Morgunblaðið - 07.08.2019, Side 16

Morgunblaðið - 07.08.2019, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 ✝ Jóhann Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 25. júní 1965. Hann lést á Akranesi 26. júlí 2019 eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein. Jóhann ólst upp í Reykjavík til 11 ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan búferlum í Búr- fellsvirkjun og átta árum síðar að Skarði í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. Jóhann lauk námi í rafvirkjun við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og eftir nokk- urra ára starf við fagið hóf hann nám í Tækniskóla Íslands. Þaðan lá leiðin til Kaup- Sigurrósar, f. 1970, eru Þór- hildur, f. 1988, maki Einar Gestur Jónasson, Guðný Sigur- rós, f. 2003, og Sigurður Kai, f. 2009. Foreldrar Jóhanns eru Sig- urður Björgvinsson vélfræð- ingur, f. 1945, og Jenný Jó- hannsdóttir kennari, f. 1946. Þau eru búsett á Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tengdaforeldrar Jóhanns eru Ingimar Hólm Ellertsson, f. 1940, og Sigurrós Berg Sig- urðardóttir, f. 1943. Bræður Jóhanns eru Björg- vin Guðni, f. 1970, maki María Ragna Lúðvígsdóttir, Sigurður Unnar, f. 1972, maki Vilborg María Ástráðsdóttir, og Davíð, f. 1979, maki Agnes Rós Jóns- dóttir. Útför Jóhanns fer fram frá Akraneskirkju í dag, 7. ágúst 2019, klukkan 13. mannahafnar, þar sem hann lærði raf- magnstæknifræði. Í Kaupmanna- höfn kynntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigur- rós Ingimars- dóttur. Eftir fimm ára búsetu fluttu þau heim til Íslands árið 1996. Framan af bjuggu þau í Laugateignum í Reykjavík en fyrir áratug byggðu þau sér hús á Akranesi þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Jóhann var einn eigenda og lykilstarfsmanna Naust Marine ehf. þar sem hann starfaði til hins síðasta. Börn Jóhanns og Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessi orðræða úr Hávamálum á vel við á þessari stundu þegar við kveðjum son okkar svo allt of fljótt. Jóhann var elstur okkar fjögurra sona og var þess vegna óskoraður fyrirliði í strákahópn- um. Við sjáum ekki aðeins á bak bróður og syni heldur einnig kærum vin. Aldursmunur á Jóhanni og okkur foreldrum hans var ekki ýkja mikill, nítján og tuttugu ár. Hann var skírður þegar við gift- um okkur þennan sama mán- aðardag 7.8. 1965. Hann var ákaflega hlýr og góður við alla og passaði vel upp á bræður sína sem nú sakna vin- ar í stað. Hann var þeirrar gerð- ar að alltaf þegar maður hitti hann hlýnaði manni um hjarta- ræturnar, enda átti Jóhann marga vini sem sakna hans. Jóhann varð þeirrar gæfu að- njótandi að hitta sinn góða lífs- förunaut Sigurrós þegar hann stundaði raftækninám í Kaup- mannahöfn. Með henni komu augasteinarnir okkar þau Þór- hildur og svo seinna Guðný Sig- urrós og Sigurður Kai. Þau hafa öll sýnt mikið þrekvirki í þessu hræðilega veikindastríði og sitja núna uppi með sorgina. Þess ber að geta að á meðan á þessu stríði stóð sýndi starfsfólk á sjúkrahúsi og heimahjúkrun al- veg ótrúlega hjálpsemi og þjón- ustulund sem ber að þakka. Takk. Nú þegar Jóhann er kominn á ströndina gullnu til þeirra sem á undan eru farnir er þjáningum hans lokið. Það er sárt að upplifa það að standa yfir moldu barna sinna en það hlýjar inn að hjartarótum öll sú væntumþykja sem við finnum frá öllum ætt- ingjum og vinum. Hvíl í friði kæri vinur. Pabbi og mamma. Sólin vermir minninguna og eilífð sumarlandsins er tekin við. Lífshlaupi lokið eftir stutta og snarpa baráttu við illvígt krabbamein. Baráttu sem Jó- hann bróðir minn tók af einstöku æðruleysi og þeirri yfirvegun sem honum var gefin. Stórt skarð höggvið í sam- henta fjölskylduna og óraun- verulegt að þetta sé