans er Friðgerður María Frið- riksdóttir, f. 12. september 1965. Dætur Ófeigs eru: a) Oddný, f. 1984. b) Jóhanna Helga, f. 1988, gift Daniel Má Bonilla. Dóttir þeirra er Diljá Karen. Börn Friðgerðar eru Andri, Birna og Sigurður Már. Eftir andlát föður síns árið 1934 ólst Kristín upp á Vatns- nesi í Keflavík hjá hjónunum Bjarnfríði Sigurðardóttur og Jóhanni Guðnasyni útvegs- bónda og kaupmanni. Auk hennar ólu þau upp Fal Guð- mundsson, Helgu Þorsteins- dóttur og Sigríði Jónsdóttur. Kristín hélt alltaf góðu sam- bandi við móður sína og systur. Eftir skólagöngu í Keflavík stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann í Reykjavík. Síðan lærði hún kjólasaum og starfaði við það í um tíma. Kristín og Guðmundur voru alla tíð skátar af lífi og sál. Kristín gekk í Oddfellowregluna árið 1972, í Rb.st.nr. 4, Sigríði, og lagði sitt af mörkum áratugum saman með vinnu í fjáröflunar- starfi stúkunnar til líknarmála. Kristín verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 7. ágúst 2019, klukkan 13. Elsku amma Kristín okkar hefur kvatt þennan heim, södd og sæl lífdaga og fyrir margt löngu tilbúin að kveðja, henni fannst ekki mjög fínt að vera orðin svona gömul og ekki frjáls ferða sinna. Amma okkar var hlý og góð kona, vildi okkur allt hið besta og gladdist yfir öllum sigrum okkar í lífinu, smáum sem stórum. Amma var fín frú í orðsins fyllstu merkingu og heimsborg- ari. Alltaf vel tilhöfð í nýjustu tísku en var að sama skapi mikill töffari með bein í nefinu. Afi var oft sendur í tískuvöruverslanir bæjarins til að staðgreiða flíkur sem hún hafði tekið frá fyrr um daginn og kvatt með orðunum „Guðmundur kemur og greiðir fyrir mig“ sem auðvitað alltaf stóðst. Amma Kristín var stoltur Keflvíkingur þó að við deilum ekki endilega því stolti hennar enda Keflavík í okkar huga helst körfuboltalið sem einn okkar þurfti of oft að lúta í lægra haldi fyrir. Hún sagði margar sögur frá uppvaxtarárum sínum í Keflavík og Vatnsnesið var alltaf ofarlega í huga hennar. Að koma þangað með ömmu er góð minn- ing, þá vaknaði hún til lífsins og varð að Stínu á Vatnsnesi og henni leiddist ekki að sýna okkur alla króka og kima í húsinu sem hún ólst upp í. Að koma í Brekkugerði til ömmu og afa var alltaf heimsókn sem skildi eitthvað eftir sig. Það var þó oft ekki fyrr en seinna sem maður skildi hversu lærdómsrík- ar þær voru. Hjá ömmu og afa lærði maður að skilja að heimur- inn væri ekki einsleitur og að lífið væri ekki alltaf auðvelt og ef maður kæmi hreint fram og legði sig fram væru manni allir vegir færir. Við lærðum líka að meta fegurðina í svo mörgu, hvort sem það væri í Pétri og úlfinum, al- fræðiorðabókum, skák eða í pútt- keppni á ganginum í Brekku- gerði. Amma og afi höfðu bæði upp- lifað margt í gegnum lífið og vissu að hlutirnir voru ekki sjálfsagðir, maður þarf að vinna fyrir þeim. Og best væri að vinna fyrir sér í lífinu með heiðarleika og réttsýni að leiðarljósi. Þau lögðu bæði mikla áherslu á að við viðuðum að okkur þekkingu, þekking væri lykillinn að því að opna dyr að betra og innihaldsríkara lífi. Amma þekkti afa vel, svo vel að hún fékk okkur oftar en einu sinni til að vera kylfusveinar hjá honum í tíðum golfferðum. Amma vissi nefnilega að bensín- fóturinn væri léttari hjá afa ef dýrmætur farmur eins og barna- barn væri um borð. Ekki gátum við mikið ráðlagt afa um kylfur eða lestur á flötum, en mannlegar bremsur vorum við og afi kom heill heim eftir góðan dag í Grafarholti, Hellu eða hvar sem hægt var að spila þeirra uppá- haldsíþrótt. Við eigum eftir að sakna ömmu, hún var alltaf til staðar og kom í flest boð þrátt fyrir heilsu- brest því hún vildi hitta fólkið sitt, gleðjast með barna- og barnabarnabörnum. Amma var stolt af sínu fólki, öll höfum við komist klakklaust í gegnum lífið og með nokkrum sóma, þá er hún sátt og glöð. Ef við villumst af leið finnur hún svo eflaust leið til að koma þeim skilaboðum til okkar. Kristinn, Ólafur og Guð- mundur Jóhannssynir. Kristín Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.