raunin. Skeiðarvogurinn, Unufellið, Hnausakot, Búrfellsvirkjun, Skarð, Kaupmannahöfn, Lauga- teigurinn og Seljuskógar. Stóru staðirnir og vörðurnar á farsælli og skemmtilegri lífsleið. Vin- margur og vel liðinn hvar sem komið var. Jóhann var jafnaðarmaður frá unga aldri og fylgdist af áhuga með og tók þátt í framgangi flokksins og félagshyggjunnar. Við vorum mjög nánir bræðurnir fjórir og aldrei bar skugga á okkar miklu samskipti. Þvert á móti urðu böndin sterkari eftir því sem árin liðu. Hestarnir, börnin og jörðin í Gullhreppnum sameinuðu og skópu farveg samveru og góðra stunda. Erfitt er að sætta sig við hið óbærilega og ráðþrot læknavís- indanna gagnvart veikindunum sem seint og illa gekk að greina og meðhöndla. Þau verða erfið sporin héðan og sérstaklega fyrir börn Jó- hanns, barnabörn og eiginkonu sem stóðu með honum af aðdáanlegum styrk í gegnum erfiðan tíma áfalla og veikinda. Mitt í því ferli urðu góðu stund- irnar áfram til. Síðasta ferðin heim í Skarð, afmælisveislan á Skaganum og heimsóknir vina, frændfólks og félaga. Eftir standa allar ómetanlegu minningarnar sem lifa með okk- ur um einstakt ljúfmenni sem átti ekki marga sína líka. Björgvin Guðni. Að skrifa minningargrein um mann í blóma lífsins er eitthvað svo dapurlegt. Söknuðurinn er sár og þá er gott að geta rifjað upp og yljað sér við fallegar og góðar minningar. Hann Jóhann frændi minn var fallegur maður með fallega sál, hjartahlýr, dásamlegur og einstaklega sjarmerandi þegar hann brosti út í annað með glampa í augunum. Hann var stóri frændi minn, bara nokkrum árum eldri, og mér þótti alltaf mikið til hans koma. Þegar ég var yngri þótti mér mjög spennandi og gaman að fá að fara austur í Búrfell að heim- sækja Jenný móðursystur mína, Sigga og strákana. Það var alltaf líf og fjör í Búrfelli og þótti mér smástelpunni unglingsfrændi minn afskaplega töff. Og ekki var síður skemmtilegt þegar all- ur frændsystkinahópurinn hitt- ist í Hnausakoti á sumrin, þaðan eru margar góðar minningar sem gott er að rifja upp og varð- veita. Fótbolti, rólur, drullubú, spil, Borgarás, tjörnin, afi og amma. Haustið 1991 fór Jóhann í nám til Kaupmannahafnar og ég sama haust sem au pair. Eins og góðum stóra frænda sæmir passaði hann vel upp á litlu frænku sína og það ár urðum við afskaplega góðir vinir. „Det er min kusine“ er setning sem mér þótti alltaf svo vænt um, en þannig kynnti hann mig oft. Þetta ár okkar saman í Kaup- mannahöfn er stútfullt af skemmtilegum minningum. Samverustundirnar, partíin, fjöl- skyldudansinn okkar við lagið „In the Summertime“ og sú skemmtilegasta auðvitað er sú þegar ég hitti Rós vinkonu mína við lyftuna á Öresundskollegíinu laugardagsmorgun eftir gott föstudagskvöld. Þar stóð hún með dásamlegu Þórhildi og við á leið upp á sömu hæð. Jóhann hafði boðið í grjónagraut í há- deginu þennan laugardag, hann vildi ganga í augun á dóttur kærustunnar með góðum grjónagraut. Það var dásamlegt að fá að fylgjast með sambandi þeirra Þórhildar þróast, kærasti mömmu varð pabbi og því hlut- verki sinnti hann svo sannarlega vel og samband þeirra Þórhildar var alltaf fallegt og einlægt. Það er svo dýrmætt að hafa fengið að taka þátt í lífi hans Jó- hanns frænda míns, fá að fylgj- ast með Guðnýju Sigurrós og Sigga Kai, en börnin mín hafa verið svo lánsöm að vera vinir þeirra. Nú erum það við Rós sem viðhöldum þessum vinskap og lítum til með hvor annarri. Elsku frændi minn, ég er þakklát fyrir að hafa verið hluti af lífi þínu, þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman, þakklát fyrir vináttuna og þakk- lát fyrir að hafa fengið kveðju- stund með þér. Þín verður sárt saknað en minning þín lifir. Þar til við sjáumst aftur, Jó- hann frændi. Allt er öðruvísi og breytt af er það sem áður var. Þú ert ekki lengur hér, enn eitt tárið féll í dag. Tilfinningin undarleg farið allt á annan veg. Þú ert ekki lengur hér enn eitt tárið féll með þér. Engu betri, engu nær engu betri en í gær. Af er það sem áður var enn eitt tárið féll í dag. Tilfinningin undarleg farið allt á annan veg. Þú ert ekki lengur hér enn eitt tárið féll með þér. (KK) Dagbjört Jóhanna Þorsteinsdóttir. „Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman.“ Þessar hendingar um Hlíðar- endakot gætu vel átt við um Hnausakot. Á hverju sumri komu foreldrar okkar norður í sumarfríinu og þau lögðu áherslu á að við systkinin níu kæmum á sama tíma, einnig tengdabörn og barnabörn. Jó- hann var elstur barnabarna og svo komu þau koll af kolli og enduðu í tölu sem fáir höfðu á hraðbergi nema afi þeirra og amma. Lífið var leikur og leik- urinn var lífið sjálft. Barna- börnin voru lagskipt eftir aldri. Hvert gengi myndaði órofa vina- bönd sem rakna ekki þótt stund- um verði drjúgur tími milli end- urfunda. Knattspyrna var iðkuð af kappi, myndarlegt bú rekið niðri í móum, herbergi bætt við kofann hans Jóa, dorgað fyrir silung í Austuránni og svo mætti lengi telja. Inni var spilað og spilin hæfðu aldri; fantur og langavitleysa fyrir byrjendur og marías fyrir þau eldri. Svo var giskað á hve margir silungar kæmu í netið í tjörninni. Sumir létu óskhyggju ráða en aðrir settu fram raunsæjar tilgátur byggðar á fyrri reynslu. Þegar leið að háttatíma bjuggu barna- börnin um sig í flatsængum og ekkert lát á galsa þar til einhver kallaði þungri raust: „Viljið þið gjöra svo vel að fara að sofa í hausinn á ykkur.“ Þá lækkuðu allir róminn, en dágóða stund mátti heyra lágvært pískur og niðurbældan hlátur því í kvöld- galsanum verður allt svo dæma- laust skemmtilegt. Enn er leikið í Hnausakoti. Barnabörnin, orðin rígfullorðin, sjá nú um Hnausakotsleika ann- að hvert ár og alltaf stækkar ættboginn. Á síðasta móti voru tæplega hundrað þátttakendur. Jóhann var virkur í þessu ævin- týri frá byrjun, hægur og yfir- vegaður og stutt í glens og glað- an hlátur. Hans formlegu þátttöku er nú lokið. Hann var kallaður af leikvelli lífsins í skyndingu. Þeim dómi verður að hlíta hversu sárt sem það er. Eftir lifir minningin um systur- son sem var hvers manns hug- ljúfi. Við móðursystkinin og fjöl- skyldur okkar lútum höfði í þökk fyrir að hafa átt samleið með Jó- hanni. Ólafur H. Jóhannsson. Það er með óendanlegum trega sem hópur 9 kveður sinn kæra vin, Jóhann Sigurðsson, sem allur Kínavinahópurinn þekkti sem Jóa. Fyrir allmörg- um árum hristist saman fólk á misjöfnum aldri og frá ólíkum stöðum af landinu en þegar fyrsti hittingurinn átti sér stað var hver einasti hópmeðlimur með blik í auga. Í huganum var einstakt ferðalag hafið þar sem áfangastaðurinn var Kína. Markmiðið var skýrt og tært; fjölskyldurnar fimm höfðu ákveðið að ættleiða barn. Svo að segja frá byrjun mynd- uðust vinatengsl milli þessara fimm hjóna sem einungis áttu eftir að styrkjast og dafna. Unn- ið var af kappi að því að þétta böndin og hrista alla rækilega saman áður en haldið skyldi í ferðalag sem átti eftir að breyta lífi allra í hópnum til frambúðar. Það er skemmst frá því að segja að hópurinn telur það hafa verið alger forréttindi að kynn- ast Jóa. Hann var þannig mann- gerð að allir í kringum hann blómstruðu. Með húmor, hlýju og yndislegheitum vafði hann alla örmum. Það sýndi sig svo sannarlega í Kínaferðinni ör- lagaríku hvaða mann Jói hafði að geyma. Ef einhverjar hindr- anir urðu í veginum greiddi hann úr þeim með sinni hæglæt- islegu og yfirveguðu framkomu. Húmorinn var aldrei langt und- an og löngu eftir heimför yljaði hópurinn sér aftur og aftur við yndislegar minningar sem bæði voru hugljúfar og skondnar. Endalaust var hlegið að hotpot- réttinum góða og dyraverðinum glaða með sitt „gúda morning“. Orðin drengur góður áttu svo sannarlega við Jóa sem og stúlka góð sem stóð ætíð sem klettur við hlið hans, hún Rós okkar. Hópurinn hafði sem bet- ur fer vit á því að hittast með reglulegu millibili, bæði til að styðja við og viðhalda yndisleg- um vinatengslum en líka til að gefa stúlkunum okkar fimm dýr- mæta gjöf, tengsl þeirra í mill- um, sem og tengsl milli þeirra barna sem fyrir voru í hópnum og þeirra sem komu síðar. Elsku Rós, Þórhildur, Guðný, Siggi og fjölskyldur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Stórt skarð er nú höggvið í okkar góða vinahóp. Við eigum eftir að sakna þín elsku Jói en minningin um yndislegan vin lifir og við eigum eftir að halda áfram að hittast með Rós og börnunum, þess fullviss að þú sért með okkur. Hvíl í friði, kæri vinur. Hópur 9, Sólveig, Haraldur, Selma, Jóhann, Þórunn, Gunnar, Kristín og Jens. Það er ekki góð tilfinning að kveðja jafnaldra og góðan vin, sem fellur frá í blóma lífsins, þegar enn ætti að vera nægur tími til að hittast. Ef ekki á morgun, þá hinn eða hinn, eða næst þegar maður á leið um Akranes. Svo líður tíminn og ár- in, en aldrei náði ég að þiggja síðasta heimboðið, sem bráðum er orðið tveggja ára gamalt. Loks gerði ég mér þó ferð upp á Skaga þegar Rós bauð til stórkostlegrar veislu á 54 ára af- mælisdeginum hans Jóa núna í lok júní. Þar rann það eiginlega fyrst upp fyrir mér hve dýrmætt það er að hafa fengið að kynnast Jóa, og síðan öllu því dásamlega fólki sem umkringdi hann, og gildir þar einu hvort um er að ræða gamla eða nýja vini, frændur, frænkur, bræðurna þrjá, eða foreldrana, þau Sigurð og Jenný, eða tengdaforeldrana Ingimar og Sigurrós. Ekki má síðan gleyma sjálfri Rós og systkinum hennar og börnunum þremur. Í veislunni ríkti einlæg gleði endurfundanna. Bæði á meðal okkar sem ekki höfðum hist lengi og líka allra hinna. Og þótt Jói hafi ekki getað tekið þátt í samræðunum, þá litaði nærvera hans andrúmsloftið á sama hátt og svo oft áður, því Jóhann var nefnilega sú manngerð sem á einhvern óútskýrðan hátt gat kallað fram gleði og kátínu með nærveru sinni einni saman. Jóhanni kynntist ég á náms- árunum í Kaupmannahöfn, nán- ar tiltekið á Öresundskollegíinu, sem þá var hálfgerð Íslend- inganýlenda. Þar var því oft kátt á hjalla og vorum við mörg sem bundumst þar ævarandi vináttu- böndum eða rugluðum jafnvel saman reytum. Þar kynntist hann Sigurrós sinni og með henni fylgdi litla hnátan Þórhild- ur, og þar með hætti Jóhann að vera bara Jói, því frá þeim degi var alltaf talað um Jóa og Rós, en saman gegndu þau svo lykil- hlutverkinu í glaðværðinni og fé- lagslífinu. Jói var oft með gít- arinn á lofti og aldrei mun ég gleyma þegar við æfðum fær- eyska þjóðlagið „Saknur“ og sungum m.a. fyrir hóp Færey- inga við undirleik Jóhanns. Mörg færeysk tár féllu yfir flutningnum og sögðust sumir aldrei hafa heyrt neitt jafn fal- legt og trúi ég því. Við vorum síðan þó nokkur sem héldum hópinn eftir að heim var komið og áfram voru Jói og Rós í aðalhlutverkum. Nýja heimilið þeirra á Laugateignum varð strax að miðstöð heim- fluttra Kaupmannahafnarbúa og við bættust nú gamlir vinir, frændur, frænkur, bræður og systur. Og áfram hélt stuðið og haldnar voru litlar útihátíðir á Skarði í Gnúpverjahreppi, heimahögum Jóa. Þar tóku þau Sigurður og Jenný og yngri bræðurnir Björgvin, Siggi og Davíð fagnandi á móti okkur og strax áttaði maður sig á því hvaðan Jói hafði sitt einstæða, glaðlega og hlýja viðmót, sem á sama óútskýrða hátt kallaði ein- ungis fram það allra besta hjá öllum, enda kom annað einhvern veginn ekki til greina. Minning mín um Jóa er því ekki bara um góðan vin, heldur einnig um stóran hóp af því góða og glaðværa fólki sem stóð hon- um næst. Ég vona síðan heitt og innilega að minningin um Jóa lifi áfram í gleði og söng, og helst þannig að börnin Sigurður, Guðný, Þórhildur og síðan litlu barnabörnin syngi með og spili jafnvel undir. Vinarkveðja, Örn Þór Halldórsson. Jóhann Sigurðsson, eða Jói eins og hann var ávallt kallaður, var ekki bara samstarfsmaður minn til margra ára heldur einn- ig góður vinur. Jói starfaði lengst af sem yfirmaður tækni- deildar Naust Marine en síðustu fjögur ár var hann yfirmaður þróunarsviðs fyirirtækisins ásamt því að vera í stjórn félags- ins til margra ára. Öllum þess- um störfum sinnti hann af alúð og metnaði. Reynsla hans og þekking kom fyrirtækinu vel og ekki síður það hversu framsýnn hann var. Ég sakna þess nú þeg- ar að geta ekki leitað til Jóa með hin ýmsu mál. Því það var sama hversu stór eða smá viðfangs- efnin voru, manni leið alltaf vel eftir fundi og símtöl við Jóa. Hann var ávallt jákvæður og sá björtu hliðarnar á málunum sama hversu illa þau litu út. Þessi eiginleiki hans var ein- stakur. Við Jói kynntumst fyrst þegar ég vann í tæknideild Reykjafells. Hann hafði þá, ásamt fjórum ungum mönnum, nýstofnað fyrirtæki, sem sérhæfði sig í ýmsum sjálfvirknilausnum. Við náðum strax vel saman og fórum m.a. ásamt litlum hópi í ógleymanlega ferð til Þýska- lands til að læra forritun iðn- stýrivéla. Eitt það skemmtileg- asta sem Jói gerði var að fara í veiðiferðir og fórum við saman í nokkrar slíkar. Um þær á ég góðar minningar en áhugasam- ari veiðimann var vart að finna. Nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar saman þegar ég höf störf hjá Naust Marine en Jói átti stóran þátt í því að ég höf þar störf. Samstarf okkar þar síðustu 12 ár hefur verið ótrú- lega skemmtilegt, lærdómsríkt og gefandi. Ekki eru nema tvö ár frá því við fögnuðum þeim áfanga saman í Vigó á Spáni að ganga frá stofnun Naust Marine Spain. Þar var Jói í essinu sínu, búinn að sjá það fyrir hvernig allt myndi þróast næstu ár og uppfullur af nýjum hugmyndum. Ári síðar hringdi hann frá Tenerife og sagðist hafa fengi flogakast, sem var upphafið að þeim miklu veikindum sem fylgdu í kjölfarið. Undanfarna mánuði höfum við samstarfsfólk hans og vinir fylgst með harðri baráttu Jóa við illvígan sjúkdóm. Á þeim tíma hefur eftirlifandi eiginkona hans Sigurrós staðið eins og klettur við hlið hans. Það er ekki annað hægt en dást að því hversu vel hún hefur stutt Jóa í veikindunum. Það var augljóst að velferð hans og fjölskyldunn- ar gekk þar fyrir öllu en einnig gætti hún þess að halda okkur, sem fjær stóðum, vel upplýstum. Fyrir það erum við þakklát. Það er mikil gæfa að hafa fengið að kynnast og starfa með Jóa í öll þessi ár. Mikið eigum við, samstarfsmenn hans allir, eftir að sakna þessa góða drengs og vinar. Starfsfólk Naust Marine sendir Sigurrós, börnunum og allri þeirra fjölskyldu innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Naust Marine og starfsmanna, Bjarni Þór Gunnlaugsson. Jóhann Sigurðsson HINSTA KVEÐJA Það er alltaf erfitt að kveðja góðan vin, sérstak- lega í hinsta sinn. Kæri frændi, vinur og fé- lagi, innilegar þakkir fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur á okkar samferð. Okkur er efst í huga þín óendanlega jákvæðni og óbilandi trú á að öll verk- efni mætti leysa á farsælan hátt. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman með góðum mat, tónlist, söng og gleði. Minning um einstakan herramann mun lifa með okkur. Hinsta kveðja, Herra- menn og frúr, Guðmundur og Ásta, Indriði og Edda, Bolli og Ásta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.